Morgunblaðið - 05.02.2000, Side 16
16 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Telja nýjar tillögur um löggæslu skerða þjónustu
Þekking lög-
reglu á staðhátt-
um nauðsynleg
Breytingar sem sýslu-
maðurinn í Keflavík hef-
ur lagt til á löggæslu á
Suðurnesjum hafa vakið
talsverða óánægju með-
al íbúa Grindavíkur.
íbúar Grindavíkur fjöl-
menntu á borgarafund
um málið. Eiríkur P.
Jörundsson fylgdist
með umræðum.
Morgunblaðið/Þorkell
Gísli Guðjónsson og Sólveig Pótursdóttir voru á fundinum í Grindavík.
RINDVÍKINGAR fylltu
samkomusalinn í Festi á
borgarafiundi á fímmtu-
dagskvöld. Þar voru
kynntar fyrirhugðar breytingar á
löggæslu í bænum, sem sýslumaður-
inn í Keflavík hefur tilkynnt að taki
gildi 1. mars nk. Tortryggni ríkir
augljóslega meðal bæjarbúa og bæj-
arstjómar í garð nýrrar tilhögunar í
löggæslu í Grindavík. Ljóst er að
íbúar telja að verið sé að skerða lög-
regluþjónustu og brjóta niður það
forvarnarstarf sem unnið hefur verið
í bænum með þátttöku lögreglunnar.
Einng telja menn að ekki sé tekið
tillit til stærðar bæjarfélagsins og
uppgangs þar, auk þess sem horft sé
framhjá landfræðilegri sérstöðu
Grindavíkur á Suðurnesjum.
Með breytingunum verður lög-
regluliðið í Grindavík fært yfir í
varðstofuna í Keflavík. Núverandi
aðstoðaryfirlögregluþjónn í Grinda-
vík mun verða áfram í lögreglustöð-
inni þar og starfa sem forvamarfull-
trúi.
Lögregluyfirvöld á Suðumesjum
telja að breytt fyrirkomulag muni
bæta löggæslu í umdæminu, ekki
síður í Grindavík en á öðram stöðum.
Dómsmálaráðherra og ríkislögreglu-
stjóri hafa tekið undir með sýslu-
manninum í Keflavík og era sam-
mála því að breytingar í löggæslu á
Suðumesjum muni efla starf lög-
reglunnar í umdæminu. Á fundinum
sagðist Jón Eysteinsson sýslumaður
binda miklar vonir við nýtt skipulag.
„Þær meginbreytingar sem ég hef
lagt áherslu á er að sólarhringsvakt
verði komið á í öllu umdæminu og að
löggæslu verði jafnað í umdæminu.
Lögregluliðið verður sameinað í eitt
öflugt lið. Fjölgað verður um tvo lög-
reglumenn á vöktum en fækkað um
einn í skrifstofuliði. Þá verða settar
ýmsar verklagsreglur sem tengjast
stjómun og miða að bættri yfir-
stjóm.“
Á fundinn mættu dómsmálaráð-
herra og fulltrúi rfldslögreglustjóra
ásamt mörgum þingmönnum kjör-
dæmisins. Mikil ólga er meðal bæj-
arfulltrúa vegna málsins og sagðist
Sólveig Pétursdóttir, dómsmálaráð-
herra, undrast þau stóryrði sem við-
höfð hefðu verið í umræðunni og
taldi að þau væra ekki byggð á
traustum granni. Hún sagði að þegar
gerðar væra skipulagsbreytingar á
starfsemi lögreglunnar væri því mið-
ur sú tilhneiging oft til staðar hjá
þeim sem breytingamar varða, að
slá því föstu að verið sé að skerða
löggæsluna.
Ráðherra taldi þetta algeran mis-
skilning í þessu tilvfld, enda væri það
mat ríkislögreglustjóra að breyting-
ar þær, sem sýslumaðurinn í Kefla-
vik hefði sett fram, væra af hinu
góða og ekki tfl þess
fallnar að skerða þjón-
ustu við Grmdvíkinga.
„Era þær í fullu sam-
ræmi við þá stefnu sem
ríkislögreglustjóri hef-
ur sett í umboði dóms-
málaráðherra, að sam-
nýta beri mannafla lög-
reglunnar sem best
með markvissari
stjómun og nýtur
sýslumaður trausts
míns í því efni.“
Lögreglan í
Grindavík
lögð niður
Grindvíkingar telja
aftur á móti að efling
löggæslu í umdæminu öllu leiði tfl
skerðingar á þjónustu lögreglunnar í
þeirra heimabyggð, en þar hefur
verið starfrækt lögreglustöð frá
1959. Þegar bærinn fékk kaupstað-
arréttindi árið 1974 varð fjárveiting
til lögreglunnar í Grindavík sérstak-
ur liður á fjárlögum. Árið 1992 var
þessi fjárliður var settur inn í heild-
arfjárveitingu til allrar löggæslu í
umdæmi sýslumannsins í Keflavík.
Telja Grindvfldngar að frá og með
þeim tíma hafi staða lögreglunnar í
Grindavík smám saman farið halioka
og nú verði hún lögð niður.
Hallgrímur Bogason, forseti bæj-
arstjómar Grindavflcur, sagði nötur-
lega staðreynd að því meira sem fólki
fjölgaði í bænum virtust lögregluyf-
irvöld skera niður þjónustu.
„Arið 1992 var felld niður sérstök
fjárveiting til lögreglunnar í Grinda-
vík og hún sameinuð fjárveitingu
löggæslunnar í Keflavík. Hefst þar
með hið eiginlega niðurskurðar- og
hnignunartímabil, sem náði hámarki
þegar bakvaktir vora teknar af á síð-
asta ári. Síðan stendur til að láta
höggið ríða til fulls 1. mars nk. þegar
lögreglan í þeirri mynd sem við
þekkjum á að leggjast niður. Ég segi
nei, það verður aldrei.“
I máli Hallgríms kom fram að ekki
mætti gleyma því að 25 kílómetrar
væra að lögreglustöðinni í Keflavík.
f snjókomu og hálku gæti það síðan
jafngilt helmingi lengri vegalengd.
Enda væri það svo að þegar útkall
ætti sér stað utan vaktatíma lög-
reglunnar í Grindavík, væri lög-
reglan frá Keflavík 10-20 mínútum á
eftir sjúkrabifreið og slökkviliði
Grindavíkiu- á staðinn.
Séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir,
sóknarprestur í Grindavík, taldi
margt mæla gegn breytingum lög-
regluyfirvalda. í Grindavík réði upp-
gangur ríkjum óg þar hefði verið
mesta íbúafjölgun á Suðumesjum á
síðasta ári. Að auki hefði mörg
hundrað skipverja og vertíðarfólks
viðkomu í bænum tfl
lengri og skemmri
tíma. Grindavik hefði
sérstöðu vegna stað-
setningar og þyrftu
bæjarbúar því að vera
sjálfum sér nægir um
grannþjónustu, ein
þeirra væri löggæsla.
„Það að líta á það
sem hagræðingu fyrir
Grindavíkurbæ í lög-
gæslumálum að færa
lögregluna frá okkur,
fjarstýra henni frá
Reykjanesbæ, gengur
engan veginn upp.
Miklu nær og brýnni
þörf er að efla lög-
regluna á staðnum,
ekki síst með tilliti til fyrirbyggjandi
þáttar löggæslunnar.“
Grindvfldngar lögðu áherslu á það
í málflutningi sínum að viðvera og
nánd lögreglunnar á staðnum væri
mfldlvæg og að þekking lögreglunn-
ar á staðháttum væri nauðsynleg.
Pálmi Ingólfsson, bæjarfulltrúi,
hafði áhyggjur af forvamarstarfi
lögreglunnar og sagði það lykilinn að
vel heppnaðri grenndarvörslu og for-
vömum að borgararnir ættu greiðan
aðgang að lögreglumönnunum og
vinsamleg samskipti við þá.
Endurskoðun efdr reynslutíma
Undir lok fundarins lagði Sólveig
Pétursdóttir fram tillögu sem hún
sagðist vona að gæti orðið til þess að
leysa þetta ágreiningsmál. „Ég geri
að tillögu minni að eftir ákveðinn
tíma, segjum sex mánuði, þá muni
ríkislögreglustjóri gera úttekt á því
hvemig þetta breytta fyrirkomulag
hafi reynst og ég vfl leyfa mér að
vona að menn líti á þessa tfllögu sem
ákveðna lausn í þessu máli.“
Árni Mathiesen sjávarútvegsráð-
herra tók undir tillögu dómsmála:
ráðherra og vfldi bæta um betur. „í
þeim umræðum sem fram munu fara
á milli sýslumanns og bæjaryfirvalda
leitist þessir aðilar við að nálgast
hvor annan og finna lausn sem getur
fallið að sjónarmiðum beggja, og að
sú niðurstaða verði sett í reynslu-
tímabil sem síðan verði skoðað að
ákveðnum tíma loknum, annars veg-
ar af hálfu ríkislögreglustjóra og
hins vegar af hálfu bæjaryfirvalda.“
Jón Eysteinsson tók undir tillög-
umar og sagðist myndu stefna að því
að funda með bæjarstjómarmönnum
þar sem farið yrði yfir málin fram til
1. mars. Hallgrímur Bogason taldi
hins vegar nokkurra mánaða
reynslutíma ekki leysa neinn vanda
og vildi að fyrirhuguðum breytingum
yrði frestað þar til viðunandi lausn
fengist sem Grindvíkingar gætu sætt
sigvið.
Jón Eysteinsson,
sýslumaður
í Keflavík.
Grunnskólafulltrúi í Garðabæ um mis-
ræmi starfsdaga í nýrri skólaskipan
Mannleg
mistök
Garðabær
ODDNÝ Eyjólfsdóttir, grannskóla-
fulltrúi í Garðabæ, segir það hafa
verið mannleg mistök að starfsdag-
ar og foreldrafundir í Hofsstaða-
skóla og Flataskóla fóra ekki fram
sömu daga. Foreldrar tveggja
telpna, sem ekki ganga í sama
skóla vegna breytinga á skólaskip-
an í Garðabæ, hafa krafið bæjaryf-
irvöld um greiðslu vegna vinnutaps
þar sem ekki hafi verið staðið við
yfirlýsingar um að samræma starf
skólanna tveggja að þessu leyti.
Ingimundur Sigurpálsson, bæj-
arstjóri í Garðabæ, vísaði á skóla-
skrifstofu bæjarins, þegar leitað
var viðbragða hans við kröfu for-
eldranna og skýringa á því hvers
vegna sex börn, sem áttu eldri
systkini í Flataskóla, fengu ekki að
ganga í þann skóla þegar skóla-
skipan bæjarins var breytt sl. vor
og hverfi þeirra, sem áður var milli
skólahverfa, var fært undir Flata-
skóla.
„Þetta era mistök, sem enginn
hefur neitað að gangast við, og
uppgötvuðust ekki hér á skrifstof-
unni fyrr en í óefni var komið.
Kennarar í báðum skólum vora
búnir að boða foreldra skriflega til
foreldraviðtala,“ sagði Oddný um
það að foreldrafundir og starfsdag-
ar Hofsstaðaskóla og Flataskóla
féllu ekki saman þannig að for-
eldrar þurftu að gera ráðstafanir í
fjóra daga en ekki tvo til þess að
gæta barnanna. „Við vöknuðum
upp við vondan draum þegar for-
eldrar vöktu athygli okkar á að
þeir hefðu fengið boðanir sitthvorn
daginn frá skólunum. Það var
reynt að samræma þetta en það
tókst ekki vegna þess hversu seint
þetta uppgötvaðist, enda átti þetta
ekki að verða og það var gengið út
frá því að sömu dagar yrðu nýttir í
báðum skólunum."
Boðin þjónusta í
Hofsstaðaskóla
„Þetta vora mannleg mistök og
til að lágmarka óþægindi fólks
vegna þeirra fengu allir bréf heim
þar sem sú leið var boðin, til að
börnin lentu ekki á hrakhólum eða
foreldrar þyrftu að taka sér frí, að
sex ára börnin fengju að vera í
Hofsstaðaskóla, skólanum sínum,
þótt það væra foreldrafundir og
starfsdagur kennara. Forstöðu-
maður tómstundaheimilis skólans
ætlaði að sinna þörfum barnanna
og gæta öryggis þeirra. Nokkrir af
þessum foreldram þágu það og
hafa þakkað skólastjóra Hofsstaða-
skóla, Hilmari Ingólfssyni, fyrir að
gera þó það, sem hægt var að gera,
til að draga úr óþægindunum.
Mér þykir afskaplega miður að
þau skyldu ekki geta nýtt sér
þetta,“ sagði hún og vísaði þar til
fjölskyldu Ásmundar Jónssonar,
sem hefur krafist endurgreiðslu
vegna vinnutaps, en kona hans,
sem vinnur sjálfstætt, hafði afboð-
að viðskiptavini sína umrædda
daga þegar tflboðið barst.
Að sögn Ásmundar, sem sent
hefur bæjarstjórn Garðabæjar
reikning upp á tæplega 35.000
krónur vegna vinnutaps sem þau
hjónin urðu fyrir vegna þess að
skóladagatölin vora ekki sam-
ræmd, er um að ræða sex börn,
sem synjað var um að fylgja eldri
systkinum sínum í Flataskóla sl.
haust.
Um ástæður þess að ekki var tal-
ið hægt að koma til móts við óskir
þessara fjölskyldna segir Oddný að
skólahverfi í Garðabæ hafi frá
1995 verið skipulögð í svokölluð
innri svæði Flataskóla og Hofs-
staðaskóla auk millisvæðis, þar
sem umrædd börn búa. Sú skipan
hafi byggst á skýrslu um uppbygg-
ingu vegna einsetningar í ljósi
áætlana um þróun íbúafjölda í
bænum. „Þar er þessi skipting
grundvölluð og hugmyndin er sú að
þetta millisvæði sé breytilegt til að
hámarka nýtingu fyrirliggjandi
skólahúsnæðis, eftir því hvernig
íbúafjöldinn er í innri svæðum
Flataskóla og Hofsstaðaskóla,“
sagði Oddný.
Uppbygging Ásahverfís
Oddný sagði, að börn úr milli-
svæðinu hefðu að mestu leyti farið
í Flataskóla þar til síðasta haust.
„Vegna uppbyggingar í Ásahverfi,
þrengsla í Flataskóla og þess, að í
Hofsstaðaskóla var verið að taka í
gagnið fjórar nýjar stofur í þriðja
áfanga skólans, lá það fyrir að þar
var meira rými haustið 1999. Þetta
var í samræmi við skýrsluna frá
1995 og þá stefnu, sem tekin var af
hálfu bæjaryfirvalda í kjölfar henn-
ar,“ sagði Oddný og sagði að það
hefði verið ljóst frá 1995 að milli-
hverfið yrði látið færast milli skóla-
hverfa í takt við íbúaþróun. „Fólk
er mjög kröfuhart um að bekkjar-
deildir séu ekki stórar, sérstaklega
í yngstu bekkjunum, og það hefur
verið reynt að hafa bekkina eins fá-
menna og fyrirliggjandi húsnæði
gefur nokkra möguleika á þannig
að þetta varð niðurstaðan," sagði
Oddný.
Ásmundur Jónsson segir að auk
starfsdaga og foreldrafunda fylgi
því daglegt óhagræði að hafa 6 og
9 ára gamlar telpurnar ekki í sama
skóla. Um það hvers vegna breyt-
ingarnar hefðu ekki verið látnar
ganga yfir á nokkrum áram í stað
þess að innleiða þær að öllu leyti
sl. haust sagði Oddný, að séð hefði
verið fram á að fólk úr hverfinu,
sem ætti börn sem kæmust á
skólaskyldu á næstu áram, vildi
líka láta þau fara í Flataskóla. Það
hafi þurft að ákveða hvenær breyt-
ingarnar ættu að taka gildi, og það
hefði ekki síst verið uppbygging
Ásahverfis sem ýtti undir breyt-
ingar sl. haust.
Um það hvort Flataskóli gæti í
framtíðinni sinnt 1.300 manna
byggð í Ásahverfi sagði Oddný, að
í upphafi hefði verið gert ráð fyrir
að Flataskóli annaði Ásahverfi
miðað við að millihverfið flyttist í
Hofsstaðaskóla.
Fellt í bæjarráði
Bæjarstjórn Garðabæjar hefur
áður fjallað um mál barnanna sem
óskað var eftir að fengju að fylgja
systkinum sínum í Flataskóla.
Breytingar á skólaskipaninni voru
staðfestar í bæjarstjórn í vor og
eftir að kvartanir og umsóknir for-
eldra um undanþágur komu fram
lagði Einar Sveinbjörnsson bæjar-
fulltrúi til í bæjarráði að veitt yrði
undanþáta til að börnin fengju að
fara í Flataskóla með systkinum
sínum en ekki Hofsstaðaskóla.
Bæjarráð fjallaði um málið á
tveimur fundum í ágúst sl. Á fyrri
fundinum gerði forstöðumaður
fræðslu- og menningarsviðs grein
fyrir sjónarmiðum sem lögð vora
til grandvallar við skiptingu bæjar-
ins í skólahverfi vegna skólasóknar
sex ára barna og á hinum seinni
kom fram í greinargerð forstöðu-
manns fræðslu- og menningarsviðs
bæjarins að skólastjórnendur
mæltu gegn frekari fjölgun í bekkj-
ardeildum sex ára barna. Með vís-
an til þessa felldi meirihluti bæjar-
ráðs tillöguna.