Morgunblaðið - 07.01.2000, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 07.01.2000, Qupperneq 44
44 FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Hermann Frið- riksson fæddist á Siglufírði 25. aprfl 1942. Hann varð bráðkvaddur á jörð sinni í Vestur-Land- eyjum, 28. desember síðastliðinn. Foreldr- ar hans eru Halldóra Margrét Hermann- sdóttir húsmóðir, f. 11. október 1912 á Hofsósi og Friðrik Guðlaugur Márusson verkstjóri, f. 8. ágúst 1910 á Hólum í Fljót- um í Skagafirði, d. 2. janúar 1997. Systkini Hermanns eru Margrét Lára kaupmaður, f. 7. júm' 1940, og Ævar ökukennari, f. 4. febrúar 1948. Hermann kvæntist Agnesi Helgu Einarsdóttur hárgreiðslu- meistara hinn 29. mars 1964. For- eldrar Agnesar eru Filippia Kristjánsdóttir húsmóðir og Ein- ar Jóhannesson vélstjóri, d. 5. maí 1988. Börn Hermanns og Agnesar eru: Halldóra M. snyrtifræðingur, f. 5. september 1964, gift Stefáni • Hauki Jóhannessyni sendiherra. Börn þeirra eru Agnes, f. 1986, Einar Hrafn, f. 1992, og Stefanía, f. 1999. 2) Einar Már, hrossabóndi og tamningamaður í Hamborg, Þýskalandi, f. 21. september 1966. Sambýliskona hans er Maren Junge hrossabóndi. Sonur Einars og Rögnu Emilsdóttur er Emil Már, f. 1988. 3) Baldur, múrara- meistari, f. 6. september 1968, •*Tíu ár eru liðin síðan eiginmaður minn, Baldur Hermannsson, kynnti mig fyrir fjöiskyldu sinni, sem var mér þó ekki að öllu ókunn þar sem við höfðum verið nágrannar til nokk- urra ára. Frá upphafí skynjaði ég þá atorku, lífskraft og kímni sem ein- kenndi hans fólk og ekki síst föður Baldurs, Hermann Friðriksson. Þá þegar höfðu þeir feðgar unnið saman að iðn sinni, múrverki, í mörg ár og þar til Hermann kvaddi þennan heim svo óvænt nú á jólum. Reyndar var jólahátíðin og allt sem henni fylgir Hermanni mikils virði. Hann var góður gestgjafi og rausnarlegur, kunni að meta góðan mat og þjóðlega siði, sem lýsti sér vel ]>egar við hittumst nú fyrir jólin til að s'íera út laufabrauð. AJlir reyndu að nema listina að skera út af Her- manni. Verklagni, bjartstýni, afköst og áræðni einkenndu hann og komu best í ljós við byggingu sumarbú- staðar á jörð hans og Agnesar í Vest- ur-Landeyjum. Verklagnina á Bald- ur sannarlega sameiginlega með föður sínum en auk starfans þá deildu þeir einnig sama áhugamáli, stangveiðinni og þá var hvergi betra að vera en á bemskuslóðunum í Fljótum í Skagafírði. Nærveru hans verður sárt saknað í ferðalögum næsta sumars sem þeg- ar höfðu verið rædd, og við treystum orðum hans, og ekki stóð á þvi, að TTann skyldi verða leiðangursstjóri! Eg kynntist Hermanni enn betur eftir að Margrét Lára, dóttir okkar sem nú er tveggja ára, fæddist. Frá byrjun var sterkur strengur þeirra í milli. Hann var nefnilega ekki ein- ungis rausnarlegur gestgjafi, heldur gaf hann einnig af öllu sínu hjarta til bamabarnanna og það var dýrmæt- asta gjöfin. Hin sanna gjöf er að gefa af sjálf- um sér, segir í Spámanninum, þeirri góðu bók. Þegar komið var inn á heimili afa og ömmu í Bleikjukvísl tenlínis umvafði hann bömin um leið, svo öruggt var að vel yrði séð um þau á allan hátt. Sjálf fann ég fyrir tilhlökkun að hitta afa Hermann með dóttur minni því hann skipti okkur miklu máli sem slíkur. Hermann gat verið hrókur alls fagnaðar og sagt sögur og vísur ef svo bar undir. En hann hafði líka T^talega nærvem, þó töluðu orðin væra ekki alltaf svo mörg komust að- kvæntur Ásu Val- gerði Sigurðardótt- ur tónmenntakenn- ara. Dóttir þeirra er Margrét Lára, f. 1997. 4) Friðrik Ás- geir héraðsdómslög- maður, f. 28. septem- ber 1971. Sambýl- iskona hans er Kristín Crosbie lög- fræðingur. Sonur þeirra er Hermann Stuart Crosbie, f. 1999. 5) Áður átti Hermann Einar Krislján, f. 5. desem- ber 1960, kvæntur Guðrúnu Sig- urðardóttur. Börn þeirra eru Svanhildur, f. 1985, Eimar Aron, f. 1988, og Davíð Snær, f. 1994. Hermann ólst upp á foreldra- húsum að Hvanneyrarbraut 34 á Siglufírði. Hann lærði múrverk hjá Sigurði Magnússyni, tók sveinspróf 1962 og varð síðar meistari 1964. Hermann vann að iðn sinni til æviloka. Hann starfaði í Reykjavík 1963-64 en fluttist þá til Flateyrar með eiginkonu sinni. Hann sat í hreppsnefnd Flateyrar- hrepps og var um tíma varaodd- viti. Árið 1975 fluttist Hermann ásamt fjölskyldu sinni til Siglu- fjarðar þar sem þau bjuggu til ársins 1985 er þau fiuttu til Reykjavíkur. Hermann var félagi í Lions og Hestamannafélaginu Fáki auk þess sem hann söng með Karlakór Reykjavíkur. Utför Hermanns fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst -Idukkan 13.30. alatriðin til skila. Og Hermann söng af innlifun, hvort heldur var með bamabömunum eða Karlakór Reykjavíkur. Gaman var að ræða við hann um tónlist enda með mikla reynslu af kórsöng. Hann var stoltur tenór og röddin hans hljómar áfram með okkur. Upp í huga minn kemur lagið og ljóðið um fuglinn sem syng- ur svo listavel. Lítfll fugl á laufgum teigi losar blund á mosasæng, heilsar glaður heiðum degi hristir siifurdögg af væng. Flýgur upp í himinheiðið hefur geislastraum í fang, siglir morgunsvala leiðið sest á háan klettadrang. Þykistöðrum þröstum meiri, þenur bijóst og sperrir stél, viil að allur heimur heyri hvað hann syngur lista vel. (ðm Amarsson - Sigfus Halldórsson.) Okkur þykir fráfall föður okkar og afa enn þá vera ótrúlegt og ósann- gjamt. En Spámaðurinn segir er við spyrjum um leyndardóma dauðans: „Líf og dauði er eitt, eins og fljótið og særinn. Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagnarinnar, mun þekkja hinn volduga söng. Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn.“ Eftirfarandi orð í sama riti þykja mér aldrei of oft kveðin: „Sorgin er gríma gleðinnar. Og lindin, sem er uppspretta gleðinnar, var oft full af táram. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ Elsku Agnes, Dóra, Einar, Baldur og Friðrik. Megi þessi orð hjálpa okkur öllum að skilja lífið eins og það hefur birst okkur undanfama daga. Vér lyftum hug í hæðir til hans sem líf vort glæðir, og þökkum þýðum rómi svo þrotlaust lofgjörð hljómi. Þín ástúð aldrei dvínar néástargjafirþínar, þín fóðurhöndin frækna er fús að græða og lækna. Þú ræður voram ráðum, þú reynir oss með dáðum, við upphaf, miðju, enda lát ekkert misjafnt henda. (Böðvar Guðmundsson—J.S. Bach.) Kæri Hermann. Vertu sæll að sinni og þakka þér samfylgdina gegnum árin. Þm tengdadóttir, Ása Valgerður Sigurðardóttir. Minning þín er mér ei gleymd; mínasálþúgladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn.) Tengdafaðir minn, Hermann Frið- riksson, var við sína uppáhaldsiðju, að vitja hrossa sinna, þegar hann kvaddi. En hann kvaddi of fljótt. Alltof fljótt. Hermann var atorkumaður mikill og afburða hagleiksmaður í múr- verki. Afköstum hans var við bragðið svo orð fór af og handragðið ber vitni um mikinn völund. Verklagni hans og dugnaður náði langt út fyrir múr- verkið sjálft og hvert það verk sem hann tók sér fyrir hendur lék í hönd- um hans. Það að hann byggði hörð- um höndum húsnæði fyrir sig og fjöl- skylduna þrisvar sinnum, á Flateyri, Siglufirði og loks í Reykjavík, ber kraftinum sem í honum bjó glöggt vitni. Hann var síðan langt kominn með byggingu sumarbústaðar þegar hann féll frá. Mér er sérlega minnis- stætt reisugildið sem hann hélt sl. sumar við bústaðinn þar sem ánægj- an, stoltið og tilhlökkunin skein úr augunum. Þeir era ófáir sem notið hafa dugnaðar hans og óeigingjarnrar hjálparhandar og eram við Dóra þar engin undantekning. „Ekkert mál“ er viðkvæði sem hann tileinkaði sér og notaði óspart með svolítið drýg- indalegum hætti ef viðviks var þörf og hann sá möguleika á að sín gæti notið við. Hann lagði dijúga hönd á plóg við að standsetja núverandi heimili okkar og fyrstu íbúðina okkar fyrir 13 áram. Hann var jafnvel búinn að stika með okkur skika á jörðinni þeirra Agnesar og hafði á orði: „Eg byggi bara bústaðinn fyrir ykkur.“ (ekkert mál). Hann daðraði við sönggyðjuna af mikilli list og ég held að honum hafi þótt fátt jafn skemmtilegt og að hefja raustina í góðra vina hópi eftir nokkra gráa. Þátttaka hans í Karla- kór Reykjavíkur veitti honum mikla ánægju þar sem hann eignaðist marga vini og sáluféiaga í söngnum. Hermann var múrarameistari fyrir hús Karlakórsins við Skógarhlíð sem er nánast lokið. Þetta var hans síð- asta verk og það sem hann var einna stoltastur yfir. Verðugur minnis- varði Hermanns Friðrikssonar, hetjutenórs og múrarameistara af guðs náð. Náttúrabarninu Hermanni leið hvergi betur en við veiðar í Fljótum í Skagafirði eða í Heygullsmýrinni, landinu sem þau Agnes keyptu fyrir hrossin og bústaðinn. Eins og annað sem hann tók sér fyrir hendur var hrossaræktin honum keppikefli og gaf honum mikið. Hermann var glettilega fiskinn, jafnvel óþolandi fiskinn fyrir veiðifélagana sem komu oft með öngulinn í rassinum meðan Hermann gat rogginn státað af vænni veiði. Flugunni „Hermann“ sem Baldur hnýtti og færði föður sín- um og veiðifélaga á jóladag þegar við voram öll í Bleikjukvíslinni verður því miður ekki beitt af þeim sem hún var ætluð. Jólabamið Hermann skein aldrei af meiri gleði og tilhlökkun en þegar jólahátíðin gekk í garð. Samveran þessi síðustu jól hans við laufa- brauðaskurð (sem hann var náttúra- lega snillingur í), við skötuát í Bleikjukvísl á Þorláksmessunnni, við pakkana og bragðlaukadekur á að- fangadag og jóladag, eru núna hlýjar minningar um kveðjustund. Að sama skapi var söknuðurinn sár á gamlárs- kvöld þar sem eldflaugasérfræðing- urinn Hermann var ekki til staðar. Þó Hermann kynni gnótt kveð- skapar (oft sterkkryddaðan) og skopsagna, átti hann yfirleitt fá orð til að tjá tilfinningar. Hann þurfti þess ekki. Hann sýndi þær með atlot- um og athöfnum. Höfðingjanum Hermanni var fátt hægt að gera betur til geðs en að þiggja gjafir hans, mat og drykk. Fé- lagamir í Karlakómum fengu bunka af geisladiskum með sönglögum kórsins til að selja. Varla kom sá gestur á heimilið að ekki yrði hann leystur út með eintaki. I tilviki Her- manns er ég hræddur um að diskur- inn hafi því „gefist" betur en selst. Líklega birtist bamið í Hermanni í sinni tærastu mynd í viðmóti hans við bamabörnin, í einstakri natni, nostri og glettni. Eldri bömin, Agn- es, Emil Már og Einar Hrafn, áttu ómetanlegar stundir með afa sínum og ömmu í sveitinni en þau fóra helst ekki út fyrir borgarmörkin án þess að hafa eitthvert þeirra með í för. Og afinn (sem fór á honum Rauð) kætt- ist ekki lítið þegar Margrét Lára litla söng fyrir hann. Á nýliðnu ári eign- aðist hann tvö bamaböm, Stefaníu og Hermann Stuart. Að fá nafna í kjallarann á Bleikjukvíslinni varð honum tilefni daglegra heimsókna á neðri hæðina. Um leið og þau kveðja afa sinn í síðasta sinn hafa örlögin hagað því þannig að hann fær ekki að heilsa ófæddu bamabami sínu sem sam- kvæmt reiknikúnstum læknanna á að fæðast í þessari sömu viku og hann er borinn til moldar. Hermann miðlaði miklu til bama sinna. Hrossabóndinn og tamninga- maðurinn Einar Már, sem hefur byggt upp myndarlegan hrossabú- garð í Þýskalandi er sama náttúra- barnið. Baldur múrarameistari sem sér á eftir sínum nánasta vinnufélaga hefur lært verklagnina og hagleik- nina. Lögmaðurinn Friðrik og konan mín Dóra, hafa bæði erft kappið sem skilar sér ekki síst í málafylgju þeirra. Friðrik missti bæði föður og sinn besta vin. I eiginkonu sinni, Agnesi, hitti Hermann fyrir jafnoka í atorkusem- inni. Þau vora miklir félagar og mun meiri bændur en borgarbörn. Þau náðu enda aldrei betur saman en í at- inu í kringum hrossin. Missir tengdamóður minnar er mikill. Hermann var í raun baráttumaður í lífsins ólgusjó. Eða eins og sjö ára dóttursonur hans og sonur minn orð- aði grafskrift sem hann reit á papp- írssnifsi fyrir lítinn tindáta sem hann kom haganlega fyrir í eldspýtna- stokki á gamlársdag og vildi jarða: „Hér var grafinn hermaður. Hann hét Hermann." Ég er þakklátur forsjóninni fyrir að hafa leitt mig á fund Hermanns. Ég er þakklátur honum fyrir að hafa verið bömum mínum einstakur afi og ég er þakklátur honum fyrir að hafa gefið mér sína einu dóttur. Og ég er þakklátur honum fyrir allt og allt. Hvfldu í friði, tengdapabbi. Stefán Haukur Jóhannesson. Elsku bróðir minn, þú hefur verið kallaður á brott allt of fljótt. Við sitj- um eftir fjölskyldan þín, auðmjúk, hnípin og sorgmædd. Lífið hefur sinn tilgang bæði í gleði og sorg. Minningamar um æsku og bemsku, koma í hugann, þú grallarinn sem alltaf sást eitthvað spaugilegt við hlutina, svo stundum þótti mér nóg um. Við áttum góða daga í Hvann- eyrarbrautinni hjá mömmu og pabba og á Ysta-Mói hjá ömmu og afa og með móður og fóðurfólki okkar í ná- lægð. Systkinin þrjú umvafin öryggi, ást og umhyggju stórfjölskyldu. Það er ekki neitt sjálfsagt í þessu lífi og sem betur fer vitum við svo harla lít- ið hvað næsti dagur ber í skauti sér og hvenær sorgin knýr dyra. Þú varst alla tíð svo hraustur og heilsu- góður, að höggið var óvænt. Það er svo gott að litli bróðir var hjá þér þegar þú fórst og ég veit að hann pabbi okkar og gengnir ástvinir tóku á móti þér á ókunnri strönd. Hemmi minn, mér þykri svo undur vænt um þigogþína. Þín systir Margrét. í dag fylgjum við mági mínum, honum Hermanni eða Hemma, til grafar og mig langar að minnast hans í fáum orðum. Hugurinn hvarfl- ar til síðustu stunda minna með hon- um. Það er Þoláksmessa og í mörgu að snúast eins og gengur, en fyrir marga hefur hún sérstakt gildi, því þá er kæst skata sett í pott og fyrir þá er þessi þjóðlegi og sterklyktandi matur forrétturinn að jólakrásunum. Ég viðurkenni að hafa hagað ferðum mínum með jólakort og pakka þenn- HERMANN * FRIÐRIKSSON an dag þannig að um hádegið yrði ég hjá Hemma og Öggu systur í Bleikjukvísl, því ef ég þekkti Hemma rétt væri hann í eldhúsinu að sjóða vel kæsta skötu á þessum tíma. Þeg- ar þangað kom sat hann reyndar í rakarastólnum á hárgreiðslustofunni í jólaklippingunni, en hann var síðan bara á leiðinni upp að sjóða skötuna, „og ætlarðu ekki að koma upp á eftir og fá þér skötu, Jói ?“ „Jú, jú, takk fyrir ætli það ekki bara,“ svaraði ég. Plottið mitt hafði gengið upp. Ekki brást skatan, og í veisluna var líka mættur Ævar bróðir hans og þeir ræddu um hesta. Hemmi lék á als oddi, sýndi okkur með stolti stóra Ijósmynd af einum gæðingi sínum á stökki og ekki leyndi hann heldur ánægju sinni og stolti yfir yngsta syninum Friðrik, sem þennan morg- un hafði unnið stórt og fordæmisgef- andi mál í Félagsdómi fyrir skjól- stæðinga sína, sem lögmaður Vélstjórafélags Islands. Ég lofaði sjálfum mér að framvegis ætlaði ég að hafa það sem fasta venju að koma í skötu til Hemma á Þorláksmessu. Nú hefur Hemmi haldið sína síðustu skötuveislu héma megin grafar. Á fjórða dag jóla var komið að syni mínum, Einari, að fá sína síðbúnu jólaklippingu hjá Öggu og þegar við feðgar gengum inn í garðinn þar uppfrá mættum við Hemma, hann var að fara austur fyrir fjall að líta til hestanna sinna og við spjölluðum um stund og óskuðum honum síðan góðrar ferðar, en þar fyrir austan í Landeyjunum áttu þau Agga sitt draumaland, vora langt komin með byggingu sumarhúss og aðstöðu fyr- ir hestana höfðu þau þar ágæta. Hann kom ekki lífs aftur heim úr þessari ferð. Hemmi var einn af mínum fyrstu vinnuveitendum, hjá honum var ég handlangari við múrverk eitt sumar, þá 14 ára. Ekki held ég að honum hafi verið það gagn í handlangaran- um sem oftast er til ætlast af slflcum vinnukrafti, en ég held bara að hon- um hafi verið nokkuð sama. Ég reyndi mitt besta og fékk góða til- sögn, ekki bara við handlangið, held- ur fylgdu líka hinar ýmsu lífsreglur og ráðleggingar sem honum þótti að mér nýfermdum væri fengur að með vandasöm táningsárin framundan. Ég minnist þess að Hemmi átti til að mæta ekki alveg á mínútunni á morgnana, en þegar hann var kom- inn til verks fór allt í fullan gang og þá þurfti að taka vel á til að hafa und- an við að sigta sand og sement, hræra steypu og bera í hann. Mörg- um árum seinna var ég á lausu þegar hann vantaði aðstoð við að leggja í gólf í íbúðarhúsi. Þá rifjuðust upp minningarnar frá handlangs-sumr- inu forðum og ekki hafði ég miklu betur undan en forðum. Hér læt ég staðar numið þó að af mörgu sé að taka af kynnum mínum af Hemma. Minningin um góðan dreng og mág mun lifa með mér. Elsku Agga systir, Dóra, Einar Már, Baldur, Friggi, tengdabörn og afabömin öll. Guð gefi ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Jóhannes Einarsson. Á vorin þegar æðarfuglinn byrjar að skríða upp á ísskarirnar á vatninu, sem er að losna úr klakaböndunum, þá komu krakkamir úr kaupstaðnum til sumardvalar í sveitinni. Það var árvisst á áranum nokkra fyrir miðja öldina, að um þetta leyti komu þau Maddý og Hermann úr Siglufirði og dvöldu sumarlangt á bernskuheimili mínu í Fljótunum. Þar sem ekki var ýkja mikill aldursmunur á okkur, ekki nema 12 og 14 ár, kom það nokkuð af sjálfu sér að náið samband varð þarna á milli, sérstaklega eftir að þau uxu úr grasi og urðu liðtæk til leikja og annarra tiltækja. Hermann var á þessum áram einstaklega líf- legt og tiltektarsamt bam, aldrei nein stöðnun eða lognmolla þar sem hann fór. Hann gat verið nokkuð stríðinn og gáskinn iðaði í augnkrók- unum. Lengi þurfti þó ekki að grafa undir yfirborðið til að finna að þar leyndist góðmálmur, sem svaraði með endurskini minnsta neista að of- an. Þess er ég fullviss, að sumardvölin í sveitinni ár eftir ár, hafði mótandi áhrif á hann og orkaði til þess er síð-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.