Morgunblaðið - 07.01.2000, Síða 47

Morgunblaðið - 07.01.2000, Síða 47
H MORGUNBLAÐIÐ Líflð heldur áfram en minningin um góðan dreng lifir. Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ þakka Baldri samfylgdina og um leið færa öllum aðstandendum hans okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Drottinn blessi minningu Baldurs Jósefs Jósefssonar. Kristján Pálsson. Kveðja frá Lionsfélögum Þótt vera Baldurs Jósefs í klúbbn- um okkar yrði ekki löng minnumst við hans með söknuði því hann flutti með sér ferskan blæ og létta lund og kenndi okkur að taka hverfula til- veru ekki of alvarlega. Þrátt fyrir að hann væri nær helmingi yngri en við flestir féll hann strax einstaklega vel inn í hópinn. Við kynntumst honum sem mætum félaga sem jafnan var reiðubúinn til starfa og að leggja sér- hverju góðu málefni lið. Sérstaklega viljum við sem gjarnan sátum og spjölluðum saman að loknum fundi þakka honum ánægjulegar samveru- stundn-. Sviplegt fráfall hans af slys- förum var vissulega reiðarslag en eftir lifir minningin um góðan dreng. Lionsklúbbur Njarðvíkur sendir- fjölskyldu hans sínar innilegustu samúðarkveðjur. Við í Kvennakór Suðumesja vilj- um með nokkrum orðum þakka Baldri Jósef (Balla) fyrir skemmti- legar og góðar samverustundir á liðnum ámm. Balli var ljúfur dreng- ur og alltaf tilbúinn að aðstoða okkur fyrir tónleika enda sagðist hann vera einn af okkur. Ein af okkur spurði hann um daginn hvort hann yrði ekki til í slaginn núna í vor og svarið var auðvitað: „Að sjálfsögðu." Það sem einkenndi Balla var létt- leikinn, alltaf brosandi og jákvæður. Eitt sinn voram við farnar að halda að hann kæmi ekki, en hann kom, ekki of snemma, ekki of seint, bara á réttum tíma. Það var alltaf eitthvað sérstakt við hann Balla þegar hann kom á tónleika, snyrtilegur, yfírveg- aður og svolítið greifalegur, eins og ekkert gæti raskað ró hans. Hann lifði sig inn í tónlistina með okkur og var auðséð að tónlistin átti hug hans allan. Við eigum eftir að sakna hans. Við biðjum góðan Guð að styrkja börnin hans, móður, systkini og aðra aðstandendur. Okkar innilegustu samúðarkveðj- ur sendum við ykkur öllum. Kveðja Kvennakór Suðurnesja. dagana langar mig að kveðja þig með fáeinum orðum. Þú ert búinn að vera mjög góður afi. Ég man ennþá hvernig það var þegar ég var lítill og hvemig þú hlóst að mér og ömmu þegar ég fékkst hana til að koma í handbolta með mér niðri á gangi í Akurgerði. Ég man líka þegar við fóram í kapp að borða hrísgrjónagrautinn sem amma bjó til og þannig gastu fengið mig t.il að vera fljótur að klára af diskinum og hvað það var skemmtilegt þegar þú varst alltaf að kitla mig þegar ég sat á púðanum fyrii- framan stólinn þinn. Bless, bless afi minn. Drottinn vakir, Drottinn vakir dagaognæturylirþér. Blíðlynd eins og besta móðir berhannþigífaðmisér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, Drottinn vakir dagaognæturyfirþér. Þinn Bjöm Atli. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000 4% MINNINGAR JÓN BJARNASON + Jón Bjarnason fæddist á Fjalia- skaga, Mýrarhreppi í Dýrafirði 29. septem- ber 1917. Hann lést á sjúkrahúsi Akraness 27. desember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni Sigurðsson bóndi, f. 27.5.1868, d. 3.10. 1951, og Sigríð- ur Gunnjóna Vigfús- dóttir húsfreyja, f. 16.9. 1881, d. 1.11. 1964. Jón var ellefti í röð 15 systkina en þau eru: Hálfsystir, samfeðra, Rannveig Sigríður, f. 19.7.1901, d. 16.6. 1987. Alsystkini: Sigríður Guðrún, f. 15.9.1907, d. 23.1.1996, Jónasína, f. 11.9. 1908, búsett á Akranesi, Sigurður, f. 27.8. 1909, d. 13.10.1988, Guðmundur Jens, f. 17.10. 1910, d. 5.6. 1991, Ölöf, f. 25.11. 1911, d. 8.6. 1998, Sæmund- ur, f. 18.5. 1913, d. 25.12. 1944, Vigdís, f. 13.6. 1914, d. 24.1 1999, Jóhannes Bjarni, f. 10.7. 1915, d. 1.9. 1972, Sigurlaugur, f. 16.10. 1916, d. 11.2. 1978, Vigfúsína, f. 2.11. 1918, búsett í Reykjavík, Ingibjartur, f. 1.9. 1921, d. 19.12. 1981, Árný, f. 28.1. 1923, d. 22.9. 1957, og Ingibjörg, f. 22.9. 1926, búsett í Eyjafirði. Að loknu hefðbundnu bama- skólanámi vann Jón ýmis störf til sjós og lands, meðal annars á ver- tíðum í Grindavík, Keflavík og á Akranesi. Árið 1939 kom hann sem vinnumaður að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd þar sem hann hann kynntist Sólveigu Laufeyju Eyjólfsdóttur, f. 31.10. 1918, d. 28.11. 1989. Foreldrar hennar voru Jónína Margrét Ólafsdóttir, f. 30.10.1892, d. 15.6. 1977, og Eyjólfur Búason, f. 12.8.1889, d. 25.1.1970. Sólveig og Jón hófu búskap sinn í Belgsholti í Melasveit þar sem hann var ráðsmaður. Árið 1943 fluttu þau að Iðunnarstöðum í Lundarreykjadal og voru þau þar f eitt ár. Þaðan flytja þau að Vestra-Miðfelli á Ilvalfjarðarströnd, og út úr þeirri jörð byggðu þau sfðan nýbýlið Hlíð 1952 þar sem þau síð- an bjuggu allan sinn búskap. Jón gegndi ýmsum félags- og trúnaðarstörfum, var einn af stofnendum verkalýðsfélagsins Harðar og formaður þess fyrstu árin, sat lengi í stjóm veiðifélags Laxár í Leirársveit. Hann var einnig í hreppsnefnd Ilvalfjarðar- strandarhrepps, skólanefnd, barnaveradamefnd o. fl. Börn Sólveigar og Jóns eru: 1) Sigrún Margrét, f. 17.9. 1940, gift Jónasi B. Erlendssyni, eiga þau þrjú börn og tvö barnaböm. 2) Sigríður Vigdís, f. 4.7. 1943, gift Jóni Sigurðssyni, eiga þau tvö börn og íjögur bamabörn. 3) Guðmunda Ólöf, f. 7.9. 1951, gift Vilhjálmi Hannessyni, eiga þau þrjú börn og tvö barnaböm. 4) Bjarni, f. 22.2. 1957 kvæntur Jóönnu H. Sigurðardóttur, eiga þau þrjú böm. 5) Eyjólfur, f. 20.7. 1959, kvæntur Ingibjörgu U. Pét- ursdóttur, eiga þau þrjú börn. Útfijr Jóns fer fram frá Hall- grímskirkju í Saurbæ á Ilvalfjarð- arströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jón Bjarnason í Hlíð er látinn. Hann fékk hægt andlát að kvöldi dags eftir samverustund með nán- ustu ástvinum. Þetta var góður endir á langri og viðburðaríkri ævi heiðursmanns, honum kærkomin lausn og öllum, sem vildu honum vel. Jón átti við lasleika að stríða langa tíð. Þannig fjaraði út lífs- kraftur hans og sært sálarlíf. Kynni okkar Jóns hófust fyrir hálfri öld og urðu allnáin þau ár sem við vorum nágrannar, bændur, hann á Vestra-Miðfelli og ég á Eystra-Miðfelli, hátt í þrjá áratugi. Báðir með okkar konur og barna- hóp. Gatan er stutt milli bæjanna, tún okkar lágu saman. Því varð samgangur og náin kynni öllum að skapi. Börnin okkar sem systkina- hópur og sönn vinátta milli okkar allra, sem aldrei bar skugga á, en varðveitist í minningunni til fram- tíðar hjá þeim yngri. Þegar ég hóf bóndastarfið voru þessi spöku orð sögð, af góðvini: Þrennt skiptir bóndann mestu máli, góð heilsa, gott og mikið fóður í fénað og góðir nágrannar. Já, orð að sönnu. Það er vart hægt að eignast betri granna en Jón og Veigu í Hlíð og börnin þeirra fimm. Allt vandað gæðafólk. Sólveig Eyjólfsdóttir hét hún, nú látin fyrir allmörgum ár- um. Hún var hreint gull af manni, stillt, prúð og grandvör til orðs og æðis. Góð og nærgætin við alla sem áttu bágt, menn og málleysingja. Aldrei mátti hún heyra neitt mis- jafnt um fólk því hún var orðvör með afbrigðum. Veiga var mikið fyrir sveitalífið og dýravinur, hún var sannkallað náttúrubarn. Hún var kvik á fæti og viljug, þótt hölt væri eftir lömunarveiki á unga al- dri. Hún var dóttir heiðurshjón- anna, sem bjuggu á Eystra-Miðfelli og seldu mér jörðina, Eyjólfs Búa- sonar og Margrétar Olafsdóttur. Vorið 1944 keyptu þeir bræður, Sturlaugur og Jón Bjarnasynir frá Lambadal í Dýrafirði, Vestra-Mið- fellið af Arnfinni Björnssyni og Ragnheiði Jónasdóttur. Uppúr 1950 byggir Jón svo nýbýli á aust- urhluta jarðarinnar og nefnir það Hlíð og þar átti hann sitt heimili síðar. Jón flutti á þessu síðasta ári aldarinnar að Höfða, á Akranesi. Á Þorláksmessu sl. lofaði hann í mín eyru alla umönnun þar. Þegar Jón var kominn í nágrenni mitt á ný leit ég til hans. Mér geymist lengi í minni hve hann fagnaði mér inni- lega, það sannaði mér hans gömlu tryggu vináttu. Kona mín heilsaði honum einnig á Höfða, sem hann gladdist við. Þau voru mörg ár í kirkjukór Saurbæjar, ásamt öðru góðu fólki. Sr. Sigurjón, vinur Jóns, bað hann að vera fyrir söng- kórnum, Jón var söngmaður góður og var söngur hans áhugamál, ás- amt fleiri félagsmálum. Jón var fé- lagslyndur í eðli sínu og hafði á orði, að meira félagslíf vantaði í sveit okkar. Ég held að Jón hefði notið sín betur á félagslegum vett- vangi. En hann var snyrtibóndi, góður heyskaparmaður og fram- kvæmda, en skepnuhirðing ekki hans áhugamál. Ég hygg hann hafi illa þolað þurrhey og jafnvel loft í skepnuhúsum. En hann var manna lagnastur að hjálpa veikum dýrum, laginn, nærgætinn og snyrtilegur. Hann hefði átt að vera dýralæknir, því honum féll starfið vel. Við hjálpuðum oft hvor öðrum við Jón. Eg hefi aldrei fengið hlýrri þakkir fyrir greiða en þar. Minningin er björt um þessa góðu granna, guð varðveiti þau um alla eilífð með kærri þökk fyrir góð kynni. Við hjónin og fjölskylda sendum ástvinunum kærar kveðj- ur. Valgarður L. Jónsson frá Eystra-Miðfelli. Elsku afi, við viljum þakka þér fyrir allar stundirnar sem við átt- um saman. Það var ósjaldan sem við sátum og sungum saman, spil- uðum eða horfðum á myndir. Það var alltaf jafn gaman að fara með þér upp í Brekkubæ að skoða gróð- urinn eða niður á melinn að líta á hestana og kindurnar. Við vitum að þér líður vel núna og guð tekur vel á móti þér. Hlynur, Héðinn og Heiðmar. + Elskuleg mágkona mín, fósturmóðir og frænka, DAGBJÖRT KRISTJÁNSDÓTTIR, frá Skálavík, síðast til heimilis á Hrafnistu í Hafnarfirði, lést laugardaginn 1. janúar sl. Jarðarförin verður gerð frá Bústaðakirkju mánu- daginn 10. janúar kl. 13.30. Jóhanna Halldórsdóttir, Stefanía Finnbogadóttir og aðrir aðstandendur. + Elskulegur faðir okkar, STEFÁN G. JÓNSSON tæknifræðingur, Lönguhlíð 17, Reykjavík, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðjudag- inn 4. janúar. Jarðarförin fer fram frá Háteigskirkju fimmtu- daginn 13. janúar kl. 13.30. Stella Stefánsdóttir, Jón H. Stefánsson og fjölskyldur. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, KRISTBJÖRG V. JENSEN, Hæðargarði 29, Reykjavík, andaðist á Vífilsstaðaspítala miðvikudaginn 5. janúar. Ólafur Jensen, Edvard Ólafsson, Pálína Oswald, Ólafur Valur Ólafsson, Alma Möller, Halldór Ólafsson, Katrín Sæmundsdóttir, Sveinn V. Ólafsson, Sigríður ísafold Hákansson og barnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ADDBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR frá Litlu-Brekku, Grímsstaðaholti, til heimilis í Seljahlíð, Hjallaseli 55, andaðist fimmtudaginn 6. janúar. Fyrir hönd aðstandenda, Hafsteinn Guðjónsson, Reynir Guðjónsson, Sigrún Guðjónsdóttir, Helga María Guðjónsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, JÓNÍNU ALDÍSAR ÞÓRÐARDÓTTUR. Sérstakar þakkir til elskulegs starfsfólks Ljós- heima, Selfossi fyrir einstaklega góða umönnun. Hugrún Selma Haraldsdóttir, Þórunn Ágústa Haraldsdóttir, Sigrún Helgadóttir, Vigfús Helgason, Magnús Helgason, Sesselja Katrín Helgadóttir, Jóhanna Björk Helgadóttir, Steinunn Helgadóttir, Óskar Helgi Helgason, Friðmundur Heimir Helgason, Sigríður Ragnhildur Helgadóttir, Sumarliði Þorvaldsson, Jón Lárus Helgason, Líf Holtan, barnabörn og barnabarnabörn. Grétar Sófaníasson, Helgi Marónsson, Herdís Hjörleifsdóttir, Kristína Holtan, Haukur V. Benediktsson, Björn Sigurðsson, Amos Kaplan, Dagmar Jóhannsdóttir, Marfa ísabell,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.