Morgunblaðið - 03.03.2000, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ
42 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2000
r i. .......
MINNINGAR
+
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GUÐRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR
frá Firði,
Múlasveit,
Hraunteigi 23,
Reykjavík,
andaðist á Droplaugarstöðum fimmtudaginn
2. mars.
Bergljót Aðalsteínsdóttir, Björgvin Kjartansson,
Steinunn Aðalsteinsdóttir, Skúii Magnússon,
Ingibjörg Aðalsteinsdóttir,
Hulda Aðalsteinsdóttir, Ólafur Magnússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær sambýlismaður minn, fósturfaðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
HALLDÓR BRAGI ÍVARSSON,
frá Melanesi,
Strandgötu 5,
Patreksfirði,
er andaðist mánudaginn 28. febrúar, verður
jarðsunginn frá Patreksfjarðarkirkju laugar-
daginn 11. mars nk. kl. 14.00.
k Vigdís Þórey Þorvaldsdóttir
Ólöf Matthíasdóttir, Skúli Hjartarson,
Bjarney Skúladóttir, M. Mörður Gunnbjörnsson,
Ástþór Skúlason,
Hjörtur Matthías Skúlason,
Halldóra Bryndís Skúladóttir,
Ólöf Ása Skúladóttir,
Gunnbjörn Skúli Magnússon,
Margrét H. Magnúsdóttir.
+
Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
GUÐMUNDU S. GESTSDÓTTUR,
fer fram frá Isafjarðarkirkju á morgun, laugar-
daginn 4. mars, kl. 14.00.
Ingvar ísdal Sigurðsson, Sigrún Birgisdóttir,
Grétar Sigurðsson, Anna Guðrún Sigurðardóttir,
Gestur ívar Elíasson, Hrafnhildur Sorensen,
Helgi Elíasson,
Pálína Elfasdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
HINRIK ANDRÉSSON
frá Siglufirði,
sem andaðist 25. febrúar verður jarðsunginn
frá Síglufjarðarkirkju laugardaginn 4. mars
kl. 16.00.
Margrét Pétursdóttir,
Theodór Ottósson, Árný Elíasdóttir,
Jón Andrjes Hinriksson, Brynja Gísladóttir,
Ingibjörg Hinriksdóttir, Andrés Ragnarsson
og barnabörn.
+
Þökkum af alhug öllum þeim fjölmörgu, er
sýndu okkur samúð, ómetanlega vináttu og
stuðning við andlát og útför ástkærs eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og
bróður,
KRISTJÁNS JÓAKIMSSONAR
frá Hnífsdal,
Miðhúsum 19,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til Heimahlynningar Krabbameinsfélagsins, líknar-
deildar Landspítalans og starfsfólks deildar 13D á Landspítalanum.
Sigríður Karðardóttir,
Jón Kristjánsson, Kristín Björgvinsdóttir,
Gabriela Kristjánsdóttir, Páll Magnússon,
Kristján Einar Guðmundsson,
barnabörn og systkini hins látna.
ANDRES
PÉTURSSON
+ Andrés Péturs-
son fæddist í
Stokkhélma í Skaga-
firði 31. ágúst 1911.
Hann lést á Landa-
koti 23. febrúar síð-
astliðinn. Andrés var
einkasonur Péturs
Andréssonar (1855-
1920) bónda í Stokk-
hélma og Steinunnar
Stefánsdóttur (1877-
1931), sambýliskonu
hans. Hálfsystkini
Andrésar sammæðra
voru: 1) Karl Kon-
ráðsson (1897-1976),
Auðnum. 2) Pálína Konráðsdóttir
(1899-1992), Skarðsá. 3) Anna
Sveinsdéttir (1904-1977), Varma-
landi.
Hinn 6. júlí 1940 kvæntist Andr-
és Ólöfu Ragnheiði Sölvadéttur
frá Dæli í Sæmundarhlíð, f. 20.
desember 1910, d. 7. september
1980. Börn Andrésar og Ólafar
eru: 1) Margrét Björk, f 19. apríl
1943, gift Sveini Sigurðssyni, f.
13. mars 1938, d. 11. apríl 1991.
Þeirra börn eru: A. Ólöf Adda, f.
8. apríl 1967, sambýlismaður Pét-
ur Björn Guðmundsson, f. 13.
oktéber 1961. Þeirra börn: a)
Sveindís Lea, f. 9. febrúar 1992. b)
Andrea Björk, f. 19. júlí 1995. Pét-
ur á einn son, Guðmund, f. 8.
ágúst 1983. B. Sigurður Rúnar, f.
2. desember 1970, sambýliskona
hans er Hildur Björns Vernudótt-
ir, f. 5. ágúst 1975. C. Bjarki Már,
f. 17. janúar 1972. Sambýlismaður
Margrétar Bjarkar
er Aðalsteinn V. Júl-
íusson, f. 4. mars
1944. Dætur Aðal-
steins frá fyrra
hjénabandi eru
Anna, f. 10. janúar
1977, og Auðrún, f.
5. ágúst 1982.2) Pét-
ur Önundur, f. 10.
janúar 1952, kvænt-
ur Kristínu Stefáns-
déttur, f. 22. júní
1953. Þeirra börn
eru: A. Magnfríður
Ólöf, f. 24. oktéber
1976. Hennar sam-
býlismaður er Trausti Þér
Traustason, f. 18. mars 1976. B.
Steinunn Lilja, f. 20. desember
1978. Hennar sambýlismaður er
Guðmundur Ingi Þorvaldsson, f.
25. júní 1973. C. Elísabet Maria, f.
28. júlí 1988.
Andrés stundaði nám við Gagn-
fræðaskóla Akureyrar. Hann var
á námssamningi hjá Andrési Þor-
steinssyni frænda sínum á Siglu-
firði og síðan hjá Vélsmiðjunni
Héðni. Sveinspróf tók hann frá
Iðnskélanum í Reykjavík 30. apríl
1942. Hann fékk meistararéttindi
í rennismíði 1948. Andrés vann
hjá Vélsmiðjunni Héðni nokkur ár
og síðan hjá Stilli. Lengstan tíma
starfsævi sinnar vann Andrés hjá
Málmsteypu Ámunda Sigurðsson-
ar.
Utför Andrésar fer fram frá
Langholtskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 10.30.
Kæri vinur og tengdafaðir, Andr-
és Pétursson, mig langar til þess á
þessum vettvangi að tala til þín örfá
orð.
Eg er ekki þess umkominn að vita
hvort þú, frá þeim stað sem þú nú
dvelur á, kannt að lesa þessi skrif
mín enda er hugsun mín sett hér á
blað mér sjálfum til huggunar og
hugarrósemi.
Þú ert nú, kæri vinur, horfinn yfir
móðuna miklu til austursins eilífa.
Dvelur nú í heimkynnum Meistar-
ans mikla, meðal ættingja þinna og
ástvina er hurfu héðan á undan þér.
Ég trúi því að þrautir þínar og las-
leiki séu um garð gengin og að þú lif-
ir lífi þínu þar sem þú ert nú, hress
og glaður.
Þó ég viti að okkur beri að fagna
lausn frá erfiðum veikindum fer ekki
hjá því að það myndast tómarúm í
huga mínum og ástvina þinna við
þessar aðstæður.
Að mér sækir söknuður, þrátt fyr-
ir vitneskjuna um eilíft líf og vit-
neskjuna um að ekkert líf er án
dauða og enginn dauði án lífs.
Samt sem áður er það nú svo að
þegar þessi vitneskja snertir okkur
sjálfa er hún sár og sýnir okkur
smæð okkar gagnvart almættinu.
Aftur á móti er það huggun harmi
gegn að okkur eru gefin fyrirheit um
endurfundi og trú mín er sú að sálin
lifi að eilífu.
Kæri vinur. Þú kunnir best við þig
innan um ættingja þína, börn,
tengdabörn, barnabörn og barna-
barnaböm. Fylgdist vel með lífi okk-
ar allra og þér var mjög annt um að
vita hvernig okkur gengi og hvað við
værum að gera hverju sinni. Þú
barst ómælda umhyggju fyrir okkur
öllum. Utdeildir af gnægtabrunni
fróðleiks, ástar og væntumþykju yfir
okkar öll og alla samferðamenn þína.
Eftir því sem ég best veit eftir frá-
sögnum og myndum varst þú á þín-
um yngri árum glæsilegur á velli,
beinn og grannur og fríður sínum.
En þótt þú hafir verið glæsilegur á
velli er það þó þitt hlýja viðmót og
þitt vinarþel sem allt yfirskyggir í
þakklátri minningunni um þig.
Þú varst góðviljaður og vingjarn-
legur og vildir hvers manns vanda
leysa. Þú varst hógvær maður, hæg-
ur, traustur og hlýr.
Ég minnist þess og gleymi aldrei
er við hittumst í fyrsta sinn, þegar
ég langur, slánalegur og fúlskeggj-
aður náungi gekk inn í hús dóttur
þinnar þar sem þú áttir einnig
heima.
Þú komst á móti mér, tókst í hönd
mína og bauðst mig velkominn.
Þú fóst strax að spjalla og segja
mér sögur og spurja um mína hagi.
Ég varð bæði hissa og undrandi á
því að þú skyldir taka mér, blá-
ókunnugum manninum eins og þú
gerðir, og svona vel. En upp frá
þeirri stundu vorum við vinir.
Ég átti eftir að kynnast því að
þessi fundur var ekkert einsdæmi,
þú tókst öllum vel og öllum þótti
strax vænt um þig - strax frá fyrstu
stundu.
Það geislaði af þér góðvild og kær-
leikur til allra er þú umgekkst.
Ótal sinnum áttum við tal saman
eftir þetta og þú sagðir mér ótelj-
andi sögur, sögur frá Siglufirði,
Sauðárkróki og frá skólagöngu þinni
í fæðingarbæ mínum, Akureyri.
Margt lærði ég af þér, en þó um-
fram allt fékk ég að kynnast á lifandi
hátt lífi þínu á þínum bemsku- og
uppvaxtarárum. Síðustu tvö árin átt-
ir þú það til að segja mér sömu sög-
una oftar en einu sinni, en ég hlust-
+ Elskulegur eiginmaður minn,
BENEDIKT EGILSSON, >' ,
til heimilis á Hlíf 2 ■
á ísafirði,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á (safirði mið- tZÍSr'T
vikudaginn 1. mars. Ik,.- Æ
Jarðarförin verður auglýst síðar. l *
Fyrir hönd aðstandenda,
Gróa Loftsdóttir.
aði og skildi oft betur eða áttaði mig
betur á ýmsu í frásögn þinni eftir því
sem endurtekningin var oftar.
Þú varst góður sögumaður og
fróður vel.
í dag er mér efst í huga þakklæti -
þakklæti fyrir að fá að kynnast þér.
Þakklæti til þín fyrir allar þær
stundir sem við höfum átt saman.
Þakklæti fyrir hvernig þú tókst mér
er ég svo skyndilega kom inn í þína
fjölskyldu. Þakklæti til þín fyrir það
hvernig þú tókst dætrum mínum
tveimur, sem allt í einu voru orðnar
hluti af lífi þínu.
Ég kveð þig nú, kæri vinur, og bið
algóðan Guð um að leiða þig og
styðja á þeim ókunnu leiðum er þú
nú hefur lagt út á.
Blessuð sé minnig þín.
Aðalsteinn V. Júlíússon.
Okkur langar í fáeinum orðum til
að minnast hans afa, sem nú hefur
kvatt þennan heim. Margar hlýlegar
minningar koma upp í hugann eftir
öll þau ár sem hans hefur notið við
og allar þær góðu stundir sem við
áttum saman.
Afi hafði einstaka skapgerð, aldrei
vitum við til þess að hann hafi orðið
virkilega reiður. Hann var sérstak-
lega þolinmóður, hlýlegur og nota-
legur í allri framkomu. Mikið dálæti
hafði hann á börnum, ekki bara þeim
sem stóðu honum næst heldur öllum
og oftar en ekki var hann vanur að
stinga að þeim góðgæti eða aurum.
Auðvelt áttum við með að leita til
hans með allan heimalærdóm enda
var hann víðlesinn og vel að sér í
flestum greinum og sér í lagi mikill
fróðleiksbrunnur um gamla tímann.
Þær voru ekki fáar sögurnar og öll
ljóðin sem við hlustuðum á hann
ílytja með mikilli innlifun.
Arið 1987 lenti afi í mjög slæmu
bílslysi, var honum vart hugað líf í
nokkra mánuði á eftir og urðu fætur
hans sérstaklega illa úti. Þrátt fyrir
að læknar eygðu litla von um að
hann kæmist á fætur á ný, var afi
alltaf bjartsýnn og eftir þrotlausar
æfingar í rúmlega ár stóð hann upp-
réttur. Oft hlýtur hann að hafa verið
kvalinn meðan á sjúkrahúsvistinni
stóð, en aldrei kvartaði hann, var
hann umtalaður meðal starfsfólksins
fyrir þolinmæði og æðruleysi. Frek-
ar reyndi hann að hjálpa til en að
láta hjúkrunarkonurnar stjana í
kringum sig. Honum var mjög um-
hugað um að fólki í kringum hann
liði sem allra best og bar oft á tíðum
ekki eigin hag fyrir brjósti.
I tæplega sjö ár hjálpaði hann
einu okkar við skúringar, fimm daga
vikunar, tvo tíma í senn. Það var
varla að hann missti dag úr allan
þennan tíma, þrátt fyrir gigtverki
sem hrjáði hann af og til seinni árin.
Ekki vildi hann þiggja laun fyrir,
heldur var afar þakklátur fyrir að
hafa eitthvað fast fyrir stafni. Þetta
var honum mikils virði því það var
ekki hans háttur að sitja auðum
höndum heilu dagana.
Um tíma bjó afi einn. Komum við
þá oft í heimsókn til hans og var þá
gaman að fá nýbakaðar kökur. Var
hann duglegur við að gera alls konar
tilraunir varðandi bakstur og matar-
gerð. Afrakstur þessara tilrauna var
yfirleitt hið mesta hnossgæti. í
fyrsta og eina skiptið smökkuðum
við hjá afa malt með mjólk út í. Þrátt
fyrir furðulega samsetningu þótti
okkur krökkunum þetta furðu gott.
Elsku afi, við kveðjum þig með
söknuð í hjarta. Við erum mjög
þakklát fyrir allar þær yndislegu
samverustundir sem við áttum með
þér. Þú varst okkur sannur afi. Við
vitum að nú er hlutverki þínu lokið á
þessari jörð og þú hefur flust til
nýrra heima þar sem ný hlutverk
bíða þín í faðmi ástvina þinna er
horfnir eru á undan þér. Blessuð sé
minning þín.
A haustgult engi féllu döggvar dátt,
og dagsins roði hvarf í vesturátt,
en óðum lægði sætan, blíðan söng
frá sævar, lands og eyja fuglaþröng.
Og rökkrið færðist yfir, hægt og hljótt,
en húmi sveipuð kom hin þögla nótt
og breiddi stjömublámans himinsæng
á beð hins sjúka og fuglsins þreytta væng.
(J.J.S.)
Barna- og barnabarnabörn.