Morgunblaðið - 03.03.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.03.2000, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hlutverk samstarfsnefndar Sjúkraliðafélags Islands og ríkisvaldsins Raðar í launaflokka og reyn- ir sættir í ágreiningsmálum SAMKVÆMT kjarasamningi Sjúkraliðafélags ís- lands við ríkisvaldið hefur samstarfsnefnd aðila það hlutverk með höndum að fjalla um röðun starfa í launaflokka og ná sáttum í ágreiningsmálum sem rísa kunna út af kjarasamningnum á samningstím- anum, en samningur sjúkraliða gildir til 1. nóvem- ber í haust. Um 200 af rúmlega 560 sjúkraliðum sem starfa á Ríkisspítölunum og Sjúkrahúsi Reykjavíkur sögðu upp störfum fyrir síðustu mánaðamót og taka upp- sagnir þeirra gildi 1. júní næstkomandi. Fram hef- ur komið að launamál sjúki-aliða hafi verið til um- ræðu í ofangreindum samstarfsnefndum án þess að það hafi skilað niðurstöðu og var slíkur fundur haldinn á þriðjudaginn var. Hvor um sig tilnefnir tvo Samkvæmt samningsákvæðinu skulu samnings- aðilar hvor um sig tilnefna tvo fulltrúa og tvo til vara í samstarfsnefnd sem hafi m.a. það hlutverk að fjalla um röðun starfa í launaflokka og koma á sátt- um í ágreiningsmálum sem rísa kunni út af samn- ingnum. Eins skuli hún fjalla um röðun starfa sam- kvæmt 25. gr. laga um kjarasamninga opinbeiTa starfsmanna, en samkvæmt henni skal ákveða kjör starfsmanna nýrra stofnana eða þegar um er að ræða nýjar stöður með samkomulagi fjármálaráð- herra og þeirra stéttarfélaga sem í hlut eiga. Þá kemur einnig fram að hvor aðili um sig geti skotið ági’einingsefnum tU til nefndarinnar og kall- að hana til starfa og skal nefndin svara erindum innan fimm vikna frá því þau voru fyrst borin form- lega fram á fundum hennar. Verði nefndin sam- mála um breytingar á röðun eða öðru því sem til hennar hefur verið vísað skal breytingin gilda frá og með næstu mánaðamótum eftir að erindið var fyrst borið fram formlega í nefndinni nema annað sé sérstaklega ákveðið. Sveigjanleikinn meiri en viðurkennt er Kiistín Guðmundsdóttir, foi-maður Sjúkraliðafé- lagsins, segir að samstarfsnefndirnar eigi að taka upp ágreiningsefni og túlkun á kjarasamningnum og hún telji að sveigjanleiki gildandi kjarasamnings sé miklu meiri en almennt sé viðiu-kennt. í umræðu innan samstarfsnefndarinnar hafi sjúkraliðar ekki sett fram neinar kröfur, en þeir hafi bent á þennan sveigjanleika, til dæmis á ákvæði í honum þess efn- is að það sé hægt að taka upp starfsmat. Kristín sagði að mikU óánægja væri með kjörin meðal sjúkraliða. Það ætti sér meðal annars þær skýringar að samið hefði verið til mjög langs tíma síðast og síðan hafi það gerst að milli kjai'asamn- inga hafi ýmsir hópar verið að fá langt umfram gerða kjarasamninga, til dæmis læknar og hjúkr- unarfræðingar, og það hafi einnig orðið tU þess að skapa óánægju. Hægt að komast milli Reykjavíkur og Akureyrar fyrir 8.730 kr. báðar leiðir Samkyn- i hneigðir fái að ættleiða börn RUMLEGA helmingur landsmanna er þeirrar hyggju að samkynhneigð- ir eigi að fá að ættleiða börn. I nýrri skoðanakönnun Gallups kváðust j 22% aðspurðra mjög hlynnt þegar * spurt var ertu fylgjandi eða á móti því að samkynhneigðir fái að ætt- leiða börn. 30,9% kváðust frekar hlynnt. 12,2% sögðu hvorki af né á. 14,8% aðspurðra voru frekar andvíg og 20,1% mjög andvígt. Athygli vekur að konur eru mun umburðarlyndari en karlar í þessu efni. 60,8% kvenna kváðust fylgjandi ættleiðingu samkynhneigðra, en að- j eins 44,3% karla. Þegar úrtakið er j greint eftir aldri er áberandi mest ‘ fylgi við að samkynhneigðir megi ættleiða börn í aldurshópnum 18 til 24 ára eða 65,2%, en í aldurshópun- um 25 til 65 ára var um helmingur þeirrar skoðunar að það ætti að vera leyfilegt. Þá mældist fólk á lands- byggðinni heldur hlynntara ættleið- ingum af þessum toga en íbúar á höf- uðborgarsvæðinu. Segjast í harðri samkeppni við einkabflinn ÓDÝRASTA flugfargjald sem Flug- félag íslands býður á flugleiðinni Reykjavík-Akureyri er 8.730 kr.báð- ar leiðir og er þar um að ræða svo- kallað bónussæti. Þar er hins vegar um takmarkað sætaframboð að ræða og ýmsar kvaðir fylgja þessum flugmiðum. Dýrasta flugfargjaldið á þessari sömu leið, sem hins vegar býður upp á frelsi hvað fyrirkomulag ferðalag- sins varðar, eru svokölluð forgangs- sæti, en slíkur flugmiði kostar 14.330 kr. báðar leiðir. Árni Gunnarsson, sölu- og mark- aðsstjóri Flugfélags íslands, leggur áherslu á að félagið muni ekki hækka verð á fargjöldum í inn- anlandsflugi vegna þeirra tíðinda að Íslandsílug hætti áætlunarflugi til Akureyrar, Egilsstaða og Vest- mannaeyja, enda líti stjómendur þess svo á að þeir séu í harðri sam- keppni við einkabílinn hvað fólks- flutninga varðar. Ámi segir hins vegar ekki hægt að útiloka verðhækkanir vegna t.d. kjarasamninga og eldsneytissamn- inga og bendir hann á að eldsneytið hafi hækkað um 20% í vikunni. Hann bendir jafnframt á að félagið sé ekki með nema um 20% markaðshlutdeild Fargjöld Flugfélags íslands frá Reykjavík 200C FORGANGSSÆTI Flug frá Reykjavík, fram og til baka, Flug Fargjald Skattur SAMTALS Ársmiði, má kaupa aðra leiðina, 1000 vildarpunktar aðra leið, ekkert breytingargjald, endurgreitt að fullu til Akureyrar Rek-AEY-Rek 14.000 kr. 330 kr. 14.330 kr. til Egilsstaða Rek-EGS-Rek 16.000 kr. 330 kr. 16.330 kr. til ísafjarðar Rek-IFJ-Rek 14.000 kr. 330 kr. 14.330 kr. til Vestmannaeyja Rek-VEY-Rek 10.000 kr. 330 kr. 10.330 kr. BÓNUSSÆTI Frá Reykjavík, flug fram og til baka,_______Flug Fargjald Skattur SAMTALS r Miði gildir í 1 mán., eingöngu hægt að kaupa báðar leiðir, borgað við bókun, 0 vildarpunkt., lágmarksdvöl 2 nætur, breytingargj. 1.500 kr., endurgreitt að frádregnum 1.500 kr. til Akureyrar Rek-AEY-Rek 8.400 kr. 330 kr. 8.730 kr. tll Egilsstaða Rek-EGS-Rek 9.400 kr. 330 kr. 9.730 kr. til ísafjarðar Rek-IFJ-Rek 8.400 kr. 330 kr. 8.730 kr. til Vestmannaeyja Rek-VEY-Rek 6.900 kr. 330 kr. 7.230 kr. á flutningum á fólki til Akureyrar, hækka ílugfargjöldin, þeir vilji jú þar ríki hörð samkeppni við rútur og ekki missa fólk úr flugsamgöngum einkabíla og því sé óviturlegt að yfir í frekari notkun á bílum. Frama- _ dagar í HI FRAMADAGAR 2000 eru at- vinnulífsdagar Háskóla íslands og verða haldnir í Háskólabíói í dag í sjötta sinn. AIESEC, al- þjóðlegt félag háskólanema, sjá um skipulagninguna á dögun- um og er tilgangurinn fyrst og fremst að leiða saman atvinnu- lífið og starfsemina innan Há- skólans. Hér gefst nemendum tæki- færi til að kynna sér starfs- hætti margra íslenskra fyrir- tækja, sem mörg hver eru leiðandi á sínu sviði. Frama- dagar eiga erindi tii allra nem- enda á háskólastigi og er þetta stór liður í tengslum atvinnu- lífsins og Háskólans, segir í fréttatilkynningu. Framadagar 2000 verða í Háskólabíói í dag, 3. mars frá kl. 10:15-16:00. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Yfir eitt hundrað seldir bílar YFIR 100 notaðir bflar seidust í gær á Tímasprengju Heklu, útsölu á notuðum bflum. Utsalan hófst kl. 5 í gærmorgun og biðu þá um 50 manns eftir að vera hleypt inn. Dæmi voru um að bflar seldust á 400 þúsund krónum undir ásettu verði. Á myndinni er Jón Ragnar Jónsson að skoða bfl snemma morg- uns í gær. Pappírslaust farsölukerfi hjá Flugfélagi Islands Hlynur Elisson, fjárrnálastjóri og verkefnisstjóri MultiRes-kerfisins, Árni Gunnarsson, sölu- og markaðsstjóri, og Jón Karl Ólafsson, framkvæmda- stjóri Flugfélags íslands. Egilsstöðum. Morgunblaðið. FARMIÐAR munu heyra sögunni til fyrir viðskiptavini Flugfélags ís- lands, en félagið mun í lok mars taka upp nýtt farsölu- og upplýsingakerfi þar sem hætt verður að nota farseðla og tekin upp rafræn viðskipti. Nýja kerfið veitir viðskiptavinum aðgengi á Netinu til þess að þóka sig sjálfir í flug og ganga frá greiðslu, en einnig verður bókað og selt í gegnum síma eins og verið hefur. Þessu nýja fyrirkomulagi er ætlað að stuðla að betri þjónustu og draga úr rekstrarkostnaði en Flugfélag Is- lands gerir ráð fyrir að spara um 50 milljónir árlega með tilkomu pappír- slausra farseðlaviðskipta. Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flugfé- lags Islands, segir farmiðaútgáfu vera áratuga gamalt fyrirkomulag sem ekkert hefur breyst þrátt fyrir hraðar tækniframfarir og miklar breytingar í samskiptum í viðskipta- heiminum undanfarin ár. Rafræn viðskipti séu í raun umhverfisvæn og muni auk þess leysa af hólmi þung- lamalegt kerfi sem byggist á pappír og mikilli skriffinnsku. Jón Karl segir það ekki vera hugs- un félagsins að bókanir viðskiptavina á Netinu komi til með að leysa sí- mapantanir af hólmi, en hins vegar sé um ótvírætt hagræði fyrir við- skiptavini að ræða þar sem gert verði ráð fyrir mun minni bið í innrit- unarsal heldur en hingað til hefur verið. Þegar viðskiptavinur bókar sjálf- ur sitt flugfar á Netinu getur hann greitt fyrir flugfarið með kredit- korti. Hann getur ennfremur bókað farið sitt og greitt síðan fargjaldið við brottför. Flugfélag íslands gefur líka út sérstök flugkort sem hægt er að greiða með og halda yfirlit yfir innanlandsferðir. Þeir sem þui'fa kvittanir eða ferðayfirlit geta fengið þau send í pósti eða faxi og ennfrem- ur er hægt að prenta út upplýsingar af Netinu. Einu pappíramir sem nauðsynleg- ir era fyrir far- miðalaust flug hjá FÍ eru brottfarar- spjöldin. Jón Karl segir þessa breyt- ingu hvorld leiða til fækkunar starfsfólks né j heldur draga úr j persónulegri og staðbundinni þjónustu, heldur frekar gefa mögu- leika til þess að auka hana. Flugfélag ís- lands kaupir kerfi þetta frá banda- ríska hugbúnaðar- fyrirtækinu Radixx og er eitt fyrsta flugfélagið til þess að taka upp slíkt kerfi. Jón Karl segir nýja farsölu- kerfið, sem kallast MultiRes, fela í sér mikla einföldun í notkun fyrir starfsfólk og munu allir afgreiðslu- staðir og umboðsmenn FI hafa sama aðgang að skráningu og upplýsing- um í nýja kerfinu. „Gamla Ámadeus- kerfið þjónar okkur ekki lengur, er þungt í vöfum og á meðan það tekur starfsmann þrjár vikur á sérstöku námskeiði að læra á gamla kerfið, tekur það aðeins tvo daga í þessu nýja,“ segir Jón Kari Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Flugfélags íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.