Morgunblaðið - 05.02.2000, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 05.02.2000, Blaðsíða 78
.78 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Baldur Trausti Hreinsson leikur í verkinu Djöflunum sem sýnt er í Borgarleikhúsinu Fj allstoppnum verður aldrei náð „AF HVERJU er ég dsemdur til að trúa á þig um aldir alda? Ég get ekki slitið þig burt úr hjarta mínu, Nikol- aj Stavrogín. Ég mun kyssa fótspor þín þegar þú ferð.“ Svo mælir Shatov, samferðamað- ur Nikolaj Savrogín í leikritinu Djöflunum eftir skáldsögu Fjodor Dostojevskí sem nú er sýnt á fjölum Borgarleikhússins. Skáldsagan Djöflarnir kom fyrst út í Rússlandi á síðari hluta 19. aldar og segir frá ungum mönnum með háleitar hug- myndir um framtíð lands síns. Shat- ov, sem leikinn er af Ellerti Ingi- mundarsyni dýrkar vin sinn og aðalpersónu verksins, Nikolaj, líkt og flestir þeir sem á vegi hans verða. En hver er hann þessi máttugi mað- ur? Dýrkaður og dáður af öllum „Nikolaj er mjög margbreytilegur maður og það er erfitt að átta sig á ‘ '’því hvar hann stendur," segir Baldur Trausti Hreinsson sem fer með hlut- verk Nikolaj en um hann snýst allt * Ast, vonbrigði, vald og glæpur er meðal þess sem Djöflar Rússans Fjodors Dosto- jevskís fjalla um. Sunna Ósk Logadóttir brá sér í Borgarleikhúsið og ræddi við Baldur Trausta Hreinsson leikara sem segir að leikhús sé ekki eintóm skemmtun, þar eigi áhorfendur líka að þjást. leikritið. „Þegar leikritið byrjar er gripið niður í ævi hans þegar hann er búinn að ganga í gegnum helvíti. Hann kemur heim til Rússlands eftir að hafa ferðast víða til þess eins að drepa sig, eða þá að hann heldur í vonina um að það sé einhver sem geti bjargað honum.“ Nikolaj og félagar hans byija í Sviss að ræða hugmyndir sínar um þjóðfélagsbreytingar og koma síðan ■*- Líttu á verðið Canova Rúnaöar huröir 80 cm tiiboðsverö 26.394 90 cm tilboðsverð 26.394 Adria Sturtuhorn 70-80 cm tilboðsverð 18.585 80-90 cm tilboðsverð 19.322 Sturtuhorn 45°. 90 cm tllboðsverð 19.529 Zenith Rennihuröir 70—112 cm tilboðsverö frá 16.135 Hliöar 68—90 cm tilboðsverð frá 8.811 Hert gler Segullokun Hurð heil opnun tilboðsverð frá 12.749 Föst hlið tilboðsverð frá 10.358 Boreas Hurð samanbrotin 80 cm tilboðsverð 14.352 90 cm tilboðsverð 14.898 Orion door Baökershurö 165-170 tilboðsverð 20.159 170-175 tllboðsverö 20.459 Gafl, tilboðsverö frá 8.167 VATNS VIRKINN ehf heim til Rússlands tilbúnir í slaginn. „Þetta er gömul saga og ný, sem segja má að gerist enn um allan heim í einhverri mynd. Litlir hópar líkt og sá sem fjallað er um í leikritinu spruttu víða upp fyrir byltinguna í Rússlandi, svona eldhúshópar sem höfðu stórar hugmyndir." En hvernig myndi Baldur lýsa Nikolaj ef þeir væru félagar í sam- tímanum? „Ef ég þekkti hann í dag þá hugsa ég að ég myndi dýrka hann, líkt og persónur verksins gera. Margir hafa reynt að finna fyrir- mynd hans í Rússlandi eins og marg- ar aðrar persónur í verkinu eiga en án árangurs. Sumir hallast þó að því að hann sé einna líkastur Dostoj- evskí sjálfum." Er hann geðsjúklingur eða ljúflingur? „Einhvern tímann sagði ég við Borodín [leikstjóra] að Nikolaj væri geðveikur en hann var ekki sammála því heldur sagði hann ósköp eðlileg- an, ungan mann.“ Nikolaj er óhræddur við að fram- kvæma það sem honum sýnist og heillar félaga sína með djúpstæðum hugmyndum um lífið, trúna og þjóð- félagið. „Aðrir tileinka sér síðan hugmyndir hans en þá snýr hann sér að öðru, finnst hann búinn að af- greiða þær.“ í Djöflunum er velt upp eilífðarspurningunum um siðferði, frelsi og trú, spumingum sem enn er ósvarað og því eiga Djöfl- amir erindi til fólks í dag. „Nikolaj veltir þessum spumingum fyrir sér en veit ekki hverju hann á að trúa. Það er enginn sem getur sann- fært hann um að Guð sé til. Er Rússland Guð eða er maðurinn Guð?“ Einstakt að vinna með Borodin Baldur þekkti lítið til skáldsög- unnar Djöflanna er hann hitti leik- I3ICMIEGA E-vítamín Við máttum aldrei þykjast, allt sem við sögðum á svið- inu átti að koma f rá hjart- anu. Hann sá strax ef það var ekki þannig Morgunblaðið/Þorkell Baldur Trausti Hreinsson: „Ef ég þekkti Nikolaj í dag hugsa ég að ég myndi dýrka hann, líkt og persónur verksins gera.“ stjóra verksins, Rússann Alexei Bor- odín, í fyrsta sinn síðastliðið vor. „Það er mjög sérstakt að vinna með honum og einstakt tækifæri sem mér hlotnaðist. Það var mikill skóli og það er engin spuming að ég mun búa að þessari reynslu til frambúðar," segir Baldur og lýsir að- ferðum Borodíns á þessa leið: „Við byrjuð- um á því að lesa bókina og í maí hófst vinnan sem fólst í því að við sát- um saman við borð og hann [Borodín] fór í gegnum söguna með okkur og kynnti vel hverja einustu persónu. Þetta tók þrjár vikur en svo í nóvember tókum við upp þráðinn þar sem 810MÍ6Á i ítamín Sindurvari sem verndar frumuhimnur líkamans. Fæst í næsta apóteki. Ármúla 21 Sími 533 2020 108 Reykjavík Bréfsími 533 2022 Om«ga Farma frá var horfið. Við unnum á sviðinu frá 10. desember til 21. janúar, sem okkur fannst kannski ekki langur tími en ég fann að undirbúningsvinn- an skilaði sér fljótt, vinnan á sviðinu varð miklu auðveldari hvað textann varðaði." Aðferðir Borodíns má rekja til hins áhrifamikla leikhúsmanns Stan- íslafskí því Júrí Zavadskí var nem- andi hans og síðar kennari Borodíns. „Borodín fannst mikilvægast að við lékum af ástríðu," segir Baldur með áherslu. „Við máttum aldrei þykjast, allt sem við sögðum átti að koma frá hjartanu. Hann sá strax ef það var ekki þannig. Við áttum aldrei að flýta okkur, þá myndum við tapa meiningunni." Og Borodín er kröfuharður leik- stjóri. „Að hans mati á maður að leggja sig allan fram í leikhúsi og aldrei að slaka á, aldrei að gera sér vinnuna létta, sama hvaða hlutverk um ræðir. Hann líkir því við fjall sem maður er að klífa en það er enginn toppur. Sumir vilja jafna fjallið við jörðu þegar þeir eru orðnir sáttir en það vill hann ekki sjá, við eigum allt- af að halda áfram að klifra." Áhorfendur eiga að þjást Baldri er það minnisstætt er hann gekk í fyrsta sinn inn í leikmyndina á sviðinu en gerð hennar er í höndum félaga Borodíns, Stanislav Benedikt- ov sem einnig sá um búninga. „Mér fannst ég í fyrsta sinn vera kominn Morgunblaðið/Ámi Sæberg Nikolaj Stavrogín (Baldur Trausti) og Marja Lebjadkína (Halldóra Geirharðsdóttir) í hlutverkum sfnum í Djöflunum. inn í þetta eiginlega leikhús," rifjar hann upp. „Þetta sem maður sá á gömlum ljósmyndum og sýningum í sjónvarpinu frá London. Þetta sést varla í dag.“ Djöflamir er óneitanlega átakan- legt verk en þó er mikill húmor í því og lífleg dansatriði og fjörleg tónlist koma einnig við sögu. „Þetta er spennandi saga og hún er sorgleg. Það eru tuttugu leikarar sem taka þátt í sýningunni og segja í samein- ingu söguna sem er erfitt en verður að ganga upp. Textinn er frábær en áhorfandinn þarf að fylgjast vel með. Svona leiksýningar verða að vera í íslensku leikhúslífi því það eru svo margar sýningar í gangi sem hafa skemmtana- og afþreyingargildið að leiðarljósi. í leikhúsi eiga áhorfend- ur að þjást, það á ekki endilega að vera eintóm skemmtun og allt mjög fyndið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.