Morgunblaðið - 03.03.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 03.03.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARS 2000 4£ UMRÆÐAN Þakkað fyrir svar LÍKLEGA á ég að finna tO mikOs heiðurs og ánægju, að ekki sé sagt hrifningar yfir því, að starfsmaður LÍÚ skuli hafa svarað grein, sem ég skrifaði í Mbl. 25. febrúar. Það hefur Kristján Þórarinsson gert í Mbl. 1. mars og kann ég honum bestu þakkir fyrir þá yfirlæt- islegu, en grunnskreiðu leiðsögn, sem hann býður mér upp á í grein sinni. Engu að síður sætir svarið tíðindum. Sé rétt munað hefur LÍÚ aðeins einu sinni áður bragðist við á prenti þeim tugum blaðagreina um sjávarútvegsmál, sem ég hef skrifað undangengin allmörg miss- eri. Og ekki sjaldnar en þrisvar á þessum tíma hefur LIÚ neitað út- varpsmönnum Ríkisútvarpsins um að ræða þessi skrif og hlutaðeigandi útvarpsmenn þá talið henta best sín- um hag að taka efnið þar með af dag- skrá. Það er allrar athygli vert, þegar ég skrifa grein í blað um málefni, sem varða Hafrannsóknastofnun og felur umfram allt í sér áskorun á stjórn- völd, að þá skuli starfsmaður LÍÚ bregðast við til svara. Það minnir á staðhæfingar, sem menn hafa um langa hríð haft í flimtingum, að völd sjávarútvegsráðuneytisins séu vist- uð á skrifstofum LÍÚ. Gömul saga rifjast upp þeirri staðhæfingu tfl stuðnings. Þegar við fengum aftur aðgang að veiðum á norsk-íslensku sfldinni, ræddi fréttamaður ráðstöfun þeirra veiðiheimilda við Halldór Ásgríms- son og hann umlaði með sínu lagi eitthvað í þá átt, að hér gegndi allt öðru máh en um aðrar veiðar, engin veiðireynsla að styðjast við og því gæti komið til álita úthlutun með uppboðsfyrirkomulagi. Næst var leitað til þáverandi sjávarútvegsráð- herra, Þorsteins Pálssonar, og hann Jón Sigurðsson tók engan veginn þvert fyrir hugmyndh- Hall- dórs. En þegar rætt var loks við Kristján Ragnarsson sjálfan, var afstaðan skýr. Uppboð kom alls ekki til greina og að sjálf- sögðu varð það ofan á. En þetta var útúr- dúr. Skrifum starfs- manns hagsmunasam- taka eins og Kristjáns Þórarinssonar, verður alltaf að taka af varúð með nokkrum salt- kornum. Hann er í vinnu við að gæta til- tekinna hagsmuna og er þess vegna ekki endilega að leita sannleikans, heldur þess, sem er hagsmununum fyrir bestu. Þeir eru meira að segja nú orðnir svo snúnh- og fáránlegir, að margar útgerðir hafa meiri hags- muni í veiðitakmörkunum, sem halda uppi kvótaverði, heldur en í veiðum. Fyrir þær gæti ekkert skelfilegra gerst en að leyft væri að veiða miklu meira en nú er gert eða að tegundir, sem ekki veiðast væru teknar út úr kvóta. Það mundi stórlega rýra kvótaverðmætin, sem fyrh’tækin hafa fært sér til eignar í matador- leikjum liðinna ára og iðulega eru uppistaðan í þeirri spilaborg, sem nettóeign þessara fyrirtækja er. Við þessar aðstæður ver starfs- maður LIÚ ríkjandi kerfi með kjafti og klóm. Það er einfaldlega vinnan hans. Þess vegna má ekki draga grundvöll kerfisins í efa eins og ég gerði í minni grein. En það stoðar hann lítið að bregða fyrir sig hugtök- um eins og afrakstursgetu fiski- stofna og oíveiði sem skýringu á sí- minnkandi afla, þegar ég spyr í raun, hvort forsendurnar, sem beitt er til að meta þessa afrakstursgetu, kynnu að vera rangar. Og 25% reglan, sem sett hefur verið sem einhvert algilt viðmið og hann vitnar til, hefrn- hvergi verið sönnuð sem nýtileg. Ekki reyndist hún það við Ný- Fiskveiðistefna í stað varnarviðbragða sinna væri Kristjáni Þórarinssyni nær að bera fram sínar stofn- vistfræðilegu skýringar, segir Jón Sigurðsson, á því eilífa undanhaldi í afla hinna ýmsu teg- unda, sem ég nefni í grein minni. fundnaland og ekkert bendir til þess ennþá, að hún sé svo háheilög hér heldur. Frá sjónarmiði leikmanns eins og mín, sem þó þekkir vel gríða- rlegan mun í vaxtarhraða fisks eftir fæðuframboði og hitastigi, er öld- ungis fráleitt, að svo einföld regla geti nokkurn tíma skilað hámarks- afrakstri af fiskstofni. I stað varnarviðbragða sinna væri Kristjáni Þórarinssyni nær að bera fram sínar stofnvistfræðilegu skýr- ingar á því eilífa undanhaldi í afla hinna ýmsu tegunda, sem ég nefni í grein minni. Varla er ofveiði um að kenna í fisktegundum, sem ekki tekst að veiða ár eftir ár. Og hann mætti gjarna beita þekkingu sinni til að sannfæra alla þá náttúrufræð- inga, sem hátt eða í hljóði (vegna um- hyggju fyrir starfsframa sínum), draga forsendur fiskveiðiráðgjafar- innar í efa. Það eru æðilitlar vísbend- ingar um, að hún feli í sér hinn eina stóra sannleik. Hún hentar hins veg- ar hagsmunum þeim, sem LÍÚ stendur vörð um alveg prýðilega. Það er ekki víst, að hún henti hags- munum þjóðarbúsins jafnvel. Höfundur er fyrrvcrandi framkvæmdastjóri. Alþingi árið 1000 og 2000 KRISTNI var lögtekin á Alþingi við Öxará árið 1000. Jón Jóhannesson skrifar í Sögu Islend- inga: Þjóðveldisöld: „Óll rök hníga að því að stjórnmálaleg hyggindi hafi ráðið mestu um úr- slitin á alþingi árið 1000...“ Þessi úrslit ollu því að nýr siður og siða- boðskapur var lögfestur og því fylgdi siðmenn- ingarstefna kaþólskrar kirkju, sem mótaðist af siðaboðun kirkjunnar um gjörvalla Evrópu. Þar með var grundvöll- ur lagður að þeirri starfsemi sem leitaðist við að efla mannréttindi og mannhelgi og þeirri samevrópsku kaþólsku menn- ingu sem skapaði hér á landi for- sendur til varðveislu fornra mennta og þeirri nýsköpun í bókmenntum, listum og sagnafræðum, sem enn þann dag í dag „lýsa sem leiftur um nótt langt fram á horfinni öld.“ Islensk sagnafræði eða sagnfræði varð slíkt afrek á 12.-15. öld að þau fræði urðu hér ágætari samsvar- andi fræðum í Evrópu samtímans. Islendingasögur, kveðskapur og aðrar bóklegar menntir voru ein- stakar á sama tímabili. „Rétturinn er einn hinna mörgu strengja, sem menning þjóðanna er spunnin af, einn mikilsverðasti strengurinn.“ - Ólafur Lárusson: Lög og saga. Rv. 1958. Bls 1. - Grundvöllur siðaðra samfélaga er „lög og réttur". Mið- alda Islendingum var þetta ljósara en nágrönnum þeirra sé tillit tekið til hins viðamikla lagastarfs og lagasetningar, sem liggur fyrir í „risafuglinum meðal germanskra lögbóka" - Andreas Heusler - sem er Grágás. íslendingar urðu kunnir fyrir lagagerð og skilning á gildi laga meðal nágranna- þjóða. Á 11. öld skrif- ar Adam frá Brimum: „Apud illos non est rex, nisi tantum lex“ - með þeim er enginn konungur, heldur acj^ eins lög. Lagasetning Al- þingis við Öxará fyrir árið 1000 og þau þáttaskil sem sam- þykkt voru á Alþingi sama ár og starf lög- fróðra manna við „að Siglaugur rétta lög og gera Brynleifsson nýmæli“ fyrir og einkum eftir kristnitöku sýna rétt- mæti staðhæfingar Adams frá Brimum. Stefna Alþingis árið 2000 virðist Mistök í uppsiglingu NÚ liggur fyrir alþingi frumvarp sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra hyggst leggja fram á næstunni. Er það gömul arfleifð fyriirennara í starfi. Verði frumvarpið að lögum óbreytt munu mikil mistök hafa átt sér stað á hinu háa alþingi. Þau varða almannaheill. Þau felast í því að með samþykkt þess verður iðnstétt veitt réttindi til að stunda lækningar að undangengnu mánaðarlöngu nám- skeiði í Danmörku. Verði frurnvarpið samþykkt öðlast tannsmiðir semsagt réttindi tfl að vinna alfarið á eigin ábyrgð og án nokkurra afskipta tann- lækna í munnholi einstaklinga. Hér er á ferðinni stóralvarlegt mál. Ástæðan er sú að á hverju ári grein- ast milli 4 og 6 krabbamein í munn- holi fólks hér á landi. Tannsmiðir hafa enga menntun til að greina slík- ar meinsemdir. Því til áréttingar skal frá því skýrt hér að nú liggur á sjúkrahúsi í Reykjavík einstaklingur, langt leiddur af krabbameini í mimn- holi. Áður en hann kenndi sér meins fór hann til tannsmiðs til að fá gervi- góma. Meinið var þá þegar til staðar í munnholinu, en tannsmiðurinn sá ekkert athugavert, enda ekki von, hann hefur ekki hlotið nauðsynlega menntun til að greina slíka mein- semd. Þau rök eru notuð af hálfu löggjafans að með nýjum lögum megi vænta sparnaðar af hálfu hins opin- bera vegna lægri kostnaðar Trygg- ingastofnunar ríkisins. Verður sá spamaður ekki fljótur að snúast upp í andhverfu sína þegar kemur að langri sjúkrahúsvist af völdum van- kunnáttu? Eins og áður segir er gert ráð fyrir að þeir tannsmiðir sem áhuga hafa á að afla sér umræddra réttinda og heita meistari í tannsmíð- um í kjölfarið, sæki nokkurra vikna langt námskeið í Danmörku. Stutt námskeið! Á sama tíma er tannlækna- nemum gert að verja um einu og hálfu ári tfl menntunar er lýt- ur að meinafræði munnhols, tann- holdsfræði, bitfræði og formfræði, svo fátt eitt sé nefnt. Óstaðfest er hvort umræddir íslending- ar hljóti sömu rétt- indi í Danmörku í kjölfar námskeiðsins ytra. Það verður þó að teljast ósennilegt, enda setja Danir Bolli Valgarðsson skorður við starfsemi tannsmiða með klínísk réttindi. I Danmörku starfa tvær stéttir tannsmiða; iðnstétt með svipuð réttindi og hér á landi, og heil- brigðisstétt klínískra tannsmiða. Hér á landi er ekki gert ráð fyrir slíkri að- greiningu. Heilbrigðisráðuneytið mun ekkert hafa með meistara í tannsmíðum að gera enda þótt hún fáist við heilbrigðismál. Óg varla landlæknir, eða hvað? Takraörkun í Danmörku í Danmörku er skilyrði að áður en klínískur tannsmiður hefúr meðferð á sjúklingi vegna parta- eða brúar- gerðar skuli hann vísa honum til tannlæknis til sérstakrar skoðunar. Við endurtekna meðferð skal einnig vísa til sömu skoðunar séu meira en 6 mánuðir liðnii’ frá síðustu heimsókn sjúklings til tannlæknis. Þetta er gert á þeim forsendum að klíniskir tannsmiðir hafi ekki menntun til að stunda lækningar,þ.m.t. greina sjúk- leika í munnholi. I dönsku lögunum er ekki kveðið á um skoðun tann- læknis áður en hefja skal vinnu við heilgómagerð. Það er galli á dönsku lögunum þar sem krabbamein gera engan mun á tannlausum einstaklingum og þeim sem hafa hluta tanna eða allar tennur. Þetta er mjög mikilvægt að hafa í huga; einkum og sér í lagi vegna þeirra sem ekki sækja reglulegt eftirlit hjá tannlækni. Þess vegna bendir TFÍ á þá leið til úr- lausnar að sjúklingar framvísi staðfestingu tannlæknis á heilbrigði munnholsins. Það varðar hagsmuni hans sjálfs en Tannlækningar Hér er á ferðinni, segír Bolli Yalgarðsson, ekki síður ríkissjóðs sem á endanum greiðir íyrir sjúkrahúsvist og með- ferð, fari allt á versta veg. Verði heilbrigðisstétt Það er einnig mikflvægt að um- ræddir tannsmiðir færist frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti tO heilbrigðis- ráðuneytis og lúti sömu skyldum og heflbrigðisstarfsmenn. Fyrir því eru margar ástæður, meðal annars þess- ar: - Á síðustu árum hafa kröfur um sóttvarnir verið stórhertar meðal tannlækna, m.a. með tilkomu HIV- veira, en á ekkert slíkt er minnst í frumvarpinu. - Iðnstéttir mega auglýsa starf- semi sína, heilbrigðisstéttir ekki. Af þessum sökum skapast ólík starfs- skilyrði tveggja stétta. - Heilbrigðisstéttir eru bundnar þagnarskyldu, iðnstéttir ekki. FDI vara við Alþjóðasamtök tannlækna, FDI (World Dental Federation), sam- þykktu yfirlýsingu á alþjóðaþingi stóralvarlegt mál. sínu í Mexíkó í lok síðasta árs. I henni vara samtökin mjög við því að tannsmiðum séu veitt réttindi til að vinna sjálfstætt, án nokkurra af- skipta tannlækna, í munnholi ein- staklinga. Yfirlýsingu þeirra má lesa á heimasíðu TFÍ (www.tannsi.is). Einnig er vert að benda á að klínískir tannsmiðir hafa hvorki starfsleyfi í Noregi né Svíþjóð og öll tannlækna- félög á Norðurlöndum hafa varað ís- lensk yfirvöld við samþykkt frum- varpsins. Tannlæknafélag Islands hefur margsinnis bent þingmönnum og ráðherrum á að hér sé verið að stíga mikið hættuskref og hefur í því sambandi fengið álitsgerð frá Tómasi Jónssyni hæstai’éttarlögmanni á frumvarpinu. Hana er einnig að finna á heimasíðu TFÍ. Einföld leið til lausnar TFI er sannfært um að þetta ágreiningsmál megi leysa með ein- földum hætti, annars vegar með því að vista meistara í tannsmíðum undir heilbrigðisráðuneyti og hins vegar með því að gera kröfu um staðfest- ingu tannlæknis á ástandi munnhols áður en vinna hefst við nýsmíði heil- góma- eða brúa- og partagerð og vegna endurkomu séu meira en 6 mánuðir liðnir frá síðustu heimsókn viðkomandi til tannlæknis. Höfundur er framkvæmdastjóri Tannlæknafélags Islands. Náttúruvernd Stefna Alþingis árið **- 2000, segir Siglaugur Brynleifsson, virðist vera talsvert annars eðl- is en stefnumörkun sem mótuð var á Alþingi við Öxará árið 1000. vera talsvert annars eðlis en stefrpff-- mörkun sem mótuð var á Alþingi við Öxará árið 1000. Undanfarin misseri hefur meirihluti alþingis- manna samþykkt og lagt blessun sína yfir gerðir og væntanlegar gerðir og áætlanir framkvæmda- valdsins. Höfuðviðfangsefni löggjaf- arsamkomunnar hafa verið að sam- þykkja lög sem virðast brjóta gegn persónurétti - gagnagrunnslögin. Lög sem virðast stangast á við eign- aiTéttarákvæði stjórnarskrárinnar - hálendis- og þjóðlendulögin. Vilja- yfirlýsingar um áður samþykkt lög og stórfelldar virkjanaframkvæmd- ir, sem stangast á við núgildandi náttúruverndarlög og alþjóðasátt- mála sem íslensk stjórnvöld eru skuldbundin. Auk þessa hafSf" stjórnvöld haldið dauðahaldi um hið svonefnda kvótakerfi sem ásamt orkuokri er höfuðástæðan fyrir byggðaröskun, þegar íbúar sjávar- byggða allt í kring um landið eru að undirlagi „guðfoður kvótans" og samnauta hans, sviptir veiðirétti á grunnmiðum. Dómur undinéttar sem gengur gegn réttmæti kvóta- laganna vekur að því er virðist slíkt uppnám, að forsætisráðherrann ár- ið 2000 fer fram með lítt dulbúnar hótanir við æðsta dómstól þjóðar- innar með mjög svo sérstæðri rök- semdafærslu og fylgismenn hans taka undir og árétta staðhæfingarn- ar á frumstæðan og einfeldnings- legan hátt. Höfundur er rithöfundur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.