Morgunblaðið - 05.02.2000, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Búið að fanga um tuttugu ketti í átaki Reykjavikurborg-ar
Kettimir sem fangaðir hafa verið eru fluttir í Kattholt.
Píanó-
tónleikar
í dag
í DAG, laugardaginn 5. febr-
úar, heldur píanóleikarinn
Martino Tirimo einleikstón-
leika í íslensku óperunni
klukkan 14.30.
Tónleikarnir eru haldnir á
vegum íslandsdeildar EPTA,
Evrópusambands píanókenn-
ara, og eru á dagskrá menn-
ingarborgar Reykjavíkur.
A efnisskrá eru píanósónöt-
ur op. 7 og op. 109 eftir Beet-
hoven og allar 24 prelúdur
Chopin op. 28.
Sunnudaginn 6. febrúar
heldur Tirimo námskeið fyrir
píanónemendur í sal Tónlist-
arskólans í Reykjavík kl. 10-
18.
BÚIÐ er að fanga um tuttugu ketti í
tengslum við átak hjá Reykjavíkur-
borg sem miðast að því að fækka
flækingsköttum í borginni. Flestir
kattanna, sem fangaðir hafa verið,
eru hins vegar heimiliskettir og
hafa eigendur kattanna getað vitj-
að þeirra í Kattholti.
Guðmundur Bjömsson, verk-
stjóri hjá Meindýravöraum Reykja-
víkurborgar, segir að samanlagt
hafi starfsmenn Meindýravama
eytt um tveimur sólarhringum í
kattaátakið sem hófst um mánaða-
mótin. Flytja þeir sig um set á
mánudaginn og leita fanga í mið-
bænum en meiningin er að eyða
viku í hverju hverfi borgarinnar.
Auglýst var á sínum tíma í dag-
blöðum að efna ætti til átaksins og
Guðmundur sagði það von manna
að fólk gegndi þeim tilmælum að
hafa heimilisketti inni við á meðan
átakið varði.
Þeir kettir sem rötuðu í búr
meindýravamarmanna væm nefni-
lega álitnir flækingsdýr og undan-
Oftast um
merkta
heimilis-
ketti að
ræða
tekningalaust fluttir í Kattholt.
Hitt sagði Guðmundur vera ann-
að mál að margir sem týnt hefðu
köttum sínum undanfarin misseri
vonuðust til að þeir kæmu í leitirn-
ar í þessu átaki. Því væri allt eins
líklegt að átakið skilaði mörgum
villtum kettinum til sinna heima-
húsa.
Aðspurður sagði Guðmundur þau
mótmæli, sem nokkuð hefur borið á
vegna átaksins, ekki snerta sig
Morgunblaðið/Þorkell
beint. Ákveðið hefði verið af yfir-
völdum borgarinnar að efna til
þessa átaks og hann framfylgdi ein-
faldlega því starfi sem honum hefði
verið falið þar til annað væri ákveð-
ið.
Verður vonandi til þess að fólk
hugsi betur um ketti sína
Sigríður Heiðberg, forstöðumað-
ur Kattholts, upplýsti í samtali við
Morgunblaðið að meirihluti þeirra
dýra sem fönguð hefðu verið væru
merktir heimiliskettir. Sagði hún
að fólk hefði verið beðið um að hafa
ketti sína inni við en allur gangur
væri á því hvort eftir því væri farið.
Hún sagði ekki síst verið að
hugsa um að fanga þá ketti sem
væru í reiðileysi, hefðu týnst að
heiman og enginn hirti um. „Ég
hefði aldrei gengið að þessu nema
af því ég hef trú á því að þetta skili
því að fólk fari að merkja kettina
sína og hugsa betur um þá. Annars
hefði ég ekki tekið þátt í þessu,“
sagði Sigríður.
Niðurstöður umfangsmikillar könnunar á náttúru Hvalfjarðar kynntar
Mengun á Grundartanga
undir viðmiðunarmörkum
ÁHRIF frá iðnaðarsvæðinu á
Grundartanga á umhverfið er und-
ir þeim viðmiðunarmörkum sem
gilda og ekki verður vart neinna
neikvæðra áhrifa á þá umhverfis-
þætti sem voru skoðaðir. Þetta er
meginniðurstaðan í umfangsmikl-
um rannsóknum á náttúru Hval-
fjarðarsvæðisins sem Norðurál hf.
og íslenska járnblendifélagið hafa
staðið að frá því á miðju ári 1997 í
samráði við Hollustuvernd.
Niðurstöðurnar voru kynntar á
fyrsta umhverfisdegi Norðuráls
sem var í gær, einu ári eftir að
gangsetningu kera álversins lauk.
Rannsóknirnar hafa verið fram-
kvæmdar af Iðntæknistofnun,
Raunvísindastofnun, Náttúrufræð-
istofnun, Rannsóknastofnun land-
búnaðarins, Rannsóknastöðinni að
Keldum og Verkfræðistofunni
Vistu hf.
Markmið rannsóknanna var að
fá samanburð við rannsóknir sem
gerðar voru áður en starfsemi ís-
lenska járnblendifélagsins hófst og
við upphaf rekstrar þess, að skoða
stöðu umhverfisins áður en verk-
smiðja Norðuráls tók til starfa og í
framhaldi af því að vakta umhverf-
isþætti sem tengjast rekstri á iðn-
aðarsvæðinu.
Tómas M. Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri tækni- og umhverf-
issviðs Norðuráls, segir að fylgst
verði með mengun í lofti, gróðri,
vatni og búfénaði svo lengi sem ál-
verið verður starfrækt. Hann segir
að engin náttúruleg uppspretta
flúors sé á svæðinu og því mátti
búast við aukningu flúors í lofti
þegar Norðurál var gangsett og
einnig við frekari stækkanir ál-
versins.
í niðurstöðum umhverfisrann-
sóknanna segir að rannsóknir í
lofti sýni að iðnaðarsvæðið á
Grundartanga sé aðaluppspretta
brennisteinstvíoxíðs og flúors á því
svæði þar sem rannsóknirnar voru
gerðar en jafnframt sé Ijóst að
meginuppspretta svifryks er ekki á
iðnaðarsvæðinu heldur utan þess.
Niðurstöður rannsókna á fer-
skvatni sýni að ekki hafi orðið aðr-
ar breytingar á styrk flúors,
brennisteins og klórs en þær sem
fylgja eðlilegri sveiflu vegna ár-
stíða. Þó hafi orðið tímabundin
aukning í flúorstyrk næst iðnaðar-
svæðinu í júní-ágúst 1998 þegar
verið var að hefja gangsetningu ál-
vers Norðuráls.
VMSI vísar
viðræðum
til sátta-
semjara
SAMNINGANEFND Verkamanna-
sambandsins og Landssambands
iðnverkafólks hefur ákveðið að vísa
kjaradeilum samtakanna við Samtök
atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. I
bréfi samninganefndar samtakanna
til sáttasemjara segir að þetta sé
gert til að koma á markvissum og
skipulögðum vinnubrögðum við
samningsgerðina. Samninganefndin
sé með þessu að stuðla að því að
samningar geti náðst á sem
skemmstum tíma.
Samninganefndir VMSÍ og Sam-
taka atvinnulífsins hittust í gær hjá
sáttasemjara. Bjöm Grétar Sveins-
son, formaður VMSÍ, segir að lítið
hafi gerst á fundinum. Búið sé að
skipa starfshópa til að skoða einstök
mál, en eiginleg samningavinna sé
rétt að hefjast. Það liggi þó fyrir að
mikið beri í milli. Formannafundur
VMSÍ og LÍ, sem haldinn var í síð-
asta mánuði, gerði sérstaka sam-
þykkt um að hafi samningaviðræður
ekki skilað árangri fyrir 10. mars
verði samninganefndinni falið að
undirbúa aðgerðir til að þrýsta á
vinnuveitendur. Björn Grétar sagði
að við þá dagsetningu yrði staðið.
Til að hægt sé að boða verkfall
verður kjaradeilunni að hafa verið
vísað til sáttasemjara og hann verð-
ur að hafa gert tilraun til sátta. Þeg-
ar sáttatilraun hefur reynst árang-
urslaus getur stéttarfélag lagt
tillögu um verkfallsboðun fyrir fé-
lagsmenn. Ekki er lengur um það að
ræða að félagsmenn geti veitt stjóm
eða samninganefnd heimild til verk-
fallsboðunar. Eftir breytingar á
vinnulöggjöfinni, sem gerðar vom
1996, verður tillaga um verkfallsboð-
un að fela í sér tiltekna dagsetningu
um upphaf verkfalls.
-----------------
Tuttugu
tvígengisbíl-
ar á leið til
landsins
TUTTUGU bílar sem geta bæði
brennt metangasi og bensíni koma
til landins á næstu vikum. Olíufélag-
ið hefur ákveðið að setja upp dreif-
ingarbúnað fyrir metangas á bensín-
stöð íyrirtækisins við Bíldshöfða í
Reykjavík á næstunni og segir Og-
mundur Einarsson, framkvæmda-
stjóri Sorpu, að þar með hafi skapast
forsenda fyrir almenning að reka
bíla sem ganga fyrir metangasi.
Bílarnir sem koma til landsins eru
af gerðinni Volkswagen. Sorpa hf-
hefur ákveðið að kaupa tíu bíla,
Efnamóttakan hf. tvo, Reykjavíkur-
borg tvo og tveimur er óráðstafað.
Ögmundur segir að bílarnir geti
bæði gengið fyrir bensíni og metan-
gasi. Þegar gasið sé búið taki bensín-
ið við. Um sé að ræða gamla tækni
sem hafi fyrst verið þróuð í seinna
stríði. Nú séu um tvær milljónir bfla
af þessari gerð í notkun í heiminum-
Sorpa hefur um skeið safnað gasi á
urðunarsvæði fyrirtækisins á Álfs-
nesi. Fram að þessu hefur gasinu
verið brennt, en nú hefur verið
ákveðið að nýta það sem orkugjafa.
í dag em þessir bílar um 500 þús-
und krónum dýrari en venjulegir bíl-
ar. Geir H. Haarde fjármálaráðherra
lagði í gær fyrir ríkisstjórn frumvarp
um breytingu á lögum um vörugjald
af ökutækjum. Frumvarpið snýst um
að lækka vörugjald á tvíorka bílum,
en það eru umhverfisvænir bílar sem
geta notað annað eldsneyti en bens-
ín. Frumvarpið kveður á um að vör-
ugjaldið verði áfram hið sama en
tvíorka bílar fá 120 þúsund króna af-
slátt af því. Ögmundur segir að þetta
þýði að bílarnir verði eftir breyting-
una u.þ.b. 300 þúsund krónum dýrari
en bensínbílar.