Morgunblaðið - 07.01.2000, Page 38
MORGUNBLAÐIÐ
38 FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000
Þjóðleg
málalok
Ráðning Finns Ingólfssonar í embœtti
seðlabankastjóra er sigur hins þjóðlega
yfir erlendum tískustraumum.
Aðeins eitt er verra en
kyrrstaða og það er
breyting. Breyting-
ar reyna á, kalla á
i stundum á endur-
mat, ný viðhorf og jafnvel upp-
gjör. Fólk forðast breytingar og
það gera þjóðfélög líka. Pess
vegna fór eitt heljarmikið fegin-
leikans andvarp um íslenskt
samfélag á síðustu dögum ársins
1999; þrátt fyrir nýja ár-
þúsundið, þessa skelfílegu,
óvissu framtíð, er allt óbreytt á
Islandi. Stjórnmálamenn og
hagsmunasamtök þeirra, sem
nefnast stjórnmálaflokkar, ráða
blessunarlega enn því sem þeir
vilja ráða hér í lýðveldi hamingj-
unnar og fara sínu fram án tillits
til þeirra hvikuiu fyrirbrigða er
nefnast al-
VIÐHORF
Eftir Asgeir
Sverrisson
menningsálit
og þjóðarvilji.
Guði sé lof.
Sú rás at-
burða, sem leiddi til þess að
Finnur Ingólfsson, ráðherra og
varaformaður Framsóknar-
flokksins, ákvað að hætta af-
skiptum af stjórnmálum og ger-
ast seðlabankastjóri var þjóðleg
vel og í fullkomnu samræmi við
hefðir, sem mótast hafa í þessu
landi. Hið sama gildir um skýr-
ingar þær, sem ráðherrann gaf á
þessari ákvörðun sinni og vand-
aðir menn og konur tóku undir.
Ákvörðun Finns Ingólfssonar
stóð í engu sambandi við póli-
tíska stöðu hans og flokksins,
sem hans beið að stýra. Því fór
gjörsamlega fjarri að Finnur
Ingólfsson teldi einfaldlega
sjálfsagt að nota tækifærið, sem
honum bauðst sem stjórnmála-
manni og taka sér mun betra
starf, sem hann hafði sjálfur lát-
ið ógert að skipa í mánuðum
saman. Það er lygi og óhróður
að Finnur Ingólfsson hafi með
þessu móti höggvið á hnút, sem
forusta Framsóknarflokksins
hafði riðið, sökum þess að til-
tekna konu langaði óendanlega
mikið til að verða ráðherra og
tiltekinn karl neitaði að standa
upp fyrir henni vegna þess að
hann gat ekki hugsað sér að
hætta að vera ráðherra. Nei,
ekkert af þessu átti við og um
það var fólkið í landinu vitan-
lega upplýst. Finnur Ingólfsson
hætti afskiptum af stjórnmálum
vegna þess að illa er komið fram
við stjórnmálamenn á Islandi.
Raunar var það ekki Finnur
Ingólfsson, sem varð fyrir of-
sóknum, einkum af hálfu fjöl-
miðlaskrílsins á íslandi, sem aft-
ur urðu til þess að ráðherra
iðnaðar og viðskipta ákvað að
taka sér nýtt starf. Þær viður-
styggilegu tilraunir til mann-
orðsmorðs og sköpunar ólgu og
ósættis beindust gegn öðrum
manni.
Finnur Ingólfsson hefur sjálf-
ur greint þannig frá rás at-
burða: Finnur Ingólfsson fylgd-
ist með því í baráttu fyrir
þingkosningarnar í fyrra hvern-
ig ráðist.var að leiðtoga hans og
pólitískum læriföður, Halldóri
Ásgrímssyni, með sérJega ill-
skeyttum og persónulegum
hætti. Finni Ingólfssyni þótti
þetta mjög miður og hugsaði
með sjálfum sér að slíkar árásir
kærði hann sig ekki um að upp-
lifa. Og hin röklega niðurstaða
undangenginna hugleiðinga
Finns Ingólfssonar gat aðeins
orðið ein. Hann ákvað að gerast
seðlabankastjóri.
I öðrum löndum, sem styðjast
við vanþróað stjórnarfar, hefði
niðurstaðan ef til vill orðið sú að
sá, sem varð fyrir árásunum,
hefði ályktað sem svo að hann
kærði sig ekki um frekari af-
skipti af stjórnmálum. En þann-
ig er því ekki farið á Islandi.
Hér á landi hefur kristilegur
kærleikur náð því stigi að
heimsins illska verður til þess að
annar maður en fórnarlamb
óréttlætisins verður seðla-
bankastjóri. Sá, sem ráðist var
á, stendur að vísu eftir einn, sár
og óvarinn á vígvellinum en get-
ur huggað sig við að sökum
þeirra rauna, sem á hann hafa
verið lagðar, hefur annar maður
verið skipaður í eitt virðulegasta
og best launaða embætti lands-
ins. Hér er því iðkuð kristileg
stjórnsýsla í anda píslar, fórnar
og friðþægingar.
Vitanlega styðja starfsbræður
og -systur Finns Ingólfssonar
upp til hópa þennan málflutning
og harma, iíkt og flestir rétt-
hugsandi menn, að hann skuli
hafa neyðst til að hætta afskipt-
um af stjórnmálum og taka starf
seðlabankastjóra vegna þess hve
grátt Halldór Ásgrímsson var
leikinn fyrir síðustu þingkosn-
ingar.
Þó er það huggun harmi gegn
hversu þjóðlega staðið hefur
verið að þessum umskiptum.
Brotthvarf Finns Ingólfssonar
hefur orðið til þess að ábyrgir
aðilar á íslandi eru teknir að
hafa af því áhyggjur að hæfustu
fulltrúar hverrar kynslóðar
muni ekki lengur sækjast eftir
störfum á vettvangi stjórnmála
sökum þess hversu óvægin og
persónuleg þjóðmálabaráttan sé
orðin. Þarna virðist sumsé fund-
ið nýtt áhyggjuefni og sýnist
nokkuð lífvænlegt.
Meinið er að þessi ótti er með
öllu óþarfur og byggist á mis-
skilningi. Islenskir stjórnmála-
menn eru samkvæmt skilgrein-
ingu jafnan hæfustu fulltrúar
hverrar kynslóðar. Sú skilgrein-
ing hefur verið margítrekuð og
staðfest, nú síðast með ráðningu
Finns Ingólfssonar í starf bank-
astjóra Seðlabanka Islands.
Þetta eru rökleg sannindi, sem
ekki verða dregin í efa, ekki
frekar en t.a.m. sú speki að allir
piparsveinar séu ókvæntir. Af
sjálfu leiðir að stjórnmálamenn
allra kynslóða, kominna og
ókominna, verða ávallt og ævin-
lega hæfastir til að sinna mestu
ábyrgðarstörfunum.
Það getur vel verið að er-
lendar þjóðir hafi annan hátt á
en svona viljum við hafa það á
íslandi.
Þess vegna ber að fagna því
að Finnur Ingólfsson skuli hafa
verið skipaður seðlabankastjóri
þótt vitanlega hljóti menn að
harma að ofsóknir, sem Halldór
Ásgrímsson varð fyrir, skuli
hafa þvingað varaformann
Framsóknarflokksins til að taka
þessa ákvörðun. Skipun Finns
Ingólfssonar er sigur hins þjóð-
lega yfir hinu óþjóðlega, sigur
íslensks fullveldis yfir útlendum
tískuhugmyndum, sem óvandað-
ir menn og illa innrættir reyna
að sannfæra þjóðina um að eigi
erindi við hana.
MINNINGAR
BERGÞORA
BALDVINSDÓTTIR
+ Bergþóra Baldv-
insdóttir fæddist
í Elliðakoti í Mos-
fellsbæ hinn 27. des-
ember 1913. Hún
andaðist í Sjúkra-
húsi Reykjavíkur
hinn 30 . desember
síðastliðinn. Foreld-
ar hennar voru
Baldvin Sigurðsson
ættaður frá Tungu í
Grafningi og Valdís
Jónsdóttir ættuð frá
Leiti í Dýrafirði.
Bergþóra ólst upp á
Eiði á Seltjarnarnesi
hjá föður si'num og fósturmóður,
Sigríði Kristjánsdóttur, sem ættuð
var frá Alviðru í Dýrafirði. Berg-
þóra átti sex hálfsystkini samfeðra
sem öll eru látin en þau hétu: Ing-
veldur, Dýri, Viggó, Kristjana,
Baldvin og Hjörleifur. Einnig átti
Bergþóra fimm hálfsystur, dætur
Valdísar og Jóns Benediktssonar,
en þær heita: Ingunn sem er látin,
Elsku amma og langamma. Nú er
komið að kveðjustundinni. Við höf-
um í gegnum tíðina rætt opinskátt
um dauðann en samt kemur hann
alltaf aftan að manni. Þú varst okkur
ákaflega kær og vandfundin er ást-
ríkari og bjartsýnni manneskja. Þú
gafst okkur mikla gleði og kærleik.
Alltaf varstu hress í fari og huga,
þrátt fyrir líkamleg áföll síðustu ár-
in.
Alla tíð hafa samskipti okkar verið
mjög náin.
Minningabrotin streyma fram. Við
erum á Laugarvatni í sumarbústað-
inum og ég er að hjálpa þér og afa að
setja niður aspir. Við sitjum í eldhús-
inu hjá þér að borða lummur. Þú ert
að kenna mér að búa til fiskibollur,
sem vilja reyndar aldrei verða eins
góðar og hjá þér. Þú hafðir yndi af
því að búa til góðan mat og þau voru
ófá skiptin þegar við komum í heim-
sókn sem þú varst búin að finna ein-
hveija dýrindis uppskrift sem þú
vildir prófa. Við erum í Kringlunni
og þú ert að versla þér föt. Þú hugs-
aðir mikið um útlitið og varst alltaf
vel tilhöfð. Síðustu ár höfum við átt
Sigríður, Matthildur,
Ruth og Guðbjörg . Þá
átti hún tvö uppeldis-
systkini þau Harald
sem dó ungur og
Ágústu sem lifir syst-
ur sína í hárri elli.
Bergþóra var tvíg-
ift . Fyrri eiginmaður
hennar var Bjöm Sig-
urbjörnsson sem nú er
látinn en hann var
ættaður var frá Okr-
um í Fljótum. Björn og
Bergþóra bjuggu á
Siglufirði mest alla
sína hjúskapartíð.
Börn Bergþóru og Björns eru: 1)
Sigríður, f. 6. apríl 1935, gift Odd-
geiri Sigurðssyni og eiga þau þrjú
börn, sjö barnabörn og eitt barna-
barnabarn. 2) Fjölnir, f. 26. desem-
ber 1940, kvæntur Evu Gestsdótt-
ur og eiga þau tvær dætur en auk
þess á Fjölnir tvær dætur frá fyrra
hjónabandi og níu barnabörn, en
eitt þeirra er Iátið. 3) Matthías, f.
ánægjulegar samverustundir fyrir
jólin við að hengja upp jólaskreyt-
ingarnar þínar. Þeir sem þekktu þig
vita hversu mikið jólabarn þú varst í
þér og það var ævintýralegt að koma
til þín og sjá jólaljósin. Núna síðast
var sem þau skinu skærar og væru
fallegri en nokkru sinni áður.
Hilmari og Hjalta leið vel í návist
þinni og það var þeim alltaf tilhlökk-
unarefni að fara í heimsókn til þín.
Það varð að vana að þeir fóru beint í
ftystiskápinn og náðu sér í ís því þeir
vissu að af honum áttir þú nóg til. Þú
varst þeim afskaplega kær og það er
erfitt fyrir þá að skilja að nú sé ekki
lengur hægt að fara í heimsókn til
langömmu. Við erum búin að segja
þeim að nú sé langamma orðin að
engli og komin til guðs.
Okkur var það mjög mikils virði að
þú skyldir flytja ræðu í afmæli mínu
18. desember síðastliðinn. Þetta var í
fyrsta sinn sem þú talaðir fyrir fram-
an svo stóran hóp af fólki. En orð þín
voru hlýleg og væntumþykjan fór
ekki á milli mála. Þú stóðst þig eins
og hetja. Þú ert og verður alltaf mikil
hetja í okkar augum.
18. desember 1947, d. 4. september
1960. Björn og Bergþóra slitu sam-
vistum.
Hinn 14. janúar 1951 giftist
Bergþóra Ásgeiri Sigurjónssyni
bifreiðastjóra, f. 4. febrúar 1913,
d. 18. ágúst 1995. Ásgeir var alinn
upp í Ási í Hegranesi. Bergþóra og
Asgeir bjuggu alla sína hjúskapar-
tíð í Kópavogi og í Reykjavík, nú
síðast frá 1987 á Grandavegi 47 í
Reykjavík.
Bergþóra og Ásgeir eignuðust
saman eina dóttur 4) Helgu, f. 25.
júní 1951, gift Guðna Eiríkssyni og
eiga þau fimm dætur og sex bama-
börn. Sigríður, Fjölnir og Matthías
ólust upp hjá Bergþóru og Ásgeiri
eftir að þau gengu í hjónaband.
Ásgeir eignaðist dótturina 5) Unu,
f. 1. ágúst 1935, með fyrri konu
sinni, Maríu Benediktsdóttur frá
Haganesi í Fljótum. Una er gift
Einari Einarssyni og eiga þau þrjú
börn, tíu barnabörn og fjögur
barnabarnabörn. Afkomendur
Bergþóm og Ásgeirs eru því orðn-
ir 57 talsins.
Útför Bergþóru Baldvinsdóttur
fer fram frá Fossvogskirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Jarðsett verður í Fossvogskirkju-
garði.
Nú ertu sofnuð svefninum langa
og við eigum eftir að sakna þín mikið.
Það hefur verið skrýtið að geta ekki
hringt í þig þvi okkar daglegu símtöl
voru okkur mikils virði. Við gátum
spjallað um allt á milli himins og
jarðar og gátu símtölin stundum ver-
ið ansi löng.
Það er aðdáunarvert hvernig þú
horfðir á lífið og hversu jákvæð og
hugrökk þú varst. Allt væri svo auð-
velt ef fleiri myndu taka þig til fyrir-
myndar.
Nú er björt og ljósrík leið til himn-
aríkis framundan og þar bíður afi
eftir þér.
Elsku amma og langamma, við
kveðjum þig með þakklæti og virð-
ingu.
Ásgerður, Jóhann, Hilmar
og Hjalti.
Elskuleg amma mín. Ég var svo
lánsöm að eiga tvær mæður og önnur
þeirra varst þú. En núna ert þú farin
og söknuðurinn er sár. Það er erfitt
að kveðja þig, amma. Þú varst svo
BJARNI
RÖGNVALDSSON
+ Bjarni Rögn-
valdsson, húsa-
smíðameistari, fædd-
ist í Vestmannaeyjum
7. maí 1953. Hann
lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur hinn 24.
desember siðastlið-
inn. Faðir Bjarna er
Rögnvaldur Bjarna-
son, f. 3. janúar 1932,
móðir hans var Ing-
veldur Stefánsdóttir,
f. 1. ágúst 1932, d. 24.
október síðastliðinn.
Systkini Bjarna eru
Stefán, f. 7. maí 1953,
kvæntur Herdísi Jónsdóttur og
eiga þau þijú börn; Birgir, f. 24.
febrúar 1959, í sambúð með Guð-
rúnu Bergþórsdóttur og eiga þau
eina dóttur; Rósa, f. 23. júlí 1963
og á hún eina dóttur.
Árið 1973 kvænt-
ist Bjarni eftirlifandi
eiginkonu sinni,
Helgu Guðnadóttur,
f. 21. mars 1954. Þau
fluttust frá Vest-
mannaeyjum til
Reykjavíkur 1977.
Börn þeirra eru: 1)
Rögnvaldur, f. 11.
september 1972,
börn hans eru Hildur
Björk, f. 20. ágúst
1992, Ingibjörg
Helga, f. 16. febrúar
1995, og Linda
María, f. 19. mars
1998. 2) Anna Margrét, f. 15. sept-
ember 1977, unnusti hennar er
Þorvarður Tjörvi Ólafsson.
titför Bjarna fer fram frá
Digraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkanlS.
Elsku pabbi minn. Síðustu dagar
hafa verið fullir af sorg en um leið er
ég full af þakklæti. Eg er þakklát
fyrir þau ár sem að við höfum átt
með þér. Og umfram allt fyrir að
hafa átt þig sem pabba. Síðasta ár
var þér mjög erfitt og nú á aðfanga-
dagskvöld leiddi sjúkdómur þinn þig
til dauða. Það er erfitt að skilja áhrif
geðrænna sjúkdóma á hugann en
okkur er nú víst ekki ætlað að skilja
allt. En eitt er vfst að margir sjúkl-
ingar og aðstandendur þeirra eiga
um sárt að binda. Það vakna svo
margar spumingar og máttleysi yfir
að geta ekki hjálpað nóg. Að geta
ekki læknað, en eins og með aðra erf-
iða sjúkdóma getum við ekki læknað
þá. Það verður maður að sætta sig
við. Við vildum allt fyrir þig gera og
ég veit að þú veist það. Við trúðum
að þú myndir lagast en því miður
ertu ekki á meðal okkar lengur.
En auðvitað munum við þig, elsku
pabbi, eins og þú varst nær allt mitt
líf, heilbrigður og hraustur. Pers-
ónutöframir geisluðu af þér, málg-
leðin og hláturinn, það var svo gam-
an að þér. Þú hafðir mjög gaman af
því að umgangast og tala við fólk. Þú
varst mikil félagsvera. Ég var að
rifja það upp með Rögga og mömmu
að það var ekki ósjaldan sem að við
biðum eftir þér .þegar þú varst á leið
heim úr sundi, þá hafirðu „aðeins“
tafist við að spjalla. Þú gast talað við
alla. AJltaf fórstu í sund, já, og svo
auðvitað golf. Ég sé þig svo fyrir mér
brúnan og sætan eftir að spila golf í
sólinni á sumrin og ég hafði mikið
gaman af því að labba með þér hring-
inn. Ekki út af golfhæfileikum mín-
um heldur vegna þess hvað það var
gaman að tala saman. Við gátum tal-
að um allt.
Ég man hvað mér fannst erfitt að
fara út til Danmerkur, það er erfitt
þegar maður er svona mikil pabba-
stelpa. Málið er nefnilega að þú varst
mér svo góður vinur. Ég hef alltaf
getað sagt þér allt og þú hefur alltaf
fylgst svo vel með öllu sem að ég hef
gert. Þú hefur alltaf verið mér hvatn-
ing og þú hefur alltaf hjálpað mér í
gegnum erfiðleika. En ég veit að þú
fylgist áfram með mér og Tjörva og
allri fjölskyldunni.
Elsku amma hefur nú tekið á móti
þér. Ég er sannfærð um að þið komið
til með að halda áfram að hjálpa fólki
frá þeim stað þar sem að þið eruð
núna. Þið vilduð bæði allt fyrir alla
gera. Þið eruð bæði mínar fyiir-
myndir í svo mörgu, þið hafið gefið
mér svo margt.
Það hefur myndast stórt skarð í
fjölskylduna eftir fráfall þitt. Þú
stóðst þig nefnilega eins og hetja í
hluverkum þínum, mömmu sem eig;
inmaður og okkur Rögga sem faðir. í
gegnum sorg mína og söknuð skín
þakklætið og stoltið. „Þegar þú ert
sorgmæddur skoðaðu þá hug þinn og
þú munt sjá að þú grætur
vegna þess sem var gleði þín.“
(Spámaðurinn)
Ég get aldrei þakkað þér nóg fyrir
allt sem þú hefur gert fyrir mig. Ég
veit að þú vildir gera allt fyrir mig.
Núna vil ég að þér líði vel og að þú
hvílir 1 friði. Það hafa margir sýnt