Morgunblaðið - 05.02.2000, Síða 84
Netþjónar
og tölvur
COMPAd
Er búið að leysa
málið? Er lausnin
föst í kerfinu?
Það er dýrt að láta starfsfólkíð biða!
Tölvukerfi sem virkar
563 3000
MORGUNBLAÐW, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI1691100, SÍMBRÉFS69 IlSl, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREIDSLA 5691122, NETFANG: RI1STJ&MBL.1S, AKUREYRI: KAUPANGSSTRÆTI1
LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
Gaumur
og fleiri
kaupaí
Samherja
TVÖ félög í eigu Bónusfjölskyld-
unnar keyptu 10% hlut í Samherja
af Kaupþingi í gær. Markaðsvirði
hlutarins er rúmar 1.450 milljónir
króna en viðskiptin fóru fram á
genginu 10,6 sem er sama gengi
og Kaupþing keypti hlutinn á af
Þorsteini Vilhelmssyni fyrr í vik-
unni.
í tilkynningu til Verðbréfaþings
íslands kemur fram að Fjárfest-
a ingarfélagið Skel, sem er að
®feærsfcunj hluta í eigu fjárfesting-
arfélagsins Gaums, keypti 6,53%
hlut og Gaumur 3,43%.
í gær var einnig tilkynnt að
fjárfestingarfélagið Fjörður, sem
er innherji í Samherja, hefði keypt
2,91% hlut í Samherja af Kaup-
þingi og á félagið nú 6% í Sam-
herja.
Eigendur Fjarðar eru Kristján
Vilhelmsson, framkvæmdastjóri
útgerðarsviðs Samherja, Þorsteinn
Már Baldvinsson, forstjóri Sam-
.^^fcerja, og Finnbogi A. Baldvinsson.
_Tveir hinir fyrrnefndu eru stærstu
hluthafar Samherja með um 20%
hlut hvor.
Kaupþing hefur nú selt 13,59%
hlut af þeim 21,6% sem keypt voru
af Þorsteini Vilhelmssyni á 3,1
milljarð króna, en heldur eftir
8,01%.
■ Gaumur/24
--------------------
Fallbyssu-
skotum Gæsl-
’ unnar stolið
NOKKRUM tugum fallbyssuskota
var stolið úr gámi á sprengiefna-
geymslusvæði í Reykjavík. Skotin,
sem eru í eigu Landhelgisgæsl-
unnar, eru geymd í járnhólkum og
var stolið fjórum hólkum sem inni-
héldu nokkra tugi skota.
Lögreglan telur líklegt að brot-
ist hafi verið inn í gáminn aðfara-
nótt þriðjudags, miðvikudags eða
fímmtudags. Þeir sem ætla sér að
nota skotin þurfa að eiga fallbyssu
svo ljóst er talið að enginn hafi
gagn af þýfínu. Lögreglan segir að
full ástæða sé fyrir þann eða þá
►sem tóku skotin að skila þeim, þau
geti verið hættuleg þegar farið er
að eiga eitthvað við þau. Skotin
eru gjöf frá norsku landhelgis-
gæslunni og ætluð gæslumönnum
til æfinga.
MITSUBISHI
Valt 40 metra niður snarbratta Óshlíðina
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson
Bifreiðin var dregin upp á veg úr flæðarmálinu í gærkvöldi.
Hugsaði um það eitt
að hanga í einhverju
ÞRIR ungir menn sluppu ótrúlega
vel þegar bifreið þeirra fór út af
veginum um Óshlfð milli ísafjarðar
og Bolungarvíkur á sjöunda tfman-
um í gær og valt rúmlega fjörutíu
metra leið niður snarbratta hlfðina
og staðnæmdist í flæðarmálinu.
Feng^u tveir þeirra, sem sátu í
framsætunum og fóru með bflnum
alla leið niður hlfðina, að fara heim
í gærkvöldi að lokinni rannsókn á
sjúkrahúsinu á ísafirði, en sá þriðji,
sem sat í aftursætinu og kastaðist
út úr bílnum, lq'álkabrotnaði og
skarst í andliti og var hann fluttur
suður til frekari aðhlynningar í
gærkvöldi, samkvæmt upplýs-
ingum frá lögreglunni á ísafírði.
Bifreiðin var á leið frá Isafírði til
Bolungarvíkur og varð slysiðvið
vegskálann við Steinsófæru. í sam-
tali við Morgunblaðið í gærkvöldi
sagði einn þremenninganna að bif-
reiðin hefði runnið til í krapa á veg-
inum og fyrst lent á Ijósastaur og
síðan á vegskálanum áður en hún
valt niður hlfðina. Bifreiðin hefði
farið margar veltur; hann hefði
ekki tölu á hve margar og hann
hefði hugsað um það eitt að hanga f
einhverju meðan bfllinn valt niður
hlfðina. Þegar bfllinn hefði stað-
næmst hefðu þeir skriðið út úr hon-
um og getað klifrað upp á veg. Bíll
hefði fljótlega komið aðvffandi og
flutt þá á sjúkrahúsið á ísafirði.
Hann bætti því við aðspurður að
tveir þeirra hefðu sloppið við
meiðsli að öðru leyti en því að þeir
væru marðir hér og þar. Sá þriðji
hefði ekki sloppið eins vel, því hann
hefði slasast f andliti.
„Ég verð að segja það,“ sagði
hann aðspurður hvort honum fynd-
ist ekki ótrúlegt að hafa sloppið
svona vel, þrátt fyrir allt, eftir að
hafa oltið með bflnum alla leið nið-
ur snarbratta hlfðina, „en það
bjargaði miklu að bfllinn var ekki á
mikilli ferð þegar hann fór út af,“
sagði hann ennfremur.
Stækkun
álvers
Norðuráls
að hefjast
FRAMKVÆMDIR við stækkun ál-
versins á Grundartanga úr 60 þús-
und tonnum í 90 þúsund hefst í næstu
viku með byggingu 900 fermetra
starfsmannahúss. Trésmiðjan Kjölur
á Akranesi reisir húsið og hljóðaði
tilboð þess upp á 70 milljónir króna.
Þá er ráðgert að framkvæmdir við
stækkun sjálfrar verksmiðjunnar
hefjist í lok mars takist samningar
um fjármögnun. Aætlaður heildar-
kostnaður er sex milljarðar króna og
stefnt er að því að gangsetning hefj-
ist á þriðja ársfjórðungi 2001. Unnið
er að fjármögnun um þessar mundir
og voru fulltrúar Norðuráls á fund-
um með væntanlegum fjárfestum er-
lendis í gær. Þar er um að ræða tíu
erlenda banka en hugsanlega verður
einnig leitað til innlendra fjárfesta.
Ragnai- Guðmundsson, fjármálast-
jóri Norðuráls, segir að búið sé að
skrifa undir orkusamning við Lands-
virkjun. Þegar hefur helmingur kera
verið pantaður.
-------------
Kennitölum
safnað við
bankasölu
DÆMI eru um að einstaklingar hafi
keypt hlutabréf í ríkisviðskiptabönk-
unum út á kennitölu fólks, sem ekki
óskaði eftir að kaupa í bönkunum.
Kaupþing rannsakar nú slík mál.
Þegar ríkið seldi 15% hlut sinn í
Landsbanka og Búnaðarbanka fyrir
áramót gátu einstaklingar og fyrir-
tæki skráð sig fyrir hlut. Sigurður
Einarsson, forstjóri Kaupþings,
sagði að nokkrir hefðu haft samband
við Kaupþing þar sem þeir hefðu
fengið tilkynningu um að þeir hefðu
skráð sig fyrir hlut án þess að hafa
gert það. Ekki hefði verið ákveðið
hvað yrði gert þegar rannsókn væri
lokið, en hann útilokaði ekki að þessi
mál yrðu kærð til lögreglunnar.
Læknaprófessorar vilja breyta fjármögnun spítalanna í Reykjavík
Koma ætti á árangurs-
tengdu fjármögnunarkerfi
„ÞAÐ væri spor í rétta átt að
koma á árangurstengdu fjármögn-
unarkerfl, þannig að aukin fram-
A
MITSUBISHI
- demantar í umferb
HEKLA
— íforystu á nýrrt öld f
leiðni væri verðlaunuð með aukinni
fjárveitingu," segir Þórður Harð-
arson, prófessor og forstöðulæknir
á lyflækningasviði Landspítala, er
leitað var álits hans og nokkurra
fleiri prófessora í læknadeild Há-
skóla íslands á þvi hvernig fjár-
veitingum til rekstrar stóru spítal-
anna í Reykjavík yrði best hagað.
Jónas Hallgrímsson, prófessor
og forstöðumaður Rannsóknastofu
Háskólans í meinafræði, segist
ætíð hafa verið fylgjandi því að
beitt væri tvenns konar aðferðum
við rekstur sjúkrahúsa, annars
vegar ríkisrekstri í breyttri mynd
og hins vegar einkarekstri.
„Landakotsspítali var dæmi um
hið síðarnefnda. Hann var síðar
felldur undir hatt Sjúkrahúss
Reykjavíkur og er nú rekinn á
sama hátt og aðrir ríkisspítalar á
föstum fjárlögum. Ég tel að það
hafi verið voðalegt slys,“ segir
Jónas og telur að þróa hefði átt
bæði kerfm samtímis.
Föst fjárlög ef
eðlilega er reiknað
Ásgeir Haraldsson, prófessor og
forstöðulæknir barnaspítalans,
segir það skoðun sína að föst fjár-
lög ættu að vera eðlilegur grunnur
fyrir rekstri sjúkrahússþjónustu.
Þau verði þá að vera reiknuð eðli-
lega út og miðast við kröfur sem
gerðar séu.
Einar Stefánsson, prófessor í
augnlækningum, segir að það hafi
þótt mikil framför þegar sjúkra-
húsin fóru á föst fjárlög og dag-
gjaldakerfið hafi verið lagt niður.
Megingallinn hafi verið að þá hafi
samhengið milli framleiðslu og
tekna sjúkrahúsanna verið rofið og
sjúkrahús með mikil afköst og
marga sjúklinga eyddu meira en
fastar tekjur þeirra leyfðu en þau
sjúkrahús sem lokuðu deildum og
gerðu helst ekki neitt kæmu mjög
vel út. „Það segir sig sjálft að slíkt
kerfi er ekki hvetjandi. Það er
beinlínis letjandi."
Þá bentu aðrir prófessorar á að
auka ætti hlut sérfræðilækna
sjúkrahúsanna í ákvörðunum um
fjármál og stjórnun sjúkrahús-
anna, þeir bæru ábyrgð á meðferð
og ákvarðanir um hana réðu út-
gjöldunum. Einnig kom fram í við-
tölum við þá að sparnaðaraðgerðir
hefðu leitt til versnandi þjónustu,
að starfsaðstaða væri víða bágbor-
in og sjúkrastofur úreltar.
■ Eru fastar/42