Morgunblaðið - 05.02.2000, Qupperneq 67
MORGUNBLAÐIÐ
MESSUR
LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 67,«
FRÉTTIR
ÞINGEYRI: Messa mánudag kl.
18:30.
AKUREYRI: Sjá Akureyrarblað.
FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ:
Samkoma á morgun kl. 15.
LÁGAFELLSKIRKJA: Guösþjónusta
kl. 14. Prédikun Þórdís Ásgeirsdóttir,
djákni. Eðluleikur Jónas Þórir Dag-
bjartsson. Kirkjukór Lágafellssóknar.
Organisti Jónas Þórir. Bamastarf í
safnaðarheimilinu kl. 11:15. Jón Þor-
steinsson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA: Fjöl-
skylduhátíð sunnudagaskólanna kl.
11. Strætisvagn fer frá Hvaleyrar-
skóla kl. 10:55 og þangað aftur eftir
hátíðina og sunnudagaskólabíllinn
ekurtil ogfrá kirkju eins og endranær.
Barnakór Hafnarfjarðarkirkju syngur
undir stjóm Helgu Loftsdóttur. Allir
leiðbeinendurtaka þátt. Boðiö verður
upp á góðgæti eftir hátíðina í Strand-
bergi. PrestarHafnarfjarðarkirkju.
VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjón-
usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kór
Víðistaðasóknar syngur. Organisti Úl-
rik Ólason. Sigurður Helgi Guðmunds-
son.
FRÍKIRKJAN í Hafharfirði: Barnasam-
koma kl. 11. Einar Eyjólfsson.
VÍDALÍNSKIRKJA: Fjölskylduguðs-
þjónusta kl. 11. Sunnudagaskólinn á
sama tíma og fellur inn í athöfnina.
Skólakór Garðabæjar syngur. Organ-
isti Jóhann Baldvinsson.
GARÐAKIRKJA: Messas kl. 14. Rúta
fer frá Kirkjulundi kl. 13:30 og frá
Hleinum kl. 13:45. Kirkjukór Garða-
sóknar leiöir safnaðarsöng, organisti
Jóhann Baldvinsson.
BESS ASTAÐAKIRKJ A: Sunnudaga-
skóli kl. 13 f fþróttahúsinu. Nýtt efni.
Rúta fer hringinn. Mætum öll.
KÁLFATJARNARSÓKN: Kirkjuskólinn
í Stóru-Vogaskóla laugardag kl. 11.
Nýttefni. Foreldrar hvattir til að mæta
með bömum sínum.
GRINDAVÍKURKIRKJA: Barnastarfið
kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14.
YTRI-NJARÐVfKURKIRKJA: Sunnu
dagaskólinn kl. 11. Börn sóttað safn-
aöarheimilinu f Innri-Njarðvfk kl.
10:45. Guðsþjónusta sunnudag kl.
14. Kirkjukór Njarðvíkur syngur undir
stjóm Steinars Guðmundssonar org-
anista. Baldur Rafn Sigurðsson.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudaga
skóli kl. 11 árd. Muniö skólabílinn.
Guósþjónusta kl. 14. Prestur sr. Sig-
fús Baldvin Ingvason. Kór Keflavíkur-
kirkju leiðir söng. Organisti Einar Öm
Einarsson.
SELFOSSKIRKJA: Messa og sunnu-
dagaskóli kl. 11. Guösþjónusta á
sjúkrahúsi kl. 14:30 og á Ljósheim-
um kl. 15:15. Hádegisbænir í Sel-
fosskirkju kl. 12:10 frá þriðjudegi til
föstudags. Samvera 10-12 ára
bama kl. 16.30 alla miðvikudaga.
Sóknarprestur.
EYRARBAKKAKIRKJA: Bamaguðs
þjónusta kl. 11. Sóknarprestur.
STOKKSEYRARKIRKJA: Messa kl.
14. Sóknarprestur.
HVERAGERÐISKIRKJA: Sunnudaga-
skóli kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Jón
Ragnarsson.
TORFASTAÐAKIRKJA: Bamaguðs-
þjónusta sunnudag kl. 14. Allir vel-
komnir, jafnt ungir sem aldnir.
ÞÚ GETUR
SPARAÐ
ÞUSUNDIR
Gleraugnaverslunin
SJÓNARHOLL
HAFNARFIRÐI & GLÆSIBÆ
Frumkvöðull að lækkun glcraugnaverðs á fslandi
SLIM-LINE
dömubuxur frá
gardeur
Qhrntv
tískuverslun
v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680
Menningar-
sjóður
auglýsir
eftir um-
sóknum
AUGLÝSTIR hafa verið til um-
sóknar styrkir úr menningarsjóði
Sjóvár-Almennra trygginga hf. en
frestur til að skila umsóknum renn-
ur út hinn 21. febrúar næstkom-
andi. Veittir eru styrkir til málefna
á sviði menningar, lista, íþrótta og
forvama en tilgangur sjóðsins er að
styrkja málefni sem horfa til heilla
í íslensku samfélagi, segir í frétta-
tilkynningu.
Sjóðurinn var stofnaður árið 1997
og hafa fyrir hans tilstuðlan verið
veittir styrldr að upphæð 7 milljón-
ir króna. A síðasta ári var bárust
sjóðnum rúmlega 120 umsóknir en
12 þeirra hlutu samþykki stjórnar.
Um verðlagn-
ingu mjdlkur
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá Pálma
Vilhjálmssyni fyrir hönd Samtaka
afurðarstöðva í mjólkuriðnaði:
„í grein Jóns Asgeirs Jóhannes-
sonar, forstjóra Baugs, sem birtist
í Morgunblaðinu 2. febrúar sl. og
fjallað var um rætur verðbólgunn-
ar, gætir ákveðins misskilnings
þar sem því er haldið fram að m.a.
Mjólkursamsalan í Reykjavík og
Osta- og smjörsalan hafi hækkað
Ólöf Nordal myndlistarmaður
við eitt af verkum si'num en hún
var meðal þeirra sem hlutu
styrki sjóðsins á síðasta ári.
verð á mjólkurvörum um 10 % á sl.
12 mánuðum.
Af þessu tilefni vilja Samtök af-
urðastöðva í mjólkuriðnaði koma
eftirfarandi leiðréttingu á fram-
færi.
Hið rétta er að Verðlagsnefnd
búvöru ákvað að verð á algengustu
mjólkurvörum skyldi hækka að
meðaltali um 4,88%, 1. janúar
2000. Samkvæmt verðlista nefnd-
arinnar, hækka algengustu og
stærstu vöruflokkar mjólkurvara
frá 4,0% - 5,06% og er vegin hækk-
un allra mjólkurvara Mjólkursam-
sölunnar í Reykjavík og Osta- og
smjörsölunnar á ársgrunni sl. 12
mánuði, 4,83% annars vegar og
5,01% hins vegar.
Auk þess skal á það bent að áð-
urnefnd ákvörðun Verðlagsnefnd-
ar fól í sér 2,82% hækkun á
vinnslu- og dreifingarkostnaði
mjólkur til afurðastöðva í mjólkur-
iðnaði. Þetta er eina hækkun þess-
ara vara sem átt hefur sér stað á
sl. 12 mánuðum. Sú fullyrðing að
þessi fyrirtæki hafi hækkað verð
þessara vara um 10 %, á umrædd-
um tíma, er því röng.“
Kynning á
jógakennara-
námi
í DAG klukkan 16.30 verður kynn-
ing á námi fyrir jógakennara haldin í
Yoga Stúdíó, Auðbrekku 14, Kópa-
vogi.
Asmundur Gunnlaugsson, sem
stendur að kennaraþjálfuninni ás-
amt Yogi Shanti Desai, mun þar
kynna námskeið sem hefst síðar í
febrúar.
Sendibflstj órar
mótmæla
hækkun
TRAUSTI, félag sendibifreiða-
stjóra, mótmælir þeirri ákvörðun
meirihluta borgarstjórnar Reykja-
víkur að hækka bflastæðisgjöld í
miðborg Reykjavíkur. Ennfremur
skorar félagið á borgaryfirvöld að
veita sendibflstjórum meira svigr-
úm til að sinna störfum sínum fyr-
ir verslanir og fyrirtæki á svæð-
inu.
í fréttatilkynningu frá Trausta,
félagi sendibifreiðastjóra segir
ennfremur: „Hvergi í miðborg
Reykjavíkur er gert ráð fyrir lest-
un eða losun sendibíla og eru
sendibflstjórar oft neyddir til að
stöðva bíla sína ólöglega til að geta
sinnt viðskiptavinum sínum. Því
miður skortir oft á umburðarlyndi
borgaryfirvalda gagnvart sendibfl-
um sem eru að flytja vörur til
verslana og fyrirtækja í miðborg-
inni. Sendibílstjórar, sem eru við
lestun eða losun bifreiða sinna,
ættu ekki að þurfa að greiða í
stöðumæla eða fá sektir við vinnu
sína þar sem vinnuaðstaða er ekki
fyrir hendi.“
Samtök verslunar-
innar FÍS
Vegið að verslun
í miðborginni
SAMTÖK verslunarinnar FÍS hafa
sent frá sér tilkynningu þar sem
ákvörðun Reykjavíkur um hækkun
á bílastæðagjöldum í miðborg
Reykjavíkur er fordæmd.
I fréttatilkynningu segir meðal
annars: „Samtökin telja að með
hækkun stöðumælagjalda sé vegið
að kaupmönnum og verslun í mið-
borg Reykjavíkur. Verslun er
burðarásinn í öflugum miðborgar-
kjörnum. Það er hlutverk borgar-
yfirvalda að hlúa að þeirri starf-
semi og hvetja til nýrra
fjárfestinga í miðborginni.
Samtök verslunarinnar hvetja
borgarstjóra til að falla frá
ákvörðun sinni og efna til sam-
starfs við kaupmenn og aðra hags-
munaaðila í miðborg Reykjavíkur
um öfluga uppbyggingu miðborg-
arinnar."