Morgunblaðið - 07.01.2000, Side 56
MORGUNBLAÐIÐ
?56 FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000
KIRKJUSTARF
ÍDAG
Neskirkja
Alfa-nám-
skeið í
, Neskirkju
Alfa-námskeið hefst í Neskirkju
mánudaginn 10. janúar kl. 19 og mun
standa í 10 vikur. Á námskeiðinu
verður fjallað um grundvallaratriði
kristinnar trúar. Ræddar verða
spumingar sem þessar: Stenst krist-
indómurinn, er hann leiðinlegur,
ósannur eða úr takti við tímana?
Hver er Jesús Kristur? Hvers vegna
dó hann? Hvemig er hægt að öðlast
trúarvissu? Hvemig og hvers vegna
ætti ég að lesa Biblíuna? Hvemig get
1 ég lært að biðja? Hvemig leiðbeinir
Guð okkur? Hver er heilagur andi?
Hvemig get ég kynnst anda Guðs?
Hvemig get ég varist hinu iila í líf-
inu? Hvers vegna ber okkur að segja
öðmm frá Kristi? Læknar Guð fólk í
dag? Hvers vegna er kirkjan til og
hvaða hlutverki gegnir hún? Hvemig
get ég gert sem mest úr lífi mínu það
sem eftir er?
Hvert kvöld hefst með málsverði,
því næst er fyrirlestur og loks um-
ræður, hópvinna og helgistund.
Skráning er í Neskirkju í s. 5ll 1560
eða á Biskupsstofu í s. 535 1500.
Kostnaður er 3.500 kr. og era
kennslugögn innifalin. Kostnaði
vegna máltíða verður stillt í hóf en
dagskrá og önnur hagnýt atriði verða
rædd fyrsta kvöldið. Kennari á nám-
skeiðinu verður sr. Öm Bárður Jóns-
son, settur prestur í Neskirkju, sem
starfað hefur undanfarin ár sem
fræðslustjóri kirkjunnar. Alfa-nám-
skeiðið hefur farið sigurför innan
margra kirkjudeilda í Evrópu og öðr-
um álfum. Námskeiðið er upprannið í
Holy Trinity Bromton-söfnuðinum í
ensku biskupskirkjunni í London.
Nú hafa verið haldin yfir 100 þúsund
námskeið í Evrópu og víðar og er
fjöldi þátttakenda kominn yfir 1,5
milljónir. Alfa-námskeiðið er kjörið
handa öllum þeim sem vilja fræðast
um kristna trú og láta uppbyggjast í
samfélagi með öðram. Hvernig væri
að byrja nýja öld með Alfa?
Jákvætt nám-
skeið um hjóna-
band og sambúð
Nú era einnig að fara af stað á nýj-
an leik svokölluð „Jákvæð námskeið
um hjónaband og sambúð“ á vegum
Hafnarfjarðarkirkju. Er þetta fjórði
veturinn sem þessi námskeið era
haldin og hafa yfir 3000 manns tekið
þátt í þeim. í haust vora námskeiðin
haldin úti um landið en nú verða þau
á ný í Hafnarfjarðarkirkju. Um er að
ræða sjálfsstyrkingamámskeið þar
sem farið er í gegnum sambúð og
hjónaband og skoðað hvemig hægt
er að bregðast við ýmsum vanda sem
upp kann að koma í sambúðinni.
Einnig er rætt hvemig best er að
styrkja þá sambúð sem er „í góðum
málum“. Hvert námskeið stendur að-
eins eina kvöldstund en boðið er upp
á einkaviðtöl síðar fyrir þau hjón sem
telja sig þurfa á frekari stuðningi að
halda. Námskeiðin era sem sagt ætl-
uð öllum, bæði þeim sem vilja styrkja
góða sambúð sem hinum er ratað
hafa í erfiðleika. Fólk á öllum aldri
hefur sótt þessi námskeið, allt frá
ungum pöram á leið í hjónaband sem
hjónum er hafa verið gift í fjölmörg
ár.
Aðeins 12 pör komast á námskeið-
in hveiju sinni og er þessi fjöldi
takmarkaður til þess að allir fái að
njóta sín. Ef áramótaheitið ykkar var
það að styrkja sambúðina á nýrri öld,
væri þá ekki upplagt fyrir ykkur að
skreppa á jákvætt hjónanámskeið í
Hafnarfjarðarkirkju?
Sr. Þórhallur Heimisson.
Neskirkja. Félagsstarf aldraðra
laugardag 8. jan. kl. 12.30. Þrett-
ándagleði. Fram verður borin tví-
réttuð heit máltíð og ýmislegt sér til
gamans gert. Þátttaka tilkynnist
kirkjuverði í dag kl. 10-12 og 16-18 í
síma 5111560. Allir velkomnir. Sr.
Frank M. Halldórsson.
Laugarneskirkja. Kl. 10 mömmu-
morgunn.
KEFAS. Bænastund unga fólksins
kl. 19.30.
Sjöundadags aðventistar á íslandi:
Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Bibl-
íufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl.
11.15. Ræðumaður Jim Huzzey.
Safnaðarheimili aðventista, Blika-
braut 2, Keflavik: Guðsþjónusta kl.
10.15.
Safnaðarheimili aðventista, Gagn-
heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl.
10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður
Finn F. Eckhoff.
Aðventkirkjan, Brekastig 17, Vest-
mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 11.
Guðsþjónusta ki. 12. Ræðumaður
Eric Guðmundsson.
Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnar-
firði: Guðsþjónusta kl. 11. Biblíu-
fræðsla að guðsþjónustu lokinni.
Ræðumaður Graham Barham.
Byggingaplatan WDK©€®
sem allir hafa beðið eftir
VIROCbyggingaplatan er fyrir VIROC®byggingaplatan er platan
veggi, loft og gólf sem verkfræðingurinn getur
VIROCbyggingaplatan er eldþolin, fyirskrifað blint.
vatnsþolin, höggþolin, frostþolin og
hljóðeinangrandi
VIROCbyggingaplötuna er hægt
að nota úti sem inni
J
VIROC* byggingaplatan
er umhverfisvæn
PÞ
&CO
Leitið frekari uppLýsinga
Þ.ÞORGRÍMSSON & CO
ÁRMÚU29 S: 5S3 8640 & 568 6100
LVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-lí
frá mánudegi til föstudags
Ábending
til ljósabekkja-
notenda
ÞEGAR keypt er ljósakort
á sólbaðsstofum eru iðu-
lega nokkrir valmöguleikar
í boði. Oft er hægt að
kaupa kort á tilboðsverði
sem gildir í stuttan tíma,
en dýrasti kosturinn er yf-
irleitt 3ja mánaða, 10 tíma
kort. Undirrituð gerði þau
mistök að kaupa eitt slíkt á
Smart-sólbaðstofu, en
nýtti aðeins 5 tíma áður en
kortið rann út. Því miður,
mín mistök, kortið rann út
íyrir 6 dögum. Ekki mögu-
leiki að nýta þá 5 tíma sem
eftir eru og búið að greiða
fyrir. Má bjóða þér að
kaupa annað 5 tíma kort?
Ekki nei?
Svolítið furðulegt tilboð.
Líka svolítið furðulegt að
viðskiptavinir fá engan
miða í hendumar sem sýn-
ir hvenær þeir keyptu
kortið eða hvenær það
rennur út.
Aðeins starfsfólk
sólbaðsstofunnar fylgist
grannt með því í tölvu
vinnustaðarins. Einkenni-
legt hvað síminn var mikil-
vægur meðan við ræddum
þetta mál. Og líka skrýtið
að þegar ég bað um óskipta
athygli viðkomandi þá var
mér sagt að rífa ekki kjaft,
og þar með var mér hent
út. Af sólbaðsstofu. Á há-
degi á miðvikudegi. Aldrei
fyrr hefur mér verið hent
út og aldrei hefði mig grun-
að að það yrði, hvað þá á
sólbaðsstofú. Mér til mik-
illar mæðu var það eigand-
inn sem brást svo mjúklega
við. Það þýðir þá víst ekk-
ert að biðja um hann til
frekari viðræðna. Svolítið
skítt að borga tæplega
1.000 kr. fyrir hvem ljósa-
tíma. Líka svoh'tið skítt að
fá ekkert svigrúm til að
nýta þó ekki nema fáa af
þessum 5 tímum sem eftir
voru - eða að borga smá-
ræði í viðbót með hveijum
tíma. Það hefði margt verið
hægt að gera til þess að
halda í áframhaldandi við-
skipti. Þetta eru þó pening-
ar í kassann. Það er
kannski einmitt málið, eða
hvað? Maður borgar jú fyr-
irfram.
Mér er því spum, hvort
vegur þyngra, gildistími
korts eða fjöldi tíma sem
þegar er búið að greiða iyr-
ir?
Helga Finnsdóttir.
Aðþvo
hendur sínar
SAMKVÆMT fréttum
þvær ríkisstjórn Rússlands
hendur sínar af níðings-
verkum hemaðar síns í
Tsjetsjníu. Spuming:
Hvemig veit hún hvað ein-
stakir hermenn hafast að?
Guðrún Jacobsen.
Tapað/fundið
Leikfangakisa
fannst
LOÐIN leikfangakisa
fannst 27. desember sl. í
Hlíðunum. Upplýsingar í
síma 588-3313.
Giftingarhringur
týndist
GIFTINGARHRINGUR
týndist laugardaginn 18.
desember sl. í miðbæ
Reykjavíkur.
Skilvís finnandi er
vinsamlegast beðinn að
hafa samband við Helgu í
síma 482-1636.
Gráar buxur
týndust
GRAAR buxur týndust
íyrir utan verslunina Blu di
blu á Laugavegi eða á bíla-
stæði Landsbankans við
Laugaveg. Buxumar vom
nýjar og ekki í poka. Skil-
vís finnandi vinsamlegast
hafi samband við Berglindi
í síma 867-2632 eða 566-
6945.
Þessi kisa fannst í
Hafnarfirði
I síðustu viku nóvember
sL, fannst þessi kisa við
Sólvang í Hafnarfirði. Hún
er mjög loðin og með mikið
loðið, ljósgrátt skott. Upp-
lýsingar í síma 565-9551.
í hamrahliðinni.
Víkverji skrifar...
TALSVERT var af útlendingum
hér á landi um áramótin enda
hafa frægðarsögur borist víða af
skotgleði landans á gamlárskvöld.
Víkverji var á góðum útsýnisstað
um miðnættið, þar var hópur karla
og kvenna og meðal þeirra tvær vin-
konur sem honum heyrðist að væra
breskar. Vfkveiji vissi ekki alveg
hvort hann ætti að móðgast fyrir
hönd þjóðarinnar þegar önnur sagði,
á svipinn eins og einhver hefði sagt
tvfræðan brandara sem hún vissi
ekki hvort hún mætti hlæja að: „Þeir
era kolvitlausir!“
Hún átti vafalaust ekki bara við þá
sem gengu berserksgang í flugelda-
skotunum heldur alla þjóðina.
Víkverji veit vel að í grannlöndum
okkar tíðkast ekki að hver sem er fái
að leika sér eins og við geram flest á
gamlárskvöld. Opinberfr aðilar eða
aðrir útvaldir fá leyfi til þess; al-
mennir borgarar verða að láta sér
nægja stjömuljós eða minni háttar
hvellgjafa og eldglæringar. Mönnum
finnst hættan á slysum og eldsvoða
of mikil ef sams konar stjómleysi og
við höfum kosið fær að ríkja.
Nú segja læknar að óvenju mikið
hafi verið um augnskaða um áramót-
in og dómsmálaráðherra segist vera
að kanna hvort til greina komi að
takmarka á einhvem hátt frelsi
borgaranna á þessu sviði. Víkverji er
ekki í nokkrum vafa um að upp muni
rísa ný hreyfing föðurlandsvina og
unnenda frelsis. Þeir gætu bent á að
við fáum aldrei að rækta neina sér-
visku til lengdar.
Hér vora sjónvarpslausir fimmtu-
dagar, bjórsala var bönnuð og böm
vora átölulaust látin aka dráttarvél-
um í sveitum landsins. Allt er þetta
horfið. Vegna erlendra áhrifa og nú
síðustu árin samninga um Evrópska
efnahagssvæðið era boð og bönn
samræmd, reynt að steypa alla í
sama mót, munu þeir segja.
Líklega er heilmikið til í því að
verði sett takmörk við þjóðlegri
bijálsemi á gamlárskvöld, sem Vík-
verji og aðrir hafa unað sér við ára-
tugum saman, sé forsjárhyggjan
búin að vinna nýjan sigur. En rökin
eru einum of augljós tíl að hægt sé að
svara þeim með því að minna á frelsi
einstaklingsins. Ónýtt auga í bami
er býsna hátt verð fyrir frelsi fullorð-
inna til að leika sér.
xxx
EN ÞAÐ er annað sem Víkveiji
tók eftfr og honum fannst þá
einum of langt gengið. Talsmaður
eins flugeldasalanna gagnrýndi
nefnilega Veðurstofuna fyrir að hafa
skýrt landsmönnum frá því viku fyr-
ir gamlárskvöld hvað langtímaspár
gæfu til kynna um veðrið. Og það átti
að verða slæmt en úr rættíst á síð-
ustu stundu. Talsmanninum fannst
að Veðurstofan, sem að sjálfsögðu
greindi frá spánum með íyrirvara
um áreiðanleika langtímaspáa, hefði
átt að hafa enn meiri fyrirvara. Þá
hefði salan á flugeldum gengið enn
betur og var víst ærin lyrir.
Svona gerir maður ekki, var einu
sinni sagt í stjómarráðinu. Auðvitað
á Veðurstofan ekki að spá veðri eftir
pöntun frá hagsmunaaðilum heldur
nota faglega þekkingu sína eins og
endranær og vonandi gerir hún það
áfrarn.