Morgunblaðið - 05.02.2000, Qupperneq 62
^2 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
CE-merkið tryggir
óheftan markaðs-
aðgang og öryggi
AÐ VARA teljist
lögleg á markaði
Evrópska efnahags-
svæðisins (EES) getur
oltið á því að hún sé
merkt með CE-merk-
inu. Þar sem Island til-
heyrir EES á þetta
'einnig við hérlendis,
hvort sem um er að
ræða íslenskar fram-
leiðsluvörur eða inn-
fiuttar. Framleiðendur
og innflytjendur ættu
að huga að þessum
málum; ganga úr
skugga um hvort vörur Hjörtur
sem þeir flytja inn eða Hjartarson
framleiða fyrir markað
Evrópska efnahagssvæðisins eigi að
bera CE-merkið eða ekki.
Viðskiptahindrunum
rutt úr vegi
Forsaga málsins er sú að árið
1985 tók Evrópusambandið upp
—nyja aðferð til að ryðja úr vegi
tæknilegum viðskiptahindrunum á
Evrópska efnahagssvæðinu. Hindr-
anirnar fólust í því að mismunandi
reglur og staðlar giltu í hverju
Evrópulandi fyrir sig og þurftu
framleiðendur að laga vörur sínar
að mismunandi kröfum eftir því til
hvaða lands vörurnar voru seldar.
Samkvæmt „nýju aðferðinni" sem
svo hefur verið kölluð (á ensku The
New Approach), gefur Evrópusam-
bandið út tilskipanir sem skylda er
a^að lögleiða í öllum ríkjum EES.
Þegar hefur verið gefin út 21 til-
skipun yfir jafnmarga vöruflokka
en þeim kemur til með að fjölga
smátt og smátt. Tilskipanimar hafa
að geyma ófrávíkjanlegar grunn-
kröfur um að varan sé örugg í notk-
un og valdi hvorki heilsutjóni né
umhverfisspjöllum. f mörgum til-
vikum er síðan vísað í samræmda
Evrópustaðla um nánari útfærslu á
kröfunum.
Kjarni hinnar nýju aðferðar felst
annars vegar í skýrum leikreglum
og ábyrgð framleiðenda og hins
vegar öryggi neytenda og umhverf-
is. Beri vara CE-merki, þ.e. upp-
fyllir allar kröfur viðeigandi tilskip-
unar, er hægt að markaðssetja hana
“T.indrunarlaust á öllu Evrópska
efnahagssvæðinu.
Samræmismat
Fyrsta skrefið er að athuga hvort
vöruna þurfi yfirhöfuð að merkja
með CE-merkinu, þ.e. hvort varan
falli undir einhverja af tilskipunun-
um. Sé svo, er mismunandi hvemig
ber að sýna fram á samræmi við
kröfur tilskipunar eftir því um
hvaða vöru er að ræða. í mörgum
tilfellum getur framleiðandi séð um
samræmismatið sjálfur. Hann met-
ur þá áhættu af notkun vörunnar og
gefur út yfirlýsingu um að hún sé í
samræmi við ákvæði tilskipunarinn-
ar. Síðan setur framleiðandinn CE-
--»merki á vöruna. í öðrum tilvikum er
þess krafíst að varan sé prófuð,
skoðuð eða vottuð af óháðum aðila.
Þeir sem stunda prófanir, skoðanir
og vottun eiga að fullnægja ákvæð-
um Evrópustaðla um samræmis-
mat. Stjómvöld tilkynna fram-
kvæmdastjórn ESB eða
EFTA-skrifstofunni í Brussel
hverjir fullnægja þessum kröfum í
landi sínu og eru þeir kallaðir „til-
nefndir aðilar“. Með þessu móti á að
skapa það gagnkvæma
traust sem er nauðsyn-
legt til að prófanir,
skoðanir og vottanir í
einu landi séu viður-
kenndar í öðrum lönd-
um sambandsins.
Upplýsingar hjá
Staðlaráði
Fyrirspurnum um
CE-merkingar hefur
fjölgað mjög, enda um
stórmál að ræða fyrir
framleiðendur og inn-
flytjendur. Hjá Staðl-
aráði hefur því verið
tekið saman upplýs-
ingarit um CE-merk-
ingar. Jafnframt verður farið af
stað með námskeið um CE-merk-
ingar og vélatilskipun Evrópusamb-
Staðlar
Hjá Staðlaráði hefur því
verið tekið saman upp-
lýsingarit, segir Hjörtur
Hjartarson, um CE-
merkingar.
andsins í þessum mánuði, sérstak-
lega sniðið að vélaframleiðendum
og innflytjendum véla. Fjallað verð-
ur um ábyrgð framleiðenda og inn-
flytjenda, ávinninginn af CE-merk-
ingu og tilgang, vélatil-skipunina,
CE-ferlið, prófanir, vottanir, skoð-
anir og fleira.
Markmiðið námskeiðsins er að
gera þátttakendur færa um að
greina hvort vara falli undir vélat-
ilskipun Evrópusambandsins og
hvernig á að bera sig að við að CE-
merkja slíka vöru.
Höfundur er kynningarstjóri Staðla-
ráðs fslands.
Þankagangur
frá Danaveldi
EFTIR að hafa
fengið á síðustu árum
fregnir _af hóflausri
eyðslu íslendinga, á
tímum góðærisins, hef
ég oft hugleitt hversu
mikill munur sé á
hugsunarhætti þess-
ara náskyldu þjóða,
Dana og íslendinga.
Auðvitað er þetta al-
hæfing en þó er ég
viss um að þarna sé að
finna grundvallarmun.
Munur sem lýsir sér
í nægjusemi Dana og
eyðslusemi íslend-
inga. Aftur alhæfing
en sannleikskornið er
þar samt að finna.
Dönsk vinkona mín sem dvaldi á
íslandi í tvö og hálft ár og kunni
sérdeilis vel við sig þar sagði að það
væri gaman að velta fyrir sér
hvernig Danir annars vegar og ís-
lendingar hins vegar hugsuðu um
peninga. Máli sínu til stuðnings
sagði hún að hún væri nú alveg viss
um að ef hún gæfi íslendingi mil-
ljón þá væri eins víst að hann færi
strax og eyddi peningunum í al-
gjöran lúxus en hins vegar ef hún
gæfi Dana sömu upphæð, væri það
nánast öruggt að hann færi í ferða-
lag og nyti lífsins á hófsaman hátt
en stærsta hluta milljónarinnar
myndi hann setja í banka og ávaxta
peningana skynsamlega. Þannig
væri bræðrunum best lýst, eyðslu-
semi annars vegar og hófsemi hins
vegar.
A þessum árum sem við höfum
búið hér í Danaveldi, höfum við eins
og gefur að skilja átt mikið af vin-
um sem farið hafa og komið frá ísl-
andi á sumrin og á hátíðum. Öllum
finnst gott að koma til föðurlands-
ins og hitta þar vini og ættingja og
njóta alls þess góða sem ísland hef-
ur upp á að bjóða og það er nú ekk-
ert lítið. Margir tala um söknuð og
trega og er það hið eðlilegasta mál
þegar maður býr svona langt frá
þeim sem kærastir eru
manni. En þó finnst
mér allir hafa haft á
því orð hvað Island
hafi breyst mikið síð-
ustu 3-4 árin. Allt er
svo flott, svo flott,
hraðinn svo mikill og
stressið ógnvænlegt,
fólk svo flott í klæða-
burði og bílarnir á göt-
um Reykjavíkurborg-
ar nánast „allir“ nýir.
Já, og ekki má gleyma
umferðinni í Reykja-
vík, það er svo langt
Margrét síðan það var pláss á
Þráinsdóttir götunum fyrir alla
þessa bíla sem fólk er
búið að sanka að sér, en það er nú
önnur saga. Enginn hefur tíma fyr-
ir neitt nema að vinna enda ekkert
skrýtið þegar fólk er búið að fjár-
festa í nýju húsnæði þar sem allt
þarf að vera svo flott og pottþétt.
Nýr bfll, eða öllu heldur nýir bílar,
og öll hugsanleg tæki og tól og lífs-
þægindi þurfa að vera til staðar.
Það þarf jú að standa undir þess-
um flottheitum en það getur reynst
mörgum erfitt. Allt er svo slétt og
fellt á yfirborðinu en á bak við
tjöldin er oft allt á lánum og mikil
vanlíðan hjá lántökunum. Já, og
ekki gleyma börnum lántakenda,
þau eru örugglega ekki öfundsverð
í sínum fínu og flottu merkjafötum
með gemsann í vasanum ef þau
þyrftu nú að heyra í foreldrunum
sem aldrei eru heima. Þau sjá eðli-
lega minnst af foreldrunum sem
þeytast úr einni vinnunni í aðra, yf-
irvinnunni og svo má lengi telja.
Allt til að þéna peninga, meiri
peninga, þvi það er svo dýrt að
draga andann á íslandi.
Ég veit ekki hverjum þetta á að
þjóna, þetta gagnar ekki börnun-
um, svo mikið er víst. Þau verða
ekki ánægðari við að búa við þessar
allsnægtir, þetta lífsgæðakapp-
hlaup nærir ekki sálartetur þeirra
þótt síður sé. Það sem þau óska er
Þjóðfélag
Margir hafa haft á því
----------7-----------
orð hvað Island hafí
breyst mikið síðustu 3-4
árin. Margrét Þráins-
dóttir skrifar hér um
eyðslusemi og nægju-
-------7--------------
semi, Islendinga og
Dani.
samvera við foreldrana, minna
stress og meiri tími til að njóta lífs-
ins saman. Auðvitað er ástandið
víða svona hér í Danmörku, ekki
dettur mér í hug að halda að þetta
sé algjört sæluríki en hins vegar er
þjóðfélagið þannig byggt upp að
fólk á þess kost að geta verið með
börnunum sínum og er ekki neytt
til vinnuþrælkunar. Fólk á val og
þar liggur munurinn á þessum ann-
ars skyldu þjóðfélögum. Danmörk
er einfaldíega fjölskylduvænna
þjóðfélag, vænna á þann hátt að
fólk getur lifað þokkalegu lífi á
venjulegum tekjum, en það er víst
ekki hægt á landinu fagra, íslandi.
Ekki kemur mér til hugar að
vera með einhverja dómhörku og
setja mig á háan hest og dæma
þetta þjóðfélagsmynstur sem skap-
ast hefur á íslandi; það velur hver
fyrir sig hvernig hann vill lifa lífinu,
svo einfalt er það.
Hins vegar get ég ekki að því
gert að mér finnst kominn tími til
að staldra aðeins við og leita ann-
arra verðmæta en þessara efnis-
legu sem hvort eð er færa manni
ákaflega skammvinna sælu. Leiðin-
legt ef fólk uppgötvar það alltof
seint!
Höfundur er móðurmálskennari og
túlkur í Árósum.
Kostnaður af
tannlækning-
um barna
Útgjöld þjóðarinnar til tannlækninga barna
___________árin 1983-1998
Útgjöld
Tryggingastofnun ríkisins
Útgjöld
p heimilanna
UTGJÖLD þjóðar-
innar til tannheilsu-
mála barna er unnt að
meta út frá útgjöldum
Tryggingastofnunar
ríkisins og teikna má
upp það súlurit sem
hér fylgir. Hver súla
táknar útgjöld þjóðar-
innar til tannheilsu-
gæslu barna það árið.
Fyrir árið 1990 eru
súlurnar heilar og
tákna samanlögð út-
gjöld TR og sveitarfé-
laganna. Eftir árið
1990 skiptast súlurnar
í tvennt því þá var
hluta kostnaðarins við
á
Sigurður Rúnar
Sæmundsson
m
Stórhólda 17, við Citillinbní,
simi SC>7 4844.
wvvw.llisC" fíis.is • nclfang: fíisC''itn.is
ÉSP
3 hreinsunin
sími 533 3634, gsm 897 3634
Allan sólarhringinn.
tannheilsugæslu
barna velt yfir
heimilin og endur-
greiðsla til foreldra
lækkaði úr 100% í
75%. Stærð súlnanna
er leiðrétt fyrir verð-
bólgu. Hver súla
táknar því aurana
sem fór úr þjóðar-
buddunni til tann-
heilsugæslu barnanna
okkar það árið.
Súluritið sýnir að
útgjöld voru um miðj-
an níunda áratuginn
nokkuð stöðug og á
ári voru þau um 900
milljónir á núvirði.
Kostnaðurinn fór síðan hækkandi
eftir miðjan níunda áratuginn og
náði hámarki árið 1989. Þeir sem
sinna tannheilsumálum vita að það
sem þarna gerðist var átak í vörn-
um gegn tannskemmdum. Tann-
verndarsjóður var efldur, ráðinn
var tannlæknir í heilbrigðis- og
tryggingaráðuneytið, tannlæknar
flúorpensluðu tennur meira en áð-
ur, skorufyllur tanna voru auknar
mikið og fleiri börn komu til tann-
læknis en áður. Þjóðin gerði skurk
'83 '84 '85 '86 '87 '88 '89 '90 '91 '92 '93 '94 '95 '96 '97 '98
Tannvernd
Hægt er að sýna svart á
hvítu hvernig varnir
gegn tannsjúkdómum
spara þjóðinni fé, segir
Sigurður Rúnar Sæ-
mundsson. Þjóðin spar-
ar með tannvernd.
í sínum málum og forvarnir voru
auknar. Árangurinn lét ekki á sér
standa. Kostnaðurinn við tann-
heilsugæslu barna lækkaði á
næstu átta árum um helming!
Bókhaldarar þjóðarbuddunnar
sjá á þessari mynd að varnir gegn
tannátu borga sig og það fljótt.
Þeir sem skynsamlega um aurana
halda munu því vilja leggja aukna
áherslu á varnir gegn tann-
skemmdum en ekki takmarka
varnirnar.
Framtíðin björt
eða svört?
Á næstu árum ræðst hvort við
náum að standa meðal nágranna-
þjóða okkar í tannheilsu. Heil-
brigðisyfirvöld verða nú að horfa
langt fram á veginn og setja stefn-
una á þá lausn sem gagnast mun
best börnum landsins, varnir gegn
tannsjúkdómum.
Höfundur er tannlæknir, MPH, PhD.