Morgunblaðið - 05.02.2000, Page 50

Morgunblaðið - 05.02.2000, Page 50
« 50 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Sérkennsla II Er hefðbundin sérkennsla raunhæf hjálp eða ávísun á frekari erfíðleika? Hér birtist önnur grein Helgu Sigurjónsdóttur um sérkennslu fyrir ófötluð börn í grunnskólum. Helga vill frumkvæði frá kennurum fremur en stofnunum. Hún skoðar rætur áhrífamikilla kenninga á kennslu og tengsl við greindarmælingar hér. Hver er árangur • sérkennslu? • Samband mannkynbótastefnu og sérkennslu? • Erfiðar heimilisaðstæður eða ófullnægjandi kennsluhættir? Nú er rétt að bregða sér svo sem eina öld aftur í tímann og reyna að graf- ast fyrir rætur þeirra kenninga sem hafa haft svo mikil áhrif á nám og kennslu að fimmta hveiju barni er vísað nánast á kaldan klaka í skólakerfinu. Þá var vís- indunum óðum að vaxa fiskur um hrygg og sál- fræðin að eflast og hasla sér völl á æ fleiri sviðum, m.a. í skólum. I Frakk- landi höfðu stjómvöld fyrirskipað að öllum bömum skyldi kennt að lesa og skrifa. Frá fomu fari höfðu menn lagt að jöfnu gott vald á lestri, skrift og stafsetningu og góðar gáfur. Hinir sem áttu í basli með þessar undirstöðugreinar hefðbundins skólanáms vora til fárra fiska metnir. Stjómvöld þurfa alltaf að spara, líka frakknesk fyrir 100 áram og þá kom þeim ráð í hug. Læknir nokkur, sem var líka sál- fræðingur, var að gera tilraunir með að mæla vitið í fólki. Væri ekki upplagt að hann hannaði próf sem unnt væri að leggja fyrir bömin áð- ur en skólaganga hæfist? Prófið myndi skera úr um það hvort vitið væri nægjanlegt til að ná valdi á “ lestri, skrift og reikningi. Þetta var árið 1905 og sálfræðingurinn hét Alfred Binet (1857-1911). Um þetta leyti hafði mannkyn- bótastefnan mtt sér til rúms í Evrópu og Bandaríkjunum. Sam- kvæmt kenningum mannkynbótasinna fór þjóðfélögunum hrakandi sökum þess að vísindin og velferðin lögðust á eitt um að halda lífi í öllum, einnig þeim veikbyggðu sem náttúran hafði hingað til séð um að dæju drottni sínum. Nú lifði fólk með vond gen og litla vitsmuni og jók kyn sitt til jafns við fólk með góð gen og mikla vitsmuni. Hér á landi vann dr. Matthías Jónas- son sálfræðingur að greindarmæl- ingum um árabil. Af bók hans Greindarþroski og greindarpróf (1956) að dæma virðist hann hafa aðhyllst mannkynbótastefnuna, a.m.k. trúir hann því að hinir „lág- greindu“ hér á landi geti beinlínis ógnað framþróun þjóðfélagsins fari svo fram sem horfir að þeim fjölgar meira en fólki með háþróaða greind. Þetta var mikið áhyggju- efni vísindaheimsins um þær mundir, þess vegna varð eitt helsta verkefni mannkynbótasinna að uppræta tomæmi eða greindar- skort. Lágt greindarstig eða „fá- bjánska" var talið orsakast af erfðavísi sem fluttist „frá kynslóð til kynslóðar með bameignum þeirra þroskaheftu eða treggáf- uðu“. (Unnur B. Karlsdóttir. Mann- kynbætur. 1998; 131. Sagnfræði- stofnun Háskóla íslands, Rvk.). Helga Sigurjónsdóttir Úr myndasafni Hugmyndin um próf áður en skólaganga hefst er gömul. Þetta er önnur af þremur greinum um sérkennslu. Fyrsta greinin (29/1) fjallaði um uppliaf sérkennslu í grunnskólum (þ.e.a.s. kennslu fyrir ófötluð böm). í þessari grein verður skyggnst undir yfirborðið og athuguð liugmyndafræðin sem hvort tveggja hvílir á, kenningin um „tossana" og kenningin um „sérkennslu- börain“. Einnig verður sagt lítillega frá upphafi sálfræði- þjónustu í skólum. Veikbyggðir og lággreindir? Þetta sjónarmið kemur víða fram í áðumefndri bók Matthíasar Greindarþroski og greindarpróf. (1956:83. Menntamálaráðuneyti). Hann segir t.d. á einum stað að í ár- daga hafi hinn lággreindi meðal frumstæðra manna ekki kunnað að „verjast árásum dýra og vemda sig gegn ómildri veðráttu" enda hafi aðeins hinir betur greindu lifað af fram á vora daga. Veikbyggðir, lággreindir og framtakslitlir ein- staklingar hafi ekki lifað nema fram á unglingsár. Þeir hafi þess vegna ekki aukið kyn sitt. Það var happ af því að lítil greind var bein- línis hættuleg fyrir mannkyn eins og áður segir. Greindin var auðlind þjóðarinnar og á ábyrgð hennar allrar að hún spilltist ekki. Matthías fagnar lögunum um vananir frá 1938 en samkvæmt þeim vom þroskaheftir og fábjánar í hópi þeirra sem mátti gera ófrjóa. En lögin gengu of skammt að hans dómi. Hér var aðeins um heimild en ekki skyldu að ræða og það fannst honum galli. Ekki er heldur að finna í lögunum fyrirmæli um „hvemig ákvarða skuli þær hættu- legu kynfylgjur, sem gera aðgerð- ina nauðsynlega". Hér kæmu greindarprófin í góðar þarfir því að þau „geta með miklu meira öryggi en nokkur aðferð skorið úr um fá- vitahátt og önnur stig lágþróaðrar greindar (oligofreniu)“. (bls. 103). Boðskapurinn er skýr, þjóðinni stafar hætta af lítilli greind sumra þegna sinna. Ástæða er til að taka fram að ekki var aðeins átt við mik- ið fatlað fólk andlega og/eða líkam- lega, sem bar merki fötlunar sinnar á augljósan hátt. Þjóðinni stafaði ekki mest hætta af því fólki heldur hinum, sem vora eðhlegir í útliti en mældust tilteknum greindarstigum neðan við meðalgreind. Þetta fólk villir á sér heimildir, leynir vitandi og óvitandi tomæmi sínu og bland- ast öðram óhindrað. Orðin sem not- uð era um námsgáfur þessa fólks era margvísleg, svo sem „lemstrað- ir hæfileikar" „fávitaháttur“, „göll- uð greind“ o.fl. í svipuðum dúr. Þetta era gölluð eintök af fólki. (bls. 103). Greindarsérfræðin hefur verk að vinna að mati dr. Matthíasar. Kaflinn Notagildi greindarmæl- inga endar á þessum orðum: „Við náum ekki fullnægjandi tökum á þeim vandamálum, sem kynfýlgjur hinna lægstgreindu skapa, nema með skipulegri notkun vísindaleg- rar þekkingar. Hugtæknilega er auðvelt að skera úr því. Sá, sem nær því, getur, þegar að því kemur, séð sér og afkvæmi sínu farborða með vinnu sinni. Og hann hefur jafnar líkur á við hvem annan um það, að afkvæmi hans verði andlega heilbrigt. Frá sjónarmiði samfélags og menningar er ekki æskilegt, að fólk, sem er sýnilega og sannanlega neðan við þetta greindarstig, skuli auka kyn sitt“ (bls. 104). Sálfræðideild skóla Rannsóknir Matthíasar um miðj- an 5. áratuginn mörkuðu upphaf sálfræðiþjónustu í skólum hér á landi en hún tók í arf kenningar sálfræðinnar um greindarfar manna og „nám við hæfi“ handa fólki á hinum ýmsu greindarstig- um. Sálfræðiþjónusta var rekin víða um land á þeim 20 áram sem ríkið skipti sér lítið eða ekki af þessum málum. Kópavogur reið á vaðið og réð uppeldisráðunaut, sálfræðing- inn Jónas Pálsson, að skólum sínum árið 1956. Hann starfaði þar í fjög- ur ár en var þá ráðinn til að byggja upp sálfræðiþjónustu í Reykjavík. Jónas gerði það og stýrði henni í 10 ár eða til 1970. Jónas sótti fyrir- mynd að deildinni til Noregs og þangað fóra flestir íslenskir sér- kennarar til náms um árabil. Samkvæmt bók Kristins Bjöms- sonar sálfræðings, Sálfræðiþjón- usta í skólum (Rvk, 1990), virðist nokkur tilhneiging hafa verið í deildinni að relga rætur náms- vandamála fremur til erfiðra heim- ilisaðstæða en til ófullnægjandi kennsluhátta. Hefðbundin sér- kennsla hlaut því að falla í svipað far. Lesblinda og aðrir sértækir námserfiðleikar vora ekki á dag- skrá, menn virðast ekki hafa þekkt slíkt. Nú er vitað að oftast koma námserfiðleikar fram við lestrar- námið. Eg hef lýst þessu vel í bók- inni Aðgát skal höfð (bls. 15-16) og víðar. Þar segi ég líka frá því hvem- ig ég, í starfi mínu sem námsráð- gjafi, hóf samvinnu við taugalækna og sálfræðinga en Félag námsráð- gjafa tók þetta mál formlega upp í félagi sínu um 1988 og beitti sér fýrir því að lesblindir fengju góða þjónustu í framhaldsskólum. Mér þykir rétt að geta þessa hér af því að framkvæðið kom frá skól- unum sjálfum, frá starfandi kenn- uram og námsráðgjöfum, en ekki frá kennaramenntunarstofnunum, fræðsluskrifstofum eða mennta- málaráðuneyti. Höfundur er kennari og rekur eigin skóla. María Ragnarsdóttir fær verðlaun Rannsóknaþjónustunnar og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins Tækið mælir öndunarhreyfingar BJÖRN Bjarnason menntamála- steinefni, sem er aðferð sem auð- ráðherra afhenti í fyrradag Mar- íu Ragnarsdóttur, yfirsjúkra- þjálfara hjá endurhæfíngardeild Landspítalans, fyrstu verðlaun í samkeppni Rannsóknaþjónustu Háskólans og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins um nýtingu rann- sóknaniðurstaðna. Verðlaunin hlaut María fyrir öndunarhreyfíngamæli, sem er mælitæki sem mælir öndunar- mynstur svo betur sé hægt að fylgjast með ástandi sjúklinga eftir þjarta- og brjóstholsað- * gerðir. Önnur til þriðju verðlaun hlutu Már Másson, dósent ( lyfja- fræði, fyrir verkefnið: Rafefna- legir lífsækninemar fyrir lyfja- efni, sem miðar að þvi að þróa nýja gerð nema til að mæla magn lyfja í blóði, og Þorbjörg Hólmgeirsdóttir jarðverkfræð- v ingur fyrir verkefnið: Greining á þenjanlegum leirsteindum 1 veldar greiningu og mat á gæð- um og þéttleika steinefnis, til dæmis áður en það er notað til mannvirkjagerðar. Samstarfsverkefni Rannsókna- þjónustunnar og Nýsköpunar- sjóðs, Uppúr skúffunum, felst annars vegar í hvatastarfi og námskeiðahaldi og hins vegar í samkeppni þar sem bestu hug- myndir að nýsköpun og nýtingu rannsóknarniðurstaðna eru verðlaunaðar. Verðlaunafé er 500.000 krónur fyrir fyrstu verð- laun og 250.000 krónur fyrir önnur og þriðju verðlaun. Heiður fyrir sjúkraþjálfara- stéttina í heild María Ragnarsdóttir segir að öndunarhreyfíngamælirinn sé tæki sem mæli hreyfíngar á tveimur stöðum á brjóstkassa og kviði, en slfkar mælingar séu til dæmis gagnlegar fyrir sjúklinga sem fara í opnar hjartaaðgerðir og sjúklinga með lungnasjúk- dóma. Tækið hefur verið notað til rannsókna á breytingum á öndunarhreyfíngum sjúklinga fyrir og eftir hjartaaðgerð. Tæki af þessu tagi hefur ekki verið til áður. Hún segir að næsta skref sé að sækja um einkaleyfí og gera tækið þannig úr garði að fleiri geti notað það. Hún segir að hún og sam- starfsfólk hennar hafi fundið fyrir áhuga á tækinu bæði hér heima og erlendis og segist von- ast til að það geti nýst til rann- sókna víða og jafnvel orðið sölu- vara héðan frá íslandi. Maria segist afar ánægð með að sjúkraþjálfarar skuli þarna fá sérstaka athygli fyrir störf sín. „Mér fínnst þetta fyrst og fremst gaman fyrir stéttina sjúkraþjálfara og sérstaklega ánægjulegt að þetta skuli koma upp á 60 ára afmælisári Félags islenskra sjúkraþjálfara. Þetta er því ekki aðeins heiður fyrir mig persónulega og hugmynd Bjöm Bjaraason afhendir Mar/u Ragnarsdóttur, yfírsjúkraþjálfara mína heldur líka fyrir stéttina i hjá Endurhæfíngadeild Landspítalans, verðlaunin. heild,“ segir María.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.