Morgunblaðið - 05.02.2000, Side 56

Morgunblaðið - 05.02.2000, Side 56
.56 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, BJÖRN INGI STEFÁNSSON fyrrverandi kaupfélagsstjóri, Grandavegi 47, Reykjavík, sem lést mánudaginn 31. janúar, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 7. febrúar kl. 13.30. Stefán Björnsson, Helga Björnsdóttir, Sveinn Björnsson, Örn Björnsson, Jón Björnsson, Þórdís Björnsdóttir, Gyða Guðbjörnsdóttir, Stefán Ágústsson, Þórdís Vilhjálmsdóttir, Svana Júlíusdóttir, Stefán Sæmundsson, barnabörn, barnabarnabörn og langalangafabarn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar EINVARÐS RÚNARS ALBERTSSONAR, áður til heimilis á Garðbraut 51, Garði. Ingibjörg Sólmundardóttir, S. Birna Einvarðsdóttir, Jón Már Sverrisson, Albert R. Einvarðsson, Elva H. Guðmundsdóttir, Helga S. Einvarðsdóttir, Hannes J. Jónsson, Sólmundur I. Einvarðsson, Helga Indriðadóttir, barnabörn, systkini og fyrrverandi tengdaforeldrar. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, KRISTBJÖRG SVEINSDÓTTIR, Njarðvíkurbraut 44, Innri-Njarðvík, verður jarðsungin frá Innri-Njarðvíkurkirkju mánudaginn 7. febrúar kl. 14.00. Ragnar Guðmundsson, Rósa Ragnarsdóttir, Stefán Guðmundsson, Margrét Ragnarsdóttir, Sigurður Þóróifsson, Steinar Ragnarsson, Hulda Kragh, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Ólafur Haraldsson, Helga Ragnarsdóttir, Sigtryggur Sigtryggsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Við þökkum af alhug öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR GUÐBJÖRNSDÓTTUR, Skólabraut 5, Seltjarnarnesi. Sérstakar þakkir sendum við Páli Þorgeirssyni og starfsfólki deildar 14G á Landspítalanum. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd aðstandenda, Þórður Björnsson. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar konu minnar, móður okkar, tengdamóður, dóttur, systur og ömmu, HELGU BJARGAR HILMARSDÓTTUR, Lyngholti 17, Akureyri. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki FSA og kvenfélaginu Baldursþrá. Hermann Jónsson, Steina Jóna Hermannsdóttir, Númi Ingimarsson, Rúnar Hermannsson, Ragnheiður Jakobsdóttir, Áslaug Þorleifsdóttir, Sigfús Stefánsson, Gunnhildur Hilmarsdóttir, Guðbjörn Jónsson, Gylfi Hilmarsson, Marla Ýr Donaire og barnabörn. EYJÓLFUR SVANUR PÁLSSON + Eyjólfur Svanur Pálsson fæddist á Starrastöðum í Skagafirði 23. nóv- ember 1952. Hann lést 25. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Páll Gísli Ólafsson, f. 15.5. 1910, d. 12.1. 1990, og Guðrún Kristjáns- dóttir, f. 11.7. 1913. Bræður hans eru: 1) Ólafur Sigmar, f. 25.5. 1938, 2) Sigurð- ur, f. 20.11. 1940, 3) Jóhann Reynir, f. 8.7. 1945, 4) Ingimar, f. 24.6.1946. Eftirlifandi eiginkona Eyjólfs er María Ingiríður Reykdai, f. 25.2. 1958. Börn þeirra eru: 1) Þórunn, f. 4.2.1984, 2) Margrét, f. 24.12. 1987, 3) Páll Starri, f. 17.4. 1990, 4) Stefanía Guðrún, f. 24.10. 1995. Sonur Eyjólfs með Kristbjörgu Maríu Einarsdóttur, f. 12.7. 1957, er Arn- ar Páll, f. 27.11. 1976, í sambúð með Elinu Ólafsdóttur, f. 7.11. 1978. Dóttir Maríu, fósturdóttir Eyjólfs, er Sara Reykdal Einarsdótt- ir, f. 5.8.1978, í sam- búð með Sveini Þ. tílfarssyni, f. 31.8. 1977. Eyjólfur ólst upp á Starrastöð- um, tók þar við búi af foður sinum og bjó þar til æviloka. títför Eyjólfs fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku Eyjólfur minn, Ég trúi því vart ennþá að það sé komið að kveðjustund hjá okkur. Það er svo stutt síðan að ættarmótið var, bara nokkrir mánuðir, ég er nýbúin að framkalla myndimar frá því. Ein myndin er af mér og þér, við erum bæði skælbrosandi, þú brúnn og sæl- legur. Þetta var mjög skemmtileg helgi og að venju var yndislegt að koma og hitta þig, Maríu og krakkana. Þú tókst alltaf svo vel á móti okkur, við vorum ávallt innilega velkomin til þín á Starrastaði. Aðeins nokkrum vikum síðar greinist þú með krabbamein. Síðan hefur þetta gerst alltof hratt og núna ertu farinn. Samt er það fyrir öllu að þjáningar þínar eru á enda. Fyrir u.þ.b. fimm árum kynnti Amar mig fyrir þér, en þá varstu að syngja með Heimi á Akranesi. Ég man að við komum rétt í lok tónleik- anna og náðum síðustu lögunum sem þið sunguð, Amar benti mér á þig og þegar þið vomð búnir að syngja fékk ég tækifæri til að hitta manninn. Það fyrsta sem ég tók eftir í fari þínu var hlýja, umhyggja og léttleiki, en þetta em þeir þrír eiginleikar sem ég kann best að meta í fari annarra. Betri tengdapabba hefði ég ekki getað fengið. Víst er Eyjólfur minn, að þín verð- ur sárt saknað og erfitt er að hugsa til þess að þú fáir ekki að kynnast ófædda bamabarninu þínu. Síðast þegar við hittumst fékkstu að vita að krílið væri alveg heilbrigt og sísparkandi, þú vissir þó það þegar þú fórst. Ég lofa þér að litla barnið mun fá að vita hver afi Eyjólfur var, hversu góður maður hann var. Ég vildi að við hefðum getað kom- ist oftar í heimsókn, en í erli dagsins líður tíminn alltof fljótt og stundum er tíminn allt í einu búinn sem við Skilafrest- ur minn- ingar- greina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á fostudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útmnninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. höfum. Sá tími sem við höfðum þó saman gleymist seint og er ég mjög þakklát fyrir að hafa fengið að kynn- ast þér. Það var hægt að ræða allt við þig og alltaf var stutt í léttleikann hjá þér. Meira að segja þegar við kom- um um jólin þegar veikindin vom farin að hrjá þig meira vom þeir eig- inleikar ekki týndir. Að venju, þá heimsókn eins og allar aðrar, feng- um við ekki að fara nema með nesti, svoleiðis var það alltaf, m.a.s þegar þú og María vomð að koma til Reykjavíkur til læknis vomð þið að hugsa um að færa okkur eitthvað. Þannig fann ég fyrir kærleiknum sem í þér bjó, þú vildir okkur alltaf það besta. Ég hugsa oft um síðasta skiptið sem við hittumst. Égvildi að ég hefði kvatt þig betur, haldið betur og fastar utan um þig, en með þessari setningu kveð ég þig nú: Minning þín er ljós í lífi okkar. Ég bið guð að blessa þig og vera eftirlifandi eiginkonu þinni, bömum og móður styrkur í sorginni. Kveðja, þín tengdadóttir, Elín Ólafsdóttir. Rosalega er þetta skrítið, nú sit ég hér og er að skrifa minningargrein um frænda minn, sem var tekinn frá okkur 25. janúar. Aldrei hefði mér dottið í hug í sumar þegar ég fór eitt skiptið í sveitina og var eitthvað að kvarta yfir því að vera ekki með æf- ingarleyfi. Eyjólfur sagði að það væri nú í lagi, ég gæti bara farið að keyra heim rúllum, það væri nú lítið mál. Og það var nú alltaf ágætt þeg- ar ég kom heim, þú sast í eldhúsinu með mömmu eða pabba og sagðir hæ, mig langar bara í kaffi, svo þeg- ar kaffið og spjallið var búið fórstu aldrei án þess að segja bless, Linda mín. En nú er ég að gera mér grein fyrir því hvernig hlutimir era. Það var síminn til mín þegar ég kom úr skólanum 25. janúar, þetta var búinn að vera fínn dagur hjá mér þangað til ég heyrði röddina í pabba og hann sagði: „Það era nú ekki góðar frétt- ir.“ Hann þurfti ekki að segja meira, en mikið rosalega getur tilveran breyst á nokkram mínútum. Ég veit samt að þér líður ekki illa núna og ég er viss um að það er mikið sungið og gott að vera þar sem þú ert núna. Ég veit líka að afi hefur tekið á móti þér opnum örmum, en við sem eftir eram hér munum eftir þér. Það era marg- ar dýrmætar minningar sem við eig- um öll. Pabbi, mamma og Selma þakka þér fyrir allt. Mig langar að kveðja þig með þessum orðum. Eitt máttu samt vera viss um og það er að við hjálpumst öll að og styðjum krakkana, Maríu, ömmu og hvert annað. Margseraðminnast, margterhéraðþakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margseraðminnast, margseraðsakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Linda Rós Reynisdóttir. Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin er aftamjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíðvögguljóð. Gottersjúkumaðsofa, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. (Davíð Stefánsson.) Hetjulegri baráttu er lokið. Eyj- ólfur á Starrastöðum er látinn. Hún var sláandi fréttin sem barst okkur hinn 19. september sl. að hann hefði greinst með krabbamein. Þótt stríð við þann vágest geti verið langt og strangt, þar sem erfitt er að spyrja að leikslokum, vonuðu allir að ráðið yrði við sjúkdóminn. Við sem höfum verið nágrannar hans alla hans tíð eigum margar góðar minn- ingar sem ekki verða frá okkur tekn- ar. Hann var ekki aðeins góður frændi, heldur líka einstakur vinur og nágranni. Það er ekki langt á milli bæjanna og þegar eitthvað bjátaði á hjá okkur var Eyjólfur ævinlega fljótur að bregðast við til hjálpar. Ekki vora síðri stundirnar þegar hann bankaði á dyrnar og sagðist bara hafa skroppið, hann ætti svo sem ekkert erindi. Það var alltaf gaman að spjalla við hann enda ætið glaður og hress. Hann var mjög fé- lagslyndur og vinmargur, enda mað- ur sátta og samlyndis. Það væri ekki í hans anda að við teldum upp öll störfin hans, hann var ekki vanur að hreykja sér af verkum sínum. Fyrir öll samskiptin við góðan granna, frænda og vin viljum við þakka, við söknum hans. Innilegar samúðarkveðjur til ykk- ar allra sem eigið um sárt að binda, Guð veri með ykkur öllum. Rósa og Indriði. Nú moldin hylur mirrn söngvasvein, Svanurinn minn er hljóður Þessar ljóðlínur Davíðs Stefáns- sonar, sveima í huga mínum, er ég sit með penna í hönd, knúin af innri þörf til að festa nokkur kveðjuorð á blað, til minningar um fyrram sveit- unga minn og nágranna, Eyjólf Starra. Mér er þungt í sinni og það svíður í augum og ég vil ekki trúa því að hann sé horfinn sjónum okkar svo allt, allt of fljótt. Fregnin um veik- indi Eyjólfs, kom eins og reiðarslag, en það er í eðli manns að halda í von- ina fram á síðustu stund. Það er líka sárt að vera svona langt í burtu og geta ekki rétt hjálparhönd. Ég er dofin og hugsanir mínar flögra stjórnlaust um svið fortíðarinnar eins og vængbrotnir fuglar. Að lok- um stöðvast þær við einn góðviðris- dag í nóvember fyrir rúmum 47 ár- um. Við systkinin á Mælifelli, höfðum fengið heimsókn. Tveir yngri bræðurnir á Starrastöðum vora í leik með okkur, sem oftar. Við hugsuðum ekkert út í, að sérstök ástæða væri fyrir heimsókn þeirra, einmitt þennan dag, enda skipti það ekki máli, það var alltaf gaman þeg- ar þeir komu. Svo allt í einu var Páll, faðir þeirra kominn að sækja þá, hann stóð í dyranum og sagði „það var einn strákurinn enn“. Þá var að fæðast sá fimmti og yngsti af Starra- staðastrákunum, eins og við systkin- in nefndum þá bræður í daglegu tali. Væri einn þeirra til umræðu, fékk hann viðurnefnið Starri, svo og Páll, faðir þeirra. Þessi litli drengur hlaut hið fallega nafn, Eyjólfur Svanur. Mér fannst þetta merkilegur at- burður, sem er ef til vill, ástæðan fyrir því að ég man sérstaklega þennan dag. Þar að auki var líka von á nýju bami hjá okkur. Foreldrar mínir fluttu í Skagafjörðinn, árið 1946, er faðir minn var vígður til Mælifellsprestakalls. Þau eignuðust marga ævarandi vini, víðsvegar um sveitina og minntust jafnan gömlu sveitunganna með miklum hlýhug. En eðlilega urðu tengslin sterkust við næstu bæi, þar sem við börnin áttum jafnaldra. Við trítluðum milli bæjanna, vetur, sumar vor og haust og óteljandi era sporin okkar, sem móðir jörð geymir við barm sinn. Svo liðu árin, við uxum úr grasi og hófum að ryðja okkar braut á vett- vangi lífsins. Leiðir skildi og við sá- umst æ sjaldnar, en þau bönd er

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.