Morgunblaðið - 03.03.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 3. MARS 2000 29
LISTIR
Listaháskóli Islands
Ragnheiður Skúladóttir
deildarforseti í leiklist
RAGNHEIÐUR
Skúladóttir, leikkona
og leiklistarkennari,
hefur verið ráðin
deildarforseti leikl-
istardeildar Listahá-
skóla Islands.
Ragnheiður lauk
stúdentsprófi frá
Kvennaskólanum í
Reykjavík 1986.
Hún stundaði leik-
listarnám við leik-
listardeild Háskól-
ans í Iowa og lauk
þaðan BA-prófi
1991. Haustið 1993
hóf hún framhalds-
nám við Minnesota-
háskóla í Minneapolis og lauk
þaðan meistaraprófi (MFA) vor-
ið 1996.
Ragnheiður hefur starfað sem
leikari, bæði í New York og í
Minneapolis, auk þess sem hún
hefur unnið með nemendum í
gi-unn- og framhaldsskólum að
ýmsumleiklistar- og kvikmynda-
verkefnum. Þá hefur hún víð-
tæka reynslu af kennslu á há-
skólastigi með áherslu á
raddbeitingu og túlkun á Shake-
speare-hlutverkum. Ragnheiður
starfar nú sem kennari við kvik-
myndadeild háskólans í Syracuse
í New York-ríki þar sem hún
kennir námskeið í kvikmyndaleik
ogkvikmyndaleikstjórn.
I samtali við Morgunblaðið
sagði Ragnheiður að hún væri
afskaplega ánægð með að hafa
fengið þetta starf og hlakkaði
Ragnheiður
Skúladóttir
mjög til að koma
heim og hefja störf
við nýja Listaháskól-
ann. „Það er spenn-
andi að vera ung
kona og hefja störf
við svo nýja stofn-
un.“ Ragnheiður seg-
ist ekki gera ráð fyr-
ir að breytingar á
náminu verði miklar
frá því sem verið
hefur fyrsta árið.
„En meginverkefnið
til lengri tíma er að
setja námið á sama
stall og við sambæri-
legar háskóladeildir í
löndunum í kringum
okkur.
Ég geri ráð fyrir að námið
verði að einhverju leyti akade-
mískara en verið hefur en ég tel
að ekki sé nauðsynlegt að bæta
inn miklu bóklegu námi meðan
deildin sinnir eingöngu þjálfun
og menntun leikara. A þessu
stigi held ég að réttara sé að
leggja áherslu á meiri fjölbreytni
í náminu. I framtíðinni tel ég
mjög mikilvægt að beina sjónum
að menntun annars leikhúsfólks
en leikara eingöngu. Þar tel ég
samstarf við aðrar deildir Lista-
háskólans bjóða uppá mjög
spennandi möguleika."
Ragnheiður hefur störf þann
15. mars og vinnur að uppbygg-
inguleiklistardeildarinnar sem
tekur til starfa 1. ágúst næst-
komandi.
Hitabylgjunótt
á Manhattan
TONLIST
Háskólabfó
SINFÓNÍUTÓNLEIKAR
Hjálmar H. Ragnarsson: Rauður
þráður. Sjostakovitsj: Sellókonsert
nr. 1. Tsjækovskíj: Sinfónía nr. 2.
Bryndís Halla Gylfadóttir, selló;
Sinfóníuhljómsveit Islands u. stj.
Anne Manson. Fimmtudaginn 2.
marz kl. 20.
TÓNLIST Hjálmars H. Ragnars-
sonai' við ballett Hlifar Svavarsdótt-
ur frá 1989, Rauður þráður, sem
kvað hafa átt að flytja á tónleikum
Sinfóníuhljómsveitarinnai' 22. júní í
fyrra undir stjórn Petters Sund-
kvists, féll þá niður af ótilgreindum
orsökum, og var ekki fyrr en í gær að
áheyrendur fengu að berja konsert-
útgáfu ballettsins eyrum. Undirrit-
aður sá ekki frumuppfærslu verksins
á sínum tíma, en eitthvað skildist
manni að það hafi verið stækkað á
hæðarveginn fyrir tónleikana í gær,
þ.e.a.s. endurútsett fyrir fleiri raddir
og stærri hljómsveit en var upphaf-
lega við dansflutninginn. A hinn bóg-
inn virtist ekki sem höfundur hefði
notað tækifærið í sama mæli til að
grisja efniviðinn í tímalengd, eins og
oft er gert við leikhústónlist þegar
henni eru búnar svítur eða álíka
þéttaðar konsertútfærslur í meðvit-
Málþing um íslandsklukkuna í Skálholti um helgina
Margrætt verk og margþætt
ISLANDSKLUKKA Halldórs
Laxness verður skoðuð frá mörg-
um og ólíkum hliðum á málþingi
sem hefst á morgun kl. 13.30 í
Skálholtsskóla og lýkur síðdegis á
sunnudag.
„Islandsklukkan er margrætt
verk og margþætt. Þarna verður
bæði fjallað um einstaka stef bók-
arinnar og um það hvernig höfund-
urinn vann úr sögulegum heimild-
um, því íslandsklukkan er að
verulegu leyti söguleg skáldsaga,"
segir Pétur Pétursson, rektor
Skálholtsskóla, sem hefur umsjón
með málþinginu. Hann segir Skál-
holtsskóla eiga að leitast við að
koma á ráðstefnum og málþingum
sem tengja kirkjuna og íslenskan
mennararf og þar á meðal bók-
menntir og því sé vel við hæfi að
ræða Islandsklukkuna í Skálholti.
Meðal fyrirlesara eru Þórunn
Valdimarsdóttir rithöfundur, sem
fjallar um Islandsklukkuna sem
ástarsögu, séra Heimir Steinsson,
sem talar um Islandsklukkuna á
Þingvöllum og Matthías Viðar Sæ-
mundsson, sem fjallar um böðla og
skálka. Fyrirlestur Helgu Kress
Kápa Islandsklukkunnar með
verki eftir Þorvald Skúlason.
prófessors ber yfirskriftina „Á
hverju liggja ekki vorar göfugu
kellíngar?“, erindi þeirra Kára
Bjarnasonar MA og Éggerts Páls-
sonar tónlistarmanns heitir
„Óhreina barnið hans Árna - ís-
lenskur tónlistararfur“, og Már
Jónsson lektor talar um handrita-
safnarana Arnas Arnæus og Árna
Magnússon undir yfirskriftinni
„Bæli kerlingar og brókin hans
Jóns“. Er þá aðeins fátt eitt nefnt
af dagskrárliðum málþingsins.
Þar verða ennfremur til sýnis
handrit Halldórs Laxness að
íslandsklukkunni ásamt myndum
af nótnahandritum frá Skálholti,
sem sönghópurinn Voces Thules
mun syngja upp úr áður en gengið
verður til sautjándu aldar kvöld-
verðar. Máltíðin verður í anda
Þorláks biskups Þórhallssonar en
hann var í Skálholti á sama tíma
og atburðir íslandsklukkunnar
eiga sér stað.
Á kvöldvöku á laugardagskvöld
flytur Leikhúsið í kirkjunni undir
stjórn Guðrúnar Ásmundsdóttur
senur og samræður úr Islands-
klukkunni. „Ég er að gera mér
vonir um að þetta verði skemmti-
leg menningarupplifun og fræð-
andi um leið,“ segir Pétur.
undinni um að tónlistin verði að
standa ein án sjónræns áreitis.
Það er iðulega álitamál hvort
stækkuð útsetning dugi ein sér til að
viðhalda athygli undh' slíkum kring-
umstæðum. Osjaldan hefur leikhús-
tónlist ekki nema gott af því að fá að
kenna á hæfilegum niðurskurði þeg-
ar á tónleikapall er komið, og svo
virtist manni eiga við í þessu tilviki.
34 mínútur er glettilega langur tími
fyrir jafnvel mun njörvaðri nútíma-
tónverk. Enda fór svo, þegar líða tók
á seinni hluta í Rauðum þræði, að
fókus hlustandans tók að dofna í
þessari löngu hitabylgjunótt á Man-
hattan, þrátt íyrir að vísu hressilega
skrifaða tónlist og hvöss púlsrytmísk
tilþrif (því miður harla sjaldheyrð í
nýrri fagurtónlist), sem áttu til að
minna þónokkuð á Vesturbæjarsögu
Bernsteins, auk mínímalískulegra
kafla og örstuttrar skvettu úr Vor-
blótinu. Þrátt fyrir ýmsa skemmti-
lega staði, kliðmjúkt og viðamikið 6
mín. klarínettsóló (dáfallega blásið
af Sigurði I. Snorrasyni) og hvassa
Karíbahafskryddaða hrynjandi, sem
örugglega hefði fallið í kramið á
púertoríska Hákarlagenginu frá
West Side (enda fengu slagverks-
menn að vinna fyrir kaupi sínu),
bentu heildaráhrifin samt eindregið
til, að fyrh' hljómleikasalinn hefði
töluverð stytting efalítið verið til
bóta. Eða þá hitt, að bæta lagrænum
kontrapunktum við oft á tíðum und-
irspilskenndan ritháttinn. Snörp og
örugg túlkun SÍ undir beinskeyttri
handleiðslu Anne Manson bjargaði
þó miklu og kom í veg fyrir að manni
leiddist til vandræða. Góðar undir-
tektir áheyrenda bentu sömuleiðis til
þess, að margir væru með hærri út-
haldsþröskuld en sá er hér ritar.
Bryndís Halla Gylfadóttir kom,
settist og sigraði í hinum heillandi
fyrsta sellókonsert Sjostakovitsjar
af tveim sem hann samdi fyrir Rostr-
opovitsj og var frumfluttur 1959.
Verkið er vafalítið einn bezt heppn-
aði sellókonsert 20. aldar, skínandi
vel saminn, hugvitssamur, sprækur
og aðgengilegur og tekur fullt tillit
til takmarkaðrar gegnumskurðar-
getu hljóðfærisins með léttskipaðri
hljómsveit (tvöföldu tréi og stöku
horni einu lúðra), án þess í neinu að
slaka á kröfum til einleikarans. Þó að
maður hafi kannski heyrt trylltari
tilþrif af hljómplötum, þar sem selló-
inu vitanlega er oft lyft upp í styrk af
tæknimönnum, lék Bryndís Halla af
miklum þokka og þroskaðri yfirveg-
un sem naut sin einna bezt í söng-
hæfa 2. þættinum, þar sem knéfiðlan
liggur á efsta sviði. Kadenzan (III.)
var og mjög glæsileg, og staðurinn
með gerviflaututónum í sellói með
ofurveikum samleik strengja og sel-
estu sennilega það næsta sem menn
komast paradís í jarðneskri tónsköp-
un. Hljóðfærið sem einleikarinn
vígði við þetta tækifæri er smíðað af
Hans Jóhannssyni fiðlusmið og
reis furðuvel undir klassískan vanda
knéfiðlunnar að berast gegnum sin-
fóníuhljómsveit - og m.a.s. alræmt
ómleysi Háskólabíós sérstaklega í
garð dýpri strengja - og neðra sviðið
virtist einkar þétt og hljómfagurt í
upphafi kadenzunnar.
Anne Manson skilaði góðu dags-
verki á þessum tónleikum eftir sam-
taka og þéttum leik hljómsveitarinn-
ar að dæma, sem kórónaðist í
„Litlu-rússnesku sinfóníu11
Tsjækovskís nr. 2 í lokin; svo aukn-
efndri vegna úkraínsku þjóðlagast-
efjanna sem rússneski meistarinn
notar í öllum þáttum . verksins.
„Prófílering“ stefja, sem manni þótti
nokkuð á skorta í Sibeliusartúlkun
Temirkanovs á mánudagskvöldið
var, kom hér mun betur fram. Radd-
jafnvægi var til fyrirmyndar, og ekki
sízt Scherzóið og Finaleþátturinn
glömpuðu af snerpu og glæsileika,
svo unun var á að hlýða.
Ríkarður Ö. Pálsson
Sólfugl í sólarljósi
ÞAÐ er ekki trana, fuglinn sem
finna má í einkennismerki Luft-
hansa, sem hér svífur yfír höfuð-
stöðvum flugfélagsins við bakka ár-
innar Rínar í Köln í Þýskalandi,
heldur er það fuglinn „Bird“, eða
Fugl, eftir þýska listamanninn Otto
Rumpf. Vélfuglinn „Bird“ gengur
fyrir sólarorku og þótt hann fljúgi
ekki mikið þá ljær sólin honum
orku til að hreyfa vængina þannig
að hann öðlast líflíka eiginleika.
Fiat Marea Weekend VW Passat Station Daewoo Nubira Station Toyota Avensis Station
Loftpúðar 4 4 2 4
ABS hemlar Já Já Já Já
Vél / hestöfl 1.6 16v/103 hö 1.6 8v/100 hö 1.6 16v /106 hö 1.6 16v /110 hö
5 x 3punkta belti Já Já Nei Já
Stærð LxBxH 4.49 x 1.74 x 1.51 4.67 x 1.74 x 1.49 4.55 x 1.72 x 1.43 4.57 x 1.71 x 1.50
Faranaursrvmi. 500/1550 495/1600 410/1450 530/1480
Geislaspilari Já Nei Já Nei
Tvískiptur afturhleri Já Nei Nei Nei
Verð 1.495.000 1.790.000 1.490.000 1.739.000
1899
1999
Áíslandi frá 1925
MAREA WEEKEND
Fallegur ítalskur eðalskutbíll á einstaklega góðu verði.
Öryggisbúnaður fyrir fjölskylduna er eins og best gerist.
Komdu í reynsluakstur og upplifðu alvöru akstursánœgju.
8ára ábyrgö á
gegnumtæringu.
Galvanhúðaður
TVlSKIPTUR AFTURHLERI
SMIÐSBÚÐ 2 - GARÐABÆ- SlMI 5400 800
Opiö á laugardögum frá kl. 13 - 17