Morgunblaðið - 07.01.2000, Síða 18

Morgunblaðið - 07.01.2000, Síða 18
18 FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Lóða- og byggingamál til umræðu í bæjarráði Akureyrar Ahugi á að reisa hótel og verslun- arhús í miðbænum TÖLUVERÐUR áhugi virðist á því að byggja í miðbæ Akureyrar. Á fundi bæjarráðs í gær voru teknar fyrir lóðaumsóknir frá þremur aðil- um, þar af tveimur rekstraraðilum hótela, Flugleiðahótelum og Lykil- hótelum. Bæjarráð tók ekki af- stöðu til umsóknanna og er málið í höndum Kristjáns Þórs Júlíusson- ar bæjarstjóra. Flugleiðahótel sækja um lóð undir hótelstarfsemi í miðbæ Akur- eyrar. Ekki náðist í Kára Kárason, framkvæmdastjóra Flugleiðahót- ela, í gær en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er horft til svæðis- ins austan Glerárgötu og sunnan Strandgötu, eða á svæðinu þar sem World Class er til húsa. Ragnar Sverrisson, kaupmaður í JMJ, og Jón M. Jónsson, sem eiga húseignina á Gránufélagsgötu 4, sækja um byggingarlóðina Gránu- félagsgötu 6, þar sem Heilbrigðis- eftirlit Norðurlands eystra er til húsa en lóðin er á horni Geislagötu og Gránufélagsgötu. Um þá lóð sækir Lykilhótel einnig en fyrir- tækið rekur Hótel Norðurland á Geislagötu 7, á næstu lóð sunnan við Gránufélagsgötu 6. Samkvæmt skipulagi á hús Heil- brigðiseftirlitsins að víkja af lóð- inni á horninu. Árni Ólafsson, skipulagsstjóri Akureyrarbæjar, sagði að gert væri ráð fyrir því að þarna yrði hægt að byggja hús sem yrði samfelld bygging frá Hótel Norðurlandi, fyrir hornið og að Gránufélagsgötu 4. Árni sagði að miðað við fyrirliggjandi skipulag gæti þarna risið þriggja hæða bygging. „Það er því hægt að auka nýtinguna á þessu horni þó nokkuð mikið og jafnframt er hægt að breyta gatnamótunum og gera þau eins og þau eiga að vera í framtíð- inni,“ sagði Árni. Ragnar Sverrisson og Jón M. stefna að því að byggja samtals um 1.000 fermetra verslunarhús á þremur hæðum á lóðinni og tengja það við Gránufélagsgötu 4. „Hug- myndin er að vera með sex sér- verslanir á fyrstu tveimur hæðun- um,“ sagði Ragnar. Ekki náðist í Jón Ragnarsson hjá Lykilhótelum. Ýmsir möguleikar í miðbænum Skipulagsstjóri sagði aðspurður að vissulega væru ýmsir möguleik- ar í miðbænum fyrir hótelstarfsemi en það færi þó alveg eftir því hversu stórt það ætti að vera. Hann sagði mögulegt að byggja stórt hótel á uppfyllingunni sunnan Strandgötu en varðandi minna hót- el væru áhugaverðir möguleikar á reitnum sunnan Sjallans og einnig á svæðinu sunnan Kaupvangs- strætis. Þar stendur gamla hita- veituhúsið nú en ákveðið hefur ver- ið að rífa það á þessu ári. Hann sagði að um fleiri möguleika væri að ræða en að þessi mál tengdust uppkaupum á eignum, m.a. á Sjallareitnum. „Hótelin búa ekki til þetta um- hverfi sem þau sækja í og þau eiga því ekki heima á besta stað í miðj- um miðbænum, heldur í jaðri mið- bæjarins. Þar eru þau best sett enda eru hótel í sjálfu sér ekki sá aðdráttarkraftur sem miðja í mið- bæ ætti að vera og þau njóta mið- bæjarins best með því að vera í jaðri hans,“ sagði Árni. Morgunblaðið/Kristján Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, og Hreinn Jakobsson, forstjóri Skýrr, við undirritun samningsins, en lengst til vinstri er Erlingur Harðarson, kerfisstjóri háskólans, og t.h. er Jón Eyfjörð hjá Skýrr. Háskólinn á Akureyri og Skýrr hf. undirrita samning Kennsla og rann- sóknir á sviði upp- lýsingatækni SAMNINGUR um samstarf Há- skólans á Akureyri og SkýiT hf. var undirrritaður í gær af Þor- steini Gunnarssyni, rektor háskól- ans, og Hreini Jakobssyni, for- stjóra Skýrr, en í honum felst samstarf um kennslu og rannsókn- ir á sviði upplýsingatækni. Stefna forsvarsmenn háskólans og Skýrr Stefnum NORÐUR A /}ÆöpiniarL’C’ppui f velrarfcrðamennshu á Nóróurlandi Stefnum Norður er 2ja ára verfceíni sem miáar að Jrví að efla ferðamennslsu utan kins liefðliunclna sum- artíma a NorðurlanJi. Er jjað til liagslióta fyrir j)au fyrirtæki sem koma aá slíkri ferðamennsku, jar með talið ferðajjjónustuaðilar á Norðurlandi, ferðaskrifstofur og flugfélög. Þátttakendur í |>essu verkefni eru skipaðir íulltrúum úr kinum jrremur máttarstólpum ferðamennskunnar: kirgjum, dreifingaraðilum og flug- félögum. Tel jum við að kér sé um mjög merkilega vinnu að ræða ]?ví ekki er vitað til að áður kafi verið ráðist í slíka vinnu með aðkoruu allra Jiessara aðila. Hluti Jjessa verkefnis er aá koma á Nýsköpunarkeppni í vetrarferðamennsku á Norðurlancli. Tilgangur með kappninni Tilgangur með samkeppninni er að laða fram nýjar og ferskar kugmyndir er sýni á ákugavcrðan kátt kvernig íerðajjjónusta á Norðurlandi geti verið sérstök og eftirsóknarverð fyrir ferðamenn. Keppnin gengur út á Jiað að vera samkeppni um nýja „vöru“ sein getur nýst til að útvíkka og stækka Jiað framkoð afjireyingar sem er í takt við væntingar ferðamannsins og laðar J>á að Norðurlandi. Einnig má vera um að ræða kreytta útfærslu á eldri „vöru". Keppnin er opin öllum, jafnt einstaklingum sem fyrirtækjum og stenáur til 1 ?. jan. 2000 að því að koma á fót öflugu flutn- ingsneti til tölvusamskipta og fjar- funda sem byggist á örbylgjuteng- ingum og þjónar menntastofnunum með skilvirkum hætti. Háskólinn mun nota LoftNet Skýrr sem burðarlag undir rann- sóknar- og þróunarnet sitt og nota það einnig eftir því sem við á undir aðra netumferð sína. Þá mun Skýrr leggja háskólanum til tækni- lega sérfræðiþekkingu hvað varðar notkun búnaðar til fjarkennslu, s.s. við myndfundabúnað og hugbúnað. Háskólinn og Skýrr munu sam- kvæmt samningnum eiga með sér samstarf um kennslu og rannsókn- ir á sviði upplýsingatækni og mun Skýrr m.a. taka að sér kennslu á námskeiðum í tölvu- og upplýsinga- tækni og loks má nefna að háskól- inn og Skýrr munu hafa frumkvæði að nýjungum sem lúta að notkun upplýsingatækni í skólastarfi. Til hagsbóta fyrir báða Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, sagði samn- inginn fyrsta skrefið í meira sam- starfi stofnananna. Hann sagði mikla þekkingu um gagnaflutninga vera til innan Skýrr en háskólinn þyrfti á öflugu neti að halda vegna fjarkennslu, sem háskólinn býður í auknum mæli. Með hæfum kennur- um hefði góður árangur náðst á því sviði, en gagnaflutningarnir væru flöskuhálsinn, flutningsgetan væri ekki næg og hana þyrfti að auka. Var hann bjartsýnn á að það markmið næðist í kjölfar samn- ingsins við Skýrr. Hreinn Jakobsson, forstjóri Skýrr, sagði Háskólann á Akureyri hafa sýnt frumkvæði og áræði við notkun upplýsingatækni í sinni starfsemi og það væri ekki að ástæðulausu sem fyrirtækið hefði falast eftir samningi við háskólann. Hann sagði uppi áform um að byggja upp fyrirtæki á Akureyri á sviði þjónustu og rannsókna um upplýsingatækni og gæti Háskól- inn á Akureyri jafnvel orðið þátt- takandi í því. Hreinn sagði samn- inginn til hagsbóta fyrir báða aðila og að hann hlakkaði til samstarfs- ins. V arð 1 a un ráágjöl írá ■ 1. wiÁlniin eiu I r. 500.1)00 i koði NýsL'öpunnrsjóö- atvinnultLins, VSO ráðijöf á Akurovri allt nð 30 lcl.-l. iil að tilf.vrn kugniýndina nuL’ J)e.-- I.vr vinnin^sliaf 2.-3. verclláttti vru kr. 160,000 auk ráðájalav:allí að 10 Usí. Irá V6C ráðiji'l á ALitrevri .igmyndirnar mega vera á ýmsu fonni, en lykilatriði er að Jiær séu vel fram settar og útfærðar Jiannig að dómnefnd geti inetið kversu framkvæinanlegar Jiær eru. Auk lýsingar á kugmyndinni Jmrfa að fylgja kugleiðingar um kugsanlega kaupendur (markkópa), framkvæmdartíma og áætlacian kostnað. Hugmyndir um markaðssetningu roega fylgja. Alla'r tillögur er teljast framkvæmanlegar og vel fram settar fá viðurkenníngu. Tillögum skal skiiað til Atvinnujiróunarfélags Eyjafjaráar, Strandgötu 29, 600 Ákureyri, merktar „Stefrium Norður - verkefnasamkeppni". Þær skulu merktar aulnefni og skal fylgja með lokað umslag meá nafni, kennilölu, keimílisfangi og símanúmeri Jiátttakanda. eV^lÖUV. ■mHmMhhhhnHmmmnmbhmmnmmhmhmí ®BÚNADAHBANKINN SPAIUSJÓÐUR -Traustur banki NORÐLENDINGA HHHHHHHHHHHHHHHHHi HHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHH VSÓ NÝSKÖPUNARSIÓÐUR Atvtnnuþróunarfaig FLUGFÉLAG Í5LAND5 l ir r . : Air lceland 1 1 r i n g u r Atv S innu»*6un«if(iac KACAF|A*ÐAR HF LánarAko- Plastos rúmar 50 milljónir BÆJARRÁÐ Akureyrar staðfesti á fundi sínum í gær samkomulag sem gert hefur verið við Ako-Plastos hf. og samþykkir að Framkvæmdasjóð- ur veiti fyrirtækinu 5 ára lán að upp- hæð tæpar 51,5 milljónir króna. Lánið tengist kaupum Ako-Plast- os á húsnæði Raíveitu Akureyrar á Þórsstíg 4 og er það veitt með trygg- ingu á 2. veðrétti hússins samhliða veðrétti Byggingastofnunar fyrir allt að 75 milljónum króna. Veðheim- ild er veitt fyrir 50 milljóna króna láni á 1. veðrétti á Þórsstíg 4. Eftir- stöðvar kaupsamnings eru tryggðar með greiðslum frá Byggðastofnun. Oddur Helgi Halldórsson fulltrúi L-lista í bæjarráði lét bóka á fundi ráðsins að þar sem þær upplýsingar sem bæjarráð hefði fengið frá stjórnendum Ako-Plastos hf. hefðu stundum verið villandi, gæti hann ekki greitt málinu atkvæði sitt. Starf bæjarlög- manns á Akureyri Þrjár um- sóknir bárust ÞRJÁR umsóknir bárust um starf bæjarlögmanns á Akureyri en um- sóknirnar voru kynntar á fundi bæj- arráðs í gær. Tveir umsækjendanna eru frá Ak- ureyri, þeir Eyþór Þorbergsson og Sigurður Eiríksson en þriðji um- sækjandinn er Hákon Stefánsson úr Reykjavík. Baldur Dýrfjörð hefur látið af starfi bæjarlögmanns og tek- ið við starfi starfsmannastjóra Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Kirkjustarf LAUFÁSPRESTAKALL: Kyrrðarstund verður í Greni- víkurkirkju sunnudagskvöldið 9. janúar næstkomandi kl. 21.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.