Morgunblaðið - 07.01.2000, Síða 14

Morgunblaðið - 07.01.2000, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kristnihátíð á Þingvöllum Skipulag hátíðarsvæðis Öxarárfoss Furulundur Efrivellir Aðalsvið Símanna ^Veitingar (VIF Neðri vellir Hestagj pallurQ ——LögréttA Þipigfuodur1'' ^■'"c'ýQxarárhólmi bekkur Valhöll Veitinga- og sölutjöld Snyrtingar. Varðstofár**^*^^ neyðamnóttaka : j Sfarfsmannaaðstaða Snyrtingar Skátar ISnyrtingar. Þingvallabær upplýsingE^S^*...—-—r.Vj-1.-;' . u|iA /i astjómstöð framkvæmdanefndar í' u Stjórnstöð lögreglu T) Þyrlupallur Varanlegir göngustígar Göngumottur Göngupallar (sem verða teknir niður síðar) Landsvirkjun bauð fulltrúum frá Norsk Hydro hingað til lands Kynna sér skýrslu um umhverfísmat Flj ótsdalsvirkjunar TVEIR Norðmenn frá íyrirtækinu Norsk Hydro eru staddir hér á landi í boði Landsvirkjunar til þess að kynna sér skýrslu fyrirtækisins um umhverfisáhrif vegna Fljótsdals- virkjunar. Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að Norðmönnunum hafi verið boðið hingað til lands í kjölfar ummæla Eivind Reitens, forstjóramálmdeild- ar Norsk Hydro, milli jóla og nýárs þess efnis að þeir myndu skoða og kynna sér umhverfismál virkjunar- innar á sjálfstæðan hátt, eins og alla aðra þætti áður en þeir tækju ákvörðun um byggingu álvers. Þorsteinn sagði að annars vegar væri um að ræða sérfræðing í um- hverfisdeild Hydro Aluminium og hins vegar sjálfstætt starfandi ráð- gjafa á þessu sviði umhverfismála, sem hefði unnið fyrir Norsk Hydro og fleiri aðila. Þeir hefðu farið yfir skýrsluna með höfundum hennar og Helga Bjamasyni, yfirmanni um- hverfisdeildar Landsvirkjunar, sem hefði haft yfirumsjón með gerð skýrslunnar. Landsvirkjun hefði einnig haft milligöngu um að koma Norðmönnunum í samband við þá aðila sem hefðu haft skýrsluna til umfjöllunar á undanförnum vikum og komið að gerð hennar, en þar væri um að ræða stofnanir í um- hverfismálum eins og umhverfisráð- uneytið, Náttúruvernd ríkisins, Náttúrufræðistofnun og fleiri aðila. Fái milliliðalausan aðgang Þorsteinn sagði að Norðmennimir myndu einnig verða hér í dag til þess að kynna sér málin. Með þessu boði til Norsk Hydro vildi Landsvirkjun stuðla að því að norska fyrirtækið fengi milliliðalausan aðgang að þess- um gögnum og vera þeim innan handar um að afla sér upplýsinga í þessum efnum eins og norska fyrir- tækið teldi þörf á. Nám í kínverskum nálastunsum OS srasalækninsum Skóli hinna fjögurra árstíöa býður nú upp á viðurkennt nám í kínverskum nálastungum og grasalækningum. Námið stendur yfir í 18 mánuði og hefst í lok janúar 2000. Kennt verður eina „intensíva" helgi í mánuði og er námið sérstaklega hannað fyrir nemendur, sem viija vinna með náminu og fyrir fólk sem sækir námið utan af landi. Námið er sett upp í áföngum, þannig að nemendur geta valið um að taka einstök fög eða allt námið í heild. Kennt verður meðal annars: • Hugmyndafræðin um Yin og Yang • Uppbygging líkamans,- starfsemi, þróun, samspil og ójafnvægi • Uppruni sjúkdóma • Kínversk sjúkdómafræði • Kínversk sjúkdómsgreining, þar á meðal hlustun og greining á þinum 12 púlsum • Staðsetning og kynning á hinum mismunandi tegundum nálastungupunkta • Hinar sérstöku Meridian æðar • Stofnar og greinar (Stems and Branches) - kínversk stjömuspeki í lækningum • Meðferðartækni þ.e. notkun nála og moxa • Grasafræði • Gerð jurtalyfja, krema, áburðar o.þ.h. • Grasalyfjaffæði og -meðferð Nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans, Klappastíg 25-27, 101 Reykjavík. Sími/fax: 552 5759. Heimasíða: http://www.islandia.is/-kinv-laekningar netfang: kinv-laekningar@islandia.is Undirbúningur Kristnihátíðar á Þingvöllum í fullum gangi Þrjár brýr til bráða- birgða yfir Oxará ÞRJÁR göngubrýr verða lagðar til bráðabirgða yfir Öxará vegna Kristnihátíðar á Þingvöllum í sumar og göngupallar lagðir um hluta svæðisins sem einnig verða teknir niður að hátíð lokinni. Vegagerð rík- isins hefur boðið þessar fram- kvæmdir út en auk þess verða lagðir varanlegir göngustígar um svæðið. Engin bílaumferð verður leyfð um hátíðarsvæðið. Að sögn Jóhannesar Þórðarsonar arkitekts hjá Gámu/Kím, ráðgjafa Framkvæmdasýslu ríkisins um skipulag á hátíðarsvæðinu, verða fjögur hlið inn á svæðið. Eitt við Hakið efst við Almannagjá, þar sem áður var ekið niður gjána, annað of- an við Öxarárfoss, þriðja á göngu- leiðinni frá Leirunum og Tæpastíg skammt frá þjónustumiðstöðinni og það fjórða á Leirunum. Sagði hann að engin bílaumferð yrði leyfð um hátíðarsvæðið. „Menn brenndu sig á því að leyfa bílaumferð um svæðið á þjóðhátíðinni 1994,“ sagði hann. Ráðgert er að langferðabílar komi að Hakinu og leggi þar en einkabílar, sem koma Mosfellsheiði leggi á bíl- astæði sem gert verður við Brúsa- staði og að umferð sem kemur af Suðurlandi leggi við Tæpastíg næst Þjónustumiðstöðinni og á Leirunum. „Allar brýr sem lagðar verða eru til bráðabirgða," sagði Jóhannes. Ein þeirra verður á neðri völlunum neðan við brúna yfir Öxará, sem er í Almannagjá. Hinar verða fi-aman við Öxarárfoss en þar verða einnig reist- ar tröppur niður í gjána, sem verða teknar niður að loknum hátíðarhöld- um. Á gönguleiðinni frá Öxarárfossi að Furalundi verða reistir bráðabir- gðapallar sem teknir verða niður en hugsanlega verður eitthvað af þeim skilið eftir í Stekkjargjá. „Það er töluverð áníðsla þarna í dag og er það hugmynd Þingvallanefndar að þarna verði framtíðargöngustígur," sagði Jóhannes. Sl. sumar var gengið frá varanleg- um hlöðnum göngustíg úr hraunhell- um á þeirri leið sem merkt er göng- upallur við Furalund og sagði Jóhannes að stígurinn yrði breikkað- ur með timbri, sem síðan verður fjar- lægt að lokinni hátíð. Útrúllanlegt plastefni leigt frá Bretlandi Innan hátíðarsvæðisins verða auk þess lagðar aðalgönguleiðir, sem ein- göngu verða í notkun á meðan á há- tíðinni stendur. „Hugmyndin er sú að leigja frá Bretlandi útrúllanlegt plastefni eins og notað hefur verið á rokktónleikum og á fótboltavelli. Þetta era plastmottur sem fingrast saman og era hælaðar niður á jöðr- unum. Motturnar verða lagðar þar sem því verður við komið miðað við landslag á megin gönguleiðum innan svæðisins til að draga úr áníðslu," sagði hann. Formaður samræmingarnefndar vegna virkjana- og álversframkvæmda á Reyðarfírði Undirbúningsvinna geng- ur samkvæmt áætlun ÞÓRÐUR Friðjónsson, formaður samræmingarnefndar vegna virkj- ana- og álversframkvæmda á Reyð- arfirði, segir að undirbúningsvinna vegna framkvæmdanna gangi sam- kvæmt áætlun og tímaáætlun í þeim efnum standist í öllum aðalatriðum. Þeir hafi sett sér það markmið að vera komnir með þau gögn sem á þyrfti að halda til endanlegrar ákvarðanatöku með vorinu og þau tímamörk ættu að nást. Samræmingarnefndin hefur það verkefni með höndum að hafa yfir- umsjón með samningagerð og öðra sem tengist virkjanaframkvæmdum og byggingu álvers á Reyðarfirði. Þórður sagði að þeir samningar sem liggja hefðu átt fyrir í drögum um áramót væra meira og minna til sem vinnuskjöl á ýmsum stigum í hveiju efni fyrir sig. „Verkið er auðvitað mislangt á veg komið en í öllum aðal- atriðum eram við á áætlun.“ Hann sagði að það hefði aldrei ver- ið gert ráð fyrir því að samningarnir yrðu tilbúnir um áramót heldur væri beinlínins tekið fram í viljayfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar, Lands- virkjunar og Norsk Hydro um virkj- anaframkvæmdir og byggingu álversins að gert væri ráð fyrir því að drög lægju fyrir á þeim tíma- punkti. í viljayfirlýsingunni væri síð- an gert ráð fyrir að lokadrög yfir- litssamningsins lægju fyrir í marsmánuði og að allir endar yrðu síðan hnýttir saman á vori komanda, ef mönnum litist þá enn þannig á verkefnið að fysilegt væri að ráðast í það. Vinna í fullum gangi „Málið er í sínum eðlilega vinnslu- arvegi og ekkert óvænt hefur komið upp sem hefur raskað þeim tíma- og vinnuferli sem settur var,“ sagði Þórður ennfremur. Erlendur Magnússon, stjórnar- formaður Hæfis, sem er félag til undirbúnings stofnunar félags um byggingu álvers, en aðild að því eiga Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn, Fjárfestingarbanki atvinnulífsins, Alþýðubankinn, íslandsbanki, Landsbanki Islands og Þróunarfé- lagið, sagði að vinna í þessum efnum væri í fullum gangi, þó ekki væri búið að stofna félagið, enda væri það bara eitt af mörgum verkum sem þyrfti að sinna í þessum efnum. Inni- haldið væri kannski mikilvægara en umbúðirnar. Hann teldi þó að ekki væri langt í að farið yrði í það verk, þó ekki væri búið að festa neinn tíma ennþá í þeim efnum. „Við höfum viljað taka ýmis efnis- leg atriði og vinna úr þeim og auð- vitað taka öll svona verkefni marga mánuði og stundum ár og þarna er bara einn áfangi af mörgum,“ sagði Erlendur ennfremur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.