Morgunblaðið - 05.02.2000, Side 26
26 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Hvfta húsið hlýtur verðlaun á Epica-auglýsingahátíðinni vegna herferðar fyrir Mastercard
Auglýsing
samofín _
vörumerki
AUGLÝSINGAHERFERÐ fyrir
Mastercard-kreditkort frá Europay
á íslandi hlaut nýlega fyrstu verð-
laun í flokki auglýsingaherferða íyr-
ir fjármálafyrirtæki á evrópsku
auglýsingahátíðinni Epica. Herferð-
in er unnin af auglýsingastofunni
Hvíta húsinu og tóku forsvarsmenn
auglýsingastofunnar við kristals-
píramítanum 21. janúar sl. við athöfn
í Dublin.
Herferð Mastercard hér á íslandi
samanstendur af yfir 10 prentuðum
auglýsingum sem sýna merki
Mastercard í ýmsum útfærslum,
hringlaga form sem skerast, annars
vegar gult og hins vegar rautt.
Markmiðið með auglýsingunni er að
byggja upp ímynd vörumerkisins en
auglýsingin er samofin því, að sögn
Sverris Bjömssonar, hönnunar-
stjóra Hvíta hússins, sem er í for-
svari fyrir vinnuhópinn sem hannaði
herferðina, ásamt þeim Stefáni Ein-
arssyni, grafískum hönnuði, Þóroddi
Bjarnasyni textasmiði og Halldóri
Guðmundssyni, framkvæmdastjóra
Hvíta hússins.
Auglýsingin keppir til
úrslita á annarri hátíð
Á Epica-hátíðina voru sendar
þrjár auglýsingar innan herferðar-
innar; „Örugg samskipti“, „Gleðilegt
sumar“ og „Leikur einn“. Á hinni
fyrstnefndu sjást rauður og gulur
smokkur mynda merki Mastercard.
Þessi auglýsing hefur nú komist í úr-
slit í keppninni Eurobest, en verð-
launahátíð þeirrar keppni verður
haldin nú í febrúar.
Alls sendu sex íslenskar auglýs-
ingastofur 22 auglýsingar og auglýs-
ingaherferðir í Epica-keppnina í ár.
Þátttaka í keppninni vex ár frá ári og
alls voru innsendar auglýsingar
5.752 talsins, frá 786 fyrirtækjum í
37 löndum. Hvíta húsið hefur þrisvar
hlotið viðurkenningar í Epica-
keppninni, en ekki unnið til verð-
launa fyrr. Þetta er jafnframt í
fyrsta skipti sem íslensk auglýsinga-
stofa vinnur til verðlauna á þessari
hátíð.
Viðræður hafnar við
Europay International
I samtali við Morgunblaðið segir
Sverrir Björnsson, hönnunarstjóri
Hvíta hússins, verðlaunin mikla við-
urkenningu fyrir Hvíta húsið. „Her-
ferðin er árangur hópvinnu innan
Hvíta hússins og viðurkenningin gef-
ur til kynna að íslenskar auglýsingar
eiga fullt erindi á alþjóðamarkað."
Alþjóðlega fjármálafyrirtækið
Europay International hefur sýnt
áhuga á að taka auglýsingar úr her-
ferð Hvíta hússins til þróunar og
notkunar víða um heim. Að sögn
Sverris eru viðræður nú á frumstigi.
„Það er of snemmt að segja til um
hvort Europay Intemational kaupir
herferðina eða hvort Hvíta húsið
myndi leggja til starfsmenn í sam-
eiginlegan vinnuhóp til að þróa út-
færslur á hugmyndinni til notkunar
á erlendum markaði."
Hjá Hvíta húsinu er nú 21 starfs-
maður. Eigendur auglýsingastof-
unnar, auk Sverris, eru Halldór
Guðmundsson framkvæmdastjóri,
Magnús Loftsson, Hrafnhildur Júl-
íusdóttir, Kristinn Ámason og Páll
Bragi Rristjónsson. Sverrir segir
það ekki á döfinni að erlendir fjár-
festar komi að Hvíta húsinu, þrátt
fyrir áhuga alþjóðafyrirtækis á
auglýsingum frá auglýsingastof-
unni.
Tilgangur Epica að hvetja
tíl skapandi starfs
Andrew Rawlins er stjórnarfor-
maður Epica og stofnandi keppninn-
ar. Hann segir tilgang keppninnar
að bæta orðspor auglýsingafyrir-
tækja um alla Evrópu og hvetja til
skapandi starfs alls staðar í álfúnni.
Hann segir að verðlaunahátíðir eins
og Epica færi fólk alls staðar að úr
Evrópu nær hvert öðm og auglýs-
ingar frá mismunandi löndum fái
tækifæri á góðri kynningu utan
heimalandsins. Rawlins stofnaði Ep-
ica fyrir 13 áram en vann áður sjálf-
ur í auglýsingabransanum. Hann
segir það í raun merkilegt hve ís-
lendingar hafi náð langt í keppninni,
ekki síst þegar litið er til þess að inn-
sendar auglýsingar frá Islandi eru
tæplega hálft prósent af þeim fjölda
Útlit
hjá
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
EFTIR þriðja góða árið í röð er af-
koma Nokia enn á uppleið og engar
hindranir í augsýn. Eftir erfitt ár
virðist Ericsson hafa sigrast á erfið-
leikunum og framtíðin blasa björt við.
Þetta kom fram er fyrirtækin lögðu
fram ársskýrslur sínar nýlega. En
meðan allir búast við öllu því besta af
Nokia ríkir enn nokkur tortryggni á
skrið Ericsson.
Hagnaður Nokia 1999 nam 33
miHjörðum sænskra króna, um 330
HAFÐU ÞITT
ÞURRU!
BB
- öryggi í umferð!
Hjá Olís færðu alla þá þjónustu sem snýr að öryggi bílsins í umferðinni.
www.olis.is
Morgunblaðiö/Þorkell
Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hvita hússsins, Sverrir Bjömsson, hönnunarstjóri, Þóroddur Bjarna-
son, textasmiður og Stefán Einarsson, grafískur hönnuður. „Hver einstaklingur þarf að meðaltali að vinna úr 1800
skilaboðum á dag og það dugir ekkert miðjumoð til að koma skilaboðum áleiðis!" segir Sverrir Björasson.
Auglýsing úr herferð Hvíta hússins fyrir Mastercard-
kreditkort: „Öragg samskipti“. Auglýsingin hefur verið
valin til úrslita í Eurobest auglýsingahátíðinni.
auglýsinga sem taka þátt ár hvert.
„Ég held að ísland sé án efa fámenn-
asta landið í Evrópu til að sigra í
þessari keppni,“ segir Andrew.
Hann segir að sérstaða Epica-
keppninnar felist m.a. í samsetningu
dómnefndarinnar en hún er skipuð
30 fréttamönnum frá jafnmörgum
auglýsingatímaritum frá mismun-
andi Evrópulöndum. „Þetta gerir
það að verkum
að dómnefndin
er 100% sjálf-
stæð. Maður
hefúr rekið sig á
það að þegar
fólk sem er
sjálft í bransan-
um er í dóm-
nefndum endar
það alltaf með
því að helming-
urinn af vinn-
ingsauglýsing-
unum kemur frá
þeirra eigin
stofum,“ segir
Rawlins.
Auglýsinga-
hátíðin í Cannes
er að sögn
Sverris hin óopinbera heimsmeist-
arakeppni í auglýsingagerð. Vonast
er eftir góðum árangri í þeirri
keppni eins og í Evrópukeppnunum
tveimur.
Sérstaðan felst í
einfaldleikanum
Sverrir segir sérstöðu Master-
card-herferðarinnar felast í einfald-
leikanum. „Auglýsingarnar flytja
skilaboðin með hreinum og tæram
hætti og kalla á að viðtakandinn taki
þátt í auglýsingunni. Markmiðið er
að byggja upp ímynd vöramerkisins
og auglýsingin er samofin því.“
Um tiidrög og gerð verðlauna-
auglýsingarinnar segir Sverrir að
hafist hafi verið handa eftir að Euro-
pay á íslandi óskaði eftir því að vöru-
merkinu Mastercard yrði komið á
kortið með áberandi hætti. „Þeir
báðu meira að segja um verðlauna-
herferð!" segir Sverrir og lýsir
ánægju með slíka djörfung hjá við-
skiptavinum. „Það er nauðsynlegt að
vera stórhuga. Hver einstaklingur
þarf að meðaltali að vinna úr 1.800
skilaboðum á dag og það dugir ekkert
miðjumoð til að koma skilaboðum
áleiðis.“
Sverrir leggur áherslu á að öll
upplýsingadreifing um samfélagið sé
að breytast mjög hratt. „Ný tækni
breytir landslaginu en það má ekki
gleyma því að allt snýst þetta um
manneskjur, burtséð frá því hvort
þær fá skilaboð í dagblöðum eða á
Netinu. Það era hin mannlegu sam-
skipti sem gera þetta fag svo
skemmtilegt."
fyrir bjarta framtíð
Nokia og Ericsson
miljjörðum íslenskra króna, meðan
hagnaður Ericsson var 16,4 milljarð-
ar sænskra króna, 164 milljarðar ís-
lenskra króna. Nokia er nú stærsti
farsímaframleiðandi í heimi með
markaðshlutdeild upp á 28,5 prósent,
seldi 78,5 milljónir farsíma 1999.
Næst kemur hið bandaríska Motorola
með 20 prósent og loks Ericsson með
tólf prósent, seldi 31 milljón farsíma.
Nokia getur sýnt fram á áhrifa-
miklar tölur eins og að af hveijum
hundraðkrónuseðli fyrir farsíma sína
renna 25 krónur til Nokia, en af far-
símasölu renna aðeins 5,60 til Erics-
son. En styrkur Ericsson era far-
símakerfin, ekki farsímamir sjálfir,
þó fyrirtækið stefni að sjálfsögðu á
betrihlutþar.
Erícsson á réttri leið
-aðeiginsögn
„Við eram á réttri leið,“ var fyrsta
fullyrðing Lars Ramqvist forstjóra
Ericsson, þegar hann kynnti árs-
reikninga Ericsson. Ramqvist varð
forstjóri eftir að Sven-Christer Nils-
son var látinn hætta í júlí, þar sem
honum þótti ekki hafa tekist að koma
fyrirtækinu á góðan skrið. Volvo-for-
stjórinn fyrrverandi ætlaði þó aldrei
að sitja lengi og nú mun Kurt Hell-
ström taka við af honum.
Vissulega var árið í fyrra mun
betra en stefndi í fram á mitt ár og
síðasti ársfjórðungur sló öll met,
hvort sem litið er á hagnað, veltu,
pantanir eða sölu. í Svenska Dag-
bladet er bent á að fyrir nokkram
mánuðum hafi stjóm Ericsson sagt
að í árslok myndi hafa náðst 10 prós-
ent hagnaður af hveijum seldum far-
síma, en niðurstaðan sé aðeins 5,6
prósent. Nú er stefnt á tíu prósent í
árslok.
Einnig er stefnt á að ná fyrrum
markaðshlutdeild á farsímamarkaðn-
um, 15 prósentum, en blaðið er van-
trúað á það markmið. Hér er ekki að-
eins við Nokia að keppa, sem hefur
náð markaði frá bæði Ericsson og
Motorola, heldur stefnir síðastnefnda
fyrirtækið markvisst á að verða aftur
stærst á farsímamarkaðnum. Af
heildarhagnaði upp á 16,4 miHjarða
sænskra króna skilaði farsímafram-
leiðslan aðeins 250 milljóna hagnaði.
En á símakerfamarkaðnum stend-
ur Ericsson styrkum fótum, hefúr 30
prósent markaðshlutdeild þar og
stefnir enn hærra. En meðan far-
símaframleiðslan gengur ekki betur
en raun ber vitni hefur Ericsson ekki
sannað að erfiðu árin séu að baki.
Nokia stefnir að 30%
markaðshlutdeild
Síðasta ár er þriðja árið í röð með
metafkomu. Það hljómaði því sann-
færandi þegar Nokia-forstjórinn,
Jorma Ollila, fúllyrti að nú væri stefnt
á að ná 30 prósenta markaðshlutdeild.
Af hagnaði upp á 33 miHjarða
sænskra króna komu 26,6 milljarðar
frá farsímaframleiðslunni. Hagnaðar-
hlutfall upp á 25 prósent gæti þó
minnkað niður í 20 prósent, því Nokia
mun vísast þurfa að lækka verðið í
baráttunni um aukna markaðshlut-
deild.
Eins og í fleiri hátæknigeiram gæt-
ir í farsímaframleiðslu skorts á hrá-
efni, öllu heldur einstökum hlutum í
farsíma. Fyrir því hafa bæði Motorola
og Ericsson fúndið illilega, ekki Nok-
ia. Með stærð sinni stendur Nokia vel
að vígi í baráttunni um birgjana, auk
þess sem stærðin auðveldar þeim að
ná fram góðu verði.
í leit að tengíngum
við framtíðina
Bæði fyrirtækin keppast um að
vera með á nótunum þegar ekki verð-
ur lengur aðeins um að ræða farsíma
heldur samtengingu farsíma og Nets-
ins. í Financial Times segir að fjölm-
iðlakóngurinn Rupert Murdoch
stjómarformaður News Corporation
hafi heimsótt Nokia-menn í Helsinki
og átt við þá viðræður.
Ollila segir samræðumar hafa
snúist um hvemig samskiptum fyrir-
tækja á sviði símaþjónustu annars
vegar og þeirra sem selji efni hins
vegar geti verið háttað. Um hugsan-
legar viðræður við America Online
sagði Ollila að ekki væri óeðlilegt að
þessi fyrirtæki ræddu saman, en
sagði ekkert um hvort sú væri raunin.