Morgunblaðið - 07.01.2000, Page 46
MORGUNBLAÐIÐ
^46 FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000
MINNINGAR
BALDUR JÓSEF
JÓSEFSSON
+ Baldur Jósef Jós-
efsson fæddist í
Keflavík hinn 27. raaí
1963. Hann lést í bíl-
slysi 30. desember
síðastliðinn. Baldur
lætur eftir sig tvö
börn, Sveinu, f. 5.4.
1979, og Guðjón Jós-
ef, f. 8.12. 1993. For-
eldrar Baldurs eru
Lúlla Kristín Nik-
ulásdóttir, f. 17.3.
1937, og Jósef Borg-
arsson, f. 14.9. 1934,
d. 24.6. 1999. Baldur
var yngstur fjögurra
systkina og ólst upp í Höfnum á
Suðurnesjum. Systkinin eru: Elín
Sigríður Jósefsdóttir, f. 26.7.
1954, gift Snæbirni Guðbjörnssyni
og eiga þau þrjú börn; Ketill Guð-
jón Jósefsson, f. 9.2. 1959, kvænt-
ur Særúnu Karen Valdimarsdótt-
ur og eiga þau fjögur börn; Jenný
Þuríður Jósefsdótt-
ir, f. 25.5. 1961, gift
Alan Matcke og eiga
þau tvö börn.
Baldur lauk
grunnskólanámi frá
Njarðvíkurskóla og
nam siðan bakaraiðn
sem hann starfaði
við í nokkur ár.
Hann starfaði einnig
við Mötuneyti varn-
arliðsins á Keflavík-
urflugvelli í nokkur
ár. Frá árinu 1988
starfaði Baldur Jós-
ef við Veðurstofu ís-
iands á Keflavíkurflugvelli fram
til dánardags.
Baldur starfaði mikið að félags-
málum og starfaði sem tónlistar-
maður í frístundum sinum.
Útför Baldurs Jósefs fer fram
frá Keflavíkurkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Elsku hjartans Balli minn, hve
sárt er að missa þig, þú varst alltaf
svo hress og kátur, en svo er snögg-
lega klippt á allt.
*■ Minningarnar hrannast upp allt
frá því er þú varst lítill drengur og ég
fór með þig í rúmið á kvöldin og söng
þig í svefn. Þú varst alltaf trallandi
og trommandi, kunnir öll nýjustu
dægurlögin og sast á þvottahús-
tröppunum með mjólkurfemugrind-
urnar fyrir trommur og söngst og
spilaðir svo heyrðist um allar Hafn-
irnar.
Þegar þú brenndist sex ára og lást
á spítala tíðkaðist ekki að nákomnir
ættingjar væru hjá sjúklingum nema
'j»á tilsettum heimsóknartímum og um
kvöldið var það eina ráðið hjá þér, al-
einum, að gráta nógu hátt þar til
gömul kona, sjúklingur á spítalan-
um, kom til þín, settist hjá þér og
bauðst til að segja þér sögu. „Nei,
syngdu heldur fyrir mig,“ baðst þú.
„Og hvað á ég að syngja, vinur
minn?“ Þá baðst þú um Ob-La-Di
Ob-La-Da, en hún kunni það ekki og
bað þig að kenna sér. Svo söng hún 0
blada blada og þú sofnaðir sæmilega
sáttur, þótt sú gamla færi ekki rétt
með textann, sagðir þú, en lagið var í
lagi.
Seinna þegar þú varst í bakara-
náminu í Iðnskólanum komst þú nú
oft í heimsókn þar sem þú leigðir í
sama stigagangi og við í Bólstaðar-
hlíðinni. Þá var nú oft glatt á hjalla
og fengur að fá þig í baksturinn og
skreytingai-nar fyrir barnaafmælin
því þú kunnir þitt fag og varst lista-
kokkur að auki og svo snyrtOegur og
skemmtilegur að unun var að vinna
með þér í eldhúsinu. Við brölluðum
margt saman á þeim árum.
Um tíma minnkaði sambandið eins
og gengur, þú varðst bakari á
Homafirði, bjóst erlendis um tíma
og svo framvegis en þú hringdir og
komst í mat eða kaffi og sagðir sög-
ur. Enginn sagði eins skemmtilegar
sögur og þú. Sveipaðar ævintýra-
Ijóma, svo krassandi og litríkar og
við hlógum og hlógum. Já, elsku
strákurinn, þú veltir þér ekki upp úr
vandamálunum og þó þau héngju yf-
ir okkur höfðum við lag á að glæða
hversdagsleikann lífi og lita grá-
mygluna rauða og bláa. Þetta eru
þær stundir sem ég kem til með að
sakna mest, stundimar okkar.
Þegar pabbi dó var svo gott að
hafa þig, við vomm svo sammála um
allt sem honum viðkom og gátum
rætt sorg okkar og gleði.
Þú varst alltaf svo mikill höfðingi.
Dag einn hringdir þú og baust mér í
hádegisverð. Já, já, ég var til. „Og
hvar eigum við að hittast?“ „A Holt-
inu,“ sagðir þú, búinn að panta borð
fyrir okkur tvö. Það þarf ekki að orð-
ÓTTAR BRAGI
AXELSSON
+ Óttar Bragi Ax-
elsson fæddist á
Syðri-Bakka í Keldu-
hverfi 8. septembcr
1918. Hann lést 1.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar Braga
voru Axel Jónsson, f.
27. júlí 1889 í Sultum
í Kelduhverfi, d. 8.
október 1927, kenn-
"> ari og bóndi á Syðri-
Bakka og Ási í
Kelduhverfi, og Sig-
ríður Stefanía Jó-
hannesdóttir, f. 17.
maí 1882 á Sveins-
strönd í Mývatnssveit, d. 20. júní
1970, húsfreyja og bóndi í Ási,
Kelduhverfi. Systkini Braga; Auð-
ur, f. 15.4. 1920; Yngvi Örn, f.
15.11. 1921, d. 24.4. 1998; Kristín,
f. 1.8. 1923; og Áslaug, f. 16.12.
1927, d. 28.3.1997.
Bragi ólst upp á Syðri-Bakka til
^ sex ára áldurs og fluttist þá með
foreldrum sfnum og systkinum að
Ási í sömu sveit. Eftir lát föður síns
1927 bjó hann áfram í
Ási ásamt móður sinni
og systkinum.
Bragi kvæntist 8.
september 1953 eftir-
lifandi eiginkonu
sinni, Hönnu Sæfríði
Ingólfsdóttur, f. 31.
júlí 1932 á Grúnsstöð-
um á Fjöllum. For-
eldrar hennar voru
Katrín María Magnús-
dóttir, f. 13.10. 1895 í
Böðvarsdal í Vopna-
firði, d. 17.3. 1978, og
Ingólfur Kristjánsson,
f. 10.9. 1889 í Víðikeri
íBárðardal, d. 9.1.1954.
Bragi og Sæfríður bjuggu í Ási
til 1973 og fluttust þá til Akureyr-
ar. Börn Braga og Sæfríðar eru: 1)
Katrín Hermannsdóttir, f. 1951,
maki Jón Magnússon, dætur:
Hulda Sæfríður og Hugrún. 2) Sig-
ríður Stefanía, f. 1954, maki Emil
Vilhjáhnsson, dætur: Steinunn
Björg Þórhallsdóttir, Eyrún Hlökk
Þórhallsdóttir og Sara Björk. 3)
lengja það, þetta var besti og
skemmtilegasti hádegisverður sem
ég geymi í minningunni.
Þú lifðir hátt og hratt og stundum
lá þér svo á að það fór í taugarnar á
mér. Þá varð ég önug við þig og sagði
þér til syndanna. Eg var nú einu
sinni stóra systir og taldi mig stund-
um vita betur, en við vissum alltaf
bæði um óendanlega ást og væntum-
þykju, sem alltaf myndi vara.
Það er sárt að þú skulir vera far-
inn svona ungur. Eg bið Guð að gæta
þín, elsku bróðir minn, og bið að þið
feðgarnir séuð saman á ný.
Þín systir
Elín.
Margt leitar á huga okkar hjóna
þegar góður vinur okkar, í blóma
lífsins, hverfur með svo snöggum
hætti úr þessari jarðnesku tilveru.
Baldur var ætíð glaður og innilegur
- góður drengur sem bar með sér
hlýju. Síðast þegar við hittumst
Ijómaði hann af gleði - það var á
tröppum litlu kirkjunnar okkar,
Kirkjuvogskirkju í Höfnum, að lok-
inni hátíðarguðsþjónustu síðastlið-
inn jóladag, en þar var Baldur með
Jennýju systur sinni.
Kæra Lúlla og fjölskylda, nú er
erfiður tími hjá ykkur öllum en ljósið
mun skína á ný - minningin um
elskulegan son er styrkur í þeirri
miklu sorg sem nú ríkir hjá ykkur og
þeim sem áttu því láni að fagna að
vera í vinahópi Baldurs. Megi fagrar
minningarnar um hann lýsa ykkur
veginn til birtunnar.
Okkur langar til að kveðja þig,
Baldur, með ljóðlínum, sem sungnar
voru svo fallega við jarðarför föður
þíns af Karlakór Keflavíkur fyrir
hálfu ári, en aðeins urðu sex mánuðir
á milli ykkar.
Meðanveðriðerstætt
berðu höfuðið hátt
og hræðstu eigi skugga á leið.
Bakviðdimmastaél
glitrar lævirkjans ljóð
upp við ljóshvolfin björt og heið,
þó steypist í gegn
þérstormurogregn
og þó byrðin sé þung sem þú berð
þá stattu fast og vit fyrir víst
þú ert aldrei einn á ferð.
Okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur til barnanna þinna, Sveinu og
Guðjóns Jósefs, og til móður þinnar,
Lúllu Kristínar, systkina þinna og
annarra aðstandenda.
Guð blessi þig, Baldur Jósef.
Margrét og Magnús,
Höfnum.
Ingólfur, f. 1955, maki Amdís
Heiða Magnúsdóttir, synir; Magn-
ús Bragi og Egill. 4) Axel Bragi, f.
1956, maki Ingibjörg Ragnarsdótt-
ir, synir; Bragi Rúnar og Ingólfur
Ragnar. 5) Karl Sævar, f. 1957,
sambýliskona Sigríður E. Aðal-
björnsdóttir, böm hans; Baldur
Ingi, Kristinn Már og Katrín
María. Dóttir Baldurs; Júlía Birta.
6) Kristfn Björg, f. 1958, maki Mar-
teinn Sigurðsson, börn; Sæfríður,
Nanna, Sigurður og Haukur. 7)
Ásdis Björk, f. 1960, maki Einar
Axel Schiöth, börn; Iris Huld Heið-
arsdóttir og Einar Krisiján
Schiöth. 8) Rakel Hrönn, f. 1961,
maki Árni Jón Erlendsson, dætur;
Erla Sif Magnúsdóttir og Iðunn. 9)
Sigurður, f. 1963, sambýliskona
Anna Sigríður Sigurðardóttir,
dóttir hans; Sunneva Kristín. 10)
Magnús Hörður, f. 1964, sambýlis-
kona Madeleine Sylvander, börn
hans; Karl Marcus og Hanna Sofie.
11) Iðunn, f. 1967, sambýlismaður
Stefán Bragi Bjamason. 12) Svan-
hildur, f. 1968, maki Hákon Þröst-
ur Guðmundsson, börn; Bjöm Atli
Axelsson, Hrund og Aron.
Bragi verður jarðsunginn frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
í ljóma Ijósa og skrauts sem við
höfum í kringum okkur á hátíð
frelsarans koma áramótin.
Þá hugsum við gjarnan meira en í
•^punnan tíma um það liðna og reynum
að skynja það ókomna.
Við lítum á þetta sem tímamót þó
að í rauninni breytist ekkert nema
stafir ártalsins.
En til eru tímamót sem marka
dýpri spor.
Hinn fyrsta dag ársins urðu tíma-
mót í lífi tengdaföður míns. Hann yf-
irgaf þetta jarðlíf og fór í ferðina sem
fyrir okkur öllum liggur og er í raun
það eina sem við göngum að sem vísu
er við lítum fram á við.
Kynni okkar Braga hófust fyrir
Kæri Baldur. Nú er mér orða
vant. Ég vil ekki trúa þessu. Ég vil
ekki trúa að þetta hafi komið fyrir
þig. Ég reyndi að ná á þig daginn
sem slysið varð, því ég saknaði þín
og vildi heyra í þér. Við hittumst í
hinsta sinn fyrir átta dögum og þú
varst glaður að vanda og það var
gaman að hitta þig. Það hefur aldrei
verið annað. Þú hélst alltaf þínum
vandamálum fyrir þig og vildir ekki
vera að íþyngja öðrum með þeim.
Frá því við hittumst fyrst hefur þú
aldrei verið annað en góðmennskan
uppmáluð í minn garð, alveg sama
hvað ég bað þig um, það var aldrei
annað en já sem kom upp úr þér og
oft bað ég um meira en hægt var að
ætlast til. Þú lagðir óendanlega mik-
ið á þig til að gera mér til geðs, t.d.
þegar ég tognaði og þú komst eins og
skot til að skipta um bíl við mig,
keyrðir 100 kílómetra án þess að
segja múkk og fórst brosandi. Þessa
600 daga sem ég rak snókerstofuna
gerðir þú mér lífið mun bærilegra,
komst í kaffi, sóttir mat fyrir okkur,
vannst fyrir mig, - það var alveg
sama hvað það var.
Esjuferðimar okkar voru líka
yndislegar, og við sem vorum farnir
að skipuleggja næsta sumar. Við
ætluðum að vera duglegir að fara og
ég hlakkaði til, ég hlakkaði alltaf svo
til að hitta þig.
Börkur hringdi í mig í kvöld og
spurði af hverju þeir þyrftu alltaf að
fara fyrir tímann sem væru góðir og
hjálpsamir og vitnaði í hann Helga
sem lést í fyrra, og þar er þér rétt
lýst.
Að hafa kynnst þér gerir mig að
ríkari manni og ég mun hugsa til þín
í sumar þegar ég fer upp á Esjuna.
Þín verður sárt saknað og ég finn
þegar ég skrifa þetta að ég er alls
ekki búinn að sætta mig við að þú
sért farinn og geri það aldrei. Einn
vinur er okkur meir til gleði en þús-
und fjandmenn okkur til ama.
Þinn vinur,
Guðbjöm Herbert Gunnarsson.
Sjaldan er ein báran stök, er mál-
tæki sem kemur upp í hugann þegar
mörg áföll dynja yfir eða röð
óvæntra atburða á sér stað. Þótt
máltækið hafi uppruna sinn í
reynsluheimi sjómanna fyrri tíma
má einnig segja að holskefla hug-
hrifa kasti manni til þegar ítrekað
berast til eyrna hörmuleg tíðindi. Að
ekki stærri stofnun en Veðurstofa
íslands skuli missa tvo unga starfs-
menn í bílslysum á síðustu mánuðum
nýliðins árs hlýtur að teljast ótrúleg
tilviljun og ólán. Því sló óhug á okkur
á Veðurstofunni þegar sú frétt barst
að einn samstarfsmaður okkar hefði
látist í bílslysi á næstsíðasta degi ár-
sins.
Baldur J. Jósefsson hóf störf á
Veðurstofunni 1988 og vann hann við
veður- og háloftaathuganir á Kefla-
víkurflugvelli. Var hann þar í um tíu
manna hópi sem gengur vaktir allan
sólarhringinn alla daga ársins. Er
þarna veitt þjónusta sem nauðsyn-
legt er að unnin sé af kostgæfni til að
tryggja öryggi í flugi og til að auka
nákvæmni veðurspáa. Þessu starfi
sinnti Baldur af áhuga og samvisku-
semi. Þá var hann einnig um tíma
trúnaðarmaður starfsmanna þar.
Starfsemi Veðurstofunnar á
Keflavíkm'flugvelli er eðli máls sam-
kvæmt ekki í daglegum tengslum við
stofnunina í Reykjavík og þess
vegna eru samskipti og kynni milli
starfsmanna á þessum tveim stöðum
minni en ella. Hins vegar fundum við
að Baldur var félagslyndur, glaðvær
og jákvæður þegar hann kom í heim-
sókn eða á ýmsar samkomur stofn-
unarinnar í Reykjavík. Samskipti
okkar voru því ánægjuleg og
hreinskiptin.
Fyrir hönd Veðurstofu Islands vil
ég þakka Baldri Jósef Jósefssyni
samfylgdina um leið og ég votta
móður hans, bömum og öðrum
vandamönnum dýpstu samúð.
Magnús Jónsson.
Það varð brátt um vin okkar hann
Baldur sem íyrir aðeins fáeinum
dögum var svo glaður og áhugasam-
ur. Eitt augnablik sviptir honum frá
okkur í blóma lífsins og við erum ein-
um vininum fátækari. Baldur var
einn af félögum í Sjálfstæðisflokkn-
um í Njarðvík sem með áhuga og
bjartsýni hreif aðra með sér til sigra
fyrir flokkinn. Baldur var einn af
þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem
var alltaf mættur þegar eitthvað var
um að vera hjá Sjálfstæðisflokknum
til að bjóða fram aðstoð sína. Með
slíku fólki er gaman að vinna. Við
Baldur vorum ekki aðeins saman í
pólitíkinni heldur vorum við einnig
Lionsfélagar í Njarðvík.
Síðasta verkefni okkar saman var
að selja happdrættismiða fyrir
Lionsklúbbinn. Við hittumst daginn
fyrir Þorláksmessu en þá hafði Bald-
ur selt alla sína miða og meira til. Get
ég ekki fengið að selja eitthvað af
þínum miðum líka, sagði hann við
mig? Fólkið var svo jákvætt á Hafn-
argötunni í gær og það var svo gam-
an að mig langar að fara aftur. Þetta
lýsti vel hjálpsemi og tilfinningum
Baldurs.
rúmum tuttugu árum, er ég fór að
venja komur mínar með Ingólfi, syni
þeirra Sæju í Akurgerði. I fyrstu var
ég feimin og hálfkvíðin en það var
ástæðulaust því vel var tekið á móti
mér og allar götur síðan verið kært
okkar á milli.
Bragi var sérstaklega hlýr og ljúf-
ur maður. Við gátum spjallað saman
um alvöru lífsins og einnig var oft
slegið á létta strengi.
Hann lét sig varða velferð okkar
og vildi fylgjast vel með afastrákun-
um sínum.
Margar voru ferðirnar til afa
Braga og ömmu Sæju og gott var að
heimsækja þau því þar ríkti mikil
gestristni. Veitingunum voni alltaf
gerð góð skil en aldrei fannst afa við
borða nóg. Við höldum áfram að
heimsækja ömmu Sæju og hjálpum
henni því það er tómlegt án afa.
Bragi var búinn að líða mikið
heilsuleysi í gegnum árin. Alltaf stóð
Sæja við hlið hans eins og klettur og
á undraverðan hátt tókst honum að
hafa sig upp úr áföllunum.
Vegna hans heilsubrests urðu þau
hjónin, ásamt stórum barnahóp, að
bregða búi, og flytja frá Ási í Keldu-
hverfi.
Þangað leitaði ávallt hugur hans,
enda er þar mikil náttúrufegurð.
Klæddurhöfði erskóg
hjala lindir í ró,
heilsar tjömin með ylhýrri brá,
birkihlíðar þar að,
byggja hring um þann stað,
speglast hríslumar fletinum á.
Höfuðbólið bjart
leggur bjarma frá aldanna rás.
Ekkert býli ég veit,
prýðabeturísveit,
en sá bjarkklæddi svipfagri Ás.
(Þorfmnur Jónsson.)
Ég vil þakka Braga fyrir allar
góðu stundirnar sem við áttum sam-
an, þær verða mér ætíð minnisstæð-
ar og kærar.
Guð geymi þig, elsku Bragi.
Arndís Heiða Magnúsdóttir.
Kveðja frá tengdadóttur
og sonarsonum:
Ævistarfið í Asi reyndist
umvafið hamingju og gleði.
I huga og hjarta þér alltaf leyndist
heimþrá og fólskvalaus tregi.
Bárast þaðan bjartar minningar lífsins
bamalán mikið í náttúruauð.
Þar ferðalangur úr fjarlægri borg
hlaut farsæla leiðsögn í nauð.
Stoltan með stafinn sé ég þig núna
stefna með bústofnsins æð
suður fyrir Hádegishólinn
þú heldur með féð að Kofahæð.
Ingibjörg Ragnarsdóttir,
Bragi Rúnar og Ingólfur
Ragnar Axelssynir.
Kæri afi.
Vegna þess að ég var í Garðabæ
og gat ekki verið með þér síðustu