Morgunblaðið - 07.01.2000, Síða 51

Morgunblaðið - 07.01.2000, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ HESTAR PÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000 51 Útflutningur hrossa dregst enn saman Ljóst er að útflutninfflir hrossa frá íslandi dróst enn saman á síðasta ári. Alls voru flutt út 1955 hross á árinu eða 886 hross- um færra en árið 1996 þegar útflutningur náði hámarki. Ásdís Haraldsdóttir leit á útflutningstölur og spjallaði við Huldu G. Geirsdóttur markaðsfulltrúa Félags hrossabænda. MEST munar um Þýskalandsmark- að sem hefur smám saman dregist saman á síðustu árum, en aðeins voru 457 hross flutt þangað á síðasta ári. Til samanburðar má geta þess að árið 1994, þegar flest hross voru flutt til Þýskalands, voru þau 1321 talsins. Flest hross voru flutt til Svíþjóðar árið 1999 eða 557. Þetta eru nokkuð færri hross en fóru þangað árið 1998 þrátt fyrir útflutningsbann vegna hestapestar stóran hluta þess árs. Nokkrar sveiflur virðast alltaf vera á milli ára til margra landa þó vissir markaðir til dæmis á Norðurlöndun- um og í Bandaríkjunum séu orðnir nokkuð fastii' í sessi. Þá hefúr út- flutningur hrossa til Sviss aukist á síðustu árum. Hulda G. Geirsdóttir markaðsfull- trúi Félags hrossabænda sagði þess- ar tölur um útflutning á árinu 1999 í samræmi við það sem hún spáði fyrir í upphafi þess árs. Hún hafi gert ráð fyrir að flutt yrðu út um 2000 hross. Hún sagði að ljóst væri að mest mun- aði um sífellt minnkandi markað fyr- ir íslensk hross í Þýskalandi. Ymsar ástæður virðast vera fyrir sam- drættinum, þar á meðal rannsókn á tollamálum í tengslum við innflutn- ing á íslenskum hestum þangað og einnig vegna áhrifa hrossapestarinn- ar 1998 og útflutningsbanns sem þá var sett á íslenska hesta, svo eitthvað sé nefnt. Telur hún líklegt að áhrif pestar- innar á markaðina verði ekki endan- lega ljós fyrr en að loknu landsmóti næsta sumar. Við útflutningsbannið töpuðust markaðir sem erfitt hefur reynst að ná aftur. Vildi hún í því sambandi nefna Bretland, en meðan á útflutningsbanninu stóð, leituðu Bretar til annarra þjóða um kaup á íslenskum hestum, eins og reyndar Þjóðveijar og fleiri gerðu einnig. Hulda sagðist líta björtum augum á aðra markaði, til dæmis Svíþjóð. Einnig væri Finnland að festa sig í sessi. Þá gengur vel að selja hross til Danmerkur en 307 hross voru flutt þangað árið 1999. Hún minnti á að gera þyrfti ráð fyrir sveiflum í út- flutningi á hestum eins og öðru og miðað við þau áföll sem hrossaút- flutningur hefur orðið fyrir séu þetta ekki óeðlilegar tölur. Fjöldi útfluttra hrossa á árunum 1995-1999: 1995 1996 1997 1998 1999 Austurríki 80 87 76 44 23 Belgía 8 1 9 1 0 Kanada 104 73 162 44 17 Sviss 96 118 120 118 147 Þýskaland 1129 1079 882 532 457 Danmörk 401 255 228 268 308 Frakkland 3 3 0 0 2 Finland 16 122 56 41 71 Færeyjar 15 16 11 0 13 Bretland 23 16 25 22 13 Italía 11 27 0 7 3 Luxemburg 3 1 2 1 2 Noregur 138 177 173 160 127 Nýja Sjáland 0 0 4 0 0 Holland 59 55 69 56 60 Grænland 3 5 2 10 4 Svíþjóð 407 647 690 582 557 Slóvenía 0 1 0 0 1 Bandaríkin 117 158 117 108 150 Samtals 2613 2841 2566 1996 1955 Nú geta áhorfendur látið fara vel um sig á sölusýningu í upphitaðri reiðhöll MorgunblaðiðA'aldimar Kristinsson Islensk hross bíða þess að vera flutt út á síðasta ári, en þá varð enn sam- dráttur í útflutningi hrossa. Nýtt hestatíma- rit á Netinu NÝLEGA var sett á fót hestatíma- ritið Sleipnir á Netinu. Tímaritinu er ætlað að vera menningartímarit um íslenska hestinn og bókmenntir tengdar honum. Ætlunin er að Sleipnh’ komi út 10 sinnum á ári á ís- lensku og dönsku fyrst um sinn, en síðar einnig á ensku og þýsku. I ritstjómargrein segir meðal annars að mikill fróðleikur sé til um íslenska hestamenn frá eldri tímum, fjöldi þjóðsagna og alls kyns skringi- legra og skemmtilegra frásagna um samskipti manns og hests. Margt af því efni sé þekkt meðal eldri hesta- manna í landinu, en nú á seinni árum séu sagnir þessar og fróðleikur hins vegar ekki orðinn aðgengilegur fyrir yngri kynslóð hestaunnenda og nán- ast óþekktur meðal útlendinga. Úr þessu hyggist Sleipnir bæta. Þá er einnig fyrirhugað að taka viðtöl við hestamenn sem ferðuðust um landið um og upp úr miðbiki 20. aldarinnar til að gefa lesendum inn- sýn í ferðamáta þess tíma. Einnig er ætlunin að fræða lesendur um hvemig íslenskum hestum vegnar beggja vegna Atlantshafsins. Ekki verður Sleipnir fréttablað en þar verður að finna auk menningar- legs efnis, upplýsingar, fræðslu og þjónustu fyrir lesendur. Ritið verður myndskreytt bæði með Ijósmyndum og listaverkum eftir íslenska lista- menn. í fyrsta tölublaðinu er meðal ann- ars fjallað um Grím Thomsen og Ijóð hans, Svein Pálsson, Jón á Þingeyr- um, Nótt frá Svignaskarði Pál í Fornahvammi og margt fleira. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Andreas Bergmann og um danska þýðingu sér Björn Sigurbjömsson. Sleipni er að finna á slóðinni www.sleipnir.is. BURNHAM INTERNATIONAL VEROBRÉFAFYRIRTÆKI SÍMI 510 1Í00 VEFTA ískuvoru r Útsalan er hafin Opið laugardag kl. 10-16 Sölusýning á hrossum í upphitaðri Ölfushöll SÖLUSÝNING verður haldin í Ölf- ushöllinni á Ingólfshvoli á sunnu- daginn og hefst kl. 14.00. Að sögn Steindórs Guðmundssonar, for- svarsmanns sýninganna, ætti að fara vel um áhorfendur því búið er að koma upp hitakerfi í höllinni. Til þess er nýtt heitt vatn úr borholu á staðnum. Sölusýningarnar í Ölfushöllinni eru nú farnar að skipa fastan sess hjá hestamönnum en fram að þessu hafa þær verið haldnar á laugardög- um. Nú hefur verið ákveðið að færa þær yfir á sunnudaga meðal annars vegna þess að fljótlega fara hesta- mannafélögin að brydda upp vetrar- leikum og ýmsum uppákomum sem yfirleitt ber upp á laugardaga. Steindór sagði að margir hefðu haft samband vegna sýningarinnar á sunnudag, bæði væntanlegir sýn- endur og áhorfendur. Tekið er við skráningum í síðasta lagi á laugar- dagi en hrossunum er skipt í fjóra flokka: Fjölskyldu- og reiðhesta, keppnishesta, kynbótahross og ung- hross. Hann segir að mest hafi selst af vel töltgengum fjölskylduhestum og keppnishestum, en einnig ein- staka kynbótahross. Minnstur hefur áhuginn verið á unghrossum. Áhuginn á að koma hrossum á söl- usýningu í Ölfushöllinni nær langt út fyrir Suðurland því meðal ann- ari'a hafi Jóhann Þorsteinsson á Miðsitju í Skagafirði lýst yfir áhuga á að koma með nokkur hross. Það færi þó eftir veðri og færð hvort það yrði nú um helgina eða eftir hálfan mánuð. Áhugi áhorfenda og væntanlegra kaupenda hefur einnig verið mikill og sagði Steindór að þegar fæst var hafi verið um 60 manns, en þegar flest var voru áhorfendur um 200. Aðgangur að sýningunum er ókeyp- is en fjölritaðar sýningarskrár eru seldar gegn vægu verði. VEFTA Hólagarði, sími 557 2010. A i k i d o Opnar kynningaræfingar 10. og 12. janúar kl 20.00 á Engjateigi 1 (Listdansskóli). Byrjendanámskeið hefjast 17. janúar. Nánari upplýsingar í símsvara 881 0083 eða á netinu aikikai@herb.is http://here.is/aikikai

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.