Morgunblaðið - 03.03.2000, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Norðurljós
kaupa
Stjörnubíó
• NORÐURUÓS hf. hafa keypt öll
hlutabréf í Stjörnubíó ehf. Hlutdeild
Skífunnar, dótturfélags Noröurljósa, í
dreifingu kvikmyndatil kvikmyndahúsa
vex þar með úr 20% í 32%, að því er
fram kemur í fréttatilkynningu fyrirtæk-
isins.
Þar segir ennfremur að umsvif kvik-
myndadeildarSkífunnarhafi aukist
mikið á undanförnum árum. Kaupin á
Stjörnubíó nú ásamt opnun á nýju kvik-
myndahúsi í Smáranum í lok ársins
2001 séu liöir í aukningu hlutdeildar
Skífunnar á þessum markaöi.
Með kaupunum yfirtekur Skífan
rekstur Stjörnubíós og fær Columbia/
Sony umboðiö fyrir kvikmyndahúsa-
sýningar. Fyrirtækiö rekur þrjú kvik-
myndahús eftir kaupin, en auk Stjörnu-
bíós er um aö ræða Regnbogann og
Borgarbíó á Akureyrl. Skffan mun jafn-
framt á þessu ári yfirtaka MGM um-
boöiðfyrirdreifingu á kvikmyndum í
kvikmyndahús og á myndböndum.
Við söluna tekur Karf Ottó Schiöth,
sem veriö hefurframkvæmdastjóri
Stjörnubíós, við starfi rekstrarstjóra
kvikmyndahúsa Skífunnar.
--------------
Breytingar
hjáSH
• Jón Garðar Guðmundsson hóf ný-
fjármálastjóri lce-
, dótturfyrirtæki SH
á Spáni. Jón Garð-
ar er 31 árs aö
aldri og útskrifaö-
ist sem viðskipta;
fræðingur frá HÍ
1992 og með
MBA-gráðu frá
IESE í Barcelona
1999. Hann starf-
aöi hjá PWC f
Brisbane, Ástr-
alíu, á árinu 1993 og sem fjármála-
stjóri hjá VSÓ Ráðgjöf 1993-1997.
Jón Garðar var formaður AIESEC á
íslandi 1990-1991og fjármálastjóri
Samnorrænu stjórnunarkeppninnar
1989-1990.
Jón Garðar er giftur Margréti Hlöð-
versdóttur þáttagerðarmanni og eiga
þau einn son.
• Karl Konráósson tekur við starfi
sölustjóra hjá IFP Norway frá og með
1. mars nk og mun hann m.a. hafa
umsjón með
Rússlandsmál-
um. Áður starfaði
Karl hjá SH f
Rússlandi. Karl er
28 ára aö aldi.
Hann lauk stúd-
entsprófi frá
Menntaskólanum
við Hamrahlíö vor-
iö 1991 og vorið
1997 lauk hann BA-prófi í rússnesku
og BS-prófi í hagfræði frá HÍ.
Karl er í sambúö með Elinoru Krist-
insdóttur og eiga þau eina dóttur.
lega stórf sem
landic Iberica SA
Hagnaður Eimskipafélags íslands árið 1999 1.436 milljónir króna
V erðmætaaukning skráðra
hlutabréfa 5,6 milljarðar
Hff. Eimskip , HH3
Rekstrarreikningur 1999 1998 Breyting
Rekstrartekjur Milljónir króna Rekstrargjöld Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) Tekju- og eignarskattar 15.370 14.699 611 295 16.573 15.836 -95 132 -7% -7% +123%
Hagnaður af reglulegri starfsemi Aðrar tekjur og gjöld 981 455 482 833 +104% -45%
Hagnaður ársins 1.436 1.315 +9%
Efnahagsreikningur 31. des.: 1999 1998 Breyting
Eignir samtals Milljónir króna 25.275 19.866 +27%
Eigið fé 9.713 8.097 +20%
Skuldir 15.562 11.769 +32%
Skuldir og eigið fé samtals 25.275 19.866 +27%
Kennitölur og sjóðstreymi 1999 1998 Breyting
Arðsemi eigin fjár Eiginfjárhlutfall Veltufjárhlutfall Veltufé frá rekstri Milljónir króna 18% 38% 1,02 2.185 19% 41% 1,30 2.106 +4%
REKSTUR Eimskipafé-
lags íslands og dótturfé-
laga þess skilaði 1.436
milljóna króna hagnaði á
árinu 1999, en hagnaður-
inn var 1.315 milljónir
króna árið á undan.
Rekstrartekjur sam-
stæðunnar námu 15.370
milljónum króna árið
1999 en voru 16.573
milljónir króna árið 1998.
í fréttatilkynningu fé-
lagsins segir að sam-
dráttur í tekjum hafi
einkum orðið vegna
minnkandi umsvifa fé-
lagsins í Rússlandi og
Eystrasaltsríkjunum, en
þyngst vegi að Maras
Linija Ltd., dótturfélag
Eimskips, hætti rekstri á
fyrri hluta ársins. Þá hafi
efnahagslægð í Austur-
löndum fjær leitt til sam-
dráttar í flutningum
þangað.
Rekstrarhagnaður án
fjármunatekna og fjár-
magnsgjalda var 671
milljón króna, en var 737
milljónir árið 1998 og 535
milljónir árið 1997.
Hreinar fjármunatekjur
félagsins námu 611 millj-
ónum króna árið 1999, en
fjármagnsliðir voru nei-
kvæðir um 95 milljónir
árið á undan. Þessa þró-
un skýrir félagið meðal
annars með gengishagn-
aði annars vegar og
tekjufærslu vegna verðlagsbreyt-
inga hins vegar.
Alls nam söluhagnaður félagsins
455 milljónum króna. Þar af nam
hagnaður af sölu Skógafoss og
Reykjafoss 164 milljónum króna og
söluhagnaður af hlutabréfum Burð-
aráss hf. var 188 milljónir króna.
Ekki tekið tiliit til verðmæta-
aukningar hlutabréfaeignar
Burðaráss
Samtals námu fjárfestingar sam-
stæðunnar á síðasta ári 6.442 millj-
ónum króna. Annars vegar er þar
um að ræða fjárfestingar í flutn-
ingastarfsemi fyrir 1.379 milljónir
króna, og hins vegar fjárfestingar
Burðaráss hf. í hlutabréfum fyrir
5.063 milljónir króna.
Fram kemur í fréttatilkynning-
unni, að ekki er tekið tillit til verð-
mætaaukningar hlutabréfaeignar
Burðaráss hf. í afkomutölunum, en
verðmætaaukning hlutabréfa í eigu
Burðaráss hf. í skráðum félögum
nam á árinu samtals 5.637 milljón-
um króna. Meðaltalshækkun bréf-
anna nam um 47%, sem er svipað
þeirri hækkun sem varð á úrvals-
vísitölu Verðbréfaþings íslands hf.
Hörður Sigurgestsson forstjóri
Eimskipafélagsins telur afkomuna
mjög viðunandi. „Við náðum góðum
árangri á síðasta ári, bæði í flutn-
ingastarfsemi og fjárfestingum."
Hann leggur áherslu á, að aðeins
hluti af góðum árangri félagsins
komi fram í niðurstöðu ársreikn-
ingsins, því gríðarleg verðmæta-
aukning hlutabréfaeignar Burðar-
áss sé ekki reiknuð með í þeim
tölum. Sú aukning komi í kjölfar
mikils framgangs íslenska hluta-
bréfamarkaðsins, sem endurspegli
góðæri í þjóðfélaginu og góðan
árangur í rekstri fyrirtækja.
Aðspurður hvers vegna félagið
tekur ekki tillit til verðmætaaukn-
ingar hlutabréfa í ársreikningnum,
segir Hörður að því ráði íslenskar
reikningsskilavenjur. „Almennt er
þetta í mjög takmörkuðum mæli
tekið með inn í ársreikninga hér-
lendis. Við þurfum samt að gera upp
við okkur hvernig við viljurn haga
þessu uppgjöri í framtíðinni. Á hinn
bóginn virðist markaðurinn hafa
gert sér grein fyrir þessari verð-
mætaaukningu og hún endurspegl-
ast í gengi bréfa félagsins.“
Hörður segir að gert sé ráð fyrir
því að rekstur og afkoma af flutn-
ingastarfsemi Eimskips
verði svipuð á þessu ári
og á árinu 1999. Helsta
fyrirsjáanlega viðbót við
reksturinn á árinu verði
flutningar fyrir Norður-
ál. Árangur af fjárfest-
ingastarfseminni ráðist
að stórum hluta af þróun
hlutabréfamarkaðarins.
Vart verði hægt að búast
við jafn mikilli hækkun á
hlutabréfamarkaði og á
síðasta ári.
Ekkert sem
kemur á óvart
Smári Rúnar Þor-
valdsson hjá fyrirtækja-
greiningu íslandsbanka
F&M segir hagnað
Eimskipafélagsins vera í
samræmi við spá Is-
landsbanka. „Rekstrar-
tekjur dragast saman
milli ára um 7% en
rekstrarhagnaður dregst
saman um 9%. Hins veg-
ar eykst hagnaður af
reglulegri starfsemi um
107% og skýra mun hag-
stæðari fjármagnsliðir
félagsins þessa aukn-
ingu. Fjármagnsliðir
voru jákvæðir um tæpar
611 m.kr. en þar af eru
félaginu reiknaðar 373
milljónir króna til tekna
vegna verðlagsbreyt-
inga.
I raun kemur ekkert
sérstaklega á óvart í
uppgjörinu. En það sem var ein-
kennandi fyrir síðasta rekstrarár
var áframhaldandi fjárfesting í öðr-
um félögum. Sé sjóðstreymisgrein-
ingu beitt á félagið og allar þær
eignir sem ekki tilheyra flutninga-
starfsemi leystar upp er erfitt að
nálgast það gengi sem er á markaði í
dag. Hins vegar ber að hafa í huga
að Burðarás á miklar eignir í hinum
ýmsu sjávarútvegsfyrirtækjum og
gæti því verið í lykilaðstöðu við sam-
einingar eða samstarf á milli þeirra.
Því er hugsanlegt, að þar gætu legið
veruleg verðmæti aúk verðmæta í
óskráðum félögum, sem réttlættu
það gengi sem er á félaginu í dag,“
segir Smári.
Bréf Eimskipafélagsins hækkuðu
í verði í gær um 0,7%. Lokagengið
var 13,79.
Aðalfundur Skýrr sendur út á Netinu
Vatnaskil urðu í rekstri
felagsins á árinu
AÐALFUNDUR Skýrr hf. var hald-
inn í gær og sendur út beint á Net-
inu þannig að hægt var að fylgjast
með fundarstörfunr í gegnum teng-
ingu á heimasíðu félagsins.
Á fundinum gerði Frosti Bergs-
son, formaður stjórnar Skýrr hf.,
grein fyrir síðastliðnu starfsári í
skýi'slu stjórnar. Hann sagði að á ár-
inu hafi verið lokið við ýmis verkefni
sem fyrirtækið hefði unnið að frá
miðju ári 1997 þegar nýir eignaraðil-
ar komu að rekstrinum en jafnframt
hafi á árinu farið af stað nokkur þýð-
ingarmikil verkefni sem ráðið geti
miklu um framtíðarþróun félagsins.
Frosti sagðist telja að á síðastliðnu
starfsári hafi átt sér stað ákveðin
vatnaskil í rekstri félagsins.
Eitt þeirra verkefna sem hann
nefndi að lokið hafi verið við var að
búa öll helstu upplýsingakerfi ríkis-
ins undir komu ársins 2000. Þær að-
gerðir hafi heppnast svo vel að mest
umræða hafi skapast um hvort ekki
hafi verið gert meira úr vandamál-
inu en efni stóðu til. Af nýjum verk-
efnum á árinu nefndi hann meðal
annars LoftNet Skýrr, þráðlaust
gagnaflutningsnet sem byggist á ör-
bylgjutækni. Með því opnaðist m.a.
hraðvirkari tenging við Netið, leið til
öflugri gagnaflutninga og aðgangs
að KerfisLeigu Skýrr, þjónustu sem
felst í því að upplýsingakerfi eru
vistuð og rekin miðlægt á öflugum
miðlurum hjá Skýrr.
Gengi bréfa hækkaði um 117%
Frosti telur Skýrr spennandi fjár-
festingarkost enda sé víðtækt kynn-
ingarstarf síðastliðinna tveggja ára
farið að skila sér í nýrri og breyttri
ímynd.
„Félagið var skráð á Aðallista
Verðbréfaþings Islands 1. júlí 1999.
Gengi hlutabréfa í fyrirtækinu
hækkuðu um 117% á árinu eða úr
5,55 í 12,05. Aðeins eitt annað skráð
hlutafélag hækkaði meira á árinu,“
sagði Frosti Bergsson og minnti
jafnframt á að gengið hafi haldið
áfram að hækka frá áramótum og
nemi hækkunin nú rúmum 60%.
Hreinn Jakobsson, forstjóri
Skýrr, kynnti niðurstöður ársreikn-
ings fyrir fundarmönnum og gat
þess að í áætlunum ársins 2000 væri
gert ráð fyrir 14% veltuaukningu hjá
félaginu og 2% hagnaðaraukningu.
Tillögur um 15% arðgreiðslu og
tíu milljóna króna, þ.e. um 5%, skil-
yrta hlutafjáraukningu til ráðstöfun-
ar í valréttarsamninga voru sam-
þykktar auk tillögu um nýja stjórn
félagsins. Ein breyting varð á
stjórninni, Gylfi Árnason, fram-
kvæmdastjóri Opinna kerfa, tók við
af Sindra Sindrasyni.
mest seldu fólksbíla- U \ tegundirnar í á 'W jan.-feb. 2000 ^rra ári Fjöldi % %
1. Tovota 315 14,8 -4,5
2. Volkswaqen 264 12,4 +4,3
3. Nissan 191 9,0 -12,4
4. Subaru 185 8,7 +19,4
5. Opel 148 7,0 +70,1
6. Mitsubishi 115 5,4 -22,3
7. Hyundai 101 4,7 +50,7
8. Daewoo/SSangy. 97 4,6 -28,7
9. Ford 92 4,3 +155,6
10, Renault 84 3,9 -15,2
H.Skoda 57 2,7 +9,6
12. Isuzu 56 2,6 -57,9
13. Honda 55 2,6 -22,5
14. Suzuki 54 2,5 -37,2
15. Peuqeot 45 2,1 -30,8
Aðrar teg. 269 12,6 +12,1
Samtals 2.128 100,0 -2,2
VORU-,
SENDI- og
HÓPFERÐA-
BÍLAR, nýir
276
209
1999 2000 1999 2000
Bílasala dregst saman
Bílasala hefur dregist saman um 2,2% fyrstu tvo mánuði ársins en í ár hafa
2.128 bílar verið fluttir inn samanborið við 2.176 á sama tímabili í fyrra. Aftur
á móti er mikil aukning í innflutningi vöru-, sendi-, og hópferðabíla eða 32,1 %.
Mest var flutt inn af Toyota bifreiðum eða 315 en það er 4,5% samdráttur á
milli ára. Mest aukning er í innflutningi á Ford bifreiðum eða um 155,6% en
í ár hafa alls 92 Ford bifreiðar verið fluttar inn.