Morgunblaðið - 03.03.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.03.2000, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Golli Góðviðri notað til gluggahreinsana Vegamálastjóri um vetrarumferð Ekki rétt að Vegagerð- in fái lögregluvald Morgunblaðið/Ómar Umferðin stöðvaðist á sunnudag í Skógahlíðarbrekkunni f Þrengslum. UM þessar mundir gengur hver lœgðin á fætur annarri yfir landið, en þegar styttir upp er upplagt að ráðast í hreingerningar eins og gert var í þessari verslun á Lauga- veginum til þess að kóngur, drottn- ing og gosi gætu betur fylgst með umferðinni. HELGI Hallgrímsson vegamála- stjóri telur ekki rétt að Vegagerðin fái lögregluvald og þar með heimild til að stöðva umferð um þjóðvegi að vetrarlagi eins og Halldór Blöndal, forseti Alþingis, leggur til í grein í Morgunblaðinu, í framhaldi ástandsins sem skapaðist í Þrengsl- unum sl. sunnudag. Tómas Jónsson yfirlögregluþjónn á Selfossi er sammála vegamála- stjóra og telur það fráleitt að lög- reglan framselji lögregluvald til Vegagerðinnar. Helgi Hallgrímsson bendir á að í lögum væri skýrt kveðið á um að lögregla færi með lokun vega eins og aðra umferðastjórnun. „Við höf- um ekki heimild til að loka vegi nema þegar veginum sjálfum er hætt,“ sagði hann. „Okkar valdsvið snertir eingöngu það að vernda mannvirki eða veginn. Þó að vegfar- endur séu í vafasömum málum þá heimila lögin okkur ekki að skipta okkur af því. Það hefur reynt á það þegar við höfum talið að nauðsyn bryti lög eins og t.d. á snjóflóða- svæðum. Þar höfum við lokað vegi og fengið bágt fyrir frá vegfarend- um.“ Margar skoðanir Sagði hann að mjög erfitt væri að loka vegi og þá ekki síst þegar um- ferðin væri jafn mikil og hún var í Þrengslunum þennan sunnudag. „Vegfarendur jafn margir og þeir eru hafa jafn margar skoðanir á skynsemi þess og láta oft illum lát- um,“ sagði hann. „Ótrúlegasta fólk jafnvel með smábörn, illa búið á lé- legum dekkjum lætur öllum illum látum. Það að hefta för vegfaranda er lögreglumál og lögreglan ein hef- ur til þess vald. Eg sé ekki að al- mennt sé hægt að breyta þessum grundvelli." Helgi sagði að víðtæk samvinna væri milli Vegagerðarinnar og lög- reglu og að til væru verklagsreglur um hvernig standa ætti að málum. Lögstjórn í höndum lögreglu „I stöku tilfellum heimilar lög- reglan okkur að loka með tilkynn- ingum og á það fyrst og fremst við um snjóflóðasvæðin þegar mikið liggur við og ekki gefst tími til sam- ráðs,“ sagði hann. „Eg held að það sé ekki ástæða til að breyta þessum grunni. Ég sé ekki að það geti geng- ið að Vegagerðin fái lögregluvald. Öll lögstjórnun í landinu er í höndum lögreglunnar og á að vera þar en ekki hjá einstökum stofnun- um eða aðilum. Hins vegar er það jafn ljóst að þeir menn sem moka og vinna á veginum hafa nánustu snert- ingu við stöðu mála og í flestum til- vikum hefur það verið þannig að tekið er tillit til skoðana þeirra. Það er auðvelt að segja eftir á að rétt hefði verið að loka veginum fyrr en það er ekki auðvelt fyrir lögreglu að standa fyrir framan kílómetra langa biðröð og segja að nú verði lokað á meðan einhver von er til að vel búnir bílar komist áfram." Sagði hann að atvikið á Þrengsla- veginum gæfi tilefni til að Vega- gerðin og lögreglan færu yfir hvað þarna gerðist og könnuðu hvort eitt- hvað hefði betur mátt fara. Fráleitt að verkefnið fari frá lögreglu „Ég tel alveg fráleitt að láta lög- gæsluvaldið í hendur Vegagerðar- innar í tilfellum sem þessum, enda er það ástæðulaust þar sem Vega- gerðin og lögreglan eru í góðu sam- bandi,“ segir Tómas Jónsson yfir- lögregluþjónn. „Við erum því tilbúnir til að grípa inn í þegar Vegagerðin ákveður að loka þurfi vegi. Lögreglan getur lokað vegum til bráðabirgða og ger- ir Vegagerðinni þá viðvart umsvifa- laust, en hún hefur vald til að breyta þeirri ákvörðun." Samtökin Réttlát gjaldtaka gagnrýna heilbrigðisráðuneyti Ráðuneytið byggir ekki á lagalegum forsendum SAMTÖKIN Réttlát gjaldtaka gagn- rýna harðlega vinnubrögð heilbrigð- isráðuneytisins við að reyna að hindra samtökin í „að safna umboð- um einstaklinga til að segja þá úr gagnagrunninum og semja fyrir þeirra hönd um gjaldtöku vegna þátt- töku í miðlægum gagnagrunni á heil- brigðissviði," eins og segir í tilkynn- ingu frá samtökunum. I tilkynningunni segir einnig að ekki verði betur séð en að ráðuneytið beiti fyrir sig ósannindum og villandi upplýsingum til að verja sérhags- muni bandarísks fyrirtækis, deCODE genetics móðurfyrirtækis íslenskrar erfðagreiningar, gegn hagsmunum íslenskra einstaklinga. Jón Magnússon hæstaréttarlög- maður hefur sent heilbrigðisráðun- eytinu bréf þar sem hann segir ráðu- neytið ekki byggja á lagalegum grundvelli í yfirlýsingu sinni um að Islenskri erfðagreiningu eða öðrum sambærilegum fyrirtækjum sé ekki heimilt að greiða einstaklingum fyrir þátttöku í gagnagrunni á heilbrigðis- sviði. í bréfinu segist Jón hafa beðið ráð- uneytið að upplýsa til hvaða laga og siðareglna það vísaði varðandi þessa yfirlýsingu og að ráðuneytið hafi þá vísað til tilmæla Evrópuráðsins um vísindarannsóknir á mönnum og vemd heilbrigðisupplýsinga. Jón seg- ir þessi tilmæli Evrópuráðsins enga þýðingu hafa hér á landi og bendir á 7. grein samningsins um Evrópska efnahagssvæðið því til stuðnings. Einnig segir hann að tilmæli sem þessi séu ekki einu sinni bindandi fyr- ir Evrópubandalagsríkin. Frjáls fjarskipti kæra íslands- síma til Samkeppnisstofnunar FRJÁLS fjarskipti hafa kært Íslandssíma til Samkeppnisstofnun- ar vegna meintra rangfærslna í auglýsingu um verð á símtölum til útlanda. Halda Frjáls fjarskipti því fram að þau bjóði mun lægra verð en Íslandssími á millilandasímtölum og að þjónusta þeirra hafi aukinheldur staðið notendum til boða frá áramót- um, á meðan Íslandssími geti ekki enn boðið fólki símtöl til útlanda. Forsvarsmenn Frjálsra fjarskipta segja í fréttatilkynningu vegna kær- unnar að eftir að Íslandssími birti verðskrá sína sé ljóst að verð á sím- tölum hjá Frjálsum fjarskiptum séu lægri í öllum helstu viðskiptalöndum íslands. Því séu staðhæfingar Íslandssíma í auglýsingum um að fé- lagið bjóði símtöl til útlanda á allt að 40% lægra verði en nú þekkist rang- ar. „Frjáls fjarskipti hafa kært Íslandssíma til Samkeppnisstofnun- ar,“ segir í fréttatilkynningu, „vegna rangfærslna, sem einvörðungu eru til þess fallnar að kasta ryki í augu fólks. Rangfærslur á ekki að líða. Samkeppnisaðili - Frjáls fjarskipti - býður mun lægri verð, að ekki sé tal- að um að Íslandssími hefur enga vöru að bjóða.“ Segir ennfremur að samanburður á millilandasímtölum leiði í ljós að Frjáls fjarskipti bjóði ódýrustu sím- tölin, og skv. auglýstum verðskrám kostar símtal tíl Bandaríkjanna 23 kr. á mínútuna hjá Frjálsum fjarsk- iptum á meðan það kostar 29,75 kr. á dagtaxta hjá Islandssíma og 26,80 á kvöldtaxta, og 35 kr. hjá Landssím- anum á dagtaxta en 32 kr. á kvöld- taxta. Skv. verðskrám kostar símtal til Bretlands sömuleiðis 23 kr. á mínút- una hjá Frjálsum fjarskiptum á með- an það kostar 26,35 kr. á dagtaxta Íslandssíma og 23,70 kr. á kvöldtaxta og 31 kr. á dagtaxta hjá Landssím- anum og 28 kr. á kvöldin. í kjölfarið af fréttatilkynningu Frjálsra fjarskipta gerðist það síðan í gær að Skíma ehf. vakti athygli Samkeppnisstofnunar á því að rang- færslur væru í tilkynningu Frjálsra fjarskipta um verð á ódýrustu sí- mtölum á markaðnum til útlanda. Segir í bréfi Skímu ehf. til Sam- keppnisstofnunar að rétt sé að stofn- unin hafi sem gleggstar upplýsingar um verð á símamarkaði við meðferð kæru Frjálsra fjarskipta en kveðst láta stofnuninni eftir að öðru leyti að ákveða hvort ástæða sé til að ranns- aka frekar þessar rangfærslur fyrir- tækisins. Könnun PriceWaterhouseCoopers Rúmlega 60% styðja stjórnina RÚMLEGA 60% þeirra sem afstöðu taka í skoðanakönnun PriceWater- houseCoopers um fylgi við ríkis- stjómina styðja hana, en tæp 40% eru andvíg henni. Jafnframt kemur fram að stuðningur við ríkisstjórnina er meiri meðal karla en kvenna og er mestur meðal yngra fólks. Könnunin var gerð í janúar og náði til slembiúrtaks 1.130 íslend- inga á aldrinum 18-75 ára. Nettó- svarhlutfall var 60%. 61,6% sögðust styðja ríkisstjórnina en 38,4% voru andvíg henni. Þá studdu 65,9% kar)- manna hana en 56,6% kvenna. 69,5% fólks á aldrinum 18-29 ára studdu ríkisstjórnina, 60,2% fólks á aldrin- um 30-49 ára og 58,8% fólks á aldr- inum 50-75 ára. Þá styðja þrír fjórðu hlutar hátekjufólks ríkisstjórnina, 63,6% millitekjufólks og 49% lág- tekjufólks. Fylgi við flokka lítið breytt LITLAR breytingar eru á fylgi flokkanna samkvæmt nýrri skoðana- könnun Gallup og er stuðningur við stjómarflokkanna nánast sá sami og við ríkisstjórnina eða 60%. í könnun Gallup í desember kvaðst 61% aðspurðra styðja stjórn- ina, en fylgi flokkanna þá var 57%. 46% aðspurðra kváðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef nú yrði gengið til kosninga og er það 3% meira en í desember. Fylgi Fram- sóknarflokksins mældist nú 13,8%, um einu prósentustigi minna en í desember. Fylgi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs er nú 17%, en flokk- urinn var í könnunum í nóvember og desember með um og yfir 20% fylgi. Fylgi Samfylkingarinnar er nán- ast óbreytt, 19,4%. Stuðningur við Frjálslynda flokk- inn var 2% eins og í desember. Könnunin var gerð dagana 16. til 29. febrúar. Úrtakið var 1.138 manns af öllu landinu á aldrinum 18 til 75 ára sem valdir vora með tilviljun úr þjóðskrá og var svarhlutfallið tæp- lega 70%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.