Morgunblaðið - 03.03.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.03.2000, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Vel kryddaður Sjeikspír Morgunblaðið/Þorkell Orka leikaranna og leikgleði er áþreifanleg og smitaði frá sér út um all- an salinn, segir m.a. í umfjölluninni. LEIKLIST I ð n 6 SJEIKSPÍR EINS OG HANNLEGGURSIG Sjeikspírvinafélag Reykjavíkur (SVR) og Leikfélag íslands. Höf- undar: Jess Borgeson, Adam Long og Daniel Singer. Islensk þýðing: Gísli Rúnar Júnsson. Leikstjúri: Benedikt Erlingsson. Leikarar: Friðrik Friðriksson, Halldúr Gylfa- son og Halldúra Geirharðsdúttir. Leikmynd og búningar: Börkur Júnsson. Lýsing: Kjartan Þúrisson. Miðvikudaginn 1. mars. „SJEIKSPÍR eins og hann leggur sig“ er sýning fyrir alla þá sem alltaf hafa ætlað að kynna sér Shake- speare, en ekki mátt vera að því. Hér er boðið upp á öll verk meistarans á 97 mínútum! Þetta er einnig sýning fyrir alla þá sem þegar þekkja verk Shakespeares (eða a.m.k. einhver þeirra) þvi þeir munu eflaust skemmta sér enn betur en hinir (sem ég fullyrði þó að munu skemmta sér konunglega). Hér er um fullkomlega fáránlegt verk að ræða, sem engu að síður er afbragðs skemmtun í alla staði. Það er skapað af þremur ung- um leikurum frá Kaliforníu - Borge- son, Long og Singer - fyrir um fimmtán árum og í því er gert kostu- legt grín að verkum hins óumdeilda meistara, svo og að fræðimönnum og þeim sem taka Shakespeare of al- varlega og hefja hann og verkin á stall. Grín þeirra félaga nær reyndar vel út fyrir verkin og þeirra sam- hengi og það sama má segja um þá íslensku uppfærslu sem frumsýnd var í Iðnó í fyrrakvöld, en með skemmtilegri staðfærslu spannar grinið islenska samtíð ekki síður en breskan bókmenntaarf. Islenska staðfærslan tekur stað amerískra til- vísana í „frumtexta" og er það vel. Þetta leikverk mun hafa orðið til við spunaleik og samvinnu hinna þriggja höfunda og ber verkið með sér þann uppruna, er „teygjanlegt“ og „eftirgefanlegt" og hafa hinir ís- lensku flytjendur þess nýtt sér það. Verkið minnir þó nokkuð á íslenskt verk sömu ættar, þ.e. verk sem unn- ið var út frá spuna og með fornan bókmenntaarf, nefnilega sýningu leikhópsins Ormstungu á Gunnlaugs sögu Ormstungu, sem er með skemmtilegri sýningum sem undir- rituð minnist frá síðari árum. Það er kannski ekki tilviljun að þau sem stóðu að Ormstungu-sýningunni skuli einnig vera hér að verki: þau Benedikt Erlingsson (hér í hlutverki leikstjóra) og Halldóra Geirharðs- dóttir, en auk þeirra taka þátt í sýn- ingunni þeir Friðrik Friðriksson og Halldór Gylfason. Mikið mæðir á leikurunum þrem- ur; þau þurfa jú að leika öll hlutverk (eða svo til) allra verka Shake- speares á einni kvöldstund. Leikar- arnir þrír eru á sviðinu án hvíldar allan tímann og standa sig allir með stakri prýði. Orka þeirra og leikgleði er áþreifanleg og smitaði frá sér út um allan salinn. Erfitt er að taka út einstaka túlkanir í svo fjölbreyttri flóru, en þó má nefna að Halldór Gylfason var stórkostlegur Rómeó og ekki síðri í hlutverki fóstru Júlíu. Halldóra Geirharðsdóttir brá sér í gervi kónga og drottninga með létt- um leik og fór nýja leið í túlkun sinni á drukknun Ófelíu. Friðrik Friðriks- son naut sín einna best í hlutverki hins ólánsama Hamlets - túlkun hans þar er ógleymanleg. Öðrum þræði fjallar þetta verk um leikhúsið, eðli þess, takmarkanir og möguleika. Verk Shakespeares eru „leikrit“ í leikritinu og að þeim eru farnar ýmsar mögulegar og ómögulegar leiðir: Títus Andróníkus sem matreiðsluþáttur; Óþelló rapp- aður; sögulegu verkin sem hand- boltaleikur; Makbeð sem bamaleikr- it o.s.frv. Kenjar leikaranna og skapsmunir þeirra fá einnig rými í verkinu ekki síður en viðfangsefnið sem þeir eru að fást við, þ.e.a.s. verk Sjeikspírs. Margar af skemmtileg- ustu senum leiksins tengjast einmitt þessari vídd verksins og auka gildi þess. Ein slík sena er þegar texti Shakespeares nær slíkum tökum á flytjanda (Halldóru) að hún ræður ekki við sig og fer með hann af mik- illi innlifun þótt ætlun hennar hafi verið að „skauta" yfir hann í flýti. (Þess má geta að þessi túlkun á sen- unni er verk leikstjórans (eða leik- konunnar?) þ.e. er ekki í frumtext- anum og er dæmi um afar skemmtilega útfærslu leikhópsins.) Hamlet er það verk sem fær hvað mest rými í leiknum og að því era farnar ýmsar skemmtilegar og óvæntar leiðir og er þessi hluti leik- ritsins á köflum alveg stórkostlega fyndinn. Þýðing Gísla Rúnars Jónssonai- á verkinu er afar vel gerð. Gísli Rúnar hefur vissulega áður sýnt að honum er einkar lagið að þýða gamanleiki og honum bregst ekki bogalistin hér. Hann notar að vild úr þeim íslensku Shakespeare-þýðingum sem tiltæk- ar era eða þýðir sjálfur þar sem það hentar honum betur. Textinn í heild er bráðskemmtilegur og ljómar af hugvitssemi og góðum húmor þýð- andans. Þá hefur hin íslenska stað- færsla (sem leikhópurinn sjálfur á mikinn þátt í) einnig tekist frábær- lega, eins og fyrr er nefnt, og góðar lausnir hafa fundist á ýmsum atrið- um í framtexta sem ekki henta ís- lenskum aðstæðum. (Þannig er t.d útfærslan á Makbeð sem barnaleik- riti íslensk uppfinning en höfundarn- ir gera ráð fyiár að sá kafli sé leikinn með skoskum hreim. Hvort tveggja er bráðfyndið á sviði, þótt ólíkt sé.) Leikhópurinn Sjeikspírvinafélag Reykjavíkur á ekkert nema lof skilið fyrir að setja þessa bráðskemmti- legu sýningu á svið. Allt gengur hér vel upp: leikarar fara á kostum í gamanleik; sviðsmynd Barkar Jóns- sonar er einföld og hnitmiðuð, hefur allt sem til þarf, og búningar hans eru í anda verksins, skoplegir og lit- ríkir; lýsing Kjartans Þórissonar skapar ætíð rétta stemmningu og það sama gerir vel valin tónlistin. Benedikt Erlingsson leikstjóri hefur samþætt alla þræði af öryggi og kómísku innsæi og getur verið ánægður með verk sitt. Að lokum má benda þeim sem hyggja á ferð til London á næstunni á að The Reduced Shakespeare Company hefur sýnt The Complete Works of William Shakespeare (Abridged) í Criterion Theatre við Piccadilly Circus um nokkurra ára skeið. Eg mæli eindregið með þeirri sýningu ekki síður en þeiiri í Iðnó. Eg get tekið undir með leikstjóra sýningarinnar sem sagði í viðtali við Mbl. (29. feb.) að reyndar sé hann „ekki viss“ um að fólk verði miklu nær um snilli Shakespeares eftir sýninguna en það er önnur saga. Hitt má vel vera að einhverjir áhorf- endur láti sýninguna verða sér hvatningu til þess að blása rykið af Shakespeare-þýðingunum uppi í hillu og hefja lesturinn. Soffía Auður Birgisdóttir Leikdeild Eflingar sýnir Sfldina Ljósmynd/Atli Vigfússon Fjöldi fúlks úr nærliggjandi sveitum tekur þátt í uppfærslu leikdeildar ungmennafélagsins Eflingar í Reykjadal á leikritinu Síldin kemur. Laxamýri. Morgunbiaðið. ÞAÐ var mikið um dýrðir í félags- heimilinu Breiðumýri sl föstudags- kvöld þegar leikdeild ungmennafé- lagsins Eflingar í Reykjadal framsýndi Síldin kemur og síldin fer eftir Iðunni og Kristínu Steins- dætur í leikstjórn Arnórs Benónýs- sonar. Fjöldi fólks úr sveitinni tekur þátt í sýningunni og þetta er þriðja árið í röð sem nemendur Fram- haldsskólans á Laugum koma til liðs við félaga í Eflingu. Þetta gerir leikdeildinni fært að setja upp svo fjölmenna sýningu sem hér um ræð- ir og hópurinn er stór og kraftmik- ill. Söngur og dans er vinsælt efni hjá leikdeild Eflingar og tónlistar- stjórinn að þessu sinni er Eistlend- ingurinn Jaan Alavere. Hann er Þingeyingum að góðu kunnur sem tónlistarkennari við Stórutjarna- skóla og hann stjórnar einnig söng- félaginu Sálubót auk þess að leika með Sinfóníuhljómsveit Norður- lands. Hann bjó um tíma í Tartu í Eistlandi og spilaði klassíska tónlist við eitt elsta leikhús landsins. Með hlutverk Bergmundar síld- arútvegsmanns fer Snorri Krist- jánsson en aðrir helstu leikendur eru Aðalbjörg Pálsdóttir, Ásgrímur Guðnason, Guðmundur Arnarson, Friðrika Illugadóttir, Hjörtur Hólm Hermannsson, Hanna Þórsteins- dóttir, Hörður Þór Benónýsson, Ingólfur Ingólfsson, Jón Friðrik Benónýsson, Karl Ingólfsson, Kristjana E. Sigurðardóttir, Linda Björk Guðmundsdóttir, Nanna María Elvarsdóttir og Þorgerður Sigurgeii'sdóttii-. Leiksviðið hefur verið víkkað út og fer leikurinn víða fram í húsinu. Þama hefur myndast kaffileikhúss- stemning þar sem gestir sitja allir við borð og njóta veitinga meðan á leiksýningu stendur. I lok framsýningar var mikið um dýrðir þar sem öllum leikendum og þeim sem gerðu sýningu þessa mögulega vora færð blóm auk þess sem höfundarnir, þær Iðunn og Kristín Steinsdætur, vora heiðraðar. Þá ávarpaði Jón Friðrik Benónýs- son, sem sjálfur fagnar 30 ára leika- fmæli um þessar mundir, Sigurð Hallmarsson frá Húsavík og þakk- aði honum allt það starf sem hann hefur lagt leiklistinni til í héraðinu. Jón Friðrik hefur leikið í 35 verk- um með mörgum stórum hlutverk- um og vann hann heilt ár hjá Leik- félagi Akureyrar og einnig um tíma hjá Þjóðleikhúsinu og íslensku óp- eranni. Leiklistin í Reykjadal er orðin ár- legur þáttur í menningarlífi Þingey- inga, en mesta athygli vekur hversu margir geta handleikið hljóðfæri og sungið í ekki fjölmennari sveit. Lófataki ætlaði seint að linna á Breiðumýri þetta framsýningar- kvöld. Svo vel var sýningu þessari tekið. Morgunblaðið/Kristinn Arnar Júnsson og Júhann Sig- urðarson í hlutverkum í leikrit- inu Abel Snorko býr einn. 80. sýning á Abel Snorko 80. SÝNING á franska leikritinu Abel Snorko býr einn verður á Stúra sviði Þjúðleikhússins á laug- ardag og verður síðdegissýning kl. 15. Leikritið Abel Snorko býr einn eftir Eric-Emmanuel Schmitt, sem sýnt var á Litla sviði Þjúðleikhúss- ins vel á annað ár, hefur nú verið leikið nokkrum sinnum á Stúra sviðinu. Abel Snorko býr einn er lieim- spekilegt leikrit um ástina, þar sem gaman og alvara fléttast sam- an. Með hlutverk núbelsverðlauna- höfundai'ins Abels Snorko fer Arn- ar Júnsson en Júhann Sigurðarson leikur blaðamanninn Erik Larsen. Aðeins eru örfáar sýningar eftir. Sýning Helgu Ósk- arsdóttur NÚ stendur yfir sýning á verk- um Helgu Óskarsdóttur, í hús- tökuhúsinu á homi Frakka- stígs og Lindargötu. (Litla gula húsinu.) Helga stundaði nám við Myndlista- og hand- íðaskóla íslands og útskrifaðist með mastersgráðu úr Chelsea College of Art í London árið 1998. Sýningin er opin alla daga kl. 15—18 og stendur til 11. mars. Borgarleik- húsið inn á vinnustaðina BORGARLEIKHÚSIÐ mun á næstu vikum bjóða uppá 20 mínútna kynningu á einleikn- um Leitin að vísbendingu um vitsmunalíf í alheiminum í skól- um og á vinnustöðum. Leikritið er eftir ameríska Emmy-verð- launahafann Jane Wagner og það er Edda Björgvinsdóttir sem leikur. M-2000 Föstudagur 3. mars Myndlistarsýning Ævintýra- klúbbsins II hluti. Nýkaup, Kringlunni kl. 16. Ævintýraklúbburinn, sem stendur fyrir Listahátíð þroskaheftra í mars, opnar annan hluta myndlistarsýn- ingar sinnar í Kringlunni. Söngur og dans krydda opnunina en samhliða sýningunni verður tekið við framlög- um í húsakaupa- sjóð Ævintýra- klúbbsins. Sýn- ingin stendur í tvær vikur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.