Morgunblaðið - 03.03.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.03.2000, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ Fríkirkjan í Reykjavík Létt stund í helgri alvöru Æskulýðs- og fjölskyldusamvera í kvöld, kl. 20 Umsjón hafa Hreiðar Örn Stefáns- son, Hjörtur Magni Jóhannsson og Andri Heide. Léttar veitingar í safnaðar- heimilinu í iok samveru. Allir aldurshópar eru hjartanlega velkomnir. ífi- : Faxafeni 8 alla daga 12-19 VILTU GRENNAST OG LÍÐA BETUR? Náttúrulegar vörur. Frábær árangur! Pantanasími 698 3600. VIÐSKIPTI Boeing o,g General Electric í samstarfí Smíða langdrægustu farþegavél sögunnar Reuters Jack Welch, stjórnarformaður General Electric, t.v., og Phil Condit, stjórnarformaður Boeing, skoða líkan af hinni langdrægu Boeing 777 200X farþegaflugvél. BOEING-flugvélaverksmiðjurnar og General Electric fyrirtækið, sem meðal annars framleiðir þotu- hreyfla, hafa tilkynnt að þau hygg- ist þróa tvær nýjar útgáfur af Boeing 777 farþegaþotunni, og verða það langfleygustu farþega- þotur sögunnar. Nýju þotunum, sem munu hafa einkennisnöfnin 777-200 og 777-300 og verða tveggja hreyfla og með breiðum búk eða „wide-body“ á ensku, er ætlað að keppa beint við hina nýju langfleygu Airbus A340- 500 sem flogið getur rúma 15.700 kílómetra í einni lotu. Boeing 777- 200 mun hins vegar gera betur en það, og verður drægi hennar um 16.250 kflómetrar. Samkvæmt því verður hægt að fljúga þotunni frá New York alla leið til Malasíu án millilendingar. Gert er ráð fyrir að fyrstu þot- urnar í hinni nýju framleiðslulínu verði afhentar í septembermánuði árið 2003, en fyrirtækin tvö halda því fram að með hinum nýju þotum verði hagkvæmt að fljúga til fjar- lægra áfangastaða í einum áfanga frá meðalstórum mörkuðum, en ekki aðeins frá stærstu mörkuðum eins og nú er. Boeing vildi ekki gefa upp hverj- ir væru hugsanlegir kaupendur að hinum nýju vélum, en Phil Condit, stjórnarformaður og aðalfram- kvæmdastjóri Boeing sagði á blaðamannafundi á þriðjudag að nægilegur fjöldi hugsanlegra kaup- enda hefði sýnt áhuga til að þeir væru vissir um velgengni verkefn- isins. „Pantanir munu verða áber- andi frá flugfélögum í Asíu,“ sagði Condit. John Fairfield, forstjóri flugvéla- hreyfladeildar General Electric, sagði á fundinum að ef gert væri Viðskipti með hlutabréf námu alls 346 milljónum króna á Verðbréfa- þingi íslands í gær. Mest viðskipti voru með hlutabréf í FBA fyrir 70 milljónir króna og lækkaði gengi þeirra um 2,9% en lokaverð dags- ins var 4,20. Þá urðu 44 milljóna króna viðskipti með bréf Islan- dsbanka og lækkaði gengið um 0,3%, fór í 6,65. Viðskipti með bréf í Flugleiðum námu 30 milljónum ráð fyrir að 450-500 vélar yrðu af- hentar á 20 ára tímabili myndi það þýða tekjur fyrir General Electric sem næmu um 1.100 til 1.460 millj- örðum íslenski-a króna á tímabilinu. „Hinar nýju vélar munu bjóða upp á meiri hraða, minni eldsneyt- króna, gengi þeirra lækkaði um 1,0% og endaði í 4,01. Helstu verðbreytingar þar fyrir utan voru þær að verð hlutabréfa í Olíuverslun íslands hækkaði um 8,4% og bréf í íslenska hugbúnað- arsjóðnum hækkuðu um 7,7%. Bréf Össurar lækkuðu um 3,9% og Haraldar Böðvarssonar um 3,8%. Úrvalsvísitala aðallista lækkaði um 0,57% og er nú 1.735 stig. isnotkun, meiri hagkvæmni og auk- in þægindi farþega," sagði Condit á fundinum. Hlutabréf í bæði Boeing.og Gen- eral Electric hækkuðu á þriðjudag eftir að áætlanirnar voru tilkynnt- ar. ÚRVALSVÍSITALA HLUTABRÉFA frá áramótum 31. des. 1997 = 100 rfön 1850- 1800- yA Jl 1.734,9 IÖDU Janúar Febrúar Mars Úrvalsvísitalan enn að lækka Bankar bæta við sig á Netinu Kaupmannahöfn. Morgnnblaðið. Bankar í Danmörku og víðar sjá ekki aðeins möguleika í að færa viðskipti sín yfir á Netið, heldur leita nýrra nettæki- færa. Hugmyndin, sem nokkr- ir bankar hafa í veltunni, er að nota vefsíður bankanna til að selja aðrar vörur en eingöngu það sem bankarnir sjálfir hafa upp á bjóða, til dæmis ýmsar neytendavörur og ferðir. Nýlega lýsti Den Danske Bank því yfir að hann hefði tekið upp samstarf við sænska netfyrirtækið Framfab um hugmyndaþróun á þessu sviði. Merita-Nordbanken hefur þegai' komið fram með hug- myndir á þessu sviði. í samtali við Berlingske Tid- ende segir John Andersen að- stoðarbankastjóri Den Danske Bank að bankinn sé að ræða við ýmsa söluaðila og huga að hvaða vörur henti best til að selja í gegnum netsíður bank- ans. Hann vildi ekki segja neitt um hvaða vörur kæmu til greina, en kvað vera mögu- leika bæði á neytendavörum og svo þjónustu eins og ferðum. Samstarfsaðili bankans, Framfab, er eitt þekktasta netráðgjafafyrirtæki Svía. Það var stofnað af Jonas Birgers- son 1995 og hét þá Framtids- fabriken. Birgersson hefur síð- an orðið velþekktur álitsgjafl í Svíþjóð um netþjónustu og fyr- irtækið veitir ýmsum stórfyrir- tækjum ráðgjöf á því sviði og spáir í framtíðarþróunina. Meðal viðskiptavina þess eru fyrirtæki eins og Volvo, Saab og Svenska Dagbladet. Merita-Nordbanken hefur þegar tekið nýstárleg skref á þessu sviði með því að breyta vefsíðum sínum í vefgátt að Netinu. Netverjar geta þvl notað sér þetta sem inngang að Netinu, komist þar í sam- band við vörur af ýmsu tagi, allt frá hundamat upp í bfla og ferðalög og greitt fyrir af reikning sínum í bankanum. Að sögn John Andersen hef- ur Den Danske Bank ekki áhuga á þessu fyrirkomulagi, þó vörur verði á boðstólunum. Eins og hjá öðrum dönskum bönkum streyma netviðskipta- vinir til bankans. Á síðasta ári fjölgaði þeim að jafnaði um níu þúsund á mánuði og voru í árs- lok 1999 orðnir 200 þúsund, fleiri en í nokkrum öðrum dönskum banka. Den Danske Bank hefur á undanförnum ár- um lagt mikla áherslu á að þróa netviðskipti sín. VANTAR RÚM ^ FYRIR FLEIRI RÚM! \g/ RÝMUM FYRIR NÝJUM SVEFNHERBERGISHÚSGÖGNUM Frábær tilboð á rúmum, náttborðum, kommóðum ^IJ N “ Opið: laugardag 10-17 15% afsláttur áf fylgihlutum (dýnum, dýnuhlífum, koddum o.fl.) þegar keypt er rúm. skituvogi 11 • Sími 568 5588
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.