Morgunblaðið - 03.03.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.03.2000, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ „Fólkið býr til fréttirnar“ Eðageta menn nefnt aðraþjóð, sem rís upp gegn tíðindaleysinu í eigin landi og sameinast um að skapa stórfrétt? 0 LL bestu einkenni þjóðar og mannlífs á Islandi komu fram um liðna helgi. Þjóð- legur metnaður og framkvæmdasemi birtust í ákvörðun þeirra, sem afréðu að leiða hjá sér grundvallarþætti upplýsingasamfélagsins og héldu í bifreiðum sínum út úr höfuð- borginni til að upplifa náttúru- hamfarir. Og ein dýpsta sálar- hneigð þeirra, sem renna saman í hugtakinu „íslendingar", þ.e. fyr- irlitning á rökhugsun og „náttúr- unnar skiln- VIÐHORF Eftir Asgeir Sverrisson ingsljósi“ („lux natur- alis“), birtist enn á ný er umtalsverður fjöldi fólks samein- aðist um að búa til stórfrétt þegar ljóst var að Heklueldar stæðu ekki undir væntingum. Það dugar engin góðmennska þegar illt á að ske. Vafalaust verður lengi vísað til Þrengsla-hátíðarinnar árið 2000 því til sannindamerkis að algjör- lega einstakur þjóðflokkur byggi þetta land. Sjálfsagt og eðlilegt er að þessari sérstöðu sé haldið til ' skila t.a.m. í samskiptum við út- lendar þjóðir auk þess sem hún minnir á hversu fráleit sú hugsun er að íslendingar hafi eitthvað að gera í félagsskap atkvæðalítilla dusilmenna t.a.m. á vettvangi Evrópusambands. Við eigum ekkert sameiginlegt með því fólki. Eða geta menn nefnt aðra þjóð, sem rís upp gegn tíðindaleysinu í eigin landi og sameinast um að skapa stórfrétt? Sjá menn t.a.m. þá lélegu þjóð Belga gefast upp á kyrrstöðu og fréttaleysi og ákveða að koma af stað slíkri rás atburða, sem átakið „Þrengsli 2000“ var, til að tryggja fjölmiðl- um viðfangsefni? Undarlegt hefur verið að fylgj- ast með málflutningi þeiira, sem gagnrýnt hafa þá ákvörðun fjölda fórnfúsra íslendinga að festa bif- reiðar sínar viljandi í snjósköflum í aftakaveðri til að skapa um- ræðuefni í samfélaginu. Sú gagn- rýni er í hæsta máta óþjóðleg og felur í raun í sér fyrirlitningu á þeim dugnaði og framkvæmda- vilja, sem gert hefur íslendingum kleift að búa í landi sínu í rúm 1100 ár. Sú staðreynd að böm vom í mörgum tilfellum með í för er lýsandi íyrir þá vissu íslend- inga að mikilvægt sé að ungviðið alist upp í sem mestri nálægð við náttúruöflin, sem móta svo mjög lífið í landinu. Jafnframt er ánægjulegt að hugmyndin um samheldni fjölskyldunnar skuli rista svo djúpt á Islandi að eftir- sóknarvert sé talið að böm og for- eldrar komist í sameiningu í lífs- hættu. Fyrr á tíð urðu foreldrarnir nánast einvörðungu úti og karl- menn dmkknuðu yfirleitt einir. Og hvernig geta menn sýnt frumkvæði þeirra, sem ruddu brautina í sköpun frétta með „Þjóðvegahátíðinni 1994“, slíkt virðingarleysi? Slík samstaða er nefnilega óþekkt víðast hvar erlendis þar sem búa þjóðir lítils framtaks og metnaðar. Veðurfari er enda ekki þannig farið í þeim löndum að það hvetji menn til dugnaðar eða hreystiverka. Á það ekki síst við um þjóðir Evrópusambandsins. Sést það enda vel á lítilsgildu framlagi þess háttar fólks til heimsmenningarinnar. Á meðal flestra erlendra þjóða miðast almannavarnaáætlanir t.a.m. við að flytja fólk frá hættu- svæðum. Á íslandi er þessu öfugt farið. Þjóðin, sem hér býr, er svo full af framkvæði og lifandi áhuga á umhverfi sínu, að viðbúnaður stjórnvalda þarf að miðast við að tryggja að allir, jafnvel þeir, sem enn geta hvorki valdið vettlingi né farsíma, eigi greiðan aðgang að hættusvæðum til að fá notið ham- fara, jarðelda, hraunstraums og eyðileggingar. Raunar mun Þrengsla-hátíðin um liðna helgi þegar hafa kallað fram umræðu um hvort setja beri samgöngubætur á landinu sunn- anverðu efst á forgangslista stjórnvalda. Myndu helstu sam- gönguæðar geta borið þá miklu umferð, sem skapast myndi út úr höfuðborginni í Kötlugosi? Og hvernig á að tryggja að þjóðin geti notið Suðurlandsskjálftans ríði hann yfir á óhentugum árstíma? Hér er augljóslega mikið verk óunnið. Að sama skapi er þess að vænta að framtakssamir menn, helst ungir, hugi að því hvemig bregð- ast beri við þeirri miklu þörf á gistirými, sem „Þrengsli 2000“ leiddu í ljós. Á þessu sviði era sýnilega ónýttir og áhugaverðir möguleikar og glæsileg fyrirtæki geta risið. Algengt er að „rekstr- araðilar" í ferðaþjónustu kvarti undan því að ferðamannastraum- ur sé um of bundinn við þær fimm vikur, sem hefð hefur skapast fyr- ir að nefna „sumar“ á Islandi. Augljóst er að náttúrahamfara- ferðir geta, auk fréttaskapandi aðgerða almennings, gjörbreytt forsendum í rekstri slíkra þjón- ustumiðstöðva. Eins kæmi til álita að búa menningarhús þau, sem senn munu rísa um land allt, þannig úr garði að þar væri unnt að taka við þeim, sem fá ekki þolað lengur tíðindaleysið í þjóðfélaginu og telja sálarheill landsmanna ógnað verði umræðuefni ekki skapað. Færi vel á því að menning og þjónusta sameinaðist í slíkum stofnunum enda er öll þjónusta menning og öll menning þjónusta. Mikilvægt er að þá verði tryggt að menningarhús rísi í sem flestum sveitarfélögum enda flestir lík- lega sammála um að fátt sé betur fallið til að lífga upp á bæjarbrag- inn á Islandi en sá gestagangur, sem íylgir náttúrahamföram og fréttaskapandi aðgerðum þjóðar- innar á borð við átakið „Þrengsli 2000“. „Fólkið velur forsetann" var slagorð, sem eitt sinn var notað í kosningabaráttu hér á landi og mun þjóðin hafa tekið þeim bylt- ingarkenndu upplýsingum fagn- andi. „Fólkið býr til fréttirnar" er án nokkurs vafa slagorð, sem veit- ir ýmsa möguleika, ekki síst er- lendis og þá í samhengi þeirrar skyldu, er lögð hefur verið á herð- • ar Islendinga að kynna algjörlega einstaka menningu sína fyrir út- lendu fólki. Þetta slagorð hefur einnig þann ótvíræða kost að það hljómar vel á erlendum málum. Er áreiðanlega vandfundin sú þjóð, sem staðið gæti undir sam- bærilegri „landkynningu" á enskri tungu: „Iceland - A Nation Making Headlines“. Litróf heið- f umfjölluninni segir að Georg Guðni standi fyllilega undir þeim vænt- ingum sem gerðar eru til verka hans. anna MYIVDLIST Gallerí Sævars Karls MÁLVERK GEORGGUÐNI Sýningin er opin á verslunartíma og stendur til 9. mars. LANDSLAGSMÁLVERKIÐ hefur verið svo gildur þáttur í myndlist á Islandi síðustu öldina að það er nánast klisja að nefna það. í huga margra af yngri listamönnum stendur það fyrst og fremst fyrir íhaldssemi og stöðnun, í besta falli fyrir fyrnt listræn viðhorf sem ekki hafa lengur neinu að miðla til sam- tímans. Það er því erfitt verkefni sem þeir samtímalistamenn sem fást við landslag hafa valið sér, kannski ekki ósvipað því að ríma og stuðla ljóð nú þegar hálf öld er liðin frá byltingu atómskáldanna. Vandamál- ið er ekki síst það að með hverri nýrri kynslóð mótast tjáningarform- in upp á nýtt og merkingargrunnur listarinnar víkkar og breytist. Hvert nýtt listaverk gengur inn í þennan grann, hvort sem listamanninum er það ljúft eða sárt, og það gerir það að verkum að við getum aldrei horfið aftur til liðins tíma á sömu forsend- um og þá ríktu. Þótt einhver máli nú nákvæmlega eins og gert var fyrir hundrað áram, eða jafnvel bara ára- tug, hafa verk hans allt aðra merk- ingu en þau sem máluð vora þá. Þannig verður landslag ekki málað nú án þess að listamaðurinn eða að minnsta kosti áhorfendur hans taki mið af list síðustu áratuga, konsept- listinni, minimalismanum og því góð- látlega gríni sem fólst í endurvinnslu póstmódernismans á tjáningarmát- um fortíðarinnar. Samt er það svo að einmitt þetta getur greitt þeim götu sem vilja taka upp gömul viðfangsefni á borð við landslagsmálverkið. Þær nýju kröf- ur sem við hljótum að gera til lista- verka frelsa listamanninn um leið undan kröfum og viðhorfum fortíð- arinnar og þannig geta landslags- málarar samtímans málað verk sem alls ekki hefðu gengið upp á blóma- skeiði landslagsmálverksins á íyrri hluta tuttugustu aldarinnar. Þeir sem hafa skilið þetta hafa því getað málað myndir sem eru nútímalegar og innihaldsríkar þótt þær fjalli um viðfangsefni sem margir telja að sé löngu afgreitt í íslenskri myndlist. Málverk Georgs Guðna era eitt skýrasta dæmið um slíka endur- vinnslu á landslagsmálverkinu. Hann málar af vandvirkni og fag- mennsku sem fáir af hans kynslóð hafa tamið sér og í myndum hans felst í raun meiri yfirlega og vinna en í verkum flestra eldri landslagsmál- ara sem oft einbeittu sér að því að fanga augnablikið og lögðu minni áherslu á tæknina. Georg Guðni vel- ur sér ekki þekkjanlega staði í lands- laginu að viðfangsefni eða ákveðin sólrík augnablik, heldur sviplítið heiðalandslag sem yfirleitt birtist okkur undir gráum himni eða í muggu. Við slíkum myndum hefði verið fulsað fyrir fimmtíu áram og hugsanlega er það aðeins afstrakt- málverkinu og minimalismanum að þakka að við kunnum að meta þau nú. Mikið hefur verið skrifað um verk Georgs Guðna og þau verið lofuð svo litlu er hægt að bæta við það í stutt- um dómi. Sýning hans í Galleríi Sæv- ars Karls stendur fyllilega undir þeim væntingum sem við geram til verka hans og á henni má sjá hvemig hann eflist sífellt í rannsókn sinni á möguleikum málverksins og mjmd- málsins, litrófi náttúrannar og dýpt litarins á striganum. Jón Próppé Bragðmiklar barnagælur TOJVLIST Salurinn, Kópavogi SÖNGTÓNLEIKAR Rannveig Fríða Bragadóttir og Jónas Ingimundarson. Ljóðasöngv- ar eftir Jóhannes Brahms, barna- gælur eftir íslensk tónskáld og óp- eruaríur eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Miðvikudag kl. 20.30. RANNVEIG Fríða Bragadóttir er forkunnargóð söngkona. Það virð- ist sama hvað hún tekur sér fyrir hendur - það má bóka að það verður vel gert. Þó er svo langt frá því að þessi góða söngkona sé alltaf eins eða að maður viti alltaf að hverju maður gengur þegar maður fer að hlusta á hana. Nei, Rannveig Fríða er stöðugt að þróast og þroskast í list sinni, bæði raddlega og í túlkun. I dag er röddin bæði bjartari og fram- ar í „raddfærunum“ en til dæmis fyr- ir tveim, þrem árum, sem gefur henni aðeins annan og léttari blæ. Og enn bætir hún við sig í túlkun. Söngur hennar á íslenskum barna- gælum á tónleikunum á miðviku- dagskvöldið var hreint út sagt stór- kostlegur. Þar fluttu hún og Jónas Ingimundarson sex lítil lög; þjóðlag- ið Litlu börnin leikar sér í útsetningu Ferdinands Rauters, Smaladreng- inn, við lag Jóhanns Ó. Haraldsson- ar; Barnagælu frá Nýja íslandi eftir Jón Ásgeirsson, Mamma ætlar að sofna eftir Sigvalda Kaldalóns; þjóð- lagið Sofðu unga ástin mín og Þú ert, eftir Þórarin Guðmundsson. Tilfinn- ing Rannveigar fyrir því smáa og viðkvæma; fyrir því einfalda og sanna var svo sterk að salurinn var sem hengdur upp á þráð. Bamagæla Jóns Ásgeirssonar við ljóð Halldórs Laxness verður ekki betur sungin, og barnsleg tvísýnan milli tillhlökk- unar og örvæntingar í túlkun orða eins og „ hvurt er hún farin hún mamma? var dásamlega einlæg og sönn. Lag Jóhanns Ó. Haraldssonar við ljóð Steingríms Thorsteinssonar um Smaladrenginn er hreint ekki síðra en önnur lög sem sungin era við þetta ljóð, og Rannveig Fríða og Jónas fluttu það afar fallega. Lagið Mamma ætlar að sofna, var kannski það besta í þessari íslensku syrpu. Það var mikil dýpt í túlkun Rann- veigar Fríðu og Jónasar á þessu ein- falda litla vöggukvæði. Þau tóku það fremur hægt og afar stillilega og leyfðu laginu að dvína og hverfa í hljóðri friðsæld inn í nóttina. Þetta var unaðslega fallega gert. Útsetn- ing Karls O. Runólfssonar á laginu Sofðu unga ástin mín er „öðra vísi“. Þar er minni samhljómur en í þekkt- ustu útsetningum af laginu; ögrandi aukatónar og ómstriður sem rísa upp eins og skerandi ósætti við grimm örlög Höllu. Lag Þórarins Guðmundssonar, Þú ert, fékk líka nýtt svipmót í túlkun Rannveigar Fríðu og Jónasar. Það var sungið hægt og með skýra áherslu á text- ann, og aðeins einu sinni, án endur- tekningar. Það var smart. Jónas Ingimundarson er sannarlega á heimavelli í íslensku lögunum, og leikur hans stórgóður. Það skilar sér líka vel hve vel þau Rannveig Fríða hafa starfað lengi saman með af- bragðs góðum árangri og hvað þau þekkja hvort annað vel. íslensku lögin voru ekki eina góð- metið á tónleikum Rannveigar Fríðu og Jónasar Ingimundarsonar. Fyrir hlé vora eingöngu flutt lög eftir Jó- hannes Brahms, fimm stakir ljóða- söngvar og ljóðaflokkurinn Sígauna- ljóð. Rödd Rannveigar Fríðu er sem sniðin fyrir lög Brahms og túlkunar- hæfileikar hennar njóta sín afar vel þar. Að hætti rómantíkeranna velur Brahms sér ljóð sem fjalla ýmist um mestu unaðssælu elskenda, gáska- fullar gleðistundir í dufli og daðri og dásamlegar náttúrasýnir, ellegar ömurlegustu eymd mannskepnunn- ar, sorgir og trega og mikla óham- ingju. Rannveig fer létt með að spanna allt þetta svið. Lögin sem uppúr stóðu vora Saffóaróðurinn rómantíski og ljóðið Immer leiser wird mein Schlummer þar sem dauð- vona stúlka kallar í örvæntingu á elskhuga sinn, og biður hann að koma til sín í síðasta sinn. Hún veit að hann kemur ekki - og veit einnig að innan skamms verður hún dáin og hann farinn að kyssa aðra stúlku. Þetta túlkuðu þau Rannveig Fríða og Jónas vel. Standchen var frábært og þar fór Jónas á kostum í snörpum og léttum leik. Sígaunaljóðin vora prýðilega flutt, en hefðu þolað meiri eld. Mozart er ekki síður fyrir Rann- veigu Fríðu en Brahms. Þrjár aríur vora niðurlag tónleikanna, Voi che sapete úr Brúðkaupi Fígarós, Vedr- ai, carino úr Don Giovanni, og Parto, ma tu ben mio, aría Sextusar úr óp- erunni Miskunnsemi Títusar. Þarna reis söngur Rannveigar Fríðu enn í hæðir, ekki síst í lokaaríunni, en nið- urlag hennar er stór flúrkadensa eða kóloratúr sem var mikil flugeldasýn- ing og glæsilegur endir á frábæram tónleikum. Bergþóra Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.