Morgunblaðið - 07.01.2000, Side 62

Morgunblaðið - 07.01.2000, Side 62
62 FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Hector Babenco mun leikstýra alþjódlegri kvikmynd um Sjálfstætt fólk Argentínumaður vill í Sumarhús Greint var frá því Morgunblaðinu í gær að argentínski leikstjórinn Heetor Babenco muni væntanlega leikstýra alþjóðlegri mynd eftir Sjálf- stæðu fólki Halldórs Laxness. Babenco er einn af merkilegri leik- stjórum samtímans og meðferð hans á sögunni um Bjart verður án efa mjög áhugaverð. Babenco las Sjálf- stætt fólk fyrst á spænsku 16 ára gamall. Hann hefur sagt að við lestur- inn hafi hugmyndir um kvikmyndun bókarinnar heijað á hann. Hann á ennþá upprunalega eintakið af bók- inni og er hún útkrotuð með minnis- punktum um hvemig ætti að sviðsetja söguna á hvítu tjaldi. Babenco fæddist í Buenos Aires í Argentínu 1946. Ungur fékk hann áhuga á bókmenntum. Hann segir sjálfur að existensíalísk heimspeki og skáldskapur bít-skáldanna hafi kveikt í honum þrá til þess að kynnast heim- "*ínum. Og drifinn áfram af existensía- lísku tómi og takföstum bassa bítn- ikkanna fór hann til Evrópu þegar hann var 18 ára gamall. Þar eyddi hann næstu sjö árum ævi sinnar. Hann vann flest þau störf sem féllu til - hann var meðal annars statisti í nokkrum spagettívestrum, uppvask- ari og húsamálari. List í skugga ritskoðunar Árið 1971 flutti Babenco til Brasih'u og ákvað að gerast kvikmyndagerðar- -s^iaður. Hann hafði heillast af brasil- ískri kvikmyndagerð sem var í blóma á sjöunda áratugnum. En þegar hann kom til landsins hafði herforingja- stjómin sett ströng ritskoðunarlög sem hefti alla listsköpun í landinu. Babenco lærði aldrei kvikmyndagerð en eftir að hann kom til Brasilíu fór hann að gera heimildamyndir, auglýs- ingar og stuttmyndir. Fyrsta kvik- mynd hans í fullri lengd heitir King of the Night og kom hún út 1975. Næsta mynd hans, Lucio Flavio, kom þrem áram seinna. Hún var gerð á þeim tíma þegar pólitísk kúgun stjómvalda í Brasilíu var í hámarki. Myndin byggir á sann- sögulegum atburðum. Hún fjallar um Lucio Flavio sem var þjófur og hetja hinna undirok- uðu í landinu vegna til- rauna hans til þess að opinbera myrkraverk hinna alræmdu dauða- sveita herforingja- stjómarinnar. Þrátt fyrir að Babenco hafi reynt að fara kringum efnið eins og köttiu- í kringum heitan graut til þess að myndin fengist sýnd, sem tókst, þá skapaði hún honum litl- ar vinsældir hjá stuðn- ingsmönnum stjómar- innar. Babenco fékk fjölda dauðahótana við gerð myndarinnar og skotárás var gerð á hús hans í Sao Paulo. Þrátt fyr- ir að stjómvöld litu myndina hom- auga varð hún gríðarlega vinsæl í Brasilíu og vakti einnig mikla athygli í Bandaríkjunum. En þrátt fyrir það varð Babenco fyrir vonbrigðum þar sem myndin breytti litlu um stjóm- málaástandið í landinu. Árið 1981 kom svo myndin Pixote, Kvikmyndir sem Hector Babenco hefur leikstýrt 1. Konungur næturinnar „Rei da Noite“ (1975) 2. Lúcio Flavio eða farþegi angistarinnar „Lúcio Flávio, o Passageiro da Agonia“ (1977) 3. Pixote „Pixote: A Lei do Mais Fraco“ (1981) 4. Jörðin er kringlótt eins og appelsína „Terra é Redonda Como uma Laranja“ (1984) 5. Koss kóngulóarkonunnar 6. Járngresið „Kiss ofthe Spider Woman“ „lronweed“ (1987) (1985) 7. Að leik á gresjum herrans „Bríncando nos Campos do Senhor“ (1991) 8. Uppljómað hjarta „Coragáo lluminado“ (1998) Þema ársins: "árið 3000" ♦ Facette fatahönnun verður á Broadway í kvöld. fatahönnun Vinningarað verðmæti kr. 160.000,- i mk ■ra ■ W::- ' I Husqvarna quilting 5S) f og útlektir frá Vogúe / mt : h* :S? : m maKnvm. ... Husqvarna II I Boðsmiðarfást 1 sW 1 Völusteini og Vogue /ogue ®®PN the Law of the Weakest, sem vakti mikla athygli um allan heim. Þetta er átakanleg mynd sem fjallar á raun- sæjan hátt um líf nokkurra af þrem milljónum götubama í Brasilíu. Upp- haflega ætlaði Babenco að gera heim- ildamynd en eftir að stjómvöld fóra að meina honum aðgang að munaðar- leysingjahælum landsins fór hann með tökulið sitt í niðumídd hverfi þar sem böm lifa ömurlegu lífi. Myndin fjallar um 10 ára glæpadreng sem tekst á við eins hræðilegan vera- leika og hægt er að ímynda sér. Drengurinn, sem var leikinn af götudrengnum Femando Ra- mos daSilva, þarf að stunda vændi til að verða sér út um mat og sniffar lím til þess að deyfa vera- leikann. I myndinni fremur hann einnig þrjú morð. Ramos daSilva lifði þann raunveraleika sem er túlk- aður í myndinni. Árið 1987 varð hann fómarlamb dauðasveita lögreglunnar í Sao Paulo. í kjölfar dauða hans til- einkaði ástralski tónlistarmaðurinn Nick Cave meistaraverk sitt Tender Prey minningu hans. Bandaríska tímaritið American Film valdi Pixote sem eina af mikil- vægustu myndum áratugarins. Hún skipaði þann flokk ásamt myndum eins og RAN eftir Akira Kurosawa og Fanny og Aiexander eftir Ingmar Bergman. Staldrað við í Hollywood Næstu tvær mjmdir Babencos vora á ensku. Með Kossi kóngulóarkon- unnar sem er byggð á bók argen- tínska rithöfundarins Manuel Puig áskotnaðist honum tilnefning til Ósk- arsverðlauna sem besti leikstjóri og William Hurt sem fór með aðalhlut- verkið í myndinni fékk Óskarsverð- Hector Babenco með Femando Ramos daSiiva, aðalleikara hinnar áhrifamiklu mynda Pix- ote. launin fyrir besta leik. Myndin er óræð og töfr- andi saga sem fjallar um tvo menn sem sitja í fanga- klefa og nota ímyndunar- aflið til þess að flýja raun- veraleikann. Myndin líður áfram og eftir því sem sag- an verður meiri sýnist um- fjöllunarefnið breytast. Koss kóngulóarkonunn- ar opnaði dyr Babenco að gullínu og öllum grænu skógunum sem era í Holly- wood. Árið 1987 gerði hann myndina Ironweed smeð Jack Nicholson og Meryl Streep í aðalhlut- verkum, en þau vora bæði tilnefnd. til Óskarsverð- launa fyrir leik sinn í myndinni. Myndin er gerð eftir bók William Kennedy sem skrif- aði einnig handritið. Myndin fjallar um líf tveggja örlagabyttna í ræsinu og þótti vera ágætt og umfram allt vel leikið kammerstykki. Aftur suður Þrátt fyrir að allir vegir hafi verið færir fyrir Babenco í Hollywood virð- ist hann hafa kunnað illa við hversu fjárhagsleg sjónarmið era oft ráðandi í kvikmyndagerð þar í borg. Hann benko!KossfMngrtóaSonunn* Hector BaT verðlaun fyrir túfkun ^a á M r Hurtfékk Óskars- tilnefndursem besti °8 Babenco ti leikstjori arsins 1985. var hefur snúið aftur til Suður-Am- eríku þar sem hann gerir myndir sín- ar núna. Árið 1991 gerði hann mynd- ina At Play in the Fields of the Lords en hún er byggð á skáldsögu eftir Peter Mathiesen. Myndin er öll tekin í Amazon-frumskóginum og í henni léku meðal annars Daryl Hannah, Tom Berenger og Kathy Bates. Síðasta mynd hans kom út árið 1998 og hét Foolish Hearts. Babenco gerði hana tveimur áram eftir að hafa gengist undir skurðaðgerð vegna krabbameins. Hann bæði leikstýrði myndinni og skrifaði handrit. Ba- benco segir að myndin sé byggð á æskuminningum hans. Hún fjallar um mann sem snýr aft- ur í fæðingarþorp sitt til að hitta dauðvona foður sinn eftir að hafa ver- ið í burtu í tvo áratugi. Myndin fékk góða dóma og keppti meðal annars í aðalkeppninni í Cannes. MYNDBOND S Uti er ævintýri Adam og Eva (Adam & Eva) Gamandrama ★★★ Framleiðandi: Waldemar Bergend- ahl. Leikstjórn: Máns Herngren, Hannes Holm. Handrit: Máns Hern- gren, Hannes Hoim. Kvikmynda- taka: Mats Olofsson. Tónlist: Dan Sundquist. Aðalhlutverk: Björn Kjellman, Josefin Nilsson, Tintin Anderzon, Karin Bjurström. (94 mín.) Svíþjóð. Myndform, 1999. Bönnuð börnum innan 12 ára. EFTIR fjögurra ára hjónaband hefur neistinn horfið hjá Adam og Evu og það sem hefur tekið við eru leiðindi og útreiknanleiki. Adam ____________ byrjar að hitta bamfóstru bróð- ur síns, Jackie, á laun en Eva kemst að því og yfirgefur hann. I fyrstu lýgur Ádam því að sjálf- um sér að hann sé frjáls maður en brátt verður hon- um það ljóst að hann elskar Evu enn og verður að gera allt til að ná henni aftur. Það er allt of sjaldgæft að myndir frá Skandinavíu sjáist hér á landi en þessi bráðsniðuga mynd svalar þeirri þörf um stund. Myndin er framleg, jafn vel aðeins of framleg á köflum því að það er eins og kvikmynda- gerðarmennimir hafi haldið að þeir myndu aldrei gera aftur mynd og því þyrftu þeir að koma öllum sínum hugmyndum í þessa. Leikararnir era mjög góðir og standa sig jafn vel í gamanleiknum og þegar alvaran nær tökum. Ef einhver hefur þá mynd af sænskri kvikmyndagerð að Svíar geri bara þunglamalegar myndir, ætti sá hinn sami að kíkja á þessa. Ottó Geir Borg Frumleg glæpamynd Þjófar á nóttu (Thickas Thieves) Spennumynd ★★★ Leikstjóri: Scott Sanders. Handrit: Scott Sanders og Arthur Krystai. Byggt á skáldsögu eftir Patrick Qu- inn. Kvikmyndataka: Christopher Walling. Aðalhlutverk: Alec Baldwin, Andre Braugher, Michael Jai White og Rebecca de Mornay. (93 mín.) Bandaríkin. Skífan, des- embcr 1999. Bönnuð innan 16 ára. ÞJÓFAR a nottu htur ef til vill út fyrir að vera enn ein glæpamyndin í hillum myndbandaleiganna en svo er alls ekki. í þessari framlegu glæpa- mynd kveður við nýjan og ferskan tón, sem er í senn framhald af og viðbót við fram- kvæði Tarantinos á þessu sviði. At- vinnuþjófurinn Mackin (Alec Baldwin) er hlé- drægur þátttak- andi í glæpasam- félagi Detroit-borgar. Hann vinnur eitt og eitt verk fyrir mafíuna en slakar á þess á milli með hundinum sínum og djassplötu á fón- inum. Þegar upprennandi foringi í aðalglæpaklíku gettósins svíkur Mackin illilega fer af stað keðjuverk- un sem ógnar jafnvægi glæpasamfé- lagsins. Þetta er ekki aðeins vönduð glæpasaga, sem lýsir átökum glæpa- manna af ólíkum kynþáttum og kynslóðum, heldur að mestu leyti vel unnin kvikmynd, uppfull af skemmtilegum smáatriðum sem krydda heildina. Alec Baldwin nýtur sín vel í hlutverki Mackins og aðrir leikarar era mjög góðir. Heiða Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.