Morgunblaðið - 03.03.2000, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Eins og kálfar sem hleypt er út á vorin.
Því Serta er leiðandi vörumerki á dýnumarkaðinum
og ávísun á hágæða lúxus dýnu.
Kauptu dýnu þarsem þú
færð réttar upplýsingar,
góða þjónustu, hámarks
vörugæði, 15 ára ábyrgð
og greiðsluskilmála sem
henta þér.
Millistíf Mjúk i
Queen 54.360 59.840
King 79.980,- 84.600
Meiri gæði - betra verð
Raðgreiðslur í allt
að 36 mánuði
tt
HÚSGAGNAHÖLLÍN
Bíldshöfði 20 - IIO Reykjavík Sími SIO 8000 www.husgagnahollin.is
Alþjóðlegur bænadagur kvenna
Yfirskriftin:
Unga stúlka,
rís upp!
María Ágústsdóttir
DAG verður alþjóð-
legur bænadagur
kvenna haldinn í
Dómkirkju Krists kon-
ungs, Landakoti, klukkan
20:30. Þetta er hluti af
samkirkjulegu starfi um
allan heim að sögn séra
Maríu Ágústsdóttur, sem
er formaður landsnefndar
að undirbúningi bæna-
dagsins á Islandi.
„Hér á landi eru það níu
hópar sem standa að
bænadeginum í Reykja-
vík. Þetta eru Aðventkir-
kjan, Fríkirkjan í Reykja-
vík, Hjálpræðisherinn,
Hvítasunnukirkjan, Is-
lenska Kristskirkjan, Ka-
þólska kirkjan, KFUK,
Kristniboðsfélag kvenna
og þjóðkirkjan."
- Er þessi alþjóðlegi bænadag-
ur einnig haldinn hátíðlegur úti á
landi?
„Við sendum ár hvert dagskrá
bænadagsins, sem er sú sama um
allan heim, á marga staði úti á
landi og víða hafa viðtökur verið
góðar. Hingað til hefur bænadag-
urinn verið haldinn hátíðlegur á
Akureyri, í Keflavík og í Stykkis-
hólmi og nokkrum öðrum stöð-
um.“
- Hvernig er þessi dagskrá
bænadagsins í ár?
,Ár hvert undirbýr ein lands-
nefnd dagskrána og að þessu
sinni eru það konur í Indónesíu
sem undirbúa dagskrána. Þær
leggja áherslu á ungu konuna og
er yfirskriftin: Talíþa kúm! -
Unga stúlka, rís upp! Konumar í
Indónesíu búa við erfið kjör eins
og fram hefur komið í fjölmiðlum,
þær þarnast stuðnings okkar í
orði og verki, staða þeirra er bág-
borin og þrátt fyrir endurbætta
lagasetningu hafa þær í raun lít-
inn rétt. Vinnudagur þeirra er
mjög langur, 18 tímar á sólar-
hring, og fáar þeirra komast til
mennta, kaup þeirra er oftast
mun lægra en karla í sömu störf-
um. Kristin trú er í miklum
minnihluta, langstærstur hluti
þjóðarinnar eru múslimar. Þrátt
fyrir þetta hefur alþjóðlegur
bænadagur kvenna verið haldinn
í Indónesíu í rúma hálfa öld.“
- Hvað hefur alþjóðlegur
bænadagur kvenna verið haldinn
lengi hátíðiegur á Islandi?
„Frá 1964 hefur bænadagurinn
verið haldinn með þeim hætti
sem við þekkjum hann í dag, í
samstarfi kristinna trúfélaga.
Áður höfðu íslenskar konur sem
kynnst höfðu bænadeginum er-
lendis komið saman til bæna
þennan dag. Hjálpræðisherinn á
Islandi hefur áratugum saman
haft forystu um undirbúning
bænadagsins en hefur nú látið
þjóðkirkjunni eftir for-
ystuna."
- Hvenær var a 1-
þjóðlegur bænadagur
kvenna tekinn upp?
„Upphaf bænadags-
ins má rekja til 19. ald-
arinnar þegar konur í Bandaríkj-
unum hófu bænastundir fyrir
kristniboði og fátæku fólki um
allan heim. Um aldamótin komu
konur í Kanada til liðs við þær og
í lok þriðja áratugar síðustu al-
dar voru löndin 33. Þá hafði fyrsti
föstudagur í mars verið valinn
sem alþjóðlegur bænadagur
kvenna. Nú eru konur í yfir 170
► María Ágústsddttir fæddist á
Egilsstöðum 20. febrúar 1968.
Hún lauk stúdentsprófi frá
Eystri-borgaradyggðarskólan-
um í Kaupmannahöfn 1986 og
embættisprófi í guðfræði frá Há-
skóla íslands 1992. Prófi í upp-
eldis- og kennslufræði lauk hún
frá sömu stofnun 1994. María var
prestur í fjögur ár í Dómkirkj-
unni í Reykjavík, siðan í Háteigs-
kirkju, héraðsprestur í Reykja-
víkurprófastsdæmi vestra,
sjúkrahúsprestur á Landsspítal-
anum en sinnir nú afleysinga-
störfum og fræðimennsku. Maria
er gift Þresti Jónssyni rafmagns-
verkfræðingi og eiga þau tvö
börn.
löndum þátttakendur í bænadeg-
inum, sem hefst við sólarupprás á
eyjunum á Kyrrahafi og lýkur 40
klukkustundum síðar við strend-
ur Alaska. Höfuðstöðvar bæna-
dagsins eru í New York og þaðan
er dagskráin send út sem borin
er fram á nærri 200 tungumálum
um allan heim 3. mars. nk.“
-Hafa svona bænadagar þýð-
ingu fyrir konur?
„Já, að okkar mati hafa þeir
alla vega tvíþætta þýðingu, í
fyrsta langi er mikill styrkur að
því að vita að konur um allan
heim biðja saman sömu bænirnar
og að við biðjum hver fyrir ann-
arri, þetta eílir kjark og samein-
ingarmátt kvenna, í öðru lagi hef-
ur samkirkjulegi þátturinn mikla
þýðingu, að við konur úr ólíkum
kristnum kirkjudeildum lærum
að vinna saman og meta hver
aðra. Loks má nefna að augu
okkar opnast fyrir kjörum
kvenna í ólíkum löndum, sögu
þeirra og menningu."
- Hvað er þessi bænastund
löng?
„Hún er ein og hálf klukku-
stund. Að þessu sinni er bænast-
undin heldur viðameiri
en verið hefur, við
byrjum á því að ungar
konur ganga inn
kirkjuna á leikrænan
hátt, og fáum að sjá
ungu stúlkuna reista
við í táknrænum skilningi, við
játum syndir okkar frammi fyrir
Guði, þiggjum endurnýjun lífsins
og heyrum lesið úr ritningunni
hvatningarorð til ungra kvenna.
Ung kona frá kristilegu stú-
dentafélagi, Guðný Einarsdóttir,
flytur okkur hugleiðingu. Allir
eru velkomnir, karlar sem kon-
ur.“
Indónesískar
konur semja
dagskrána
núna