Morgunblaðið - 07.01.2000, Síða 25

Morgunblaðið - 07.01.2000, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000 25 ERLENT Heitar kappræður Gores og Bradleys í Bandaríkiunum Deildu um velferðar- mál og vopnaeign Duram í Bandaríkjunuin. The Washington Post. tjérm* W.. r , Reuters Bill Bradley, til vinstri, og AI Gore, heyja kappræður í New Hampshire. Pasqua í forseta- framboð CHARLES Pasqua, fyrrver- andi innanríkisráðherra Frakklands, sagðist í gær ætla að bjóða sig fram til embættis forseta árið 2002. Pasqua klauf sig út úr gaull- istaflokknum RPR í fyrra og stofnaði RPF sem er andvígur frekari samruna aðildarríkja Evrópusambandsins. Jacques Chirac forseti er liðsmaður RPR og talið er að tíðindin muni veikja stöðu hans en stjórnmálaskýrendur álíta að forsetinn muni sækjast eftir endurkjöri eftir tvö ár. Bosníu- Króatar verði áfram í sambandinu TALSMAÐUR Sameinuðu þjóðanna í Bosníu-Herzegó- vínu, Alun Roberts, hvatti í gær Bosníu-Króata til að hætta að láta sig dreyma um að sameinast Króatíu og vinna þess í stað að eflingu ríkja- sambandsins með múslimum. Stórsigur stjórnarandstöð- unnar í þingkosningum í Króatíu nýverið sýndi glöggt, sagði Roberts, að líkur væru á að væntanleg stjórnvöld í Króatíu myndu hætta að veita sjálfstæðishugmyndum Bosn- íu-Króata stuðning með vopnasendingum og á annan hátt. Meint aðstoð við sjálfsvíg- JAPÖNSK kona á fertugs- aldri var handtekin í gær, grunuð um að hafa aðstoðað þrjátíu og átta ára konu við að fremja sjálfsvíg með því að senda henni svefntöflur. Hafði hin síðarnefnda sent skilaboð inn á Netið þar sem hún bauðst til greiða 50.000 jen, eða yfir þrjátíu þúsund krón- ur, fyrir töflur sem dygðu til sjálfsvígs. Sendi fyrrnefnda konan henni þá eitt hundrað svefntöflur. Viðtakandinn fannst meðvitundarlaus á hót- elherbergi í lok desember en hefur nú náð sér, að sögn lög- reglu. AL GORE, varaforseti Bándaríkj- anna, og Bill Bradley, fyrrverandi öldungardeildarþingmaður, háðu í fyrrakvöld kappræður um heilsu- gæslu, reglugerðir um vopnaeign og um hvor þeirra myndi verða betri leiðtogi Bandaríkjanna. Þeir sækj- ast báðir eftir því að verða forseta- frambjóðandi Demókrataflokksins í nóvember nk. Kappræðunum, sem fram fóru í New Hampshire-ríki, var sjónvar- pað um öll Bandaríkin. Fréttaskýr- endur sögðu kappræðurnar hafa verið heitar en málefnalegar, þótt augljóst hafi verið hversu hörð bar- áttan fyrir frambjóðandaútnefning- unni væri. Gore lét í ljósi efasemdir um að Bradley hefði þá reynslu sem þyrfti til að komast hjá „stórfelldum mis- tökum forseta sem lendir í einhverju sem komast mætti hjá með nauð- synlegri dómgreind og reynslu." Bradley svaraði því til, að Gore væri fastur á bak við „víggirðingu í Washington,“ sem kæmi ekki bara í veg fyrir lausn vandamála heldur tryggði áframhaldandi kapphlaup- spólitík sem hefði rofið tengslin milli margra Bandaríkjamanna og stjórnvalda. „Sannleikurinn er sá að De- mókrataflokkurinn ætti ekki að vera á bak við víggirðinguna hjá þér. Demókrataflokkurinn ætti að vera að hugsa stórt og hafa mikinn metn- að,“ sagði Bradley. Sjúkratryg-gingar og minnihlutahópar Frambjóðendurnir héldu áfram deilu, sem staðið hefur lengi á milli þeirra, um heilsugæslumálefni. Sagði Bradley sér „veruleg misboð- ið“ vegna þess að Gore hélt því fram að sjúkratryggingar myndu koma illa við minnihlutahópa. Gore sagði að tillögur Bradleys um nýtt sjúkra- tryggingakerfi væru „algerlega ófullnægjandi" fyrir fátækar fjöl- skyldur, sem væru stór minnihluta- hópur. Opinber niðurgreiðsla myndi ekki veita mörgum fjölskyldum nógu mikla peninga til að kaupa sér sjúkratryggingu. Þetta fólk yrði „sett út á Guð og gaddinn“. Bradley gagnrýndi Gore fyrir að hafa ekki stutt tillögur sínar um byssuleyfi og skráningu á öllum skammbyssum, og lét þess getið að Bill Clinton forseti hefði verið hlynntur þeirri hugmynd. Gore svaraði því til að forsetinn hefði talið hugmyndina góða, en gert sér grein fyrir að það hefði ekki verið nokkur möguleiki á að hún yrði að lögum og því heldur viljað móta stefnu sem unnt hefði verið að hrinda í fram- kvæmd. Bradley sagði svar Gores ófull- nægjandi. „Það sem hann í rauninni sagði, var að þetta væri of erfitt,“ sagði Bradley. „Má ég spyrja: Hvar værum við stödd ef Franklin Roos- evelt hefði sagt að almannatrygg- ingar væru of erfiðar viðfangs? Eða Lyndon Johnson hefði sagt að sjúkratryggingar væru of erfiðar?" Forysta, sagði Bradley, fælist í því að gera hið ómögulega mögulegt. Gore spurði Bradley hvort hann sæi eftir því hvernig hann greiddi atkvæði í þrem atkvæðagreiðslum í öldungadeildinni, þ.e. þegar hann studdi fjárlaganiðurskurð Ronalds Reagans forseta 1981, þegar hann andmælti því að Bandaríkin færu út í Persaflóastríðið 1991 og þegar hann andmælti félagsmálaumbóta- HELMUT Kohl, fyrrverandi kanzlari Þýzkalands, mætir ekki á flokksstjórnarfund Kristilegra de- mókrata, CDU, sem koma á saman í norður-þýzka bænum Norder- stedt á morgun. Kohl, sem er heiðursformaður CDU og einn mesti þungavigtar- maður evrópskra stjórnmála síðari tíma, hefur verið að einangrast æ meir í eigin flokki og tapað vin- sældum meðal almennings eftir að hann viðurkenndi fyrir rúmum mánuði að hafa á stjórnarárum sínum á tíunda áratugnum tekið við allt að tveimur milljónum tillögum 1996. Bradley kvaðst ekki sjá eftir neinu af þessu. Gore kvaðst telja að í öll þrjú skiptin hefði Bradley gert mistök, og gagnrýndi hann fyrir að vilja ekki viðurkenna það. „Eg held að bandaríska þjóðin eigi skilið forseta sem viðurkennir mistök sín þegar honum verða þau á, og lærir af þeim,“ sagði Gore. „Forsetaembætt- ið er ekki fræðileg æfing, það er ekki sífelldur fyrirlestur um ein- hverja kenningu, það hlýtur að vera dagleg barátta fyrir því sem kemur bandarísku þjóðinni til góða.“ Gore fékk hæstu einkunn Bradley svaraði að bragði: „Ef þú vilt að ég viðurkenni mistök til að standast þetta próf þá skal ég viður- marka, um 75 milljónum króna, í nafnlaus framlög í leynisjóði flokksins. Forystumenn CDU í Slésvík- Holtsetalandi, þar sem kosningar til þings sambandslandsins fara fram í næsta mánuði, sögðu í gær að þeir myndu heyja kosningabar- áttuna án aðstoðar Kohls. Johann Wadepuhl, héraðsleið- togi CDU í Slésvík-Holtsetalandi, greindi frá því í norður-þýzka sjónvarpinu NDR í gær, að Kohl - en flokksfélögum hans í kosninga- baráttu í héraði hefur fram að þessu þótt mikill fengur í liðsauka kenna mistök. Ég greiddi atkvæði gegn Alan Greenspan [bankastjóra- bandaríska seðlabankans] í fyrsta skiptið. Það voru mistök." Kappræðurnar höfðu þau áhrif helst á rýnihóp, sem í voru demó- kratar og óháðir, að staðfesta þann stuðning sem hvor frambjóðandi um sig hafði áður en þær hófust. Brad- ley nældi sér þó í stuðning eins kjós- anda sem hafði verið óákveðinn, en hópurinn veitti Gore hæstu ein- kunnina fyrir þá tillögu að sjónvar- psauglýsingar yrðu ekki notaðar það sem eftir væri kosningabarátt- unnar í New Hampshire-ríki, og að frambjóðendurnir myndu fremur heyja fleiri kappræður um tiltekin málefni. Bradley hafnaði sem fyr þessari tillögu Gores. hans - myndi frekar leiða athygl- ina frá því sem skipti máli í kosn- ingabaráttunni, eins og ástatt er vegna fjármálahneykslisins. Arlegur Nýársfundur flokks- stjórnar CDU, sem stendur í tvo daga, hefst á morgun án Kohls, en hann hefur að jafnaði ekki látið sig vanta á þessa stefnumótandi fundi. „Ég veit ekki hvers vegna hann kemur ekki,“ sagði Angela Merkel, framkvæmdastjóri flokksins, sem hefur gagnrýnt Kohl fyrir að neita að gefa upp nöfn gefenda hinna umdeildu fjárframlaga. „Ég virði ákvörðun hans.“ Nýársfundur ílokksstjórnar Kristilegra demókrata Kohl mætir ekki Frankfurt, Berlín. AP, Reuters.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.