Morgunblaðið - 03.03.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.03.2000, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Spítali ekki ábyrgur Lækjargata breytir um svip Morgunblaðið/Kristinn f LÆKJARGÖTU er byggingu hússins, sem stendur þar sem hús Nýja þar sem verður verslun og framhlið þriðju og fjórðu hæðar, ásamt bíós var áður, langt komin. Nýja byggingin er nokkuð ólík húsinu sem hliðum hússins, er klædd grófslípuðu grágrýti. Framkvæmdir við þar stóð áður. Glerveggur snýr að götunni á fyrstu og annarri hæð bygginguna hafa gengið vel og verslunin verður opnuð innan skamms. Menntamálaráðherra ákveður að víkja sæti í máli fjármálastjóra Þjóðminjasafns Hafði ekki afskipti af uppsögn fjármálastjórans vegna sýkingar HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm héraðsdóms og sýknað ríkið af kröfum manns, sem fór fram á skaðabætur vegna sýkingar sem hann fékk eftir aðgerð á Landspít- alanum. Hæstiréttur sagði ekki annað komið fram en að meðhöndl- un mannsins hafi verið með eðlileg- um hætti eftir að sýkingin uppgötv- aðist og nær útilokað að meðferð gegn henni hefði borið árangur þótt hún hefði hafist fyrr. Maðurinn gekkst undir aðgerð, þar sem settur var gerviliður í hægra hné. Eftir tæplega mánaðar legu á sjúkrahúsinu fékk hann hita, sem var talinn stafa af flensu. Tveimur dögum síðar kom í ljós sýking undan nál í hægri handlegg og var maðurinn settur á sýklalyf við því. Degi síðar varð ljóst að sýk- ing hafði komist í hnéð. Meðferð við sýkingunni bar ekki árangur og varð að fjarlægja gerviliðinn. Tví- vegis var reynt að setja í nýjan gervilið, en síðan horfið frá því og ákveðið að gera hægri hnélið stífan. Tvær tilraunir til þess tókust ekki og varð niðurstaðan sú, að maðurinn hefur mjög lausan hnélið, þar sem vantar allan beinstuðning en mjúk- vefjatengsl, þar með örvefur, það eina sem heldur læri og legg saman. Meðhöndlun með eðlilegum hætti Maðurinn höfðaði skaðabótamál á hendur ríkinu, en hann taldi að sýk- ingin yrði rakin til gáleysis lækna og hjúkrunarfólks. Hæstiréttur sagði líklegt að samband væri á milli sýkingar í nálarstungustað í handlegg og sýkingar í gervilið og að sýkingin hefði orsakast af æða- legg sem settur var í handlegg mannsins. Hins vegar féllst Hæstiréttur ekki á að það yrði algjörlega lagt á ríkið að sanna að starfsfólk sjúkra- hússins hefði sýnt fulla aðgæslu. Ekki væri annað fram komið en að meðhöndlun mannsins hefði verið með eðlilegum hætti eftir að sýking- in uppgötvaðist og nær útilokað að meðferð gegn henni hefði borið ár- angur þótt hún hefði hafist fyrr. Hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrys- son, Hjörtur Torfason, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein dæmdu í málinu. Haraldur og Hjörtur skiluðu sératkvæði og töldu rétt að ríkið bæri hallann af því að meðferð við sýkingunni hófst ekki um leið og ótvíræð einkenni hennar lágu fyrir. Miðað við niðurstöðu hér- aðsdóms, sem var skipaður sér- fróðum meðdómsmönnum, væri ekki útilokað að það hefði borið árangur. BJÖRN Bjamason menntamálaráð- herra hefur ákveðið að víkja sæti þeg- ar úrskurðað verður um uppsögn Hrafns Sigurðssonar úr staríi fjár- málastjóra Pjóðminjasafnið, en tekur fram að hann hafi ekki haft afskipti af því að honum var sagt upp. Hrafn hafði farið fram á að menntamála- ráðherra og undirmenn hans vikju sæti þegar fjallað yrði um málið. Urskurður ráðherra um þetta var birtur í gær og segir Bjöm þar að túlkun Þórs Magnússonar þjóðminja- varðar á bréfi menntamálaráðuneyt- isins um fjármálastjóm Þjóðminja- safnsins frá því í júlí 1999 og sú staðreynd að bréfið var sent fjármála- stjóra safnsins en ekki þjóðminja- verði sjálfum geti valdið því að óhlut- drægni sín sem ráðherra sé dregin í efa af fjármálastjóranum, semþess vegna hafi réttmæta ástæðu til að ætla, að ráðherrann hafi þegar mynd- að sér skoðun á réttmæti uppsagnar hans. Ráðherrann tekur fram að hann hafi ekki haft afskipti af þeirri ákvörðun þjóðminjavarðar að segja fjármálastjóranum upp störfum. Umrætt bréf sendi menntamála- ráðuneytið til Þjóðminjasafnsins 29. júlí 1999 og segir í úrslnirði Bjöms frá því í gær að embættismenn ráðu- neytisins hafi ritað undir það í umboði og á ábyrgð menntamálaráðherra. í bréfinu segir að ráðuneytið telji að til stórvandræða horfi verði ekki sýnt aukið aðhald og ábyrgð á stjóm fjár- mála safnsins. Sé nauðsynlegt að ráðuneytið fái fullnægjandi útskýr- ingar á því hvemig áætlun safnsins hafi farið svo mjög úr böndum og hvaða úrræði séu á döfinni til að snúa af þeirri braut. Túlkun þjóðminjavarðar á bréfí menntamálaráðuneytis Bréf þetta var sent fjármálastjór- anum fyrir hönd Þjóðminjasafnsins en hann hafði sent ráðuneytinu það erindi sem svarað var með bréfinu. „Hefur þjóðminjavörður túlkað þetta bréf með þeim hætti að það hafi haft verulega þýðingu um þá ákvörðun hans að segja kæranda upp störfum,“ segir í fréttatilkynningu mennta- málaráðuneytisins um stjómsýsluúr- skurðinn og er því til stuðnings vitnað í bréf þjóðminjavarðar til mennta- málaráðuneytisins frá 25. febrúar: „Með bréfi menntamálaráðuneytisins til Hrafns Sigurðssonar dags. 29. júlí 1999, var Hrafn alvarlega varaður við ijármálastjórn Þjóðminjasafnsins. Ég hef alltaf litið svo á að í bréfi ráðu- neytisins fælist áminning til Hrafns.“ Tryggja verði traust á hlutleysi úrskurðaraðila I úrskurðinum segir að með réttu hafi átt að senda bréf þetta þjóð- minjaverði sem forstöðumanni Þjóðminjasafnsins. Hann beri að lög- um meðal annars ábyrgð á því, að rekstrarútgjóld þess séu í samræmi við fjárlög. I bréfinu er sett fram gagnrýni á fjármálastjóm Þjóðminja- safnsins, sem þó er ekki beint til fjár- málastjórans sérstaklega. Vel megi þó vera, að hann hafi sem fjármála- stjóri safnsins og móttakandi bréfsins talið gagnrýni ráðuneytisins beinast að sér öðrum fremur. Éf svo sé, verði að telja víst, að hann telji vera fyrir hendi aðstæður, sem til þess séu falln- ar að draga óhlutdrægni mennta- málaráðherra í efa með réttu við úr- lausn kærumáls þessa. Það sé meðal annars tilgangur hæfisreglna að tryggja traust málsaðila og þjóðfé- lagsins í heild á hlutleysi úrskurðar- aðila, sem er í samræmi við grund- vallarreglur réttarríkisins. Þegar þessi sjónarmið séu höfð í huga, sem og það, að fjármálastjórinn kunni að telja gagnrýni ráðuneytisins á fjár- málastjóm Þjóðminjasafnsins í bréfi þess frá 29. júh' 1999, sem ranglega var sent honum, hafa beinst að sér öðmm fremur sem fjármálastjóra safnsins, verði að hta svo á, að hann hafi réttmæta ástæðu til að ætla, að menntamálaráðherra hafi þegar myndað sér skoðun á réttmæti upp- sagnar hans og því megi draga óhlut- drægni hans í efa með réttu. Með vís- an til þessara sjónarmiða telur menntamálaráðherra rétt, að hann víki sæti í máhnu. Með því að ráð- herra víkur sæti í máhnu em aðrir starfsmenn ráðuneytisins vanhæfir til þess að fara með máhð, segir í úrsk- urðinum. The Brethren The Brethren -Bræðralagið - er nýjasta spennu- skáldsagan eftir John Grisham, höfund bóka GÍ'l jjf í ■ | Jkf eins og The Firm og The Pelican Brief. Þetta er ; : !r l sannkallaður tryllir úr heimi laga og réttar, veröld sem Grisham hefur gert að sínu sérsviði. Erlendar bækur daglega íiílji! CéS : * n w lete Guide hui Fortune's Rocks ímSt: Evinundssoii Austurstræti 5111130* Kringlunni 533 1130 • Hafnarfirói 555 0045 Heilbrigðisyfírvöld fjalla um heilsugæslustöð Kópavogs Agreiningur um laun og aðstöðu VIÐRÆÐUR fóru í gær fram við fulltrúa heilbrigðisráðuneytisins um deilu þá, sem upp er komin milli lækna og stjórnenda Heilsugæslu- stöðvar Kópavogs um laun og að- stöðu í gömlu heilsugæslustöðinni. Emma Marinósdóttir, staðgengill skrifstofustjóra í heilbrigðisráðu- neytinu, sagði að farið hefði verið yf- ir málin og hlýtt á sjónarmið máls- aðila. A fundinum vom yíirlæknir heilsugæslustöðvarinnar, formaður stjómar, hjúkranarforstjóri og framkvæmdastjóri. Hún sagði að ákveðið hefði verið að þessir fjórir stjómendur ræddu málin og að því loknu yrði ráðuneyt- inu gerð grein fyrir stöðu mála. Upphaf málsins var að læknar við heilsugæslustöðina í Kópavogi sendu heilbrigðisráðuneytinu bréf með at- hugasemdum þar sem mest áhersla var lögð á launamál og aðbúnað í gömlu heilsugæslustöðinni. Emma sagði að mikil fjölgun íbúa hefði verið í Kópavogi undanfarin ár og gífurlegt álag væri á heilsugæslu- stöðinni. Laun lækkuðu við Ijölgun lækna Óánægja læknanna ætti rætur að rekja til þess að þeir fengju laun úrskurðuð af kjaranefnd, sem ákveð- ið hefði fyrir um tveimur ámm að til viðmiðunar svokölluðum eininga- greiðslum væri íbúafjöldi. „Nú hefur fjölgað um tvo lækna og þá deilast einingarnar á fleiri lækna og þeir lækka í launum,“ sagði hún. „Þetta er sambærilegt við að ráðinn yrði einn nýr starfsmaður til Morg- unblaðsins og þá myndu [blaða- menn] lækka í launum. Þetta er því kannski kjörin ástæða fyrir óánægju.“ Stjórnin hyggst, að sögn Emmu, að reyna að sætta aðila og vinna að því að koma samskiptum innan heilsugæslustöðvarinnar í eðlilegt horf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.