Morgunblaðið - 05.02.2000, Page 61

Morgunblaðið - 05.02.2000, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 6%, Álver við Reyðarfjörð ÞAR SEM mjög skiptar skoðanir eru á íslandi um hvort ráð- legt sé að ráðast í byggingu álbræðslu við Reyðarfjörð og framkvæmdir til orkuöflunar henni tengdar óskar undir- ritaður vinsamlega eftir að Thomas Knut- zen, upplýsingafull- trúi Norsk Alumin- ium, upplýsi lesendur Morgunblaðsins um eftirfarandi: 1. Hver er ástæða þess að Norsk Hydro (Norsk Aluminium) hyggst ekki vera meginfjárfestir, eins og til stóð í upphafi? 2. Hvaða mögu- leika á álbræðsla á íslandi, sem fyrirsjáanlega mun verða að borga u.þ.b. 20 mills fyrir kwst. (20/1000 af USD) miðað við kröfur Lands- virkjunar, um amk 5'/2 % arð af eigin fé til að standast samkeppni við álbræðslur, sem staðsettar eru í þriðja heims löndum (t.d. Mosambique, Malasíu, Indónesíu og Kína), þar sem orkan kostar einungis 1/3 til 1/4 framleiðslu- verðs á íslandi, auk þess sem vinnuafls- kostnaður er einungis smábrot af því sem hann er á íslandi? 3. Er verjandi að mati Thomas Knutzen að hvetja íslenska lífeyr- issjóði til að fjárfesta í jafn viðamikilli og áhættusamri fjárfest- ingu, sem álbræðsla virðist vera? 4. Telur Thomas Knutzen að náttúruspjöll, sam- bærileg þeim sem fyr- irsjáanlega verða af völdum bygg- ingar Fljótsdalsvirkjunar, yrðu samþykkt í heimalandi hans, Nor- egi? Að lokum, tvær spurningar til Geirs A. Gunnlaugssonar, fram- kvæmdastjóra Hæfis: 1. Hvaða lík- ur telur Geir á, að sambærileg ávöxtunarkrafa (a.m.k. 12 tillö %) þeirri sem gerð var af hendi þeirra erlendu aðila, sem hann vann fyrir á fyrri hluta níunda áratugarins, Áiver Hver er ástæða þess að Norsk Hydro (Norsk Aluminium), spyr Sveinn Aðalsteinsson, hyggst ekki vera megin- fjárfestir, eins og til stóð í upphafí? varðandi hugsanlega kísilmálm- framleiðslu á Reyðarfirði, náist að því er væntanlega álbræðslu áhrærir? 2. Hvað um fyrrnefnda samkeppni frá álbræðslu þriðja heims landanna og þá almennu skoðun sérfræðinga að álverð og þar með orkuverð fari lækkandi til framtíðar litið? Með fyrirfram þökk fyrir skjót svör. Höfundur er viðskiptafræðingur. Sveinn Aðalsteinsson Félag íslenskra leikskdlakenn- ara 50 ára Á MORGUN, sunnu- daginn 6. febrúar, er hálf öld liðin síðan leik- skólakennarar stofimðu stéttarfélag. Stofnfé- lagar voru íyrstu 22 leikskólakennaramir sem útskrifuðust frá Uppeldisskóla Sumar- gjafar, auk þeirra sem höfðu sótt sína mennt- un til annarra Norður- landa. Seinni hluti 20. aldar var umbrotatími í sögu íslensks samfélags. Þróunin hefur verið hröð og leikskólinn og þeir sem þar vinna hafa ekki farið varhluta af því. Lengi fram- an af fór mikill tími og orka leikskóla- kennara og stéttar- og fagfélags þeirra í að sannfæra almenning og ekki síður yfirvöld um mikilvægi leik- skólans í breyttu þjóðfélagi og að góð menntun starfsfólks leikskólans værí nauðsynleg til að vel mætti takast. Það þótti lengi vel mesta firra að fólk þyrfti menntun til að starfa með bömum undir skólaskyldualdrí. Það er ekki öfundsvert að gegna starfi sem alltaf þarf að verja. I aug- um okkar sem á eftir komu em þær konur sem mddu brautina hetjur, sem við hugsum til með hlýju og af virðingu á þessum merku tímamót- um. Ef litið er yfir farinn veg má sjá að ýmislegt hefur áunnist í baráttu- málum stéttarinnar og um leið meðal yngstu þjóðfélagsþegnanna. Það em ekid ýkja mörg ár síðan litið var á leikskólann sem neyðarúrræði fyrir ákveðna hópa í samfélaginu. í dag ef- ast fáir um ágæti þess starfs sem unnið er í leikskólum landsins. Leik- skólinn er viðurkenndur sem fyrsti skóli barnsins og stefnan er að öllum börnum skuli gefið tækifæri á að sækja leikskóla. Að því markmiði vinna flest sveitarfélög af kappi. Þótt margt hafi áunnist er starf leikskólakennara enn vanmetið, ef tekið er mið af launakjöram stéttar: innar í samanburði við aðra hópa. I lok þessa árs rennur kjarasamningur leikskólakennara út. Það má öllum vera ljóst að leikskólakennarar vænta mikils í komandi kjarasamn- ingaviðræðum. Ef ekki á illa að fara fyrir leikskólanum verður að koma til stórátak í launamálum leikskóla- kennara, því langlund- argeð stéttarinnar er á þrotum. Einnig þarf að leita allra leiða til að mennta fleiri til starfa í leikskólum. Liður í því er að fá ungt fólk til að koma auga á leikskól- ann sem spennandi kost þegar kemur að náms- og starfsvali. Leikskólakennarar munu halda upp á tíma- mótin í sögu stéttarinn- ar með ýmsum hætti á árinu. 15. janúar sl. var stofnuð deild leikskóla- kennara á eftirlaunum. Á afmælisdaginn, 6. febrúar, verður efnt til hátíðahalda í Borgarleikhúsinu. Saga félagsins og leikskólakennaratal verður gefið út, einnig leikskólastefna félagsins, Tímamót Félag íslenskra leik- skólakennara, segir Þröstur Brynjarsson, hefur ávallt verið í far- arbroddi í umræðu um uppeldi og menntun ungra barna. veggspjald með siðareglum leikskóla- kennara og kynningarbæklingur um félagið. í nóvember nk. gengst Félag íslenskra leikskólakennara fyrir ráð- stefnu um stöðu bamsins í íslensku þjóðfélagi í byrjun nýri’ar aldar. Leikskólakennarar hafa í gegnum tíðina sýnt mikinn metnað í starfi og Félag íslenskra leikskólakennara hefur ávallt verið í fararbroddi í um- ræðu um uppeldi og menntun ungra barna. Félagið hefur gætt þess að fagleg umræða kafni ekki í kjaraum- ræðu, en það hefur verið markmið fé- lagsins að standa jafnt í fag- og kjara- fótinn ef svo má að orði komast, sem hefur verið stéttinni til heilla. Leikskólakennarar! - Til hamingju með afmælið. Höfundur er varaformaður Félags íslenskra leikskólakennara. Þröstur Brynjarsson ' : 'i STJÓRIMMÁJ.ASKÓLI SJALFSTÆÐISFLOKKSINS kvöld- og liclgarskóli Staður: Valhöll, Háaleitisbraut 1. Tími: 7. til 17. febrúar. Bréfsími: 5151717 Innritun: Sími: 5151700/1777 Netfang: xd@xd.is. Upphæð: 8000 kr. DAGSKRÁ Mánudagur 7. febrúar kl. 19.00-19.10 Skólasetning: Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. kl. 19.10-20.30 Sjálfstæðisstefnan: Sólveig Pétursdóttir, dómsmálaráðherra. kl. 20.30-22.00 Árangursríkur málflutningur: Gísli Blöndal, markaðsráðgjafi. Þriðjudagur 8. febrúar kl. 19.00-20.30 Sjálfstæðisflokkurinn og aðrir flokkar: Sigurður Líndal, prófessor HÍ kl. 20.30-22.00 Skipulag og starfsemi Sjálfstæðisflokksins: Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Miðvikudagur 9. febrúar kl. 19.00-20.30 Efnahags- og ríkisfjármál: Geir H. Haarde, fjármálaráðherra. kl. 20.30-22.00 Atvinnu-og kjaramál: Gunnar Páll Pálsson,forstöðumaður V.R. Fimmtudagur 10. febrúar kl. 19.00-20.30 Upplýsingamál: Guðbjörg Sigurðardóttir, tölvunarfræðingur. kl. 20.30-22.00 Árangursríkur málflutningur: Gísli Blöndal, markaðsráðgjafi. Laugardagur 12. febrúar kl. 10.00-17.00 Árangursríkur málflutningur og sjónvarpsþjálfun: Gísli Blöndal, markaðráðgjafi, og Björn G. Björnsson, kvikmyndagerðarmaður. Mánudagur 14. febrúar kl. 19.00-20.30 Menntamál: Björn Bjarnason, menntamálaráðherra. kl. 20.30-22.00 Sjávarútvegsmál: Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra. Þriðjudagur 15. febrúar kl. 19.00-20.30 Ferða- og samgöngumál: Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra. kl. 20.30-22.00 Borgin okkar 2000: Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavik, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Miðvikudagur: 16. febrúar kl. 19.00-20.30 Greina- og fréttaskrif: Gréta Ingþórsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna. kl. 20.30-22.00 Ný kjördæmaskipan og tilhögun kosninga: Hanna Birna Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Fimmtudagur 17. febrúar kl. 19.00-20.30 Utanríkismál: Tómas Ingi Olrich, alþingismaður og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. kl. 20.00-22.00 Heimsókn í Alþingi Starfshættir Alþingis og meðferð þingmála: Halldór Blöndal, forseti Alþingis. Skólaslit. sjAlfst&disflokkurinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.