Morgunblaðið - 05.02.2000, Síða 70

Morgunblaðið - 05.02.2000, Síða 70
’ 70 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLADIÐ Grettir GERÐU SVO VEL. LU8BI. E9 VZSSI /\6 E9 FINDI H/ANN Ljóska Ferdinand BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Maður o g kona aldarinnar Frá Tryggva V. Líndal. NÚ þegar 20. öldin er að heita liðin, og ný þúsöld að hefjast, munu marg- ir landsmenn vera að velta fyrir sér hverja megi telja vera helstu Islend- inga 20. aldarinnar. Eg held að svar- ið liggi ljóst fyrir: í fyrsta lagi held ég að best sé að einskorða sig við rithöfunda: vegna þess að þeir eru nátengdari við þjóð- arímjmd almennings en aðrir hópar, og vegna þess að þeir eru helstu túlkendur þjóðlegasta arfs íslend- inga; fombókmenntanna og tung- unnar. Einnig af því gera má ráð fyrir að þeir muni öðrum fremur lifa í verk- um sínum með næstu kynslóðum; vegna sérlegrar getu skáldskapar- verka til að lýsa höfundum sínum. Rétt er að sleppa úr úrtaki okkar þeim rithöfúndum er voru á þeim aldri að rithöfundaferill þeirra virt- ist ætla að verða; eða hafa orðið; að verulegu leyti utan 20. aldarinnar; skáld sem mætti því réttilegar flokka sem aldamótaskáld; eða tveggja alda skáld. Nú tel ég valið vera orðið einfalt: Ég mun flokka þá sem eftir eru eftir bókmenntaverðlaunum sem þeim hafa hlotnast. í fyrsta sæti nefni ég Halldór Laxness; því hann fékk Nóbelsverð- launin. í öðru sæti nefni ég þá höfunda sem hafa fengið Bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs; en það eru Ólafur Jóhann Sigurðsson, Thor Vil- hjálmsson og Fríða Á. Sigurðardótt- ir. (Einar Má Guðmundsson tel ég hér fremur til aldamótaskálda; vegna ungs aldurs hans). En hverjar mætti þá með svipuð- um rökum kalla Konur aldarinnar? í fyrsta sæti nefni ég hina áður- nefndu Fríðu Á. Sigurðardóttur. í öðru sæti nefni ég Svövu Jak- obsdóttur, og hina löngu látnu Huldu (Unni B. Bjarklind); en þær fengu báðar mikilsverð verðlaun. Lengi má deila um val af þessu tagi. T.d. held ég að margfalt fleiri Ijóðskáld en skáldsagnahöfundar muni lifa löngu framhaldslífi í safn- ritum íslendinga í framtíðinni; m.a. vegna þess hve Ijóð eru að jafnaði miklu styttri en sögur, og því með- færilegri í sýnisbókmenntum hvers- konar. Væri nú gaman að heyra frá les- endum Morgunblaðsins um hvort þeir hafi aðrar tillögur betri en hér að ofan greinir. Nefna má nokkra tugi skálda í viðbót sem eru eða voru bæði þjóðfræg, verðlaunuð og afkastamikil. Eg hef hætt við að telja þau upp; vegna þess að ég sá fram á að því fleiri sem ég nefndi, því fleiri gætu legið mér á hálsi fyrir að skilja sig eftir útundan. Því hef ég valið þá leið sem farin var hér að of- an; af því hún er sú sem liggur bein- ast við. En min persónulega dóm- nefnd hefur hér með lokið störfum. Gleðilega þúsöld! TRYGGVIV. LÍNDAL. Ég er kristinn maður Frá Einari Ingva Magnússyni: ÞANNIG er að ég er staddur úti í Slóvakíu þessar vikur og get því ekki afgreitt að svara tveimur greinum sem birtust í Morgunblaðinu og í DV sem skyldi. í Morgunblaðsgreininni skrifar Þorsteinn Sch. Thorsteinsson um Moon-hreyfinguna og tiltar mig þar aðstoðarkirkjuleiðtoga þeirrar hreyfingar á Islandi, sem ég er ekki og hef aldrei verið. Ég hef hins vegar kynnt mér þeirra trú og hef verið tengdur moonistum heima og er- lendis, kannski fyrst og fremst vegna þess, að eiginkona mín hefur starfað mikið í hreyfingu þeirra. í DV-blaðagrein sem ég sendi les- endum hafði ég sent mynd af mér í moonistakirkju með blaðagreininni. Blaðamaður birtir myndina með annarri grein sem ég sendi um mannlífið í Slóvakíu, en ekki þá grein sem fylgdi myndinni og bar nafnið: I fjötrum trúarofstækis, þar sem ég rek reynslu mína af moon-trúnni. Af myndbirtingu blaðamanns DV og grein mátti skylja að bréfritari væri í kirkjuhreyfingu moonista sem hann er ekki. Þvert á móti gagnrýni ég í grein minni viss atriði, sem sýna skýrt fram á villutrú Moons í ljósi kristindómsins. Meðal annars er hann tilbeðinn á altari í kirkjum og heimahúsum meðlima. Auk þess hef- ur hann lýst því yfir að Jesú Kristi hafi mistekist hjálpræðisverk sitt. Hann segist vera kristur hinna síð- ustu daga og fær ríkulega tilbeiðslu frá meðlimum. Jesús Kristur sagði hins vegar skýrt að fylgjendur sínir ættu að tilbiðja Guð og þjóna honum einum. Moonistar hafa gerst sekir um persónudýrkun, þar sem þeir til- biðja sköpunina, Moon, en gefa ekki Guði Föður óskipta tilbeiðslu. Auk þess hefur Moon tekið upp á afláts- sölu, þar sem hann segist selja syndaaflausnir fyrir peninga. Afláts- söluna harma ég hvort sem á í hlut séra Moon eða páfinn í Róm, sem gerði aflátssöluna fræga á öldum áð- ur. Fölsun og ófagmennska í blaða- mennsku DV og staðhæfing Þor- steins í Morgunblaðsgreininni hafa valdið mér og þeim sem þekkja mig ój)ægindum og óþarfa vangaveltum. Eg er fyrst og fremst kristinn mað- ur, sem trúir á Jesúm Krist, sem frelsara mannkynsins fyrir fórnar- dauðann á krossinum og vil ekki fara út fyrir kenningar Biblíunnar í trú- ariðkun minni. Eg trúi að hún sé al- ger og endanlegur mælikvarði á trú hins kristna manns, sem játar trú á Guð Föður frelsara sinn Jesú Krist. EINARINGVIMAGNÚSSON, Sokolíkova 15, SK-84101 Bratislava Slovakia. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.