Morgunblaðið - 03.03.2000, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 03.03.2000, Qupperneq 20
20 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Norðurljós kaupa Stjörnubíó • NORÐURUÓS hf. hafa keypt öll hlutabréf í Stjörnubíó ehf. Hlutdeild Skífunnar, dótturfélags Noröurljósa, í dreifingu kvikmyndatil kvikmyndahúsa vex þar með úr 20% í 32%, að því er fram kemur í fréttatilkynningu fyrirtæk- isins. Þar segir ennfremur að umsvif kvik- myndadeildarSkífunnarhafi aukist mikið á undanförnum árum. Kaupin á Stjörnubíó nú ásamt opnun á nýju kvik- myndahúsi í Smáranum í lok ársins 2001 séu liöir í aukningu hlutdeildar Skífunnar á þessum markaöi. Með kaupunum yfirtekur Skífan rekstur Stjörnubíós og fær Columbia/ Sony umboðiö fyrir kvikmyndahúsa- sýningar. Fyrirtækiö rekur þrjú kvik- myndahús eftir kaupin, en auk Stjörnu- bíós er um aö ræða Regnbogann og Borgarbíó á Akureyrl. Skffan mun jafn- framt á þessu ári yfirtaka MGM um- boöiðfyrirdreifingu á kvikmyndum í kvikmyndahús og á myndböndum. Við söluna tekur Karf Ottó Schiöth, sem veriö hefurframkvæmdastjóri Stjörnubíós, við starfi rekstrarstjóra kvikmyndahúsa Skífunnar. -------------- Breytingar hjáSH • Jón Garðar Guðmundsson hóf ný- fjármálastjóri lce- , dótturfyrirtæki SH á Spáni. Jón Garð- ar er 31 árs aö aldri og útskrifaö- ist sem viðskipta; fræðingur frá HÍ 1992 og með MBA-gráðu frá IESE í Barcelona 1999. Hann starf- aöi hjá PWC f Brisbane, Ástr- alíu, á árinu 1993 og sem fjármála- stjóri hjá VSÓ Ráðgjöf 1993-1997. Jón Garðar var formaður AIESEC á íslandi 1990-1991og fjármálastjóri Samnorrænu stjórnunarkeppninnar 1989-1990. Jón Garðar er giftur Margréti Hlöð- versdóttur þáttagerðarmanni og eiga þau einn son. • Karl Konráósson tekur við starfi sölustjóra hjá IFP Norway frá og með 1. mars nk og mun hann m.a. hafa umsjón með Rússlandsmál- um. Áður starfaði Karl hjá SH f Rússlandi. Karl er 28 ára aö aldi. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíö vor- iö 1991 og vorið 1997 lauk hann BA-prófi í rússnesku og BS-prófi í hagfræði frá HÍ. Karl er í sambúö með Elinoru Krist- insdóttur og eiga þau eina dóttur. lega stórf sem landic Iberica SA Hagnaður Eimskipafélags íslands árið 1999 1.436 milljónir króna V erðmætaaukning skráðra hlutabréfa 5,6 milljarðar Hff. Eimskip , HH3 Rekstrarreikningur 1999 1998 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna Rekstrargjöld Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) Tekju- og eignarskattar 15.370 14.699 611 295 16.573 15.836 -95 132 -7% -7% +123% Hagnaður af reglulegri starfsemi Aðrar tekjur og gjöld 981 455 482 833 +104% -45% Hagnaður ársins 1.436 1.315 +9% Efnahagsreikningur 31. des.: 1999 1998 Breyting Eignir samtals Milljónir króna 25.275 19.866 +27% Eigið fé 9.713 8.097 +20% Skuldir 15.562 11.769 +32% Skuldir og eigið fé samtals 25.275 19.866 +27% Kennitölur og sjóðstreymi 1999 1998 Breyting Arðsemi eigin fjár Eiginfjárhlutfall Veltufjárhlutfall Veltufé frá rekstri Milljónir króna 18% 38% 1,02 2.185 19% 41% 1,30 2.106 +4% REKSTUR Eimskipafé- lags íslands og dótturfé- laga þess skilaði 1.436 milljóna króna hagnaði á árinu 1999, en hagnaður- inn var 1.315 milljónir króna árið á undan. Rekstrartekjur sam- stæðunnar námu 15.370 milljónum króna árið 1999 en voru 16.573 milljónir króna árið 1998. í fréttatilkynningu fé- lagsins segir að sam- dráttur í tekjum hafi einkum orðið vegna minnkandi umsvifa fé- lagsins í Rússlandi og Eystrasaltsríkjunum, en þyngst vegi að Maras Linija Ltd., dótturfélag Eimskips, hætti rekstri á fyrri hluta ársins. Þá hafi efnahagslægð í Austur- löndum fjær leitt til sam- dráttar í flutningum þangað. Rekstrarhagnaður án fjármunatekna og fjár- magnsgjalda var 671 milljón króna, en var 737 milljónir árið 1998 og 535 milljónir árið 1997. Hreinar fjármunatekjur félagsins námu 611 millj- ónum króna árið 1999, en fjármagnsliðir voru nei- kvæðir um 95 milljónir árið á undan. Þessa þró- un skýrir félagið meðal annars með gengishagn- aði annars vegar og tekjufærslu vegna verðlagsbreyt- inga hins vegar. Alls nam söluhagnaður félagsins 455 milljónum króna. Þar af nam hagnaður af sölu Skógafoss og Reykjafoss 164 milljónum króna og söluhagnaður af hlutabréfum Burð- aráss hf. var 188 milljónir króna. Ekki tekið tiliit til verðmæta- aukningar hlutabréfaeignar Burðaráss Samtals námu fjárfestingar sam- stæðunnar á síðasta ári 6.442 millj- ónum króna. Annars vegar er þar um að ræða fjárfestingar í flutn- ingastarfsemi fyrir 1.379 milljónir króna, og hins vegar fjárfestingar Burðaráss hf. í hlutabréfum fyrir 5.063 milljónir króna. Fram kemur í fréttatilkynning- unni, að ekki er tekið tillit til verð- mætaaukningar hlutabréfaeignar Burðaráss hf. í afkomutölunum, en verðmætaaukning hlutabréfa í eigu Burðaráss hf. í skráðum félögum nam á árinu samtals 5.637 milljón- um króna. Meðaltalshækkun bréf- anna nam um 47%, sem er svipað þeirri hækkun sem varð á úrvals- vísitölu Verðbréfaþings íslands hf. Hörður Sigurgestsson forstjóri Eimskipafélagsins telur afkomuna mjög viðunandi. „Við náðum góðum árangri á síðasta ári, bæði í flutn- ingastarfsemi og fjárfestingum." Hann leggur áherslu á, að aðeins hluti af góðum árangri félagsins komi fram í niðurstöðu ársreikn- ingsins, því gríðarleg verðmæta- aukning hlutabréfaeignar Burðar- áss sé ekki reiknuð með í þeim tölum. Sú aukning komi í kjölfar mikils framgangs íslenska hluta- bréfamarkaðsins, sem endurspegli góðæri í þjóðfélaginu og góðan árangur í rekstri fyrirtækja. Aðspurður hvers vegna félagið tekur ekki tillit til verðmætaaukn- ingar hlutabréfa í ársreikningnum, segir Hörður að því ráði íslenskar reikningsskilavenjur. „Almennt er þetta í mjög takmörkuðum mæli tekið með inn í ársreikninga hér- lendis. Við þurfum samt að gera upp við okkur hvernig við viljurn haga þessu uppgjöri í framtíðinni. Á hinn bóginn virðist markaðurinn hafa gert sér grein fyrir þessari verð- mætaaukningu og hún endurspegl- ast í gengi bréfa félagsins.“ Hörður segir að gert sé ráð fyrir því að rekstur og afkoma af flutn- ingastarfsemi Eimskips verði svipuð á þessu ári og á árinu 1999. Helsta fyrirsjáanlega viðbót við reksturinn á árinu verði flutningar fyrir Norður- ál. Árangur af fjárfest- ingastarfseminni ráðist að stórum hluta af þróun hlutabréfamarkaðarins. Vart verði hægt að búast við jafn mikilli hækkun á hlutabréfamarkaði og á síðasta ári. Ekkert sem kemur á óvart Smári Rúnar Þor- valdsson hjá fyrirtækja- greiningu íslandsbanka F&M segir hagnað Eimskipafélagsins vera í samræmi við spá Is- landsbanka. „Rekstrar- tekjur dragast saman milli ára um 7% en rekstrarhagnaður dregst saman um 9%. Hins veg- ar eykst hagnaður af reglulegri starfsemi um 107% og skýra mun hag- stæðari fjármagnsliðir félagsins þessa aukn- ingu. Fjármagnsliðir voru jákvæðir um tæpar 611 m.kr. en þar af eru félaginu reiknaðar 373 milljónir króna til tekna vegna verðlagsbreyt- inga. I raun kemur ekkert sérstaklega á óvart í uppgjörinu. En það sem var ein- kennandi fyrir síðasta rekstrarár var áframhaldandi fjárfesting í öðr- um félögum. Sé sjóðstreymisgrein- ingu beitt á félagið og allar þær eignir sem ekki tilheyra flutninga- starfsemi leystar upp er erfitt að nálgast það gengi sem er á markaði í dag. Hins vegar ber að hafa í huga að Burðarás á miklar eignir í hinum ýmsu sjávarútvegsfyrirtækjum og gæti því verið í lykilaðstöðu við sam- einingar eða samstarf á milli þeirra. Því er hugsanlegt, að þar gætu legið veruleg verðmæti aúk verðmæta í óskráðum félögum, sem réttlættu það gengi sem er á félaginu í dag,“ segir Smári. Bréf Eimskipafélagsins hækkuðu í verði í gær um 0,7%. Lokagengið var 13,79. Aðalfundur Skýrr sendur út á Netinu Vatnaskil urðu í rekstri felagsins á árinu AÐALFUNDUR Skýrr hf. var hald- inn í gær og sendur út beint á Net- inu þannig að hægt var að fylgjast með fundarstörfunr í gegnum teng- ingu á heimasíðu félagsins. Á fundinum gerði Frosti Bergs- son, formaður stjórnar Skýrr hf., grein fyrir síðastliðnu starfsári í skýi'slu stjórnar. Hann sagði að á ár- inu hafi verið lokið við ýmis verkefni sem fyrirtækið hefði unnið að frá miðju ári 1997 þegar nýir eignaraðil- ar komu að rekstrinum en jafnframt hafi á árinu farið af stað nokkur þýð- ingarmikil verkefni sem ráðið geti miklu um framtíðarþróun félagsins. Frosti sagðist telja að á síðastliðnu starfsári hafi átt sér stað ákveðin vatnaskil í rekstri félagsins. Eitt þeirra verkefna sem hann nefndi að lokið hafi verið við var að búa öll helstu upplýsingakerfi ríkis- ins undir komu ársins 2000. Þær að- gerðir hafi heppnast svo vel að mest umræða hafi skapast um hvort ekki hafi verið gert meira úr vandamál- inu en efni stóðu til. Af nýjum verk- efnum á árinu nefndi hann meðal annars LoftNet Skýrr, þráðlaust gagnaflutningsnet sem byggist á ör- bylgjutækni. Með því opnaðist m.a. hraðvirkari tenging við Netið, leið til öflugri gagnaflutninga og aðgangs að KerfisLeigu Skýrr, þjónustu sem felst í því að upplýsingakerfi eru vistuð og rekin miðlægt á öflugum miðlurum hjá Skýrr. Gengi bréfa hækkaði um 117% Frosti telur Skýrr spennandi fjár- festingarkost enda sé víðtækt kynn- ingarstarf síðastliðinna tveggja ára farið að skila sér í nýrri og breyttri ímynd. „Félagið var skráð á Aðallista Verðbréfaþings Islands 1. júlí 1999. Gengi hlutabréfa í fyrirtækinu hækkuðu um 117% á árinu eða úr 5,55 í 12,05. Aðeins eitt annað skráð hlutafélag hækkaði meira á árinu,“ sagði Frosti Bergsson og minnti jafnframt á að gengið hafi haldið áfram að hækka frá áramótum og nemi hækkunin nú rúmum 60%. Hreinn Jakobsson, forstjóri Skýrr, kynnti niðurstöður ársreikn- ings fyrir fundarmönnum og gat þess að í áætlunum ársins 2000 væri gert ráð fyrir 14% veltuaukningu hjá félaginu og 2% hagnaðaraukningu. Tillögur um 15% arðgreiðslu og tíu milljóna króna, þ.e. um 5%, skil- yrta hlutafjáraukningu til ráðstöfun- ar í valréttarsamninga voru sam- þykktar auk tillögu um nýja stjórn félagsins. Ein breyting varð á stjórninni, Gylfi Árnason, fram- kvæmdastjóri Opinna kerfa, tók við af Sindra Sindrasyni. mest seldu fólksbíla- U \ tegundirnar í á 'W jan.-feb. 2000 ^rra ári Fjöldi % % 1. Tovota 315 14,8 -4,5 2. Volkswaqen 264 12,4 +4,3 3. Nissan 191 9,0 -12,4 4. Subaru 185 8,7 +19,4 5. Opel 148 7,0 +70,1 6. Mitsubishi 115 5,4 -22,3 7. Hyundai 101 4,7 +50,7 8. Daewoo/SSangy. 97 4,6 -28,7 9. Ford 92 4,3 +155,6 10, Renault 84 3,9 -15,2 H.Skoda 57 2,7 +9,6 12. Isuzu 56 2,6 -57,9 13. Honda 55 2,6 -22,5 14. Suzuki 54 2,5 -37,2 15. Peuqeot 45 2,1 -30,8 Aðrar teg. 269 12,6 +12,1 Samtals 2.128 100,0 -2,2 VORU-, SENDI- og HÓPFERÐA- BÍLAR, nýir 276 209 1999 2000 1999 2000 Bílasala dregst saman Bílasala hefur dregist saman um 2,2% fyrstu tvo mánuði ársins en í ár hafa 2.128 bílar verið fluttir inn samanborið við 2.176 á sama tímabili í fyrra. Aftur á móti er mikil aukning í innflutningi vöru-, sendi-, og hópferðabíla eða 32,1 %. Mest var flutt inn af Toyota bifreiðum eða 315 en það er 4,5% samdráttur á milli ára. Mest aukning er í innflutningi á Ford bifreiðum eða um 155,6% en í ár hafa alls 92 Ford bifreiðar verið fluttar inn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.