Morgunblaðið - 05.02.2000, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 05.02.2000, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Rússar fagna undanhaldi tsjetsjneskra skæruliða frá Grosní Búa sig undir að fækka her- mönnunum Moskvu.AP, AFP. Rússneskir hermenn aka bryndreka sínum um rústir Grosní í gær. RÚSSAR búa sig nú undir að fækka hermönnum sínum í Tsjetsj- níu eftir flótta skæruliða frá Grosní, að sögn Valerís Manílovs, varaforseta rússneska herráðsins í gær. Tsjetsjenar segja að a.m.k. 3.000 skæruliðar hafi flúið frá Grosní frá því á mánudag og margir þeirra séu að reyna að komast til félaga sinna á fjöllunum í suðurhluta Tsjetsjníu. Skæruliðarnir segja að undanhaldið styrki stöðu þeirra vegna þess að með því að losna úr herkví Rússa í Grosní fái þeir meira svigrúm til að heyja skæru- hernað í Kákasushéraðinu. Rússneskar hersveitir og bryn- vagnar umkringdu þorp á flóttaleið Tsjetsjenanna og lejtuðu að skæru- liðum í húsunum. íbúar þorpanna sögðu að hersveitimar hefðu komið of seint því fjölmennir hópar skæruliða væru þegar farnir það- an. Rússneskir hermenn drukku vodka og sungu á brynvögnum sín- um í Grosní til að fagna undanhaldi skæruliðanna. Hersveitirnar höfðu þó ekki náð allri Grosní á sitt vald og leituðu að fámennum hópum skæruliða sem Deila Filippsey- inga og Kínverja Herskip ógnar kínversku fískiskipi Manila. AFP, AP. FILIPPSEYSKT herskip skaut fallbyssuskotum upp í loftið í viðvör- unarskyni á miðvikudag til að hrekja kínverskt fiskiskip frá sandrifí í Suð- ur-Kínahafi sem Kínverjar og Fil- ippseyingar hafa lengi deilt um. Angelo Reyes, yfirhershöfðingi Filippseyja, skýrði frá atvikinu í gær og sagði að yfirmenn 1.750 tonna fylgdarskips tundurspillis hefðu reynt án árangurs að ná tal- stöðvarsambandi við kínverska skip- ið. „Þeir sigldu að skipinu en það reyndi að komast undan og filipp- seyska herskipið skaut viðvörunar- skotum upp í loftið.“ Hátt settur filippseyskur stjóm- arerindreki sagði að sendiherra Kína í Manila hefði hringt í embætt- ismenn utanríkisráðuneytis Filipp- seyja til að skýra frá því að kínversk stjómvöld myndu senda mótmæla- bréf vegna atviksins. Er nálægt gjöfulum fiskimiðum Filippseyingar kalla sandrifið Scarborough-rif en Kínverjar Huangyan-ey. Það er 125 sjómflum frá eyjunni Lúzon á Filippseyjum en 600 sjómflum frá kínversku eyjunni Hainan og tæplega 1.000 sjómílum frá meginlandi Kína. Kínverjar segja að sandrifsins sé skýrt getið í fomum kínverskum heimildum og í öllum kínverskum Iandakortum, sem gefin hafa verið út frá 1935, er rifið sýnt sem hluti af Kína. Gjöful fiskimið em umhverfis sandrifið og Filippseyingar hafa sakað kínverska sjómenn um að veiða þar í óleyfi. hafast enn við í þaklausum húsum og háhýsum sem stórskemmdust í sprengjuárásum Rússa á borgina. Segjast hafa hindrað undanhald til fjallanna Manílov hélt því fram að rúss- neska hernum hefði tekist að koma í veg fyrir að skæruliðarnir kæm- ust á fjöllin í suðurhluta héraðsins ,;með fyrirbyggjandi aðgerðum". Igor Sergejev varnarmálaráðherra tók í sama streng og sagði að 1.500 skæruliðar hefðu fallið á flóttanum frá Grosní. Skæruliðarnir segjast hafa misst 400 menn á jarð- sprengjusvæði nálægt Grosní og í sprengjuárásum Rússa á mánudag. Talið er að um 1.000 skæruliðar séu enn í Grosní og um 6-7.000 í fjöllunum í suðurhluta héraðsins, að sögn Manflovs. Rússneskir embættismenn segja að um 93.000 rússneskir hermenn séu í Tsjetsjniu og nágrenni hér- aðsins. Manílov sagði að ákveðið hefði verið í gær að undirbúa brottflutning hermanna frá Tsjet- sjniu en ekki kom fram hvenær hann ætti að hefjast eða hversu margir hermenn yrðu fluttir á brott. Hershöfðinginn sagði þó að RANNSÓKN á orsökum flugslyss Alaska Air farþegaþotunnar undan strönd Kalifomíu heldur áfram og hefur tekist að finna þann búnað sem helst er talinn geta veitt upp- lýsingar um orsök flugslyssins. Báðir „svörtu kassar“ vélarinnar fundust á fimmtudag og einnig hef- ur tekist að staðsetja hæðarstýris- kamb vélarinnar sem bilaði stuttu áður en vélin steyptist í Kyrrahafið. N eðansjávarmyndunarbúnaður frá bandaríska sjóhemum hefur náð myndbandsupptökum af búnaðin- um. En að sögn James Hall stjórn- arformanns NTSB, stofnunar sem rannsakar flugslys í Bandaríkjun- um, verður hæðarstýriskamburinn með fyrstu hlutum sem bjargað verður úr flakinu þegar lokið er við stefnt væri að því að halda 25.000 hermönnum í Tsjetsjníu til fram- búðar eftir að aðgerðunum gegn skæruliðunum lyki. Prímakov gefur ekki kost á sér í forsetakosningunum Jevgení Prímakov, fyrrverandi forsætisráðherra Rússlands, lýsti því yfir í gær að hann hygðist ekki gefa kost á sér í forsetakosningun- um 26. mars. Sú yfirlýsing kom ekki á óvart og nú era aðeins tveir menn taldir geta komið í veg fyrir að Vladímír Pútín, settur forseti, verði nánast sjálfkjörinn. Þeir era Gennadí Zjúganov, leiðtogi komm- únista, og Grígorí Javlinskí, leið- togi Jabloko-flokksins. Báðir hafa þeir miklu minna fylgi en Pútín, ef marka má skoð- að mynda það. Hall neitaði að tjá sig um hvort lík sjáist á myndunum, en aðeins hafa fundist fjögur lík þeirra 88 sem í vélinni vora. Þá sagði John Hammerschmidt frá NTSB að orð flugmannsins Ted Thompson staðfestu frásagnir sjón- arvotta af atburðinum, en á fimmtu- dag var sýnt fram á að flugmennirn- ir hefðu reynt að nauðlenda vélinni áður en hún steyptist í Kyrrahafið. Flugritinn sendur til Frakklands Báðir „svörtu kassar“ Kenya Airways-farþegaþotunnar sem hrapaði í sjóinn undan Fflabeins- ströndinni á sunnudag fundust í gær. Flug- og hljóðriti vélarinnar verða sendir til Frakklands til rann- anakannanir, og geta aðeins gert sér vonir um að fá nógu mörg at- kvæði til að komast í aðra umferð kosninganna sem fer fram ef Pútín fær ekki meirihluta atkvæðanna. Prímakov kvaðst hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér eftir að Pútín myndaði bandalag með kommún- istum í dúmunni, neðri deild þings- ins. Stjómmálaskýrendur sögðu þá að markmið Pútíns með bandalag- inu hefði verið að hindra að Príma- kov yrði kjörinn forseti dúmunnar fyrir rússnesku forsetakosningarn- ar. Prímakov lét þau orð falla að því færi enn fjarri að Rússland væri „ósvikið lýðræðisríki" og vora þau ummæli túlkuð sem gagnrýni á Pútín og „fámennisstjórnina" er kom honum til æðstu metorða. sóknar í þeirri von að þeir varpi Ijósi á orsakir slyssins. Talið er að 169 manns hafi farist í flugslysinu, en aðeins er vitað til að tíu hafi lifað slysið af. Það vora meðlimir í áhugamanna- köfunarklúbbi í Abidjan sem náðu flugritunum upp og sögðust þeir sjá lík inni í og í nágrenni við flakið. „Þau [líkin] era alls staðar,“ sagði Abi Yaure, einn kafaranna. „Það er eins og vélin hafi gjörsamlega opn- ast.“ En sérfræðingar telja að vélin hafi brotnað þegar hún skall á hafs- botninum. Að sögn sjónarvotta virtist sem flugvélin hefði aldrei náð fullri flug- hæð og telja íbúar í nágrenni slys- staðar að þeir hafi orðið varir við eld úr einum hreyfla vélarinnar. Hundsa þingfundi Stjómarandstaðan í Japan hét því í gær að halda áfram að hundsa þingfundi sem veldur því að fjárlagatillögur fást ekki afgreiddar með eðlilegum hætti. Yuldo Hatoyama, leiðtogi Lýð- ræðisflokksins, krafðist þess að stjómarflokkamir ræddu stefnu sína varðandi fjárlögin til hh'tar. Um væri að ræða baráttu milli raunverulegs lýðræðis, sem aldrei hefði náð fótfestu í landinu og „yfirskins-lýðræðis". Hann sagði hugmyndir stjóm- valda um miklar opinberar framkvæmdir til að hleypa krafti í efnahaginn ófullnægj- andi. Áhrifameira yrði að opna atvinnulífið íyrir samkeppni og draga úr reglugerðafargani. Kæra yfír- menn SÞ FÓLK sem komst af í bosnísku borginni Srebrenica þegar sveitir Bosníu-Serba frömdu þar Qöldamorð á óbreyttum borgurum árið 1995 hefur nú kært Kofi Annan, framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna, og fleiri embættismenn samtak- anna fyrir alþjóða stríðsglæpa- dómstólnum í Haag. Segir það mennina bera ábyrgð á því að Serbar gátu farið sínu fram enda þótt til staðar væra friðar- gæslusveitir SÞ sem gripu ekki inn í hermdarverkin. Olíumeng’un í AndesQöllum MIKIÐ af oh'u hefur rannið úr óþéttri leiðslu í ána Desagua- dero hátt í Andesfjöllum í Bóh- víu og valdið alvarlegri mengun og tjóni á fuglalífi í tveim stöðu- vötnum, Uru Ura og Popo. Leiðslan er í eigu Shell og En- ron. Desaguadero rennur úr Titiacaca-vatninu sem er í um 3.800 m hæð. Indíánar á svæð- inu nota vatn úr ánni til að vökva akra sína. Undirstöður leiðsl- unnar munu hafa látið undan ágangi fljótsins en ekki var hætt að dæla um leiðsluna fyir en 18 stundum eftir að lekinn hófst sl. sunnudag og íhuga stjómvöld nú að krefjast skaðabóta. Archer rekinn BRESKI stjómmálamaðurinn og skáldsagnahöfundurinn Jeffrey Archer var í gær rekinn úr íhaldsflokknum og má ekki taka þátt í starfi flokksins í fimm ár. Archer kom fyrir skömmu fyrir siðanefhd flokksins vegna þess að hann hefur viðurkennt að hafa fyrir rúmum áratug fengið vin sinn til að bera Ijúg- vitni fyrir rétti vegna meiðyrða- máls gegn dagblaði. Varð þetta til þess að Archer hætti í barátt- unni um að verða borgarstjóra- efni flialdsmanna í London. Vel klæddar geitur ROBI Mandley, bóndi í Wales, reynir nú að hjálpa 50 angóra- geitum sínum sem skjálfa úr kulda þegar nýbúið er að rýja þær. Hún klæðir þær í ullar- peysur sem hún fær á lágu verði enda notaðar. Fyrst í stað olli það vanda að geitumar tættu peysumar hver af annarri en ástandið lagaðist þegar Mand- ley khppti ermamar af. Rannsókn flugslysanna heldur áfram Reuters Kafari sést hér í sjónum við Fílabeinsströndina, þar sem Airbus-þota Kenya Airways hrapaði sl. sunnudag. Kaf- að var eftir öðrum flugrita þotunnar í gær. Flugritar Kenýa- þotunnar fundnir Port Hueneme, Abidjan. AFP, AP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.