Morgunblaðið - 05.02.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 49^
MARGMIÐLUN
Fyrir alla
fjölskylduna
taka margfaldast.“
Sigurjón segir að tilboð og fyrir-
spumir hafi komið víða að. „Meðal
annars seldum við bíl til Danmerk-
ur, það var partasali þar sem frétti
af vefnum og sendi inn tilboð í vöru-
bifreið. Hann flaug svo hingað dag-
inn eftir og gekk frá kaupunum og
til baka seinnipartinn. Tilboðin eru
nú þegar komin vel á annað þúsund
á viku. Ég sé fyrir mér að þeim
fjölgi nokkuð á næstunni," segir
Sigurjón.
Sigurjón segir að fyrir fæmi
tæknistjóra vefjarins, Sigurjóns H.
Ingólfssonar, gangi breytingar og
þróun hratt fyrir sig og þannig
megi svara óskum notenda mjög
fljótt. „Við höfum stundum heyrt
frá tilboðsgjöfum að þeir muni ekki
í hvaða bíla og hversu hátt þeir
buðu. í síðustu viku opnaðist sá
möguleiki fyrir þá sem hafa aðgang
að Tryggingabankanum að sjá sín
tilboð og sína stöðu gagnvart út-
boðinu. Þá erum við að vinna að
WAP-útgáfu vefjarins í samvinnu
við Tölvumyndir og þá geta menn
boðið í og skoðað stöðu útboðsins á
símanum sínum.“
Lucas Leaming, dótturfyrirtæki leikja- og kvik-
myndarisanns Lucas Arts í eigu Georges Lucas, gaf
nýlega út nýjan púslleik fyrir yngri kynslóðina. Leik-
urinn ber heitið Pit Droids og er í tvívídd.
í PIT Droids, sem
byggist á figúrum úr
Star Wars-heiminum,
taka spilendur sér hlut-
verk skipuleggjanda
sem þarf að koma þús-
undum viðgerðarvél-
menna frá geimskipi í
gegnum málun og til
Pod-Race-vallar þar
sem þeir eiga að vinna.
Vandamálið er að vél-
mennin hlýða bara
skipunum frá sérstöku
segulsviði í jörðinni og
þar sem slíkir segulf-
letir eru af skornum
skammti á Tatooine,
þar sem leikurinn ger-
ist, er mjög snúið að
koma þeim á rétta
staði.
Grafík leiksins er með ágætum þótt hún sé ekki mikilvægasti
hluti hans. Hægt er að stækka hluta skjásins og minnka og fylgastvel með
hvar vélmennin rekast hvert á annað og brotna í litla bita. Betra gæti það
varla verið.
Tónlist og hljóð leiksins eru frábær, þó sérstaklega tónlistin. Flottar
fönk-djass ballöður halda spilendum í réttu stemmningunni í marga
klukkutíma og þar sem leikurinn hefur meira en þrjú hundruð borð
er best að byrja ekki að spila seint á kvöldin.
Pit Droids er afar flottur leikur og helst
fyrir þá sem hafa nóg af frítíma. Ef leikurinn
sjálfur klárast einhverntímann er einnig
hægt að búa til sín eigin púsl sem geta verið
eins stór og spilandinn telur að hann ráði við.
Einnig er hægt að spila hann yfir Netið og þó
þarf ekki mjög hratt módem tíl.
Fyrir alla þá sem hafa gaman af púsl- eða
ævintýraleikjum gæti Pit Droids ekki verið betri. Greinarhöfundur hefur
sjálfur aldrei haft mjög gaman af púslleikjum, ekki fyrr en hann prófaði
þennan. Leikur sem er vel peninganna virði og passar fyrir alla fjölskylduna.
Ingvi M. Árnason
Sjóvá-Almennar
'iafa rekið um
tíma útboðsvef
á slóðinni
www.sjova.is/
forvam-
ir_og_tjon/
tjonabil-
ar.HTM,
en þar eru
haldin útboð á tjónabflum yfir
vefinn í hverri viku. Myndir
eru birtar af bflunum frá öll-
um sjónarhomum og geta
menn gert tilboð í bílana hvað-
anæva úr heimi sem er. Vefn-
um hefur verið vel tekið og
berst vel á annað þúsund til-
boða í bfla á viku hverri. Um-
sjónarmaður útboðsvefjar Sjó-
vár-Almennra heitir Sigurjón
Andrésson og er reyndar
lærður bakari, fimmti ættliður
bakara í fjölskyldunni að hann
segir. „Það má því kannski segja að
ég sé að svíkja lit með því að halda
mig ekki við baksturinn,11 segir
Sigurjón og bætir við að hann
hafi ekki verið mikið að velta
Netinu fyrir sér fyrr en hann byrj-
aði hjá Sjóvá-Almennum fyrir
tveimur árum.
Sigurjón segir að hugmyndin að
útboðsvefnum hafi kviknað hjá Sig-
urði Emi Karlssyni, deildarstjóra
hjá Sjóva-Almennum, fyrir tveimur
ámm. í upphafi hafi vefurinn verið
skipulagður og settur saman í sam-
vinnu við Intranet, en nánast ein-
göngu er stuðst við Microsoft-lausn-
ir.
Vinnan við vefinn gekk hratt fyrir
sig og þá strax um vorið var hægt
að bjóða í bfla á vefnum. Sigurjón
segir að aðsóknin hafi ekki verið
neitt sérlega mikil framan af, en þó
hafi nokkuð stór hópur fólks notað
vefinn í upphafi og ekki skipt
minnstu að nú sátu notendur af
landsbyggðinni við sama borð og
borgarbúar. „Þegar Sjóvá-Almenn-
ar opnuðu svo nýjan vef í júlí var
mikil vinna lögð í bifreiðaútboðssíð-
una. Síðan þá hefur umferð og þátt-
Bflaútboð
á N etinu
LEIKIR
afík
vopnum sínum og fara svo út í erfiðari verk-
efni.
Því miður er þetta ekki alveg svo einfalt, ,
spilendur verða að kaupa sérstök mynda-
kort með stigum sem fást fyrir hvert klárað
verkefni. Hljómar einfalt en það er galli á
gjöf Njarðar; engin leið er til að vita hvort
maður fær nýtt borð eða bara einhverja
mynd af persónum leiksins. Oft kemur það
fyrir að spilendur eyða öllum stigunum sín-
um í eitthvert rugl og þurfa svo að klára
sömu borðin aftur og aftur til að safna stig-
um upp á nýtt.
Grafikin í Soul Calibur er ótrúleg.
Þegar leikurinn kom fyrst út komst
enginn annar leikur nálægt honum í
grafík en hugsanlega hefur hann verið
sleginn út nú þegar önnur kynslóð
Dreamcast-leikja er að koma út. Fá mynd-
bönd eru í leiknum en þau sem eru til staðar
líta út eins og bíómyndir, ekki eitthvað sem _
var teiknað.
Það er eiginlega ekki hægt að kvarta yfir
hljóðinu í leiknum þrátt fyrir ótrúlega leið-
inlega tónlist, öll bardagahljóð eru flott og
vel gerð.
Þótt Soul Calibur hefði mátt vera miklu
fjölbreyttari er hann samt einn af flottustu
og bestu bardagaleikjum til þessa.
Þeir sem fíla bardagaleiki
virkilega mikið ættu þó að
bíða frekar eftir Tekken
Tag Tournament og
spila þennan bara í búð-
inni.
Ingvi M. Árnason«
Otriil
Calibur og er slagsmálaleikur í þrívídd.
Minniskort er nauðsynlegt til að komast
áfram í leiknum.
SOUL Calibur er í raun framhald hins
geysivinsæla Soul Edge, slagsmálaleiks
sem gefinn var út fyrir bæði PlayStation
og Sega Saturn á sínum tíma. Söguhetjur
leiksins eru flestar þær sömu og voru í
Soul Edge en þar sem Namco ákvað að
blanda saman bestu þáttum bæði Tekken 3
og Soul Edge má einnig finna persónur eins
og Yoshimitsu og Hworang sem hefur þó ver-
ið breytt töluvert. Ólíkt Soul Edge er sögu-
þráðurinn ótrúlega flókinn og í raun er engin
leið til þess að vita hvað er í gangi fyrr en
leikurinn hefur verið spilaður heillengi.
Vandamálið við flesta slagsmálaleiki
er að þeir eru ekki nógu fjölbreyttir.
Oftast ýtir fólk bara á alla takkana
þangað til stóra skrímslið í lokin
er unnið og svo þegar það
er búið að gera það sama
með öllum persónum leiks-
ins er leiknum ýtt undir
næstu hillu og honum
gleymt. Soul Calibur og
Soul Blade fóru aðra leið
en venjulega í að reyna að
lengja endingu leiksins
með því að höfða til æv-
intýraþrár fólks og
bættu við nokkurn veg-
inn hlutverkaleiksanda í
allt saman, Spilendur
verða að byrja í þjálf-
un þar sem þeir læra
grundvallaratriði
LEIKIR
Namco, einn stærsti og besti leikjaframleið-
andi í heimi, gaf út frumraun sína fyrir
Dreamcast-tölvu Sega-fyrirtækisins ílok
síðasta árs. Leikurinn ber heitið Soul