Morgunblaðið - 05.02.2000, Síða 10

Morgunblaðið - 05.02.2000, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Félagsmálaráðherra mælir fyrir frumvarpi til jafnréttislaga Mikilvægl að friimvarp- ið verði að lögum í vor Morgunblaðið/Ásdís Guðrún Ögmundsdúttir, Samfylkingunni, skráir sig á mælendaskrá hjá Friðriki Ólafssyni, skrifstofustjóra. PÁLL Pétursson félagsmálaráð- herra mælti á þriðjudag fyrir frum- varpi til laga um jafna stöðu og jafn- an rétt kvenna og karla. Tóku þingmenn frumvarpinu vel og töldu flestir það til bóta, en margir voru þó á því að ýmis atriði þörfnuðust frek- ari skoðunar í umfjöllun félagsmála- nefndar Alþingis, að aflokinni fyrstu umræðu. Frumvarpið var áður flutt á 123. löggjafarþingi en varð þá ekki út- rætt. Hafa verið gerðar nokkrar breytingar á því síðan þá í félagsmál- aráðuneytinu að sögn Páls. Um er að ræða endurskoðun jafnréttislaga frá 1991 og sagði Páll meginástæðuna fyrir endurskoðuninni þá að breyt- ingar hefðu orðið í jafnréttismálum frá því núgildandi lög tóku gildi og hins vegar að þrátt fyrir allt hefði litlu miðað í jafnréttisátt á ýmsum mikilvægum sviðum. Páll sagði að breytingar frá nú- gildandi lögum fælust einkum í stjómsýslulegri stöðu málaflokksins og tók hann fram, að við samningu frumvarpsins hefði sérstaklega verið hugað að skyldum, sem íslensk stjómvöld hafa undirgengist á gmndvelli EES-samningsins, auk þess sem ýmsir aðrir alþjóðlegir sáttmálar hefðu verið hafðir til hlið- sjónar. Hlaut ekki afgreiðslu á Alþingi í fyrra vegna veikinda ráðherra M.a. er lagt til að jafnréttismál heyri áfram undir félagsmálaráðu- neytið en að sér- hvert ráðuneyti skipi hins vegar jafnréttisfull- trúa. Einnig er lagt til að Skrif- stofa jafnréttis- mála, sem skv. núgildandi lög- um er skrifstofa Jafnréttisráðs og kærunefndar jafnréttismála, verði sérstök stofnun, sem heyri undir félagsmála- ráðuneytið. Lagt er til að stjómendur stórra vinnustaða geri jafnréttisáætlanir, í fmmvarpinu er einnig að finna ákvæði um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs, kynferðisleg áreitni er skilgreind, sem og ákveðnar skyldur atvinnurekenda og skóla- stjómenda til að koma í veg fyrir hana. Loks má nefna að sérstakt ákvæði er í fmmvarpinu um grein- ingu tölfræðiupplýsinga eftir kynj- um. Við umræður um fmmvarpið lýsti Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálf- stæðisflokks, yfir efasemdum um, að lagasetning um þessa hluti skilaði árangri. Benti hann á að launamisrétti hefði aukist á síð- ustu ámm, ef eitt- hvað væri, og sagði umræðuna eiga að snúast um jafnrétti fólks, ekki kynja. Aðrir þingmenn fögnuðu hins veg- ar frumvarpi félagsmálaráðherra og lýstu þeirri von sinni að afgreiða mætti málið sem lög frá Alþingi á vorþinginu. Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks lýsti sig ósammála Pétri H. Blöndal og sagði jafnréttislög mjög mikilvæg. I sama streng tók Kolbrún Halldórs- dóttir, þingmaður vinstri-grænna, og sagði að skera þyrfti upp herör gegn ríkjandi viðhorfum til kvenfrelsis. Rannveig Guðmundsdóttir, Sam- fylkingu, sagði málið þverpólitískt en það vekti hins vegar spumingar um forgangsröðun ríkisstjórnarinnar, að EINAR K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mælti á fimmtudag fyrir frumvarpi sem mið- ar að því að fella á brott úr lögum um Þróunarsjóð sjávarútvegsins ákvæði sem segja svo til um að sjóðurinn skuli undanþeginn greiðslu fast- eignagjalda. í ræðu sinni rakti Einar að við setningu laga um Þróunarsjóðinn hefði verið ákveðið að sjóðurinn fengi ekki skyldi hafa náðst að ljúka mál- inu á síðasta löggjafarþingi. Svaraði Páll Pétursson því til, að á vorþing- inu fyrir ári hefði hann þurft að leggjast á spítala og hefði því ekki verið til staðar til að ýta málum áfram, og tryggja að frumvarpið yrði að lögum. heimild til að leysa til sín og eignast fiskvinnsluhúsnæði. Hins vegar virt- ist sem gert hafi verið ráð fyrir að eignarhald Þróunarsjóðs væri ávallt til skamms tíma og það hefði verið meginforsenda þess að sjóðurinn væri undanþeginn greiðslu fast- eignagjalda. Einar benti hins vegar á að Þróun- arsjóður sjávarútvegsins hefði nú um nokkurra ára skeið átt húsnæði bæði Tegunda- tilfærsla verði lögð niður GUÐJÓN A. Kristjánsson, þingmað- ur Fijálslynda flokksins, mælti á fimmtudag fyrir tveimur lagafrum; vörpum er snerta stjóm fiskveiða. I því fyrra er lagt til að svonefnd teg- undatilfærsla verði lögð niður alfarið, auk þess sem lagt er til að heimild til að veiða umfram aflamark hverrar botnfisktegundar verði lækkað úr 5% í 2%. í því seinna er lagt til að settar verði girðingar milli skipaflokka. Guðjón sagði í framsöguræðu sinni um fyrra fiumvarpið að hugmyndin væri sú að taka á því vandamáli sem fylgt hefði tegundatilfærslum á und- anfömum árum þar sem útgerðin hefði í reynd búið sér til sjálftöku- kvóta langt umfram leyfilegan úthlut- aðan fiskikvóta af viðkomandi tegund. Gjaman hefðu ýsa og ufsi verið not- uð til að framleiða karfa- og gráluðu- kvóta en svo rammt hefði kveðið að þessu að haldið hefði verið uppi mikiu meira veiðiálagi á t.d. karfastofna en úthlutað var ámm saman af þeirri i tegund. Sagði Guðjón að kvótahoppið hefði orðið til þess að haldið hefði ver- ið uppi ofveiði á karfastofninum. I seinna frumvarpinu leggur Guð- jón til að við 6. mgr. 11. gr. fiskveiði- stjómarlaganna verði bætt ákvæðum um að óheimilt verði að flytja aflam- ark eða framselja aflahlutdeild til frystiskipa umfram þá aflahlutdeild sem þau höfðu 1. september 1999. Heimilt verði hins vegar að flytja afla- heimild og aflahlutdeild milli frystis- kipa sé um sambærileg skip að ræða. Sagði Guðjón markmið laganna að koma í veg fyrir að frystiskipin gætu haldið áfram að safna til sín veiði- heimildum bátaflotans, þ.e. að sá floti yrði þá að „hagræða" aflaheimildum innbyrðis milli frystiskipa ef færa ætti meiri afla á þau í almennum botnfisktegundum. á Patreksfirði og ísafirði og vegna áðumefndrar undanþágureglu hefði hann ekki þurft að greiða fasteigna- gjöld tO viðkomandi sveitarfélaga frá því hann eignaðist húsin. Þetta hlyti að teljast óeðlilegt, öll rök hnigju að því að sjóðurinn greiddi fasteigna- gjöld eins og aðrir. Jafnframt mun- aði sveitarfélögin um viðkomandi fjármuni, þótt e.t.v. væri ekki um stórar tölur að ræða í því sambandi. ^ 'JgK*: I -R- '*T?' í ] ALÞINGI Þróunarsjóður greiði fast- eignagjöld eins og aðrir Mannvernd ákveður að höfða mál vegna gagnagrunnsins SAMTÖKIN Mannvernd hafa, ásamt öðrum, ákveðið að láta reyna á nokkur ákvæði laga um gagna- grunn á heilbrigðissviði fyrir dóm- stólum. Fram kom á blaðamanna- fundi sem boðað var til í gær að þeir sem að málarekstrinum standa telji að lögin, reglugerðin og rekstrar- leyfið brjóti í bága við réttindi sjúkl- inga, heilbrigðisstarfsmanna, al- mennings og barna vegna þess að um sé að ræða persónugreinanlegar upplýsingar sem verði afhentar þriðja aðila án samráðs við sjúkl- inga eða heilbrigðisstarfsmenn. Pétur Hauksson, formaður Mannverndar, sagði að heilsufars- upplýsingar sjúklinga hefðu jafnan verið taldar trúnaðarmál milli lækn- is og sjúklings en nú hefðu þær ver- ið settar undir forræði heilbrigðis- stofnana, sem gætu skipað svo fyrir að þessar upplýsingar yrðu afhent- ar án þess að leitað væri samþykkis sjúklings. „Þetta er m.a. brot á siðareglum lækna og þeir hafa margir tilkynnt að þeir muni ekki rjúfa þessa þagn- arskyldu nema með dómsúrskurði,“ sagði Pétur. Sagði hann að Mann- vernd og aðrir, sem stæðu að máls- höfðuninni, vildu fá úr því skorið fyrir dómstólum hvort skylt væri að afhenda slíkar upplýsingar og að það sem vekti fyrir mönnum væri að athuga hvort lögin brytu í bága við stjórnarskrána, mannréttindasátt- mála eða aðrar alþjóðlegar skuld- bindingar. Margvísleg álitamál í lögum um gagnagrunn Ragnar Aðalsteinsson hæstarétt- arlögmaður mun reka málið fyrir dómstólum og sagði hann á fundin- um í gær að í lögum um gagnagrunn á heilbrigðissviði væru ótrúlega margvísleg álitamál sem þyrfti að láta reyna á. Ragnar sagði m.a. að í þjóðarrétti væri litið svo á að hagsmunir sjúkl- ings væru meiri en rannsóknar- hagsmunir eða samfélagshagsmun- ir. Ennfremur þyrfti að kanna hvernig lögin um gagnagrunn snéru að t.d. börnum og þeim sem sviptir hefðu verið sjálfræði. Lögin gerðu jú ráð fyrir að allir gætu skráð sig úr grunninum hvenær sem er. Svo virtist sem þessi réttur væri hins vegar takmarkaður við lögráða fólk þótt öðru væri haldið fram í lögun- um. Einnig væri spurning hvort ekki skorti lagaheimild til að færa heil- brigðisupplýsingar látinna manna í grunninn. Gert væri jú ráð fyrir að menn samþykktu að vera í grunnin- um ef þeir ekki skráðu sig úr hon- um. Ljóst væri hins vegar að látnir menn gætu ekki skráð sig úr grunn- inum. Upplýsingar um þá snertu hins vegar fjölda núlifandi fólks. Tómas Zoéga, yfirlæknir geð- deildar Landspítalans, sagði að- spurður að andstaðan meðal lækna við gagnagrunninn væri meiri en hann bjóst við. Þetta ætti ekki síst við úti á landi. Þegar sú spurning var borin upp hvort andstaðan væri ekki fyrst og fremst tregða lækna til að missa spón úr aski sínum, þ.e. umsjón með upplýsingum sjúklinga, sagði Skúli Sigurðsson vísindasagn- fræðingur að málið snérist ekki að- eins um þessi samskipti lækna og sjúklinga. Úti í löndum væri t.d. margt vel upplýst fólk sem fylgdist með þróun mála hér á landi og velti þvi fyrir sér hvers vegna íslending- ar ættu að sætta sig við minni mann- réttindi en aðrar þjóðir. í framhaldi óttaðist þetta fólk að þessi skerðing á mannréttindum myndi breiðast héðan út og til heimalanda þeirra. Ekki sjálfgefið að um eitt dómsmál verði að ræða Á fundinum í gær kom fram að ekki væri búið að ganga frá stefnu í málinu, en hún yrði birt ríkinu og öðrum þeim sem við ætti. Sagðist Ragnar ekki telja ólíklegt að málið kæmi til kasta alþjóðlegra dómstóla, líklega Mannréttindadómstólsins í Strassborg, eftir að meðferð þess lyki hér, en það færi þó eftir niður- stöðunni í Hæstarétti. Jafnframt væri ekki sjálfgefið að aðeins yrði um eitt dómsmál að ræða. Fram kom að ólíklegt er að reynt verði að fá sett lögbann á rekstur gagnagrunnsins þar sem leggja þurfi fram svo háa tryggingu fyrir því. Loks sagði Pétur Hauksson að málareksturinn yrði fjármagnaður með frjálsum framlögum aðstand- enda og annarra áhugasamra.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.