Morgunblaðið - 05.02.2000, Síða 31

Morgunblaðið - 05.02.2000, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 31 ERLENT Ekki hlustað á óskir Austurríkismanna um að gefa hinni nýju rikisstjorn tækifæri Refsiaðgerð- um ESB hrint í framkvæmd Brussel, Vín, Kaupmannahöfn. Reuters, AFP. EFTIR að ný ríkisstjórn hægri- flokka sór embættiseið í Vínarborg í gær tilkynntu ríkisstjórnir bandalagsríkja Austurríkis í Evrópusambandinu (ESB) hver af annarri, að þær myndu skera á pólitísk tvíhliða samskipti. Þrátt fyrir að ráðamenn í sum- um ESB-landanna fjórtán væru ekki allir jafnsannfærðir um rétt- mæti refsiaðgerðanna bárust eftir því sem leið á daginn tilkynningar um þátttöku í aðgerðunum úr flestum höfuðborgunum. Antonio Guterres, forsætisráð- herra Portúgals, sem gegnir þetta misserið formennsku í ráðherrar- áði ESB, sagði að þær pólitísku refsiaðgerðir sem boðaðar hefðu verið í yfirlýsingu ráðherraráðsins sl. mánudag tækju gildi um leið og hin nýja stjórn Austurríkis tæki við völdum. Stjórnir Frakklands og Þýzka- lands, „akkeri“ Evrópusamvinn- unnar, tilkynntu að boðaðar að- gerðir kæmu til framkvæmda. Við bættust Bretland og Ítalía. Þá sagði Josep Pique, talsmaður Spánarstjórnar, að henni væri ekki fært annað _en að taka þátt í að- gerðunum. Á Spáni er við völd ein fárra ríkisstjórna í ESB, sem ekki er undir forystu jafnaðarmanna. I Brussel tilkynnti Guy Verhof- stadt, forsætisráðherra Belgíu, að vera kunni að ESB-ríkin tækju til enn frekari aðgerða gegn Austur- ríki, en tilgreindi ekki nánar hvað í þeim orðum fælist. „Það er vilji fyrir hendi til að ganga lengra, en við viljum vera samstiga evrópsk- um bandamönnum okkar,“ tjáði hann fréttamönnum. Varnarmála- ráðuneyti Belgíu greindi frá því í gær, að það myndi segja upp samningi um kaup á sex brynvörð- um sjúkrabifreiðum, að verðmæti um 70 milljóna króna, sem gerður hafði verið við austurrískt fyrir- tæki. Benita Ferrero-Waldner, nýr ut- anríkisráðherra Austurríkis - sem er sannfærður Evrópusinni og meðlimur í Þjóðarflokki Wolfgangs Schiissels, hins nýja kanzlara og fyrrverandi utanríkisráðherra - sagðist í gær munu leggja allt kapp á að draga úr fárinu sem stjórnarmyndunin hefur valdið meðal ráðamanna í bandalagsríkj- unum. „Eg ætla að segja þeim að þetta séu ýkt viðbrögð, en að ég hafi aftur á móti skilning á þeim áhyggjum sem lýst er,“ sagði hún í útvarpsviðtali. „Gefið þessari ríkis- stjórn tækifæri," bætti hún við, „Jörg Haider hefur gert mistök, en hann hefur líka beðizt afsökun- ar á þeim, og hann á ekki sæti í þessari ríkisstjórn.“ Lamast ákvarðana- taka í ESB? Wim Kok, forsætisráðherra Hollands, lýsti því yfir eftir ríkis- stjórnarfund, þar sem staðfest var að Holland gripi til sömu aðgerða gegn Austurríki og hin ESB-ríkin, að stjórnarþátttaka Frelsisflokks- ins þar í landi mætti ekki verða til þess að lama starfsemi ESB. Kok sagði að fulltrúar Austurríkis yrðu með við samningsborðið á öllum um sem gera út á útlendingaandúð í ríkisstjórn," sagði hún. Niels Helveg Petersen, utanrík- isráðherra Danmerkur, sagði að dönsk stjórnvöld myndu einnig fylgja eftir boðuðum refsiaðgerð- um ráðherraráðsins, „svo sem að neita að eiga tvíhliða fundi á ráð- herrastigi". Hins vegar hafði Jacob Buksti, einn talsmanna danska Jafnaðarmannaflokksins, sagt í viðtali í Jyllandsposten í gær, að Danmörk myndi ekki beita Austurríki þvingunum, ef Jörg Haider, leiðtogi Frelsisflokksins, undirritaði yfirlýsingu þar sem því er heitið að hin nýja stjórn virði evrópsk grundvallargildi lýðræðis, umburðarlyndis og mannréttinda. Haider undirritaði slíka yfirlýs- ingu á fimmtudag. I sama blaði segir Anders Fogh Rasmussen, leiðtogi Venstre, að ESB-löndin 14 sem hafa hótað Austurríki pólitískri einangrun „ættu að afturkalla þessa heimsku- legu, illa ígrunduðu og tilfinninga- stýrðu ákvörðun". Stjórnvöld í Noregi, sem eins og Island eru ekki aðili að ESB en nátengt því í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES), tilkynntu að þau myndu einnig skera pólitísk tengsl við Austurríki niður í algert lágmark og til að mynda ekki styðja neinn Austurríkismann til embættis í al- þjóðasamtökum. „Til að koma tengslunum í samt lag krefjumst við þess að Jörg Haider, leiðtogi Frelsisflokksins, taki af öll tvímæli um og biðjist af- sökunar á ummælum sínum um stríðið," sagði norski utanríkisráð- herrann, Knut Vollebæk. Ahlaup á stöðvar illræmds doms- dagssafnaðar Ttíkýó. AP, AFP. LÖGREGLUYFIRVÖLD í Japan notuðu í gær nýfengna lagaheimild sína til að herða eftirlitið með dóms- dagssöfnuðinum Aleph, sem hét áð- ur Aum Shinri Kyo og gerði tauga- gasárás í Tókýó fyrir fimm árum. Ottast er að söfnuðurinn kunni að fremja fleiri hryðjuverk. 85 rannsóknarmenn stofnunar, sem á að tryggja öryggi almennings, og rúmlega 100 lögreglumenn réðust inn í fímm stöðvar safnaðarins víðs vegar um landið. Þingið samþykkti í síðasta mánuði ný lög sem heimila lögreglunni að leita í stöðvum safnaðarins að upp- lýsingum um starfsemi hans án þess að fá sérstaka húsleitarheimild frá dómurum. Lögreglan þarf þó fyrst að fullvissa rannsóknarnefnd örygg- isstofnunarinnar um að þörf sé á slíkum aðgerðum. Rannsóknarnefndin ákvað síðan á fimmtudag að hafa bæri strangt eft- irlit með söfnuðinum í allt að þrjú ár. Söfnuðurinn gerði taugagasárás á neðanjarðarlestastöð í Tókýó árið 1995 og varð tólf manns að bana, auk þess sem þúsundir manna sýktust. Leiðtogi safnaðarins, Shoko Asa- hara, hefur verið dreginn fyrir rétt, ákærður fyrir morð og fleiri glæpi. Söfnuðurinn hefur reynt að bæta ímynd sína, breytt nafni sínu, beðist afsökunar á árásinni og boðist til að greiða fórnarlömbum hennar skaða- bætur. Reynt að sefa almenning Margir óttast þó að almenningi stafi enn hætta af söfnuðinum og tal- ið er að hann hafi hafið fjáröflunar- herferð með sölu á tölvum og söfnun nýrra félaga. Einn af forystumönn- um safnaðarins, Fumihiro Joyu, var leystur úr haldi nýlega og gekk strax í hann að nýju. Embættismenn stjórnarinnar sögðu að aðgerðirnar í gær væru lið- ur í því að fullvissa almenning um að söfnuðurinn sé ekki að skipuleggja hryðjuverk. íbúar í grennd við stöðvar safnaðarins hafa bundist samtökum um að hrekja hann í burtu. Lögreglan leitaði einnig í sex hús- um safnaðarins í fyrradag að vís- bendingum um hverjir hefðu rænt sjö ára syni Asahara í janúar. Dreng- urinn fannst skömmu síðar og lög- reglan hefur handtekið þrjá menn sem eru grunaðir um aðild að mál- inu. Hún leitar enn að tveimur dætr- um safnaðarleiðtogans, sem eru 16 og 18 ára. AP Wolfgang Schiissel, nýr kanzlari Austurríkis, ásamt þremur úr ráð- herraliði sínu, fyrir fyrsta ríkissljórnarfundinn í gær. Frá vinstri: El- isabeth Gehrer, menntamálaráðherra, Susanne Riess-Passer, vara- kanzlari, og Benita Ferrero-Waldner, utanríkisráðherra. formlegum og óformlegum fundum ráðherraráðs ESB, einnig á ríkja- ráðstefnunni um endurskoðun stofnanakerfis sambandsins, sem hefst um miðjan mánuðinn. Sum ríki, Frakkland þar á meðal, vill hins vegar að austurrískum ráð- herrum verði einnig meinað að sitja óformlega fundi. Talsmaður framkvæmdastjórnar ESB í Brussel sagði að grannt yrði fylgzt með hinni nýju ríkis- stjórn Austurríkis, einkum með til- liti til reglna sambandsins um virðingu fyrir lýðræði og mann- réttindum, en sagðist vona að deil- an yrði ekki til að lama ákvarðana- töku í ESB. , Framkvæmdastjórnin vill með þessu sýna að hún sinni hlutverki sínu sem „vörður“ grundvallar- gilda sambandsins eins og þau eru skilgreind í stofnsáttmála þess. Fjögur Norðurlönd með Ríkisstjórnir allra Norðurland- anna sem aðild eiga að samband- inu, Finnlands, Svíþjóðar og Dan- merkur, tilkynntu að þau myndu einnig fylgja eftir því sem Austur- ríki var hótað í yfirlýsingu ráð- herraráðsins frá í byrjun vikunnar. Paavo Lipponen, forsætisráð- herra Finnlands, sagði í yfirlýs- ingu að skrúfað yrði fyrir tvíhliða samskipti ráðherra finnsku og austurrísku ríkisstjórnarinnar. Engar opinberar heimsóknir yrðu farnar til Austurríkis né þarlend- um boðið til Finnlands. Sænski utanríkisráðherrann Anna Lindh sagði að einangra ætti austurrísku stjórnina „í varnar- skyni“ gegn stjórnmálaöflum í Evrópu sem ælu á útlendinga- andúð. „Eg tel austurrísku ríkis- stjórnina ekki vera nægilega áreiðanlega," hefur AFP eftir Lindh. „Við gerum þetta líka í því skyni að senda öðrum ríkjum skýr skilaboð um að hleypa ekki flokk- TILBQÐSL BAÐINNRÉI JAGAR j | t I I Full búo af nýjum frábærum vörum ó'eiðt' 3B ^ JrauMsen Suðurlandsbraut 10 sími 568 6499 Allah- hrópin verði bönnuð Ósltí. Morgunbiaðið. NORSKI Framfaraflokkurinn hefur lagt til á þingi, að músl- únsk bænaköll, sem hrópuð eru frá moskum með hjálp hátalara, verði bönnuð. Segir Carl I. Hagen, leiðtogi flokksins, að þessi hróp eigi „ekki heima í Noregi". Eftir að föstumánuði músl- íma lauk nú nýlega voru bæna- köll múslíma leyfð í einni mosku í Osló. Hljómaði þá „Ailah-o- akhbar“ út yfir borgina og líkaði borgarbúum það misvel. 30.000 múslimar í Ósló Margt kristið fólk og þeir, sem komnir eru á miðjan aldur eða meira, vilja alls ekki una þessu múslímska ákalli en mörgu ungu fólki finnst það á hinn bóginn spennandi. I Ósló búa nú rúmlega 30.000 múslím- ar. Hagen segir, að innflytjendui' verði að laga sig að norskum lögum og siðum og sætta sig við, að samfélagið byggist á kristn- um gildum. Verði slakað til kunni svo að fara, að Allah- hrópin bergmáli í borginni fimm sinnum á dag eins og venjan er í hinum músh'mska heimi. Útsala... útsala... útsala - þú mátt ekki missa af þessari
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.