Morgunblaðið - 07.01.2000, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ
;óníu-slysið árið 1994
kja
ingar
Reuters
kkrum dögum eftir slysið í nóvember
10 manns fórust.
Móttakandi bflanna var sænski herinn,
en sendingin átti að fara áfram til ann-
ars Vesturveldis.
I þessu samhengi benda þýsku sér-
fræðingarnir á eftirfarandi atriði, án
þess þó að draga af þeim ályktanir.
Þegar kafað var niður í flakið í desem-
ber 1994 vildu Svíarnir, sem stjórnuðu
köfuninni ekki að reynt yrði að bera
kennsl á þá, sem voru í brúnni.
Sjóslysanefndin segir að þrír hafi verið
í brúnni, en myndbandsupptökur sýna
fimm og þar af hafi þrír ekki verið úr
áhöfninni.
Upptökur af botni ferjunnar og fleiri
hlutum hafa verið klipptar út. Þjóð-
verjarnir leiða að því líkum að gat hafi
verið á ferjunni, hugsanlega eftir
sprengingu, undir sjávarborði og það
sé eina mögulega skýringin á að stórir
hlutar af farminum liggi á sjávarbotni.
Ef ekki sé þarna stórt gat hafi þeir
ekki getað komist út.
Af opinberri hálfu var því haldið
fram að ekki hefði verið kafað við ferj-
una fyrr en í desember, en upptökurn-
ar benda til að kafað hafi verið við ferj-
una strax eftir slysið. Svíar og Finnar,
sem stjórnuðu athugun á flakinu héldu
því fram að leitað hefði verið að stafn-
inum vikum saman langt frá flakinu, þó
hann fyndist á endanum við flakið.
Knut Carlqvist, sem skrifaði um
skýrsluna í Svenska Dagbladet ályktar
sem svo að með þessu hafi verið reynt
að villa um. Þeir hafi vel vitað af stafn-
inum, en í raun verið að leita að allt
öðrum og hernaðarlega mikilvægum
hlut. Carlqvist ályktar sem svo að
þýsku sérfræðingarnir hafi þokast nær
skýringunni á því hvers vegna Estónía
sökk.
En hvað var það þá, sem gerðist um
borð í ferjunni eftir að hún lét úr höfn
þetta stormasama septemberkvöld
1994 hlaðin 40 flutningabflum, 34 fólks-
bflum, 803 farþegum og 186 áhafnar-
meðlimum? Um það eru ýmsir til frá-
sagnar, því 137 komust lífs af, þar af
hlutfallslega flestir úr áhöfninni eða 43.
Þeir sem komust af af áhöfninni fengu
síðar skipun um að ræða ekki slysið. Af
þeim sem komust af voru flestir karlar
á aldrinum 20-40 ára. Það var ekki svo
að konur og börn gengju fyrir og kuldi
og vosbúð gerði útaf við marga.
Kiukkan 12.30 eftir miðnætti kemur
skipverji upp í brú og segir skipstjóra
að mikið vatn sé á bfldekkinu. Reynt
hafi verið að hamla gegn lekanum með
dýnum, en ekkert dugað. Skipstjórinn
hægir ekki á skipinu, en sendir skip-
verja niður með þeim fyrirmælum að
freista þess að loka hlerum betur með
handafli.
Eitt lykilvitnið er Carl Övberg, 43
ára flutningabílstjóri, sem þekkti skip-
ið eftir margar ferðir með því. Hann
var farinn niður í káetu lengst niðri
undir sjávarborði, þegar hann heyrir
óskaplegan hvell um klukkan 12.45 svo
skipið nötrar eins og það hafi siglt á.
Eftir annan hvell flýr Övberg upp og
kemst upp á þilfar. Ef hann hefði ekki
þekkt skipið svona vel hefði hann ekki
bjargast, segir hann.
A barnum er Manfred Rothe, þýsk-
ur lyfsali. Hann heyrir einnig háan
hvell, eins og þrumu, segir hann, eins
og járni og járni ljósti saman, svo kem-
ur annar hvellur, ferjan slagar til
vinstri og svo til hægri, vélarnar
stoppa og það kemur 30 gráða slagsíða
á skipið. I barnum fljúga flöskur og
glös, maður nokkur stekkur út og allir
síðan á eftir honum. Uti á þilfari sér
hann skipverja nokkurn dreifa björg-
unarvestum. Margir aðrir hafa borið
að hafa heyrt ýmist einn, tvo eða þrjá
hvelli. Sprengjusérfræðingurinn
Braidwood ályktar að þarna hafi
sprengjurnar sprungið.
Nú gerðist allt með ógnarhraða, en
þó íyrsti hvellurinn og meðfylgjandi
hnykkur hefðu orðið um kl. 12.45 var
ekki sent út neyðarskeyti fyrr en 1.22.
Ekki náðist að senda út nema eitt
skeyti. Svo sökk ferjan. Töfin á að
senda út neyðarkall er óskýrð.
Sú staðreynd að hlutfallslega margir
af áhöfninni komust í björgunarbelti og
björguðust hefur ýtt undir vangaveltur
um að þeir hafi á einhvern hátt vitað
hvað um var að vera. Sumir farþeg-
anna segja að þeir hafi heyrt kallað
„Mr. Skylight" í hátalarakerfið
skömmu áður en fyrsti hvellurinn varð,
en þetta kall var sprengjuviðyöran.
Áhöfnin hafi því verið viðbúin. Övberg
segir að þetta kvöld hafi áhöfnin virst
taugaóstyrk og ergileg.
En ætluðu þá þeir, sem komu
sprengjunni fyi'ir ekki að bjarga sér?
Þjóðverjarnir benda á að vitnisburður
sé um að sést hafi til eins björgunar-
bátsins halda frá skipinu á markvissri
ferð. Þessi bátur, sem var öðravísi en
hinir bátarnir, fannst síðar á allt öðrum
stað en hinir björgunarbátarnir, sem
allir fundust á sama stað. Sænsk yfir-
völd héldu því fram að báturinn hefði
verið fluttur þangað eftir á, en fundist
annars staðar, en þá einnig á stað, sem
ekki kemur heim og saman við stefnu
hinna björgunarbátanna, sem rak und-
an vindi og veðri.
Hafa sænsk yfírvöld
eitthvað að fela?
Þegar egypsk þota fórst undan
ströndum Bandaríkjanna í haust var
stórfelld leit gerð að öllum hlutum
hennar og þeim náð upp, svo hægt
væri að varpa ljósi á slysið. Sænska
stjórnin var áhugasöm um að flak Est-
óníu yrði urðað á hafsbotni, svo grafar-
ró hinna látnu yrði ekki raskað.
í Der Spiegel er hins vegar bent á að
sænska stjórnin hafi ekki horft í kostn-
aðinn af þessum aðgerðum og reyndar
verið byrjuð á urðuninni, þegar hún
neyddist til að hætta við hana vegna
ákafra mótmæla. Þetta og áðurnefnd
atriði leiða til þess að tímaritið spyr
hvort sænska stjórnin hafi eitthvað að
fela.
Ef nýjar vísbendingar þýsku nefnd-
arinnar eru jafn óyggjandi og látið hef-
ur verið í veðri vaka er Ijóst að rann-
sókn á skipstapanum hefur verið
hroðvirknisleg. Því má heita öruggt að
félög aðstandenda þeirra er fórust með
Estóníu og margir fleiri munu krefjast
þess að málið verði rannsakað nánar.
FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000 35
S
Garðar Gíslason, nýkjörinn forseti Hæstaréttar Islands
Málefnaleg gagn-
rýni á Hæstarétt
er sjálfsögð
Garðar Gíslason, nýkjörinn forseti Hæstaréttar, hefur tekið við
stjórn réttarins af Pétri Kr. Hafstein, fráfarandi forseta. Garðar
sagði í samtali við Örlyg Stein Sigurjónsson að málefnaleg
gagnrýni á störf Hæstaréttar væri sjálfsögð og eðlileg í samfélag-
inu og telur að lagaprófessorar ættu óhikað að leggja sitt af mörk-
um þegar umræður vakna um einstök dómsmál.
Morgunblaðið/Golli
„Það hefði verið mikið gagn í því ef prófessorar laga-
deildar Háskóla Islands hefðu strax tekið þátt í þeirri um-
ræðu sem skapaðist vegna sýknudómsins í áðurnefndu
kynferðisbrotamáli með því að lýsa dóminum fyrir al-
menningi, greina hann og útskýra hvernig sönnunarbyrði
væri háttað í slfkum málum,“ segir Garðar Gíslason, for-
seti Hæstaréttar.
GARÐAR Gísla-
son, hæsta-
réttardómari
og nýkjörinn
forseti Hæstaréttar,
segir mikilvægt að dóm-
stóllinn haldi góðum
tengslum við almenning.
Hann segir að þau
tengsl hafi ekki sist ver-
ið styrkt með tilkomu
Netsins þar sem lesa má
samdægurs uppkveðna
dóma og um starfsemi
réttarins á heimasíðu
Hæstaréttar.
Garðar segir enn-
fremur alla málefnalega
umræðu og gagnrýni á
störf Hæstaréttar sjálf-
sagða í samfélaginu þótt
dómarar við Hæstarétt
taki aldrei þátt í þeim á
opinberam vettvangi,
enda sé litið svo á að
rökstudd afstaða þeirra
liggi fýrii' í dómunum
sjálfum.
Að minnsta kosti tveir
sýknudómar í Hæsta-
rétti vöktu upp tals-
verða umræðu á síðasta
ári, annars vegar sýknu-
dómur Bretans Kios
Briggs sem nýlega hlaut
eins árs fangelsi í Dan-
mörku fyrir e-töflu-
smygl og hins vegar
dómur í margumræddu
kynferðisbrotamáli þar
sem faðir var sýknaður
af ákæra um kynferðis-
brot gegn dóttur sinni.
„Dómarar eru sam-
mála lögmönnum, lög-
fræðingum og öllum al-
menningi um það að öll
umræða um dómsmál er
sjálfsögð,“ segir Garðar.
Biðjum um málefna-
lega umræðu
„Þegar hins vegar um ræðir
gagnrýni á dóma Hæstaréttar, þá
biðjum við um að umræðan sé mál-
efnaleg, rétt eins og við vinnum
okkar störf á málefnalegan hátt og
rökstyðjum niðurstöður okkar í
dómum.“
Garðar segir ástæðu þess að dóm-
arar taka ekki þátt í deilum, sem
spretta upp úti í samfélaginu um
einstök mál sem til meðferðar hafa
verið hjá dómstólum, vera þá að
þannig sé litið á að ágreiningsefnið
sé útkljáð í dómsal með dómsupp-
kvaðningu og þar með hafi dómarar
lokið afskiptum sínum af málinu,
nema til endurapptöku komi af sér-
stökum ástæðum.
„Þegar sú staða kemur upp að
einstök mál vekja upp miklar um-
ræður, þá mætti vera fræðilegri
umfjöllun um þau opinberlega, en
verið hefur,“ segir Garðar aðspurð-
ur um viðhorf sín til umfjöllunar og
gagnrýni á störf Hæstaréttar.
„Við dómarar hér við Hæstarétt
teljum til dæmis að það hefði verið
mikið gagn í því ef prófessorar laga-
deildar Háskóla Islands hefðu strax
tekið þátt í þeirri umræðu sem
skapaðist vegna sýknudómsins í áð-
urnefndu kynferðisbrotamáli með
því að lýsa dóminum fyrii' almenn-
ingi, greina hann og útskýra hvem-
ig sönnunarbyrði væri háttað í slík-
um málum vegna þess að dómarar
taka ekki þátt í slíkri umræðu þar
sem álit þeh-ra liggur þegar fyrir.“
Garðar Gíslason hefur gegnt dó-
marastöðu við Hæstarétt í átta ár
og verið varaforseti Hæstaréttar
síðastliðin tvö ár en hann á að baki
tuttugu ára setu í Bæjarþingi
Reykjavíkur sem nú heitir Héraðs-
dómur Reykjavíkur eftir samein-
ingu dómstólanna í Reykjavík fyrir
nokkram árum. Hann var kjörinn
forseti Hæstaréttar í lok síðasta árs
til næstu tveggja ára og tekur við af
Pétri Kr. Hafstein, fráfarandi for-
seta.
Hæstaréttardómararnir eru níu
talsins og kjósa sér forseta til
tveggja ára í senn og varaforseta á
sama tíma.
„Við getum því sagt að dómarar
velji einn úr sínum hópi til að stýra
réttinum eins og segir í lögum, að
forseti fari m.a. með yf-
irstjóm Hæstaréttar.
Forsetinn er því höfuð
réttarins og því fremst-
ur meðal jafningja," út-
skýrir Garðar.
I lögum um dómstóla
segir m.a. um starfssvið
for seta að hann skuli
skipta verkum milli
dómara og annarra
starfsmanna og fara
með agavald yfír þeim
ef svo ber undir auk
þess sem hann ber
ábyrgð á rekstri og fjár-
reiðum réttarins og
kemur fram af hálfu
dómstólsins út á við.
Aukinheldur gegnir for-,
seti sérstökum skyldum
samkvæmt öðram lög-
um, t.d. fer hann með
forsetavald lýðveldisins
ásamt forsætisráðherra
og forseta Alþingis í
fjarvera forseta íslands.
Garðar mun áfram
gegna starfsskyldum
sínum sem hæstaréttar-
dómari eins og venja
ber til enda hefur það
ekki tíðkast að forseti
hæstaréttar minnki við
sig venjuleg dómsstörf
þrátt fyrir aukna
ábyrgð. Hins vegar seg-
ir Garðar að það hafi.
komið til tals að eðlilegt'
væri að koma til móts
við þarfír forseta
Hæstaréttar vegna auk-
ins vinnuálags en form-
legar kröfur um aukna
aðstoð hafa þó aldrei
verið bornar fram og sé
það ekki fyrirhugað á
næstunni.
Klippt á málahalann
Nánar spurður um
almennt álag á Hæsta-
rétt segir Garðar að með mikilli
vinnu starfsmanna Hæstaréttar og
ekki síst með góðri stjórn fyrirrenn-
ara síns, hafi tekist að losa Hæsta-
rétt við hala dómsmála sem ætíð
biðu úrlausna fyrr á árum.
„Með endurskoðun réttarfarslag-
anna árin 1992 og 1994 og lögum um
dómstóla frá 1998 auk breytts
skipulags hefur nánast tekist að
eyða málahalanum, sem hefur í för
með sér að þeir sem reka mál fyrir
Hæstarétti þurfa ekki lengur að
bíða eins og áður var eftir úrlausn
sinna mála. I raun er þetta eins
dæmi og ýmsar þjóðir horfa hingað
til lands með aðdáunaraugum vegna
þessa og má nefna að Danir og
Norðmenn eru um þessar mundirá
að laga réttarfarslög sín með hlið-
sjón af breytingum hér á landi
vegna þess að flöskuhálsar hafa
myndast í réttarkerfi þeirra. Islend-
ingum tókst hins vegar meðal ann-
ars með vasklegri framgöngu þá-
verandi dómsmálaráðherra og
réttarfarsnefnd að skapa það ástand
sem nú ríkir hér í Hæstarétti," segir,’
Garðar Gíslason.