Morgunblaðið - 07.01.2000, Qupperneq 54
4>4 FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Ferdinand
Psst Frikki. Hvemig Það er engin Er það satt. Kannski Satt hjá þér.
svaraðirðu fimmtu fímmta spurning. Ég hélt að ég gleymdirðu Hérna er það.
spumingunni. Það var í gær. hefði tekið að skila því.
það próf.
Það var hér þar sem
ég stafaði nafnið
mitt vitlaust.
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Afl hugans og
möguleikar hins
æðsta máttar
Frá Atla Hraunfjörð:
í BÓKINNI Nýall, í hinu mikla sam-
bandi, segir Dr. Helgi Pjeturss. „En
saga heimsins er þannig, að hinn
fullkomni verundur leitast við að
framleiða sjálfan sig í hinu ófull-
komna efni, snúa hinu ófullkomna til
fullkomnunar." Og jafnframt:
„Geislunin frá hinum fullkomna til
efnisins framleiðir ekki þegar í stað
hann sjálfan, heldur hrindir efninu
fram á leið verðandinnar og kemur
fram sem kraftur í ýmsum mynd-
um.“
Hinn æðsti kraftur hrindir efninu
fram á við í þróun, í átt til æðstu vit-
undar.
Þess vegna þurfa jarðarbúar að
hafa jákvæðara hugarfar til hins
æðsta kraftar, svo máttur hans geti
komið sér við á jörðinni, meir en nú
er.
Rétt eins og blómakonan sem tal-
ar við blómin og hefur áhrif á vöxt
jurtarinnar með umhirðu sinni og
hugsun.
Niðurstöður vísindamanna sýna
fram á, að slíkt atferli gagnvart
gróðrinum eykur vöxtinn og ekki að-
eins það, heldur sýnir gróðurinn sýn-
ar fegurstu hliðar og á það til að vaxa
hraðar og verða efnismeiri.
Þannig og í útvíkkaðri mynd sjá-
um við verkun lífaflsins og hins
æðsta krafts og skiljum á hvem hátt
hann hefur áhrif á efnið.
I bókum er okkur sagt að í
skammtafræðinni gerist það, að þeg-
ar athygli einstaklinga beinist að
eindunum breyti þær um hegðun.
Dregin er sú niðurstaða, að þarna
komi fram bein áhrif lífverunnar á
efnið.
Út frá þessu getum við reynt að
gera okkur í hugarlund hvaða áhrif
hinn æðsti kraftur getur og hefur
haft á framþróun manns og lífs á
jörðinni og sennilega á ótal jörðum
alheims, þær sem byggðar eru.
Einnig, hvaða áhrif við getum haft
á hvert og eitt okkar, ef og þegar við
tengjum okkur guðlegu afli og þiggj-
um þaðan líforku (magnan) og aukið
vit.
Til að geta þegið mögnun þarf að
gefa orku, en það er eðli lífs og
þroska, þegar stefnt er til guðlegrar
verundar.
I mannlegum samskiptum og öðr-
um líffræðilegum afskiptum er þessi
mögnun eða orku skipti kallað víxl-
mögnun, þar sem gefið er af ástúð og
vináttu, ellegar af miklum kærleik.
Við víxlmögnun magnast aðilar
það mikið, að hver og einn fer á
mögnunarstig, sem að öðru jöfnu
einum er ófært að ná.
Það er ekki verra, að benda á
rannsóknir erlendra vísindamanna á
hreyfifyrirbærum af völdum ein-
staklinga, beint og óbeint, og fáséðu
líkamningafyrirbæri, þegar maður
eða mót af manni myndast.
Þar hefur hugurinn áhrif á efnið.
Þess vegna er ekki óeðlilegt né dul-
arfullt að draga þá ályktun, að ör-
eindin stjórnist af hugarorku manns-
ins þegar athyglin beinist að henni.
Þegar afl hugans liggur þannig ljóst
fyrir er eðlilegt að spyrja; hvað þá
með afl hins æðsta máttar?
Staðreyndir lífs og alheims blasa
hvarvetna við, en einhverra hluta
vegna sjá menn ekki samhengið.
Það er eins og öll hugsun í þá veru
sé lokuð.
ATLI HRAUNFJÖRÐ,
Marargrund 5 Garðabæ
Vettvangs-
könnun
Frá HrafniSæmundssyni:
í BÓKINNI um upphaf og fall
Þriðja ríkisins eftir William Sihrer,
er á einum stað sagt frá forustu-
manni í þessu ríki, en þessi stjórn-
málamaður var dagfarsprúður og
samviskusamur starfsmaður for-
ingja síns og af einhverju tileíhi var
þessum manni boðið að vera við at-
höfn sem ekki var óalgeng á þessum
tíma - það er aftöku. Heimildin um
þetta, eins og lunginn úr þessu stór-
merka sagnfræðiriti, er upp úr dag-
bókum og það hafði vakið athygli
skrifarans að það leið yfir þennan
foringja sem ekki var þekktur um
heimsbyggðina fyrir sérstaka tilfinn-
ingasemi. Af einhverjum ástæðum
sem eru í engum tengslum við sagn-
fræðina, dettur mér þessi
„vettvangskönnun" oft í hug. Ekki
síst þegar kjömir fulltrúar þjóðar-
innar koma glaðbeittir til þings eins-
og í haust og byrja að djöflast út í
bruðlið í heilbrigðiskerfinu.
Það orkar tvímælis hvort rökræða
á málefnalega við þingmenn þegar
þeir á hverjum tíma velja sér rök til
að þjóna lýðræðinu. En væri ekki
vettvangskönnun í bruðlinu í heil-
brigðiskerfinu lærdómsrík. Fara
sem almennur (og frískur) inn á
bráðavaktina og vera þar eina nótt
og liggja svo í eina viku og fylgjast
með starfi og aðstöðu sem starfsfólk
heilbrigðisþjónustunnar, bæði í al-
mennri umönnun og í læknisfræð-
inni, býr við í „bruðlinu".
Ef þeim leiðist þessa viku gætu
þeir látið senda sér þingtíðindin og
tekið saman ræðurnar sínar í og utan
ríkisstjórnar um heilbrigðismál til að
senda gömlum kennurum sínum í há-
skólanum í rökfræði og hugsun til að
sýna þeim hvemig þeir hafi ávaxtað
sitt pund. Þótt ekki væri nema kafl-
ann um núverandi heilbrigðisráð-
herra sem lagði upp með almenna
mannasiði sem er vont veganesti í
„lýðræðisumræðunni"!
HRAFN SÆMUNDSSON,
Gullsmára 9.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í uppiýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.