Morgunblaðið - 03.03.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 03.03.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR PÖSTUDAGUR 3. MARS 2000 43 ----------------------r** tGuðleif Jörund- ardóttir fæddist í Reykjavík 21. desem- ber 1916. Hún lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur að morgni 27. febrúar sl. Foreldrar hennar voru Jörundur Brynjólfsson, f. 21. febrúar 1884 að Starmýri í Álftafirði, d. 3. desember 1979, kennari, bóndi og al- þingismaður, og Þjóðbjörg Þórðar- dóttir, f. 20. október 1889 í Reykjavík, d. 4. júní 1969, kennari og húsfreyja. Systkini hennar: Haukur f. 11. maí 1913. Tvíburasystirin Guðrún f. 21. desember 1916, d. 20. októ- ber 1998. Þórður f. 19. febrúar 1922. Auður f. 16. júní 1923. Hálf- systkini hennar samfeðra: Unnur f. 9. apríl 1929. Gaukur f. 24. sept- ember 1934. Hinn 14. maí 1949 giftist Guð- leif Ragnari Bjamasyni vélstjóra, f. 13. júní 1921 í Reykjavík. For- eldrar hans voru Bjarni Jónsson, f. 28. desembcr 1890, d. 12. apríl 1969, og Ragnhildur Einarsdóttir, f. 9. febrúar 1893, d. 3. ágúst 1973. Synir Guðleifar og Ragnars eru: Jörundur, f. 16. febrúar 1950, útgáfústjóri á Egilsstöðum. Sonur hans er Sveinn Ragnar f. 10. júní 1977. Sambýliskona hans er Val- dís Sigurðardóttir, f. 20. septem- ber 1977. Sonur hennar er Kristó- fer Amar. Gunnar, f. 10. maí 1954, verk- Elsku besta amma Leifa. Þú ert besta amma sem hægt er að hugsa sér og ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Eg vildi bara skrifa nokkur orð til þín og hafa smá ljóð með fyrir þig. Gefðu að móðurmálið mitt, minn Jesú, þess ég beiði, frá allri villu klárt og kvitt krossins orð þitt út breiði um landið hér, til heiðurs þér, helst mun það blessun valda, meðan þín náð, læturvortláð iýði og byggðum halda. (Úr Perlum.) Þitt barnabarn, Dagný. Elsku elsku, Leifa. Ég veit ekki hvar ég á að byrja, því ótal margt kemur upp í huga minn þegar ég hugsa um þig. Að hafa kynnst þér og þinni góðsemd og hjartahlýju var guðsgjöf til mín frá þér. Betri tengdamóður en þig getur enginn átt. Ég var svo lánsöm að fá að kynnast þér sem tengdadóttir þín en það er eitt af því besta sem hefur hent mig. Ósjaldan sagðir þú við mig að ég væri eins og dóttir þín. Aðeins einu sinni hefur okkur orðið sundurorða á þeim 25 árum sem við þekktumst. Það segir miklu, miklu meira en mörg orð. Það rifjast upp fyrir mér þegar ég 17 ára gömul fór að búa með Gunnari syni þínum. Við keyptum okkur litla kjallaraíbúð í Víði- hvamminum og þar steig elsta barnabarn þitt sín fyrstu spor. Mér er minnisstætt þegar þú komst gangandi ofan af Digranesveginum með matarpokann handa okkur, kartöflur, mjólk, smjör, brauð og fisk. Þær ferðir þínar voru ófáar. I hvert sinn sem við Gunnar þurftum að stækka við okkur komst þú til okkar færandi hendi. Nú eru börnin okkar Gunnars orðin fjögur og hafi einhver börn verið lánsöm þá eru það þau. Þú hvattir mig til að sækja um hjá Fóstruskóla Islands, árið 1989. Margir urðu undrandi að ég skyldi ætla í þriggja ára dagskóla, með fjögur ung börn, en ekki þú. Þú stjóri, kvæntur Eddu Valsdóttur, f. 12. september 1958, leikskólakcnnara. Böm þeirra em: a) Guðbjörg Dögg, f. 5. júní 1976, nemi við KHÍ, b) Anna Mar- grét, f. 2. september 1980, nemi í MK, unnusti hennar er Bogi Ragnarsson, f. 28. júní 1981, c) Ragnar Heimir f. 20. febrúar 1983, nemi í MK, og d) Dagný, f. 9. septcmber 1985, nemi. Guðleif flutti með foreldrum sínum að Múla í Biskuptungum ár- ið 1919 og þaðan að Skálholti árið 1922 þar sem hún ólst upp. Hún gekk í Héraðsskólann á Laugar- vatni vetuma 1932-1934. Síðan nam hún við efri deild Samvinnu- skólans veturinn 1935-1936. Hún vann við skrifstofustörf hjá Papp- írspokagerðinni árin 1938-1942 en hóf störf hjá Skipaútgerð ríkis- ins 1942. Guðleif var við nám í Berca Collage Kentucky-skólan- um í Bandaríkjunum í árið 1945- 1946. Hún byrjaði á ný hjá Skipa- útgerðinni 1946. Starfaði hún þar með hléum þar til hún hóf störf árið 1986 í fyrirtæki sem hún og eiginmaður hennar áttu saman. Þau hættu siðan störfum saman árið 1997. Guðleif vann að ýmsum félags- störfum s.s. í Hestamannafélaginu Gusti og kvenfélaginu Keðjunni. Útför Guðleifar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag kl. 13.30. gættir Ragga fyrstu tvö skólaárin mín, og þriðja árið gættir þú Dagnýjar. Ég hefði ekki getað þetta án þín. Þú vildir allt fyrir mig gera, til þess að ég gæti lokið námi, og það gerðir þú að öllum öðrum ólöst- uðum.Eitt sinn sagðir þú við mig, að þig hefði langað til að verða hjúkr- unarfræðingur, en ekki hefði verið tækifæri til þess á þínum uppvaxt- arárum, svo allt skyldir þú gera til að ég gæti menntað mig. Það stóð heima, okkur tókst það. Ef ég gæti talið upp allt það sem þú og afi þeirra hafið gert fyrir þau og okkur um dagana yrði það efni í heila bók. Börnin mín hafa misst mikið en þau hafa líka átt mikið. Þau áttu þig. Þú varst allra, allra best. Ég á ekki til þau orð sem lýsa þér nógu vel og ég efast um að þau orð séu til. f huga mínum og hjarta verður þú alltaf og það veist þú. Að hafa verið í nálægð þinni þessar þrjár síðustu vikur í lífi þínu verður mér ómetan- legt um aldur og ævi. Megir þú hvíla í ró og friði, elsku tengda- mamma, ég kveð þig með trega og tárum. Þín tengadóttir, Edda. Elsku amma Leifa. Ég hélt að þú myndir alltaf vera hjá okkur en nú ert þú farin þó að það sé erfitt að trúa því. Mig langar til að segja þér að þú varst besta amma í heimi. Það var svo gott að vera hjá þér því að þú varst alltaf svo hress og jákvæð. Elsku amma, ég elska þig svo mikið. Ég ætla að senda þér bæn. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Þín, Anna Margrét ömmubarn. Ég á bágt með að trúa því að amma mín sé dáin. Amma sem var svo spræk fyrir þrem vikum þegar ég og vinkona mín litum til hennar og afa í kaffi. Hún hentist um stof- una létt á fæti að vanda og sýndi stolt hverja myndina af annarri af okkur barnabörnunum. Fáeinum dögum síðar lá hún í sjúkrahúsi og barðist hetjulega við veikindin sem drógu hana til dauða síðastliðinn sunnudag. Ég hef aldrei kynnst þolinmóðari konu en ömmu minni. Þegar ég var yngri gat hún t.d. setið með mér tímunum saman yfir námsbókunum. íslandssaga, landafræði, kristin- fræði eða enska, sama hvaða fag um var að ræða. Landafræðin varð skyndilega ekki lengur ómöguleg heldur skemmtileg. Á sinn hátt tókst henni að hrífa mig með sér. Hún gerði sér einnig lítið fyrir og kenndi Ragga bróður mínum að lesa veturinn áður en hann hóf sína skólagöngu. Félagsleg samskipti reyndust ömmu ætíð auðveld. Hún skildi allt- af allt svo vel, hún var svo góður hlustandi. Henni fórst það vel úr hendi að róa okkur barnabörnin þegar okkur var mikið niðri fyrir. Hún talaði aldrei niður til okkar heldur kom alla tíð fram við okkur eins og fullorðið fólk. Hún talaði með rólegri og yfirvegaðri röddu þar til enginn sá ástæðu til að æsa sig yfir neinu lengur. Það er því ekki að undra að böm og unglingar löðuðust að henni alla tíð og leituðu eftir félagsskap hennar. Að eigin sögn hafði hún gaman af þeim og virtist eiga einstaklega auðvelt með að setja sig í spor þeirra. íslenski hesturinn var ömmu ætíð kær enda hafa afi og amma verið með hesta allan sinn búskap. Hesta- mennskan var sú íþrótt sem amma stundaði lengst af og af miklum móð. Hún hafði einstakt lag á hross- um og talaði við þau með undur- blíðri röddu. Einhverju sinni spurði ég hana hvers vegna hún borðaði ekki hrossakjöt.Það stóð ekki á svari: „Ég borða ekki vini mína!“ Mér finnst einhvern veginn að næst þegar ég komi á Alfhólsveginn segi afi: „Dögg mín, hún amma þín er uppi á lofti, farðu upp til hennar." Svo hleyp ég upp og við amma skiptumst annaðhvort á fréttum eða horfum saman á sjónvarpið um stund. Að því loknu förum við niður í eldhús til afa sem hlustar á gufuna. Hann er búinn að hita súkkulaði eða kaffi og draga fram kökur, brauð og annað góðgæti. Svo sitjum við þrjú í eldhúsinu og þau spyrja mig hvern- ig gangi í skólanum, hafa áhyggjur af því að ég sé að ofgera mér með vinnu og borði ekki nóg. Það verður víst ekki, allavega ekki í þessu lífi. Amma mín var merkileg kona, ein sú merkilegasta sem ég þekki. Hún reyndi margt á langri og góðri ævi. Ég þakka fyrir að hafa fengið að njóta návistar hennar. Nú þegar hún er látin getum við sem elskuðum hana svo heitt hugg- að okkur við það að við eigum hafsjó minninga um góða konu. Elsku amma, skólasystir mín benti á myndina af þér í Morgun- blaðinu og sagðist ekki hafa verið í vafa um að þú værir amma mín, henni fannst við líkar. Mér hlýnaði um hjartarætur því engum vildi ég fremur líkjast en þér. Guð geymi þig- Hringið klukkum himna. Heilagt dýrðarlag, svelli nú og sigurhljóðin löng. Frelsuð sála fagnar frelsi sínu í dag, takið, bræður, undir englasöng. (Sr. Friðrik Friðriksson.) Elsku afi, megi góður Guð styrkja þig í sorginni. G. Dögg Gunnarsdóttir. Elsku amma mín. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Þú hefur ávallt verið mér svo mikill stuðningur í gegnum öll þessi ár. Ég þakka fyrir allt. Þinn, Ragnar Heimir. Við vorum í ani á eftir hrossum en hestamót stóð yfir á Skógarhól- um. Hvíti gæðingurinn hennar Guð- leifar vildi láta hafa fyrir sér og við fjögur á fartinni. Guðleif var merk- isberi félags okkar, Gusts. Komið var að hátíðarsýningunni og vildi Guðleif að annar yrði fenginn í sinn stað. „Ég valdi merkisberann en ekki hestinn," á ég að hafa sagt. Þá stóð sá hvíti og rétti sig fram í beisl- ið. Þegar Guðleif var stigin í hnakk- inn var henni réttur félagsfáninn. Hún tók við og sagði brosandi að hátt yrði merkið borið. Á langri leið kynna okkar hjóna við Guðleifu Jörundardóttur og man hennar, Ragnar Bjarnason, hefir leiðin legið móti sólu og því ekki annars að minnast en birtu á vegi. Guðleif bar með sér höfðingslund í allri framkomu. Greind og gott upp- lag gerði hana frábitna allri fram- hleypni en festa og öryggi ein- kenndi hana og ekki síður hitt að henni féll illa að ræða það er miður fór. Kom það vel fram í málrómnum og orðfæri. Guðleifu voru orðin al- vörumál og því þurfti aldrei að grípa til gífuryrða. Leiðir lágu saman við stofnum hestamannafélags. Jafnan settu þau hjón svip á samkomur og fundi. Ragnar annar í röð formanna fé- lagsins en Guðleif m.a. fulltrúi á Ársþingum LH. Þar tók hún til máls og kom skoðun sinni fram í skýru og stuttu máli. Líklega hefir hún talað oftar úr pontu á þessum þingum en heima í héraði. Þetta var eftir skaplyndi hennar. Sýndi ör- yggi og metnað fyrir þá sem hún var fulltrúi fyrir. Það duldist ekki hin síðari ár að Guðleif hafði orðið fyrir veikindaá- falli. Sjúkdóminn bar hún með reisn og var fyrri til að spyrja um heilsu- far annarra en að gefa skýrslu af sjálfri sér. Var auðfundið að hún vildi sneiða hjá slíkri umræðu. Varla kemur annað upp í minning- unni en að þau hjón væru saman á hverjum fundi okkar. Helst að muna eftir Guðleifu án Ragnars á LH-þingunum. Tíminn gerir ýmist að hlaupa hjá eða staldra lengi við. Víst er það merkilegt að þær tvíburasystumar Guðleif og Guðrún léku sér að því í æsku að ríða berbakt brúkunarhest- unum í Skálholti. Þetta voru stjórn- arráðshestarnir sem fengu þarna mýkra undir hóf en götur Reykja- víkur buðu upp á. Gengin er merkiskona. Guðleif Jörundardóttir hélt jafnan hátt merki uppruna síns, greindar og mannkosta. Það er best gert hljóð- látlega og án brambolts. Ástvinur hverfur ekki. Hann lifir í minning- unni og þar eiga syrgjendur at- hvarf. Blessuð veri fólki hennar öllu minningin. Kristin og Björn. Elsku Leifa. Nú ert þú farin frá okkur. Það var svo gaman að heim- sækja þig með Dagnýju. Þú varst alltaf svo góð við okkur og svo varst þú alltaf svo glöð. Ég mun aldrei gleyma þér. Þú verður alltaf í huga mínum. Jesús er mér í minni, mig á hans vald eg gef, hvort eg er úti eða inni, eins þá eg vaki og sef. Hann er mín hjálp og hreysti, hann er mitt rétta líf, honumafhjartaegtreysti, Vjf hann mýkir dauðans kíf. (Hallgr. Pét.) Guð geymi þig. Unnur Ýr, Noregi. I dag er kvödd Guðleif Jörundar- dóttir, einn af stofnfélögum Hesta- mannafélagsins Gusts í Kópavogi. Guðleif og Ragnar Bjamason, eiginmaður hennar, voru meðal elstu íbúa í Kópavogi og hestamenn bæði tvö. Það var því ekki óeðlilegt að þau yrðu meðal frumkvöðlanna þegar ráðist var í stofnun hesta- mannafélags í bæjarfélaginu. Ragn- ar, eiginmaður Guðleifar, varð foj- maður félagsins á óvæntum og erfiðum tímum í sögu félagsins og að mörgu leyti munu forystustörf í félaginu hafa mætt á henni í þann tíma. Guðleif var mikil hestakona og í samtölum við hana leyndi sér ekki aðdáun hennar og ást á íslenska hestinum. Hún var fánaberi fyrir fé- lagið í hópreiðinni á Landsmótinu á Þingvöllum árið 1970. Það mun hafa verið fyrir tveimur árum sem hún sagði okkur að nú væri hún af heilsufarsástæðum hæti að fara á bak og þótti henni það greinilega miður. Þau Ragnar og Guðleif voru alla tíð mjög virk í félaginu og þau mættu á flesta fundi og samkomur sem haldin voru á þess vegum. Hestamannafélagið Gustur kveð- ur Guðleifu með söknuði og færir Ragnari og aðstandendum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Stjórn Hestamana- félagsins Gusts. + Elsku litli drengurinn okkar, bróðir, barnabarn og frændi, ERLINGUR GEIR YNGVASON, Helgafellsbraut 17, Vestmannaeyjum, sem lést á Landspítalanum 26. febrúar síðast- liðinn, verður jarðsunginn frá Landakirkju laugardaginn 4. mars kl. 10.30. Yngvi Sigurgeirsson, Oddný Garðarsdóttir, Garðar Þorsteinsson, Sigurbjörg Yngvadóttir, Kári Yngvason, Garðar Þorgrímsson, María Gunnþórsdóttir, Björg Ágústsdóttir og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför elsku- legrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður og ömmu, KLÖRU BERGÞÓRSDÓTTUR frá Fiatey á Breiðafirði, Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild A7 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fyrir góða aðhlynningu og umönnun og hlýlegt viðmót. Viggó Valdimarsson, Ásdís Viggósdóttir, Baldvin Viggósson, Kristín Snorradóttir og barnabörn. GUÐLEIF JÖR UNDARDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.