Morgunblaðið - 07.01.2000, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000 23
ERLENT
Atök kristinna og múslíma í Indónesíu
Mótmæla
„slátruninni á
Kryddeyjum“
Jakarta. AP, AFP.
HUNDRUÐ námsmanna sem játa
íslam komu í gaer saman úti á göt-
um í höfuðborg Indónesíu, Jakarta,
og mótmæltu því sem þeir kölluðu
„slátruninni á Kryddeyjum". Tilefni
mótmælanna eru vígaferli kristinna
og múslíma á eyjunum sem hafa
færst mjög í aukana á síðustu dög-
um. Fréttir hafa borist um að allt
að 2.000 múslímar hafi látist í átök-
um trúarhópanna á eyjunni Halma-
hera síðan 27. desember en yfir-
maður lögreglu á eyjunni hefur
neitað þessum fregnum. Mótmæl-
endur hótuðu því að fjöldamorð á
múslímum á Kryddeyjum gæti haft
í för með sér fjöldamorð á kristnum
annars staðar í ríkinu. Þeir gagn-
rýndu einnig varaforeta landsins,
Megawati Sukarnoputri, fyrir að
hafa ekki megnað að stöðva átökin.
Forseti landsins, Abdurrahman
Wahid, fól henni að binda enda á
innanlandsófrið sem geisað hefur
víða um Indónesíu að undanförnu
og var verkefni hennar meðal ann-
ars að stöðva mannvígin á Krydd-
eyjum.
Páfí hvetur til sátta
A miðvikudag hvatti Jóhannes
Páll páfi II. kristna á Kryddeyjum
til að semja frið við múslíma. „Megi
boðskapurinn frá Betlehem endur-
óma kröftuglega á stöðum þar sem
hörmungar og stríð geisa, einkum á
Kryddeyjum," sagði páfi við hóp
pílagríma í Vatíkaninu.
Stjórnvöld f íran hafa einnig látið
í ljós áhyggjur vegna ástandsins á
eyjunum. Talsmaður utanríkisráðu-
neytisins þar í landi sagði á mið-
vikudag að Iran vænti þess að ríkis-
stjórnin gerði allt sem í hennar
valdi stæði til að stöðva átökin.
Hert öryggisgæsla
Ráðherra öryggismála í Indónes-
íu, Wiranto hershöfðingi, hét því í
gær að eyjarnar yrðu einangraðar
til að koma í veg fyrir að frásagnir
um fjöldamorð þar, sem oftar en
ekki væru orðum auknar, næðu að
spilla friði annars staðar í ríkinu.
Her landsins hefur tilkynnt um að
öryggisgæsla hafi verið hert veru-
lega á eyjunum og að hermönnum
þar hafi verið fjölgað. Hafin hefur
verið skipuleg leit að vopnum á eyj-
unum og fjöldasamkomur hafa ver-
ið bannaðar. Eftirlit með vegabréf-
um hefur verið eflt með það að
markmiði að koma í veg fyrir að að-
komufólk geti safnast saman í þorp-
um og bæjum. Atökin á Kryddeyj-
um hófust í janúar á síðasta ári og
hafa að minnsta kosti 1.100 manns
látið lífið í þeim, 2.300 særst og
fjöldi heimila og annarra bygginga
verið lagður í rúst.
Eftirmál flugránsins á Indlandi
Fangarnir fóru
til Pakistans
Karachi. AP.
ÞRIR fangar, sem Indlandsstjórn
lét lausa að kröfu mannanna er
rændu þotu indverska flugfélags-
ins og með henni 178 farþegum og
ellefu manna áhöfn, fóru frá Afgan-
istan til Pakistans, að því er einn
þeirra greindi frá í gær.
Síðast sást til flugræningjanna,
sem voru fimm, er þeir settu fang-
ana, sem leystir höfðu verið úr
haldi, út á leiðinni frá borginni
Kandahar í Afganistan, þar sem
flugráninu lauk, til Pakistans,
sagði pakistanski presturinn Maul-
ana Maood Azhar, einn fanganna
sem látinn var laus.
Azhar greindi frá þessu á blaða-
mannafundi í gær og var það í
fyrsta sinn sem fregnir bárust af
því hvað gerðist eftir að ræningj-
arnir, fangarnir þrír, sem þeir
höfðu fengið leysta úr haldi, og
einn meðlimur herstjórnar Taleb-
ana í Afganistan, sem ræningjarnir
héldu sem gísl, héldu akandi frá
flugvellinum í Kandahar á gam-
lársdag. Azhar, sem hafði setið í
indversku fangelsi síðan 1994,
sagði að ræningjarnir hefðu grátið,
faðmað sig og sagt: „Við gerðum
þetta fyrir málstað Islams.“ Þeir
hefðu einnig sagt við sig: „Þú
þekkir okkur ekki. Við höfum
aldrei hist. Við erum frá Indlandi
og við berum virðingu fyrir þér en
við getum ekki tekið af okkur
grímurnar.“
Ekki er vitað hvar nákvæmlega
hinir fangarnir tveir, sem leystir
voru úr haldi, eru niðurkomnir, en
Azar sagði að þeir hefðu allir þrír
farið frá Afganistan til Pakistans.
Þá mun gíslinn, sem ræningjarnir
tóku til að tryggja að þeir kæmust
heilu og höldnu frá flugvellinum,
einnig hafa verið látinn laus.
Indverjar og Pakistanar hafa
sakað hvorir aðra um aðild að
flugráninu, en harðar deilur hafa
staðið milli ríkjanna vegna Kasmír-
héraðs og tvær styrjaldir verið
háðar vegna þess.
Gjörgæsludeildir
fullar vegna flensu
London. The Daily Telegraph.
AÐEINS ellefu af 1.500 rúmum á
gjörgæsludeildum á Englandi
voru laus sl. þriðjudag í kjölfar
flensufaraldurs er varð til þess að
mikill fjöldi fólks lagðist inn vegna
alvarlegra fylgikvilla.
Margar milljónir manna hafa
orðið fyrir barðinu á flensunni, og
áætlaði eitt lyfjafyrirtæki að tala
þeirra væri allt að átta milljónum.
Meðal þeirra fylgikvilla sem
hafa lagt fólk í rúmið og inn á
sjúkrahús eru lungnabólgusýking
og bráðaberkjukvef, og urðu allir
aldurshópar jafnt fyrir barðinu á
þessum kvillum.
Þegar ástandið var verst á
þriðjudaginn voru öll rúm á öllum
gjörgæsludeildum landsins upp-
tekin.
ilflf Nýi tölvu- &
■ ■■ V viðskiptaskólinn
ó-------------------------------------
Hólshrauní 2 - 220 HafnarfirOI - Síml: 555 4980 - Fax: 555 4981
Hlíðasmára 9- 200 Kópavog! - Slml: 544 4500 - Fax: 544 4501
Töivupóstfang: skoli@ntv.is > Heimaslða: www.ntv.is
Upplýsingrtr og innritun í simura 555 4980 og 544 4500
5 fyrrverandi neniendur úr forritun og kerfisfr<eði
eigct |jctd sctnunerkt að verct kontnir í vinnu hjct
hugbúnoðctrfyiirtcTe kinu Forritun/AKS.
„Þad er engín tilviljun að við hðfum ráöið til okkar fimm
nemendur frá NTV. Þetta er alit fðlk sem hefur staðíst þær kröfur
sem við gerum til starfsfólks okkar. Námið hjá NTV er góður
undirbúningur fyrir fólk sem hyggst starfa við forritun og
kerfisfræöi i framtíöínní." segir Siguröur Bergsveinsson
markaösstjórí hjá Forrítun/AKS.
Örfá sæti laus á námskeiðum
sem eru að byrja í næstu viku.
vm/
Vi*a & Euro i
• Útv«£Um j
■ ttmHmmnctUn j
fifjbe I