Morgunblaðið - 07.01.2000, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 07.01.2000, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000 41 MINNINGAR orðrétt og upplifði látbrögð þeirra og viðbrögð þegar tíðindin voru kunn- gerð. Þar á undan hafði hann gefið út mörg ritverk, flest frágengin eftir að hann lét af kennslu 75 ára gamall. Sum þessara verka voru byggð á ára- tuga rannsóknum sem hann vann samhliða kennslu, að jafnaði með eig- inkonu sinni Kristínu Ólafsdóttur sem las yfir öll verk Haralds. Mér er minnisstætt hvemig hann vann að þessum verkum. Til að mynda þýddi hann að hluta fjögurra binda rit P.E. Kálunds, íslenskir sögustaðir, á heimili okkar hjóna í Engjseli 9. Ég spurði hann eitt sinn hvemig hann ynni að bókinni. Hann svaraði ég þýði fímm blaðsíður á dag. Og hvað em margir dagar í árinu, spurði ég. Þeir era 365 sagði hann að bragði, ef ekki er hlaupár. Svona þarf að vinna ef miklu á að koma í verk. Landið og landnáma, sem gefin var út árið 1983, er annað stórvirki. Þetta tveggja binda verk var byggt á þrot- lausum ferðalögum um landið allt þar sem staðhættir vora skoðaðir. Ferð- imar undirbjó Haraldur af kostgæfni og Kristín var að jafnaði þátttakandi og ferðafélagi. Þá er undirbúningur orðabókarinnar Perlur málsins, sem kom út 1996, sérstaklega eftirminni- legur því öll fjölskyldan kom að hon- um í einhverjum mæli. Eiginkona mín, Þrúður Haraldsdóttir, var rit- stjóri og böm, bamaböm og tengda- böm skiptu með sér verkum varð- andi ýmsa þætti bókarinnar, enda kallaði Haraldur þetta jafnan fjöl- skyldufyrirtækið. Oft var kátt á hjalla þegar orðatiltæki vora skýrð og færð til nútímamáls. Hér hafa ekki verið taldar ófáar ferðalýsingar og bækur Haralds sem hann skrifaði fyrir Ferðafélag ís- lands. Ferðalög um landið vora mikið áhugamál hjónanna og birtist hugur þeirra til lands og þjóðar vel í þessum verkum. Þau vora þekktir göngu- garpar og heiðursfélagar í Ferðafé- lagi Islands til margra ára. Haraldur var skarpleitur með hátt enni og há kinnbein. Hárið vai’jafnan nokkuð úfið og augabrýmar miklar. Augun vora djúp og staðföst, eins og oft prýða gáfumenn, en jafnframt hvöss og leiftrandi. Hai-aldur var lág- vaxinn, þrekmikill og ákaflega kvikur í hreyfingum. Hann var gervilegur að vallarsýn, beinn í vexti og vasklegur. Það lýsti af honum viljinn og orkan. Hvar sem hann fór var eftir honum tekið, hann hafði mikla nærvera, oft- ast þægilega, stundum hrjúfa en áv- allt áhugaverða. Hann gat verið orð- hvass og beinskeyttur, ef því var að skipta, og þeim sem urðu fyrir skeyt- um hans var ekki skemmt. Mörg til- svör hans og snjallyrði era fleyg. Þótt hann gæti þannig sýnt kulda gagnvart samferðamönnum sem honum mislíkaði við var hlýjan inn á við í garð fjölskyldu og vina djúp og tær. Kristín var hins vegar hlý og heill- andi við allar aðstæður, heimskona sem sómdi sér jafnvel í fjölmennum stórborgum sem óbyggðum Islands, í veislum hefðarfólks sem kaffipásu í vinnuskúr. Alls staðar átti hún hug manna og hjörtu - og þetta var henni einhvem veginn svo fyrirhafnar- laust. Kristín var falleg kona, smá- vaxin og lífleg í hreyfingum. Það var bjart og milt yfir henni, stutt í kátínu og glettni, og hún var einkar lagin við að kalla fram notalega þætti í um- hverfinu. Hún gat þó verið staðföst og hvöss ef hún vildi það við hafa en það var ekki aðaleinkenni hennar, heldur mildin og hlýjan sem af henni stafaði. Til marks um þetta lagði Kristín oft lykkju á leið sína til að hjálpa þeim sem áttu við sárt að binda. Þetta átti ekki bara við mann- lífið heldur einnig við dýr og gróður; hún hlúði að öllu lífi sem bjó við mót- læti. Mér er það minnisstætt hvernig Kristín og Haraldur undirbjuggu veislur og samkomur í fjölskyldunni. Natnin og hlýjan birtist í mörgum myndum. Ein myndin sýnir fjöl- skylduna við arineld á heimili Kristínar og Haralds á Laugarvatni, sumir á bjarndýrsfeldi, við sögur, skraf og ráðagerðir. Önnur er af borðstofunni þar sem allir sátu til borðs þótt hópurinn væri stundum stór. Tíminn var fljótur að líða á þess- um stundum og var þó enginn að flýta sér. Oft var byrjað á kokkteil í arinstofunni, sem Haraldur blandaði af alúð, og í framhaldi var borðhaldið og loks var sest á ný við arineldinn. Jóladagur er einn af hefðbundnum samkomudögum fjölskyldunnar og svo vildi til að þegar Haraldur lést var hann að skipuleggja veisluna sem í hönd átti að fara með syni sínum Ól- afl. Kristín, sem átti við mikil veik- indi að stríða, naut jólanna en hrak- aði þó jafnt og þétt eftir þau eins og hún vildi verða samferða manni sín- um. Eftir jólahaldið var ljóst að senn drægi tfl tíðinda og vora þær systur, Þrúður og Jóhanna, með móður sinni flestar stundir þar til yfir lauk. Hver ferð byrjar á einu skrefi. Eitt af einkennum þeirra sem miklu skila er að setja sér markmið og stefna að því skref fyrir skref, en þegar því er náð er ekki þar við látið sitja, heldur sett nýtt mark og að því keppt. Þetta knýr áfram slíkt fólk og leiðir tfl þess að þegar það lítur um öxl á efsta degi hefur það farið langan veg og fengið miklu áorkað. Þannig var því farið með Kristínu og Harald - og þau vora hvort öðra mikfl hvatning og styrkur. En nú er ferðalagi þeirra lokið í þágu lands, þjóðar og fjöl- skyldu og við taka ókunn lönd og ný ævintýri. Lokin á ljóði Steins Steinars era: Eg finn mótspymu tímans fallamáttvana gegnum mýkt vatnsins. Meðan eilífðin horfir mínum óræða draumi úraugasínu. Erfitt er að henda reiður á rennsli tímans hvort sem hann er eins og áin lygn eða stríð, en fyrr en varir er komið að nýjum víddum sem við þekkjum ekki. Ég þakka Kristínu Ól- afsdóttur og Haraldi Matthíassyni fyrir ánægjulega samleið og óska þeim velfarnaðar í óþekktum lönd- um. Þórður Friðjónsson. Afi og amma á Laugarvatni hafa lagt í sína hinstu för. Það sama gildir um þessa ferð eins og allar ferðir þeirra um byggðir og óbyggðir ís- lands: Þau fóra saman. Þau vora alla tíð svo samrýnd og ástfangin að hvor- ugt mátti af hinu sjá. Það er því í þeirra anda að kveðja þennan heim með svo stuttu millibfli. Allir sem til þeirra þekktu höfðu kynnst hversu einstakt samlyndi og umhyggja var á mflli þeirra. Þessu höfðum við strákamir kynnst í gegn- um árin þegar við, ásamt foreldram okkar, heimsóttum þau í Stöng á Laugarvatni. Þau tóku alltaf vel á móti okkur og maður fann að þeim leið vel þegai- fjölskyldan var saman komin fyrir austan. Þau tóku virkan þátt í samræðum og athöfnum með okkur öllum en á milli hvíldu þau sig. Það fólst oft í því að þau lágu upp í rúmi og afi las sögur og ljóð fyrir ömmu. Þau hugsuðu svo vel hvort um annað og gættu þess alltaf að hinu liði vel. Fyrir okkur, unga drengina, fylgdi því mikill spenningur að fara til afa og ömmu. Þetta var sannkölluð para- dís fyrir okkur þar sem við fóram í laugina og heita pottinn, í fjallgöngu, fótbolta í garðinum, í gufuna eða fór- um út á vatn á kajak eða til að veiða. Oftar en ekki, þegar við unga fólkið komum inn eftir einhver ævintýri, heyrðum við ömmu kalla: „Komið nú og setjist héma hjá okkur við arin- eldinn!“ Það var fátt jafn notalegt og að sitja við heitan eldinn sem afi hafði kynt af sinni kostgæfni. En það var ekki aðeins hitinn frá eldinum sem maður fann, heldur var þetta í raun hin sanna og hlýja umhyggja fyrir okkur ungunum frá afa og ömmu. Bæði vora þau mjög sterkir pers- ónuleikar þó hvort á sinn hátt. Ef til vill var það hversu ólík þau voru sem gerði þau svo náin. Afi var alla tíð eins og klettur í hafi. Hann kunni best við sig á skrifstofunni heima í Stöng á Laugarvatni. Hann var lítið fyrir að spjalla um daginn og veginn en var örlátur á allan þann fróðleik sem hann bjó yfir. Þegar við leituð- um til hans um upplýsingar um til- tekna fáfarna staði á landinu eða eitt- hvað úr fornsögum Islendinga brást aldrei að hann kunni á því góð skil. Oft kunni hann textann úr fornsög- unum orðrétt og þuldi hann upp. Amma var eins og tengiliður afa við umheiminn. Það var oft eins og hún sæi um að tala fyrir afa. Hún vissi ekkert skemmtilegra en að blanda geði við annað fólk. Hún var mjög blátt áfram, ófeimin og frjálsleg í háttum. Hún var mikið náttúrabarn og trúði á kraft og lækningamátt náttúrannar. Hún vildi ekki einungis hafa margt fólk í kring um sig heldur einnig mikið af trjám, blómum og fuglum. Eyddi hún löngum stundum í garðinum við að hlúa að plöntum sem hún gróðursetti og á vetram gaf hún alltaf smáfuglunum kom þegar kalt var í veðri. Við voram svo lánsamir að fá að ferðast með afa og ömmu í gegnum tíðina, meðal annars á söguslóðir Njálu, um Vestfirði, í Lónsöræfi, á jeppum um línuveg og í fleiri góðar ferðir. Það var merkfleg reynsla og eftirminnileg að vera með þeim í tjaldi. Tjaldbúskapur þeirra var í senn gamaldags og góður. Þar var eldaður staðgóður íslenskur matur og hafragrautur og mysa vora á boð- stólum svo eitthvað sé nefnt. Þau lögðu mikið upp úr að láta sér líða vel og láta ekki vera kalt í tjaldinu. Þeim fannst alltaf mikilvægt að hafa gömlu góðu léreftstjöldin þannig að óhætt væri að hafa olíuprímusinn í gangi inni við. Þau höfðu lítið álit á gas- prímusum og nýmóðins nælontjöld- um sem ekki mátti kveikja á prímus í og vora ísköld. Þau aðstoðuðu hvort annað stöðugt svo þeim liði vel og væri hlýtt og að sjálfsögðu var lesið upphátt í tjaldinu úr ferðabókum eða úr Islendingasögunum. Við kveðjum nú afa og ömmu með þakklæti í huga fyrir allar góðar stundir og allt það sem þau hafa gefíð okkur. Guð blessi þau og geymi. Haraldur Om, Orvar Þór og Haukur Steinn Ólafssynir, Una Björk og Guðrún Árdís. Falls er von að fornu tré. Við átt- um þó ekki von á þvi að afi og amma færa frá okkur svo brátt. Fyrstu minningar okkar um Halla Matt og Stínu era frá Laugarvatni, þá fannst okkur þau vera eldgömul! En svo með áranum urðu þau alltaf yngri og yngri. Amma hafði yndi af stóra og fal- lega garðinum þeirra og meðan að hún hlúði að plöntunum sat afi oft inni við ritstörf. Hvarvetna í húsinu vora bækur og vinnustofan hans var full af þeim. Afi var mikillsafnari og safnaði meðal annars uppstoppuðum fuglum og vasahnífum. Oft sátum við í borðstofunni með dagblaðið Tímann og lásum myndasögur um ofurhetj- una Dreka. Afi átti nefnilega Tímann eins og hann lagði sig. Margt fleira skemmtflegt gerðum við á Stöng. Hver man ekki allar sundferðimar? Þá voram við heilu dagana í sundföt- um einum klæða og máttum vart vera að því að fara inn að borða. En þegar amma var búin að kalla svona fimm sinnum á okkur hoppuðum við inn um gluggann í arinstofunni og fengum stundum hrísgrjónagraut. Við kölluðum hann nú alltaf afagraut. Afi sjálfur kallaði hann hins vegar himnaríkisgraut eftir að hafa dreymt að það væri aðalmaturinn þar á bæ. A vetuma, þegar ekki var hægt að fara í laugina, renndum við okkur niður stigann og stundum drifum við alla leið inn í eldhús. Það var gaman. Mörg renndum við okkar fyrstu ferð- ir á skíðum í garðinum og þó að ekki væri mjög bratt áttum við til að detta í snjóinn. Þá var gott að hlaupa inn og ylja sér við arineldinn og hlusta á ömmu og afa segja sögur fram eftir kvöldi. A morgnana færði afi ömmu einatt morgunmat í rúmið, þá var mest spennandi að skríða upp í hjá þeim og fá smábita af matnum hennar ömmu. Þó kom alltaf að því að við þyrftum að fara heim, þá stóðu þau við útidymar og vinkuðu okkur bless. Við vinkuðum á móti og hlökkuðum mikið til að koma aftur að Stöng á Laugarvatni. Nú vinkum við afa og ömmu bless í hinsta sinn. Að þau, sem alltaf voru mesta kærastupar í heimi, fengju að fara saman er mjög rómantískt en engu að síður sárt fyrir okkur sem sjáum á eftir þeim. Við munum ávallt minnast þeirra með gleði í hjarta og þakklæti fyrir allar góðu minningamar. Haraldur, Svanur og fjölskyldur. Margseraðminnast, margterhéraðþakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margseraðminnast, margseraðsakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði. friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. GekkstþúmeðGuði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V. Briem.) Þakklæti er mér efst í huga þegar ég kveð nú með fátæklegum orðum elskulega föðursystur mína, Kristínu Sigríði Olafsdóttur, og mann hennar, dr. Harald Matthíasson. Stína frænka og Halli vora alltaf svo samhent og svo sannarlega má segja að þau hafi verið samferða í gegnum lífið. í gleði og í sorg studdu þau hvort annað og okkur hin í fjöl- skyldunni. Einstaklega létt og hlý- legt lundarfar Stínu kom manni alltaf tfl að brosa og við hlið hennar stóð Halli óhagganlegur sem klettur í hafi. Þannig man ég eftir þeim frá því ég var bam þegar við fjöskyldan fór- um í helgarferðir austur að Laugar- vatni og þannig standa þau mér fyrir hugskotssjónum frá okkar síðustu fundum sem voru sumarið 1997, þeg- ar við fjölskyldan dvöldum heima á Islandi sumarlangt. Laugarvatns- ferðir tfl Stínu og Halla eiga sérstak- an stað í huga mínum og hjarta. Það var sérstök stemmning sem fylgdi því að smyrja rúgbrauð með kæfu sem pabba fannst ómissandi.í ferða- nesti, og raða því ásamt Malta kexi og lítilli kók í tré goskassa frá Agli Skallagrímssyni, stinga þessu í skott- ið á bílnum og brana austur fyrir fjall. Það vissi á gott. Skemmtflegt fólk í fallegu umhverfi. Skemmtun og fræðimennsku var fagmannlega blandað saman að Stöng. Þar lærð- um við unga fólkið að meta landsins gæði, svo sem heita vatnið sem nýtt var í garðpott, líklega einn þann fyrsta hérlendis ef frá er talin laug Snorra Sturlusonar í Reykholti, og sundlaug utan við stofugluggann, sem var okkar helsta skemmtun að svamla í. Engu síður lærðum við að meta land okkar, tungu og sögu enda óhætt að fullyrða að fróðari mann en Halla var ekki að finna um þau mál. Eftir að ég komst á fullorðinsár og ferðum að Laugarvatni fækkaði héldum við Stína frænka sambandi með bréfaskriftum. Bréfin hennar Stínu voru alveg einstök, aldrei færri en sex til tíu þéttskrifaðar síður. Hún hafði sérstakt lag á að lýsa lífinu, fjöl- skyldunni og sjálfri sér þannig að allt sem stóð í bréfunum varð manni lif- andi fyrir hugskotssjónum. Greini- lega kom fram í skrifum hennar hversu stolt hún var af bömum sín- um og barnabömum. Hin síðari ár, sérstaklega eftir að ég fluttist til Bandaríkjanna, yljuðu bréfin hennar Stínu mér meira en margt annað. Þau færðu mig nær fjölskyldunni og sefuðu heimþrána sem stundum sækir að manni í útlöndum. Bréfin hennar Stínu frænku kenndu mér margt um foreldra mína og föðurfjöl- skyldu og er ég henni ævinlega þakk- lát fyrir það. Ég veit að bréfin frá Stínu frænku verða ekki fleiri í bili, en ég geymi vel þau sem ég á og les þau aftur og aftur, einnig fyrir dætur mínar, Hrafnhildi og Söndru Liliönu, sem voru svo lánsamar að fá að kynn- ast Stínu og Halla þrátt fyrir að þær hafí búið fjarri heimaslóðum megnið af sinni ævi. Bréfin og minningamar færa okkur nær Stínu frænku, Halla og fjölskyldunni. „Margs er að minn- ast, margt er hér að þakka.“ Hug- heilar samúðarkveðjur. Megi algóður Guð styrkja ykkur og fjölskyldur ykkar elsku Jóhanna, Þrúður og 01- afur Örn. Helga Bragadóttir, Magnús Halldórsson, Hrafnhildur og Sandra Liliana Magnúsdætur, Iowa, Bandaríkjunum. Kveðja frá ^ Ferðafélagi íslands Langri ferð er lokið. Sæmdarhjón- in Kristín Sigríður Ólafsdóttir og dr. Haraldur Matthíasson era látin. Kynni okkar hófust í Ferðafélags- ferð um skagann austan Eyjafjarðar. Ég kunni að vísu skfl á samferðafólk- inu. Um þau var viss frægðarljómi meðal þeirra sem um fjöll fara. Spor þeirra lágu um landið vítt. Þau óðu stórfljót og höfðu gengið Bárðargötu. Til furðu taldist ferðamátinn. Þau reistu tjald jafnan um miðjan dag, hituðu kaffi og lögðu sig. Hvernig'r" þessi lágvaxna og íingerða kona komst með bagga sína um óvegi var ráðgáta. Ferðabúnaður þeirra bar ekki vott tískusveiflna eða nýjungagimi. Eng- inn mundi Harald á fjöllum án hvítu lopapeysunnar með mórauðu bekkj- unum. í ferð okkar um Fjörður var hann í leit að stöðum Finnbogasögu ramma. Þótt seint verði ég talinn hermann- lega vaxinn fékk hann mér hlutverk Finnboga og myndaði mig hér og þar, sem kappinn kom við sögu. Upp á klettinn á Finnbogakambi á Flat- eyjardalsheiði varð ég að príla og sýna, hversu Finnboga var þar auð- veld sú frækflega vöm, sem sagarV hans greinir frá. Þessi ferð varð mér því sérstak- lega minnisstæð. í henni var stofnað til tengsla, sem síðan hafa varað. Tfl þeirra hjóna var gott að leita. Haraldur var mikfll liðsmaður Ferðafélags íslands. Hann ritaði meira í árbækur félagsins en nokkur annar maður. Haraldur er aðalhöf- undur tveggja árbóka um Amessýslu og bókar um Rangárvallasýslu, vest- an Markarfljóts. Hann ritaði bækuma um Bárðar- götu og Langjökulsleiðir. Hanfí skrifaði um Eyjafjöll í árbókina um Rangárvallasýslu austan Markar- fljóts, lýsingu á ferð um Homstrand- ir í árbókina 1968 og þátt um fjall- vegaferðir á Sturlungaöld í árbókina 1988. Hann skráði og sögu Ferðafé- lagsins er út kom í tilefni hálfrar aldar afmælis þess. Haraldur Matthíasson ferðaðist mikið með félaginu og stýrði ferðum á marga slóð, bæði í byggð og óbyggð. Þekktastur var Haraldur sem fararstjóri í ferðum um sögu- staði Njálu en þar fór hann í 30 ár. Haraldur var landkönnuður og j rannsóknarmaður. Bækur hans um Bárðargötu og Langjökulsleiðir .* fjalla um lítt kunna stigu. Um Bárðv- : argötu fetaði hann slóð Gnúpa-Bárð- : ar, leið, sem óvíst er, að fyrr hafi ver- ið gengin, síðan Bárður fór þá ferð er Landnáma greinir frá. Hann gaf ! landslagi nafn, þótti honum þess þurfa. Þannig ber Péturshom í f Langjökli nafn eins samferðamanna hans og fjallið Þvermóður við Tungnafellsjökul er kennt við skap- gerð annars þótt við fyrstu sýn virð- ist það náttúrunafn. Hvar, sem Har- > aldur fór, rakti hann atburði liðinna ára og alda er tengdust vegferð hans. Segja má, að á ferðum sínum hafi Haraldur Matthíasson átt samleið : með öllum kynslóðum þessa lands. Engum hef ég kynnst honum fremri í staðfræði Islands. Haraldur Matthíasson var heið- ursfélagi Ferðafélags íslands. Árbók 1988 var sérstaklega tileinkuð hon- um en svo hefur ekki verið gert við annan mann í 72 ára sögu félagsins. í röðum Ferðafélagsmanna var oftar en ekki talað um Kristínu og Harald í einni andrá. Svo samtvinnað var allt líf þeirra og starf. Þau voru saman í ferðum jafnt um byggð sem óbyggð og Haraldur gat þess marg- oft, að Kristín væri ráðgjafi hans við ritstörfin. Hún var sæmd gullmerki Ferðafélagsins. Ættingjum og venslamönnum eru færðar samúðarkveðjur Ferðafélags Islands svo og okkar hjóna. Blessuð sé minning Kristínai- og Haralds. Höskuldur Jónsson, fv. forseti Ferðafélags fslands. • Fleirí minningargreinar uni Har- ald Malihíasson og Krístínu Sigríði Ólafsdótínr híða birtingar ogmumgr, birtast í blaðinu næstu daga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.