Morgunblaðið - 07.01.2000, Page 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLANl, 103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPANGSSTRÆTI1
FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
t. -v
Skógafoss í
vetrarbúningi
Morgunblaðið/RAX
Útlit fyrir að
kvdtalaus skip
haldi til veiða
Fiskistofa
mun kæra
veiðar án
kvdta
FISKISTOFUSTJÓRI, Pórð-
ur Ásgeirsson, segii- að Fiski-
stofa muni áfram vinna eftir
gildandi lögum um stjórn físk-
veiða og ákæra þá sem haldi til
veiða án þess að á skipunum
séu fullnægjandi aflaheimildir.
Útlit er fyrir að fjöldi skipa
án kvóta haldi nú til veiða eftir
að Héraðsdómur Vestfjarða
sýknaði útgerð Vatneyrar BA
fyrir veiðar án aflaheimilda.
Þórður segir Fiskistofu ekki
eiga erfitt með að fylgjast með
skipunum, jafnvel þótt þau
yrðu mjög mörg. Hann á von á
því að dómnum verði áfrýjað til
Hæstaréttar og þangað til
Hæstiréttur hafi úrskurðað í
málinu séu núgildandi lög í gildi
og eftir þeim verði unnið.
■ Ætla sér/22
SKÓGAFOSS í Austur-Eyjafjalla-
hreppi er ekki síður vígalegur á
veturna en sumrin. Fossinn, sem
steypist um 60 metra niður, er ekki
árennilegur umkringdur klaka-
brynju og grýlukertum og víst að
ekki munu margir reyna að ná
gullkistu Þrasa við þessar aðstæð-
ur, en samkvæmt þjóðsögunni er
hún grafin undir fossinum.
Rannsókn á aðgengi fslendinga að heilbrigðisþjónustu
Vannýta læknisþjón-
ustu í veikindum
Heiðar Helguson seldur til Watford
~ Hefur 400 faldast í
verði á tveimur árum
NORSKA knattspyrnulið-
ið Lilleström samþykkti í
gærkvöld tilboð enska
úrvalsdeildarliðsins Wat-
ford að upphæð 180 millj-
ónir íslenskra króna fyrir
íslenska framherjann
Heiðar Helguson.
Heiðar var seldur frá
Þrótti í Reykjavík til Lille-
ström í janúar 1998 fyrir
^óO þúsund krónur. Hann
' nefur því fjögurhundruð-
faldast í verði á þessum tveimur ár-
um.
Heiðar, sem er 22 ára, gerði sext-
án mörk í norsku úrvalsdeildinni á
síðasta keppnistímabili og var
markahæsti leikmaður
Lilleström. Hann lék einn-
ig í fyrsta sinn með landsl-
iði Islands á síðasta ári.
Heiðar er annar íslenski
leikmaðurinn, sem enskt
úrvalsdeildarlið kaupir á
yfirstandandi keppnistíma-
bili. Hinn er félagi hans hjá
íslenska landsliðinu, varn-
armaðurinn Hermann
Hreiðarsson, sem Wimble-
don keypti frá Brentford í
3. deild á Englandi í haust fyrii-
rúmar þrjú hundruð milljónir króna.
■ Lilleström/C4
Heiðar
Helguson
ÍSLENDINGAR nota læknisþjón-
ustu of lítið í veikindum sínum sé
miðað við áætlaða þjónustuþörf skv.
erlendum stöðlum. Eru læknaheim-
sóknir Islendinga í veikindum í
heildina 45% færri en erlendir sér-
fræðingar ráðleggja. Þetta er meðal
þess sem fram kemur í niðurstöðum
nýrrar rannsóknar á aðgengi að heil-
brigðisþjónustu á Islandi sem kynnt
var í híbýlum landlæknisembættis-
insígær.
I niðurstöðum rannsóknarinnar
kemur ennfremur fram að verulegur
munur sé á aðgengi einstakra hópa
að heilbrigðisþjónustu á Islandi og
að töluvert vanti upp á að því
markmiði stjómvalda sé náð að öll-
um íslendingum sé gefinn kostur á
fullkomnustu heilbrigðisþjónustu
sem kostur er á.
Rannsóknin er unnin upp úr gögn-
um sem fengust í umfangsmikilli
spurningakönnun haustið 1998 en
það eru þeir Rúnar Vilhjálmsson
prófessor, Ólafur Ólafsson, fyrrver-
andi landlæknir, Jóhann Agúst Sig-
urðsson prófessor og Tryggvi Þór
Herbertsson, forstöðumaður Hag-
fræðistofnunar Háskóla Islands,
sem unnu hana.
Kemur fram í niðurstöðum þeirra
að það sé einkum yngra fólk, ein-
hleypir og fráskildir, bamafólk, úti-
vinnandi einstaklingar og lágtekju-
fólk sem á erfitt með aðgang að
heilsugæslu.
Eiga erfitt með að fá
sig lausa frá vinnu
Ýmsar ástæður liggja þarna að
baki, aðgangur þessara hópa er ekki
aðeins erfiðari vegna þess að þjón-
ustan sé þessum hópum fjárhagslega
þungbær, eða ekki fyrir hendi, held-
ur einnig vegna þess að þessir hópar
eiga t.d. erfitt með að fá sig lausa frá
atvinnu eða heimilisstörfum til að
fara tO læknis.
■ Verulegur munur/12
Morgunblaðið/Júlíus
Maður um fimmtugt lést í umferðarslysi á Vesturlandsvegi
við Korpúlfsstaði í gærkvökl.
Banaslys
á Vestur-
landsvegi
M AÐUR um fimmtugt lést í umferð-
arslysi á Vesturlandsvegi við Korp-
úlfsstaði klukkan rúmlega sex í
gærkvöld.
Að sögn lögreglu er talið að mað-
urinn, sem var einn í bifreiðinni á leið
til Reykjavíkur, hafi misst stjórn á
henni í mikilli hálku og vindi með
þeim afleiðingum að hún lenti á
ljósastaur. Er talið að maðurinn hafi
látist samstundis er bifreiðin skall á
staurnum af miklu afli.
Umferð um Vesturlandsveg var
stöðvuð um tíma vegna atburðarins.
Bifreiðin, sem er mjög illa farin ef
ekki ónýt, var dregin af slysstað með
kranabíl.
Mikil umferð var um Vesturlands-
veg um það leyti sem slysið varð.
Lögreglan óskar eftir vitnum að at-
burðinum og eru þau beðin um að-
gefa sig fram við rannsóknardeild
lögreglunnar í Reykjavík.