Morgunblaðið - 05.02.2000, Síða 43

Morgunblaðið - 05.02.2000, Síða 43
42 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 43 fltofgmttMjtfrlfr STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FJÁRLÖG OG HEILBRIGÐIS- ÞJÓNUSTA SÍÐUSTU daga hefur Morgunblaðið efnt til nokkurra skoð- anaskipta milli talsmanna fjárlaganefndar Alþingis og fulltrúa sjúkrahúsanna í Reykjavík í því skyni að draga fram í dagsljósið um hvað ágreiningurinn milli þessara aðila snýst. I samtali við Morgunblaðið í fyrradag sagði Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, m.a.: „Forráða- menn sjúkrahúsanna í Reykjavík verða að gera sér grein fyrir því að hér eins og í öðrum löndum er fjármagnið takmarkað og allir verða að fara eftir fjárlögunum. Annars er öllu stefnt í voða og sjúkrahúsin hafa fengið nóg.“ Gísli S. Einarsson, alþingismaður og fulltrúi Samfylkingar- innar í fjárlaganefnd, talar á mjög svipaðan hátt og segir: „Eg studdi af heilum hug þær ráðagerðir, sem ráðizt var í til að bæta fjárhag spítalanna og var mjög sáttur við árangurinn.“ Þessi mál horfa hins vegar öðru vísi við Gunnari Sigurðssyni, prófessor og forstöðulækni lyflækningasviðs Sjúkrahúss Reykjavíkur. Hann segir í samtali við Morgunblaðið í fyrradag: „Leiðréttingin á síðustu fjárlögum var ónóg, menn náðu ekki að núllstilla reksturinn og þess vegna var fyrirsjáanlegt að frekari niðurskurður yrði óhjákvæmilegur. Ef halda á núver- andi þjónustu óbreyttri verður að hækka fjárframlögin, því það er engin óráðsía í kerfinu, sem unnt er að skera niður. Ef svo væri hefði það verið gert fyrir löngu.“ í þessum orðum Gunnars Sigurðssonar prófessors felst, að forráðamenn spítalanna andmæli ekki kröfu fjárlaganefndar- manna um að spítalarnir haldi sig við fjárlögin en hins vegar verði fjárlaganefnd að vera raunsæ í mati sínu á fjárþörf sjúkrahúsanna. Þrátt fyrir viðleitni Morgunblaðsins til þess að fá svör við því hafa fjárlaganefndarmenn Alþingis ekki útskýrt fyrir almenn- ingi hvernig eigi að fækka skurðaðgerðum um 700 á einu ári og hvaða sparnaður sé fólginn í því að fresta þeim milli ára, þegar eina afleiðing þess er væntanlega sú, að það byggist upp hali af óframkvæmdum skurðaðgerðum. Ekki eru menn í alvöru að halda því fram að læknarnir framkvæmi óþarfa skurðaðgerðir - eða hvað? Það er áreiðanlega brýnt að veita sjúkrahúsunum aðhald í rekstri eins og reyndar hefur verið gert rækilega allan þennan áratug. En það er líka mikilvægt að halda uppi fullkominni heil- brigðisþjónustu. Stöðugar deilur á milli spítalanna og stjórn- valda um fjárhagsmál ár eftir ár hafa því miður ekki orðið til þess að skýra í huga almennings hvað sé réttlætanlegt og hvað ekki í niðurskurðaraðgerðum. GEÐDEILD SJÚKRA- HÚSS REYKJAVÍKUR > IGREINARGERÐ frá forstjóra sjúkrahúsanna tveggja í Reykjavík, sem birtist að hluta til í Morgunblaðinu sl. þriðju- dag, segir svo m.a.: „Framlög til geðsviðs Landspítalans eru óbreytt en mikil breyting er áformuð á geðlækningasviði Sjúkra- húss Reykjavíkur. í fjárhagsáætlun er því gert að spara 100 millj- ónir króna. Þeirri hagræðingu verður náð með því að sameina í reynd á Landspítalanum geðsvið spítalanna tveggja en þar er slík þjónusta mun stærri í sniðum... A Sjúkrahúsi Reykjavflou- heldur geðsvið eftir 4 til 6 rúmum, sem eru nauðsynleg vegna starfsemi slysa- og bráðamóttöku.“ Þetta þýðir að í raun er verið að leggja geðdeild Sjúkrahúss Reykjavflmr niður. Er það skynsamleg ráðstöfun? Það er vafalaust hægt að sýna fram á, að frá fjárhagslegu sjón- armiði sé hægt að spara verulega fjármuni með þessum hætti. Það er hægt á fjölmörgum sviðum opinberrar þjónustu að ná fram spamaði með sameiningu rekstrareininga. Það væri t.d. hægt með því að sameina öll atvinnumálaráðuneyti undir einn hatt og undir einum ráðherra í stað þess að þrír ráðherrar sjá um þau málefni nú. Þegar geðdeild Borgarspítalans, nú Sjúkrahúss Reykjavíkur, opnaði fyrir rúmum þijátíu árum jafngilti það nánast byltingu í málefnum geðsjúkra. Ein ástæðan var sú, að þar var rekin önnur stefna en á Kleppsspítalanum í lækningaaðferðum. Með þessum orðum er enginn dómur lagður á það, hvor stefnan hafi verið rétt. Það sem máli skipti var, að sjúklingar og aðstandendur áttu val- kost. Vafalaust eru lækningaaðferðir áþekkari nú en þá enda núver- andi yfirlæknir geðdeildar Landspítalans fyrrverandi yfirlæknir geðdeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur. Eftir sem áður skiptir það máli fyrir sjúklinga og aðstandendur á þessu sjúkdómasviði að eiga um eitthvað að velja, hvort sem um er að ræða val á milli lækna eða sjúkrastofnana eða lækningaað- ferða. Þess vegna m.a. er það meira en vafasöm ráðstöfun að loka nú geðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur og útiloka þar með að val- kostur sé til á höfuðborgarsvæðinu. REKSTRARFORM stóru sjúkrahúsanna gengur ekki upp í núverandi mynd að mati Jónasar Hallgrímsson- ar, prófessors og forstöðumanns Rannsóknastofu Háskólans í meina- fræði. Hann segir nauðsynlegt að lög- mál markaðarins fái að njóta sín í ein- hverjum mæli og eðlilegur kostnaðarreikningur verði að komast inn í rekstur sjúkrahúsanna, rétt eins og hjá öðrum fyrirtækjum. „Eg hef alla tíð verið fylgjandi því að beitt sé tvenns konar aðferðum við rekstur sjúkrahúsa hér á landi. Ann- ars vegar ríkisrekstur í breyttri mynd og hins vegar einkarekstur. Landa- kotsspítali var dæmi um hið síðar- nefnda. Hann var síðar felldur undir hatt Sjúkrahúss Reykjavíkur og er nú rekinn á sama hátt og aðrir ríkisspíta- lar af föstum fjárlögum. Ég tel að það hafi verið voðalegt slys,“ segir Jónas. Að hans mati hefði átt að þróa bæði kerfi samtímis. Aðeins þannig fáist afkastahvetjandi umhverfi. „Með gegnsæju bókhaldi gefst kostur á að reikna út nákvæmt verðmæti einstak- ra aðgerða í lækningaþætti sjúkra- húsa, t.d. hvað kostar að fjarlægja botnlanga eða hvað kostar að lækna kransæðastíflu. Fyrir hverja aðgerð væri síðan greitt ákveðið gjald, óháð hverjir eigendur sjúkrahússins væru. Þar með myndi heilbrigð samkeppni skjóta rótum í rekstrinum, unnt væri að bera saman rekstur sjúkrahúsanna og fylgja því eftir sem vel væri gert.“ Rekstur Landspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur hefur nú verið sameinað- ur undir einn hatt. Jónas segist ekki vera beinlínis mótfallinn slíkri samein- ingu, en telur hana óráð þar sem skynsamlegra hefði verið að einka- væða rekstur SR, þ.e. eins og áður var með Landakot. „Nú er allur saman- burður og samkeppni úr sögunni og unnt að stýra öllum rekstri neðan úr heilbrigðisráðuneyti. Þaðan geta svo komið umvandanir um einstaka kostn- aðarliði án þess að raunveruleg rök liggi þar að baki.“ Mikill ábyrgðarhluti Jónas segist ekki í vafa um að einka- aðilar fáist til þess að koma að rekstri sjúkrahúsa. Slíkum rekstri fylgi hins vegar margvíslegar skyldur og því sé mikill ábyrgðarhluti að semja við einkaaðila um slíkan rekstur. Að upp- fylltum öllum skilyrðum sjái hann hins vegar ekki hvers vegna einkarekin sjúkrahús eigi ekki við hér á landi. „Ég held að margir hljóti að hafa áhuga á slíkum rekstri. I núverandi rekstrarumhverfi er engin leið að reikna út raunverulegt markaðsvirði sjúkrahúsanna þótt allir viti að þau skili gríðarlegum verðmætum í þjóð- arbúið með lækningu sjúkdóma, enda hver veikindadagur afar dýr.“ Jónas segir hræðsluna við einka- rekstur í heilbrigðiskerfi líklega stafa af ótta við að kostnaður og kröfur um arðsemi verði sett ofar heilbrigðis- sjónarmiðum. Hann segir hins vegar að ekkert bendi til þess að slíkt eigi við rök að styðjast, þær læknastofur og rannsóknarstofur sem reknar séu af einkaaðilum hafi sýnt fagleg vinnu- brögð og ábyrgð. „Við breytum aldrei þeirri grund- vallarreglu að lækna fyrst og ræða kostnaðinn á eftir. Hér á landi mun það ekki breytast og enginn efast um réttmæti þess að senda nánast dauð- vona fólk með sjúkraflugi. Við íslend- ingar höfum vel efni á slíku og raunar vafi hvort við hefðum efni á að gera slíkt ekki. Á hinn bóginn er það svo og hefur lengi verið að sumir eru efna- meiri en aðrir. Þess vegna finnst mér sjálfsagt að sjúklingar geti farið utan og gengist undir aðgerðir þar. Ég get ekki séð neitt athugavert við það að fólk leiti til útlanda eftir bót meina sinna séu langir biðlistar hér á landi eftir slíkum aðgerðum. Mér finnst að viðkomandi ættu að fá styrk frá hinu opinbera, samsvarandi því sem að- gerðin myndi kosta hér, og afganginn yrði fólk sjálft að greiða. Vissulega gætu ekki allir nýtt sér þetta, en hinir efnaminni kæmust fyrr að á íslandi vegna styttri biðlista og fengju þar af leiðandi betri þjónustu. Fólk á mis- mikla peninga og þannig hefur það alltaf verið. Að ætla að jafna það sér- staklega í heilbrigðiskerfinu er á skjön við allt annað, að mínu mati,“ segir Jónas Hallgrímsson. Beinlínis letjandi kerfi Einar Stefánsson, prófessor og yfir- læknir augndeildar Landspítalans, Eru fastar fjárveit- ingar tímaskekkj a? Umræðan um fjárveitingar til reksturs stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík er ekki ný af nál- inni. Til eru þeir sem vilja óbreytt rekstrar- form og fastar fjárveitingar en aðrir vilja koll- varpa núverandi kerfí og einkavæða starfsemina að einhverju eða öllu leyti. Björn Ingi Hrafnsson ræddi við prófessora í Læknadeild Háskólans um hvernig standa skuli að fjármögnun sjúkrahúsanna. minnir á að á sínum tíma hafi þótt mik- il framför þegar sjúkrahúsin fóru á föst fjárlög og daggjaldakerfið svo- nefnda var lagt niður. „Síðan þá hafa auðvitað komið í Ijós gallar. Megin- gallinn að mínu viti er sá að þar með slitnar samhengið milli framleiðslu og tekna sjúkrahúsanna. Sjúkrahús með mikil afköst og marga sjúklinga eyða þá meiru en fastar tekjur þeirra leyfa, en þau sjúkrahús sem loka deildum og gera helst ekki neitt koma mjög vel út. Það segir sig sjálft að slíkt kerfi er ekki hvetjandi. Það er beinlínis letj- andi,“ segir Einar. Hann bendir einnig á að möguleikar sjúkrahúsanna til að mæta aukinni þörf fyrir þjónustu eða nýjar aðgerðir séu afskaplega erfiðir. Slíkt þurfi að sækja beint til fjár- veitingavaldsins, með mis- góðum árangri. „Þetta er í sjálfu sér sós- íalískt rekstrarkerfi sem hefur algjörlega gengið sér til húðar. Það gengur aldrei upp að samhengi sé ekkert milli útgjalda og kostnaðar. Ekki í rekstri heilbrigðis- kerfisins og raunar ekki neinum rekstri," segir Ein- ar. Hann tekur undir þær raddir sem telja nauðsyn- legt að fá gagnsætt kerfi svo kostnaður við einstaka liði liggi á yfirborðinu. Það eitt og sér sé hins vegar því miður ekki nóg; færa verði rekstrarfyrirkomulag sjúkrahúsanna alveg úr ríkisrekstri svo ná megi fram hagræði í rekstri, aukinni samkeppni og bættum afköstum. „Þeir sem komnir eru til vits og ára muna eftir Bæj- arútgerð Reykjavíkur, sem árum saman var rekin með miklum halla í samkeppni við vel rekin einka- fyrirtæki. Loks gáfust menn upp á hallarekstrinum og lögðu fyrirtækið inn í Granda, öflugt einkafyrirtæki. Auðvitað var ekki að sökum að spyrja, rekstur fyrirtækisins hefur gengið vel og örugglega alla tíð síðan. Þetta framtak er svo sannarlega til eftir- breytni.“ Máli sínu til stuðnings nefnir Einar að fyrr á öldinni þegar sjúkrahúsin voru stofnuð hafi margt verið rekið með sósíalísku fyrirkomulagi. Ríkið hafi vasast í ýmiskonar rekstri, t.d. banka, framleiðslufyrirtækja, í sam- göngum og fleiru. Smám saman hafi ríkisvaldið losað sig út úr þessum rekstri, einkum á seinni árum og sala ríkisins á hlut sínum í bönkunum sé dæmi um það. „Þetta þarf einnig að gerast í heilbrigðiskerfinu. Margir halda því fram að einkaframtak eigi ekki að koma að heilbrigðisþjónust- unni. Þetta er að mínu mati ekki rétt. Gæði og afköst starfsfólks liggja í inn- stillingu starfsfólks og auðveldara er að halda því ánægðu í einkarekstri en í rekstri ríkisins af margvíslegum ástæðum." Einar leggur þó að lokum áherslu á að einkavæðing í heilbrigðisrekstri geti ekki átt sér stað í einu vetfangi heldur með þróun á nokkrum árum. Þversagnir í umræðunni „Þversagnir í umræðunni um fjár- mál sjúkrahúsanna eru svo miklar að undrun sætir,“ segir Guðmundur Þor- geirsson, prófessor og yfirlæknir á Landspítalanum. ,Aðaláhyggjuefni mitt varðandi þá umræðu er að það er eins og þessi fyrirtæki sem við köllum sjúkrahús færi allt sitt bókhald í ein- um dálki, þ.e. kostnaðardálkinum. Það er aldrei fjallað um afurðir eða fram- leiðslu þessara stofnana þótt hún sé gríðarlega dýrmæt hvernig sem á mál- ið er litið. Á síðustu árum hefur sífellt meira fengist fyrir þá fjármuni sem eru í kostnaðarreitnum þótt það veki aðeins takmarkaða umræðu og áhuga. Þess vegna er oft lítið vit í umræðunni um fjárhagsstöðu sjúkrastofnana. Ekkert einasta fyrirtæki gæti lagt spil sín á borðið á þeirri forsendu að aðeins sé horft á kostnaðinn, ekkert á veltuna eða afurðina. Nú er staðan þannig að veltan eykst og í flestra augum virðist það bara vera vandamál," segir Guð- mundur. Hann kveðst sannfærður um að það sé ekki vilji fyrir því að lama stofnanir með fjársvelti. „Sá vilji er hvergi. Ekki meðal almennings og ekki meðal stjórnmálamanna þegar á hólminn er komið. Engu að síður er þetta aðferð til að knýja fram sparnað, en í aðferð- inni felst sú þversögn að skilvirkni og góð afköst eru ámælisverð, ef ekki lög- brot. Þess vegna hrekjumst við út í að veita fremur slappa þjónustu með biðl- istum og öðru slíku.“ Guðmundur telur að ríkisvaldið eigi að standa á bak við kostnað sjúkrahús- anna, því það tryggi best jafnt aðgengi að lífsnauðsynlegri heilbrigðisþjón- ustu. Hins vegar að tryggja að fjár- munir fylgi viðfangsefnum, þannig að stofnanir sjái sér hag í að vinna vel og af skilvirkni. Þótt faglegur metnaður og hugsjón starfsfólksins sé grund- völlur gæða í heilbrigðisþjónustunni verður líka að vera vit í rekstrarhlið- inni,“ segir Guðmundur. Linnulaus gagnrýni stj órnmálamanna Þórður Harðarson, prófessor og sérfræðingur í lyflæknisfræði, segir að sjúkrahúsin í Reykjavík hafi legið undir linnulausri gagnrýni stjóm- málamanna undanfarin ár. ,Á þessu árabili hefur aldrei verið horfst í augu við raunverulega fjárþörf spítalanna, en óskhyggjan höfð að leiðarljósi,“ segir hann. „Samanburður við sjúkrahús er- lendis hefur þó verið okkur hagstæður hvað varðar mönnun og kostnað. Þró- unin hefur líka verið í spamaðarátt: Á ámnum 1995-99 fjölgaði sjúklingum á Landspítala um 19%, stöðugildum fækkaði um 3%, fjöldi sjúklinga á stöð- ugildi jókst um 23% og kostnaður á sjúkling lækkaði um 7% þrátt fyrir kostnaðarsamar tækninýjungar, hækkandi lyfjaverð o.fl.“ Þórður segir að sparnaðaraðgerðir hafi leitt til lakari þjónustu á ýmsum sviðum. Fjölmargir sjúklingar vistist á hávaðasömum göngum spítalanna og langir biðlistar stuðli að lakara heilsu- fari, framlengingu fötlunar og stund- um lífshættu. Starfsaðstaða starfs- manna sé víða bágborin og sjúkrastofur á ýmsan hátt úreltar. „Starfsfólk og stjómendur sjúkra- húsanna í Reykjavík telja því ómak- lega að sér vegið með þeim málflutn- ingi, sem stjórnmálamenn hafa tamið sér að undanförnu, síðast á haustþingi 1999,“ segir Þórður og bætir við að gallar núverandi fjármögnunarkerfis sjúkrahúsanna þ.e. fastra fjárlaga Al- þingis, birtist m.a. í áhrifum aukinnar framleiðni. Til dæmis geti yfirlæknir handlækningadeildar ákveðið að fjölga mjaðmaaðgerðum og bæta þannig líðan og færni sjúklinga, auk þess sem kostnaður Tryggingastofn- unar minnki. Þetta sé viðurkennt sem mjög arðvænleg læknisaðgerð. En þessi ráðstöfun auki fjárhagshalla handlækningadeildar og kalli þannig á enn harðari aðhaldsaðgerðir, oft lokun rúma. „Það væri spor í rétta átt að koma á árangurstengdu fjármögnunarkerfi, þannig að aukin framleiðni væri verð- launuð með aukinni fjárveitingu. Fyrstu skrefin í þessa átt hafa verið stigin í öldrunar- og endurhæfningar- þjónustu sjúkrahúsanna og fleiri deildir munu fylgja í kjölfarið. Rétt er þó að undirstrika að stjórnvöld geta haft rangt við í þessu kerfi eins og öll- um öðrum. I Noregi ákváðu heilbrigð- isyfirvöld t.d. nýlega að greiða ekki kostnað við gjörgæslusjúklinga um- fram 16 milljónir íslenskra króna. Þann kostnað þurftu sjúkrahúsin að fjármagna með niðurskurði annarra útgjalda. Næsta ár var svo grunnur þjónustusamninga lækkaður um 3,5%. Aðrir möguleikar felast í því að gera einstakar einingar sjúkrahúsanna fjárhagslega sjálfstæðar. Á Landspít- ala munu rannsóknardeildir og blóð- banki fara þessa leið. Þjónusta þess- ara deilda verður þá keypt af öðrum deildum á markaðsverði, og mun það væntanlega draga úr ofnotkun, ef ein- hver er, á rannsóknum og blóðgjöfum. Þá vil ég nefna þá sóun, sem í því felst, að sjúklingar þurfa að vistast á dýrum sjúkrastofnunum eftir að bráðavandi þeirra hefur verið leystur. Það væri tvímælalaust verðmætasta sparnaðar- ráðstöfunin, sem völ er á, ef komið væri á fót þeirri endurhæfingar-, öldr- unar- og hjúkrunaraðstöðu, sem þörf er á hér í þéttbýlinu. Á landsbyggðinni hefur þessi vandi víðast verið leystur, en því fer víðs fjarri á Suð- vesturlandi." Þórður nefnir að sums staðar á Norðurlöndum séu sveitarfélög skyld að taka til vistunar sjúklinga, sem séu hæfir til útskriftar af sjúkrahúsum. Að öðrum kosti þurfi þau að greiða sjúkrahúsinu daggjöld. Einn möguleikinn enn sem Þórður nefnir er trygg- ingakerfi sem menn kaupa sér aðild að. Lengst sé sú þróun komin í Bandaríkjun- um, en hafi gefist illa, enda sé kostnaður við heilbrigð- isþjónustu hvergi meiri og skriffinnska mikil. Því miður bendir allt til þess, að með sífellt full- komnari og dýrari meðferð- arúrræðum muni stjórnvöld á Vesturlöndum smám sam- an gefast upp á því að bjóða öllum almenningi fullkomn- ustu heilbrigðisþjónustu, sem völ er á hverju sinni. Það mun leiða til forgangs- röðunar, þar sem mönnum mun verða mismunað eftir sjúkdóms- greiningu, aldri, fjölskylduhögum eða öðrum þáttum. Slík röðun mun leiða til þess að efn- að fólk mun kaupa þjónustu af einka- aðilum á markaðsverði eða með trygg- ingum. Það jafngilti hruni þeirrar jafnaðarstefnu í heilbrigðismálum, sem flestir íslendingar hafa aðhyllst," segir Þórður. Viðurkenna þarf þátt kennslu og rannsókna Gunnar Sigurðsson, prófessor og forstöðumaður lyflækningasviðs Sjúkrahúss Reykjavíkur, vill undir- strika þátt kennslu og rannsókna í starfsemi sjúkrahúsanna. „Þennan þátt þarf að viðurkenna en það verður sjálfsagt ekki gert fyrr en læknadeild Háskóla íslands hefur verið samtvinn- uð betur starfsemi þeirra. í dag má eiginlega segja að sjúkrahúsin annist kennslu læknanema og annarra heil- brigðisstétta án þess að fá nokkuð fyr- ir það og aðstaðan til kennslu og rann- sókna hefur orðið útundan þess vegna. Víða erlendis er gert ráð fyrir 25% aukaframlagi til reksturs kennsluspít- ala til að mæta kennslu- og rannsókn- arverkefnum," segir Gunnar og telur að með því að viðurkenna þetta eðli- lega aukaframlag vegna kennslu og rannsókna yrði fjárhagsstaða sjúkra- húsanna allgóð í dag. Lítil þörf á pólítískri stjórn sjúkrahúsa Jónas Magnússon, prófessor og yf- irlæknir skurðdeildar Landspítalans, telur að lítil þörf sé á pólitískri stjórn sjúkrahúsanna eigi reksturinn að vera faglegur. „Almennt um fjármögnun og stjómun sjúkrahúsanna má segja að núverandi fyrirkomulag stjórnar- nefndar með fullri virðingu fyrir nú- verandi og fyrrverandi stjórnarnefnd- um sé afar veikt. Rekstur sjúkrahúss er flókið fyrirbæri og mönnum gengur ekki of vel að fóta sig á því svelli,“ seg- ir hann. Jónas segir að mikil óskhyggja hafi einkennt stjórnmálamenn, sem í raun krefjist reksturs eins og í fyrra með ostahnífsniðurskuðri, eins og hann orðar það. Jónas segir engum vafa undirorpið að núverandi kerfi fastra fjárveitinga sé úr sér gengið. „Margs konar nýj- ungar hafa verið teknar upp og bylting hefur orðið í meðhöndlun sjúklinga á mínu sviði lækninga. Þetta hefur verið gert án sérstakra fjárveitinga og bein- línis stuðlað að hallarekstri. Með að- gerðum sem hafa í för með sér styttri legutíma er hægt að auka fjölda að- gerða og fækka rúmum í skurðlækn- ingum, enda hefur hvorttveggja gerst. Aukinn fjöldi aðgerða hefur leitt af sér aukinn rekstrarkostnað og þannig hallarekstur. Þrátt fyrir að þessar nýju aðgerðir séu í raun léttari fyrir sjúklinginn og ódýrari fyrir þjóðfélag- ið, vegna miklu styttri veikindafjar- veru, þá hefur þessi deild aldrei notið þess að vera með betri rekstur. Þegar vandræði verða í rekstrinum er viðbragðið að fækka aðgerðum og minnka þjónustuna. Ef við berum okk- ar rekstur saman við fyrirtæki sem selja þjónustu, t.d. Flugleiði, þá er deginum ljósara að slíkt fyrirtæki mætir ekki rekstrarerfiðleikum með því að reyna að selja fæm ferðir. Það er því nauðsynlegt að samkomulag verði um verð verka, eða aðgerða, þannig að fé fylgi verkum.“ Kröfur um þjónustu Ásgeir Haraldsson, prófessor og yf- irlæknir barnaspítala Hringsins, segir það árvissann viðburð að skammast sé út í starfsfólk og stjómendur sjúkra- húsanna. Einu gildi þótt sjúkrahúsin skili miklum árangri, auknum afköst- um og svari kröfum samfélagsins um bestu mögulega meðferð. Slíkt ástand sé auðvitað óviðunandi. „Varla ætla menn að fólk leggist inn á sjúkrahús, heilbrigt, gangist jafnvel undir skurðaðgerðir án ástæðu eða að börn séu lögð inn til lækninga án þess að vera veik? Við gerum kröfum um góða þjónustu þegar hennar er þörf. Slík þjónusta er því miður dýr,“ segir Ásgeir. Hann viðurkennir að lausn á greiðslufyrirkomulagi fyrir sjúkra- hússþjónustu sé ekki einföld. Flestir séu sammála um að sjúklingar eigi rétt á bestu þjónustu og að eitt skuli yfir alla ganga. Þannig telji menn að þegar komi að heilbrigðisþjónustu eigi allir að sitja við sama borð og hann sé einn þeirra. „Það er mín skoðun að föst fjárlög séu eðlilegur grunnur fyrir rekstri stórra sjúkrahúsa. Þau verða þó að vera eðlilega reiknuð út og miðast við þær kröfur sem gerðar eru. Breyting- ar á forsendum verða að skila sér jafn- harðan í breyttum fjárlagagrunni. Þá er einnig nauðsynlegt að ný starfsemi, bætt þjónusta eða aukin afköst, skili sér í auknum fjárveitingum.“ Ásgeir bendir á að þótt stöðugt hafi þrengt að sjúkrahúsunum á undan- förnum árum hafi engu að síður tekist að auka afköst, stytta legutíma og bæta þjónustu. Rannsóknir og kennsla hafi hins vegar setið á hakanum. Á því þurfi að gera bragarbót. Langt umfram greiðslu- getu einstaklinga Elías Ólafsson, prófessor og yfir- læknir taugalækningadeildar Land- spítalans, segir að vandinn við fjár- mögnun heilbrigðisþjónustunnar sé að kostnaður við veikindi fari auðveld- lega langt fram úr greiðslugetu flestra einstaklinga. Heilbriðisþjónustan verði að vera aðgengileg öllum og hann er þeirrar skoðunar að aðeins ríkið geti tryggt slíkt með því að ábyrgjast reksturinn. „Hugsanlegt er að einkarekin tryggingafélög komi að því með ein- hverjum hætti en erlendis hefur geng- ið illa að finna lausn sem er ásættanleg fyrir alla aðila og er reynsla Banda- ríkjamanna gott dæmi um það,“ segir Elías. Hann telur nauðsynlegt að auka hlut allra sérfræðilækna sjúkrahús- anna í fjármálaákvörðunum og þar með stjórnun sjúkrahúsanna. „Sér- fræðilæknar bera ábyrgð á læknis- meðferð sjúklingsins og flestar ákvarðanir sem valda óvæntum út- gjöldum í sjúkrahúsrekstrinum eru teknar af þeim. Nauðsynlegt er að sérfræðilæknar axli þá ábyrgð sem falin er í því að hafa aðeins takmar- kaða fjármuni til ráðstöfunar og lík- legast er að það náist fram með auk- inni þátttöku þeirra sjálfra í stjórn sjúkrahússins." Morgunblaðið/Ásdís Jafh réttur foreldra til fæðingarorlofs var ræddur á jafnréttismálþingi sem fram fér f gær. Unnið að því að jafna rétt foreldra til fæðingarorlofs Jafn réttur foreldra til fæðingarorlofs virð- ist vera sífellt mikilvægara atriði í umræð- unni um jafnréttismál. Birna Anna Björns- ddttir sat í gær málþing helgað þessu efni. GEIR H. Haarde fjármála- ráðherra segir ríkis- stjórnina vera að vinna að því að jafna rétt mæðra og feðra til fæðingarorlofs og að um þessar mundir sé gullið tækifæri til að koma þeim málum í gott horf. Á jafnréttismálþingi Sambands ungra sjálfstæðismanna og Lands- sambands sjálfstæðiskvenna í gær hélt fjármálaráðherra framsögu og segir hann einnig markmið stjórn- valda að lengja fæðingarorlof og að reyna að jafna aðstöðu opinberra starfsmanna og starfsmanna á al- mennum vinnumarkaði hvað töku þess varðar. Hann minnir á að í kosningayfirlýsingu Sjálfstæðis- flokksins fyrir síðustu alþingiskosn- ingar hafi komið fram að unnið yrði að raunhæfum lausnum til að tryggja jöfn tækifæri karla og kvenna, meðal annars með því að lengja fæðingarorlof og jafna rétt mæðra og feðra til töku þess. í yfir- lýsingunni kom líka fram að á kjör- tímabilinu yrði hvoru foreldri um sig tryggður réttur til fullra launa í að minnsta kosti þrjá mánuði. í stjórn- arsáttmála ríkisstjórnarinnar komi fram að lengja skuli fæðingarorlof og að jafna skuli rétt mæðra og feðra til töku þess og segir hann verkefni ríkisstjórnarinnar að koma málinu í viðráðanlegan búning þannig að hægt sé að ná þessum markmiðum. Geir bendir jafnframt á að allt sé þetta háð því hvað breytingamar muni koma til með að kosta og hvemig þær verði fjármagnaðar. Hann segir þá staðreynd að opinber- ir starfsmenn hafi rýmri rétt í þess- um efnum en starfsmenn á almenn- um vinnumarkaði, gera málið flóknara og telur að einnig skuli vinna að því að réttur til fæðingar- orlofs verði sem jafnastur óháð því hvort fólk vinnur hjá hinu opinbera eða ekki. Ákveðið misrétti hafi þróast í þeim efnum sem verði að jafna. Búa má til kerfi sem yrði öðrum þjóðum til fyrirmyndar Geir telur mikilvægt að reyna að leysa málið í heild sinni og segir hann aðstæður í þjóðfélaginu núna, hvað varðar hugarfar til dæmis, til- valdar til að finna á því lausn sem gæti skipað okkur í fremstu röð með- al þjóða og hér megi búa til kerfi sem geti orðið öðrum til fyrirmyndar. Hann nefndi einnig mikilvægi þess að auka sveigjanleika varðandi töku fæðingarorlofs. Til dæmis gæti fólki verið boðið að taka hluta af fæð- ingarorlofinu með hálfsdagsvinnu og orlofið yrði þá lengra sem því næmi. Einnig gæti verið mögulegt að taka hluta af fæðingarorlofi sínu, vinna svo um hríð og taka svo síðar það sem eftir stæði af orlofinu. Slíkur sveigjanleiki yrði til bóta, ekki síst fyrir atvinnulífið. Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra hélt einnig framsögu 4 jafnréttismálþinginu og fjallaði hún um hvers vegna mikilvægt sé að réttur foreldra til fæðingarorlofs verði jafnaður. Hún segir að þótt mikið hafi unnist í jafnréttisbarátt- unni sé töluvert eftir og að jafn rétt- ur foreldra til töku fæðingarorlofs sé mikilvægt hagsmunamál. Hún tekur fram hversu þýðingar- mikið fæðingarorlofið sé varðandi tengsl foreldra og barna. Samveru- stundir foreldra og barna séu færri nú en áður og segir hún lög um fæð,- ingarorlof eðlileg viðbrögð við þeim breytingum í samfélaginu. Markmið og réttlæting laga um fæðingarorlof varði þannig velferð bamsins. Hún tekur undir skoðun fjármála- ráðherra um að málið sé flókið, með- al annars vegna þess að í núverandi kerfi sé einnig til staðar mismunun milli opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum vinnumar- kaði. Einnig bendir hún á að breyt- ingum fylgi aukin útgjöld. Núverandi lög veikja stöðu kvenna á vinnumarkaði Sólveig segir að þau sjónarmið sem mismuni kynjum í núverandi reglugerðum og lögum verði að telj- ast úreld og að ekki sé lengur ástæða> til að gera ráð fyrir þvi að mæður beri meiri þunga af bamauppeldi en feður. „Raunar er það með réttu krafa samtímans að foreldrar axli þessa ábyrgð sameiginlega. Lög sem ganga út frá því sem vísu að mæður sinni uppeldi frekar en feður vinna gegn markmiðum jafnréttisbarátt- unnar og em í hróplegri mótsögn við einstaklingshyggju sjálfstæðisstefn- unnar, “ segir Sólveig Hún segir að reglur sem feli í sér mun víðtækari rétt kvenna til greiðslna í fæðingarorlofi en karla, feli um leið í sér mun meiri hvatn- ingu fyrir konur en karla að taka fæðingarorlof. Þannig veiki löggjöfm stöðu kvenna á vinnumarkaði. „Töku fæðingarorlofs fylgir óhag- ræði og kostnaður fyrir vinnuveit- endur. Þegar konur taka það í meira mæli en karlar og em beinlínis hvattar til þess umfram þá af ríkinu, með fjárstyrkjum, veikist staða kvenfólks á vinnumarkaði.“ Hún segir að þannig sé þeirri hug- mynd, að konur séu dýrari og óáreið- anlegri starfskraftar en karlmenn, viðhaldið og bendir á að þannig þurfi það ekki og eigi ekki að vera. Ríkis- valdið geri hins vegar sitt til þess að stuðla að því með gildandi reglunfr, um fæðingarorlof. Rétt foreldra til að taka fæðingarorlof verði því að jafna og um það virðast raunar allir sammála. Sólveig segir ríkisstjórnina hafa sett sér það markmið að jafna rétt- inn á þessu kjörtímabili og hún treysti því að fljótlega finnist lausn á þessu máli.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.