Morgunblaðið - 03.03.2000, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.03.2000, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARS 2000 9 FRÉTTIR Æðaskurðlækningar sameinaðar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur Verið að byggja upp sterkari og betri deild NY og sameinuð æðaskurðlækn- ingadeild hefur tekið til starfa á Sjúkrahúsi Reykjavíkur undir stjórn Halldórs Jóhannssonar, yfir- læknis á Landspítalanum, og er þetta fyrsta skreflð í sameiningu á rekstri Sjúkarhúss Reykjavíkur og Landspítala. Að sögn Halldórs er dýrt að reka æðaskurðlækninga- deild og því augljóslega hagkvæmt að sameina reksturinn á einn stað. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra telur að með sameiningunni sé verið að byggja upp sterkari og betri deild. Brautry ðjendur Magnús Pétursson, forstjóri Rík- isspítala, sagði að undirbúningur fyrir flutning og sameiningu deild- anna hefði staðið frá miðju síðasta ári. Þakkaði hann sérstaklega starfsfólki sem komið hefði þar að. Þetta hefði ekki verið einfalt mál enda um brautryðjandastarf að ræða. Sagði hann að búið yrði vel að deildinni með nýju æðarannsóknar- tæki og að til stæði að fjölga skurð- stofum. Flókið að flytja Halldór sagði að allur undirbún- ingur hefði tekist vel. Það vær alltaf flókið að fiytja starfsemi sem þessa milli sjúkrahúsa. „Það er nú einu sinni svo að þessi sérhæfing kostar mikið,“ sagði hann. „Þessar deildir þurfa dýran og umfangsmikinn tækjabúnað og það gefur auga leið í okkar fámenna landi að við þurfum að sameina þessa aðstöðu á einum stað.“ Sagði hann að öll aðstaða deildar- innar yrði mun betri í framtíðinni, sérstaklega rannsóknaraðstaða. Verið væri að kaupa nýtt röntgen- tæki, sem væri eitt af höfuðundir- stöðum starfseminnar. „Með haustinu verða 12 rúm á deildinni og sennilega eru það að- eins færri rúm heldur en fyrir sam- einingu en á móti kemur betri að- staða,“ sagði hann. „Uppbygging deildarinnar gefur færi á að nýta Morgunblaðið/Svernr Magnús Pétursson forstjóri ríkisspítalanna við opnun sameinaðrar æða- skurðlækningadeildar Sjúkarhúss Reykjavíkur og Landspítalans. rúmin meira. Það verða fjórir sérfræð- ingar starfandi við deildina og það skemmtilegasta er að þetta eru þrír ungir menn sem koma frá þekktum og viður- kenndum stofnunum með ríka þekkingu og reynslu í Evrópu og Bandaríkjunum. Það er mikils virði fyrir okkur Islendinga, sem þurfa að sækja tækni, kunnáttu og þekkingu Halldór frá öðrum, að fá hana Jóhannsson frá sem flestum þjóð- um. Svo er ég svona gamall fauskur sem sættir þessa menn.“ Vaxandi sérgrein Sjö stöður hjúkrunarfræðinga með sérþekkingu á þessu sviði verða við deildina. Sagði Halldór að á Landspítala hefði verið starfrækt æðaskurðlækningadeild frá 1994. Jafnframt hefðu á undanförnum ár- um verið gerðar aðgerðir á Sjúkra- húsi Reykjavíkur á al- mennri skurðdeild. „Þessi sérgrein vex mjög hratt,“ sagði Halldór. „Fólk er alltaf að eldast. Það þarf meiri þjónustu og við gerum meiri kröfur til lífsgæða. Aðgerða- fjöldi hefur því marg- faldast á síðustu tíu ár- um og þetta eru langar og erfiðar aðgerðir sem að meðaltali taka um þrjár klukkustund- ir.“ Auk Halldórs starfa þrír aðrir skurðlæknar á deildinni þeir Helgi Sigurðsson, sem einnig hefur verið á Landspítal- anum og Georg Steinþórsson og Stefán Matthíasson á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Deildarstjóri hjúkrun- ar er Magnea Vilhjálmsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Landspítal- anum. Tekið verður á móti fyrstu sjúk- lingunum á nýju deildina næstkom- andi mánudag. FAB - Design - vorlínan er komin TEENO Laugavegi 56, sími 552 2201 Einstakt tsekifæri aðeins í stuttan tíma 30- OPIÐ LAUGARDAG 11-16 50% afsiattur MORE*MORE A LIFE PHILOSOPHY Glæsibæ - slmi 588 8050 Glæsilegar dragtir Jakkar, kjólar,buxur, pils stærðir 38 - 48 Tískverslunin Vefta Hólagarði s. 557 2010 opið virka daga 10 -18 laugardaga 10-16 Nýtt frá París Frá stærð 34 TGSS Neðst við Dunhago sími 562 2230 Opiðvirka daga frá kl.9-18 Laugardaga frá kl. 10-14 Nýr glæsilegur vorfatnaður fyrir fermingarmömmur, ömmur og frænkur k&Q$Gafhhil(li ^ Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. CLINIQUE 100% ilmefnalausl Hann passar fullkomlega Kynnum nýja SuperFit-farðann Frá því augnabliki sem þú prófar nýja SuperFit-farðann þá finnur þú muninn. Hvernig hann hentar húð þinni fullkomlega. Hreyfir sig með þér. Andar með þér. Endist altan daginn. Gefur olíulausa, hæfilega þekju sem sameinar langa endingu og þægilega notkun. Aldrei of mikill. (staðinn, þyngdarlaust undur með mjúkri náttúrulegri áferð. Farði hannaður ekki aðeins til að þú lítir vel út heldur munt þú njóta þess að bera hann. SuperFit-farði 30 ml. Clinique Ofnæmisprófað. 100% ilmefnalaust. Með hverjum keyptum farða frá Clinique fylgir laust púður og bursti (meðan birgðir endast). (SöfB. Bankastræti 8, sími 551 3140. Ráðgjafi frá Clinique verður í Söru, Bankastræti 8, í dag, föstudag, frá kl. 13-18 og á morgun, laugardag, frá kl. 12-16. Ú tsölulok Fallegar utanyfirflíkur - aðeins tvö verð: 5.900 og 9.900 Opið laugardag frá kl. 10—16 Mörkinni 6, sími 588 5518. Bílastæði við búðarvegginn. NóQ^Hl/ISID
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.