Morgunblaðið - 03.03.2000, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Reyðarfirði - Aimennur fundur með
Sturlu Böðvarssyni samgönguráð-
herra var haldinn á Reyðarfirði á
þriðjudag. Tæplega 60 manns mættu
til að hlýða á ráðherra.
Jarðgangamál bar hæst í fyrir-
Stunda
kanínu-
búskap
Vaðbrekku - Bræðurnir Ævar Þor-
geir og Marteinn Óli Aðalsteins-
synir í Klausturseli stunda kanínu-
búskap þó í litlum mæli sé. Þeir
höfðu þrjár kanínur, en á dögunum
fjölgaði þeim um helming þegar
þrír litlir kanínuungar fæddust.
Tveir þeirra voru hvítir eins og
mamman en einn brúnleitur eins og
pabbinn. Þeir bræður hafa yfir að
ráða smá horni í hænsnakofanum
undir kanínubúskapinn sem að vísu
er ekki stór f sniðum svo hornið
dugir alveg.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Ævar Þorgeir og Marteinn ÓIi sýndu Ijósmyndaranum stoltir kaninu-
fjölskylduna sýna, foreldra með þrjá unga.
Jarðgöng rædd á fundi með samgönguráðherra á Reyðarfírði
Austfírðingum þykir
hlutur fj ór ðungsins rýr
spurnum og umræðum heimamanna.
Eru þeir mjög ósáttir við hlut fjórð-
ungsins í jarðgangaáætlun sem ný-
lega var kynnt. Þykir hann lítill mið-
að við þarfir fólks í héraði og einnig í
samanburði við úthlutun til annarra
fjórðunga. Kannanir hafa sýnt að á
síðustu 5 árum hefur orðið 70%
aukning umferðar eftir að Hvalfjarð-
argöngin voru tekin í notkun, 1995
óku þá leið 1.842 bflar á dag en um
göngin aka 3.139 bílar í dag.
Einnig kom fram að 38% hring-
vegarins er í Austurlandsumdæmi
og vantar mikið á að hann komist í
svipað horf og í öðrum fjórðungum.
Flutningskostnaður er mjög hár,
m.a. vegna þungaskatts sem kemur
niður á þeim sem aka lengst og á
leiðinni Reykjavík-Austurland eru
brýr sem ekki bera leyfða hámarks-
þyngd flutningabfla. Eru því allir að-
drættir mun kostnaðarsamari en
annars staðar á landinu. Töldu sumir
að Islandspóstur hefði fundið út, að
það væri jafnvel þrisvar sinnum dýr-
ara að flytja pakka frá Reykjavík til
Reyðarfjarðar en til Þórshafnar á
Langanesi, hvað sem veldur því.
Ferðamál, fjarskipti, vegamál,
flugmál og hafnarmál eru þeir flokk-
Jarðgöng voru efst á baugi á fundi
ar sem tilheyra samgönguráðuneyt-
inu og kom Sturla víða við í fram-
söguerindi sínu. Ræddi hann um
ferðamennsku sem þyrfti að skila
meiri arði, lengja þyrfti ferðamanna-
tímann, flytja þyrfti fleiri verkefni út
á land t.d að heimamenn tækju að
sér flugstöðvarekstur og Vegagerðin
fengi fleiri verkefni heim í hérað.
Leggja þyrfti áherslu á lagningu
breiðbandsins og uppbyggingu
ISDN-kerfisins. Undirbúa sölu
Morgunblaðið/Hallfríður Bjamadóttir
Sturlu Böðvarssonar á Reyðarfirði.
Landssímans og að póstur verði bor-
inn út 5 daga vikurnar. F arið var yfir
fjárveitingar til samgöngumála kjör-
dæmisins.
Nokkur umræða varð um framtíð
Reykjavíkurflugvallar og hvort þeir
sem nota hann verði spurðir álits ef
til atkvæðagreiðslu kemur um flutn-
ing vallarins. Fyrirspurnir komu um
m.a. veðurstöðvar, öryggismál sjó-
manna og fjarskipti sem víða eru lé-
leg í fjórðungnum.
Ný brú yfír Hörgsá
í V-Skaftafellssýslu
Nýi vegarkaflinn mun liggja
sunnan við núverandi veg, frá
ásnum neðan Keldunúps vestan
Hörgsár og að útihúsum Múla-
kots austan ár.
SKIPULAGSSTOFNUN ríkisins
hefur fallist á lagningu nýs 1,8
kílómetra vegar um Hörgsá á Síðu
í Vestur-Skaftafellssýslu og bygg-
ingu tvíbreiðrar brúar yfir ána.
Markmið framkvæmdarinnar er
að bæta vegferilinn og auka um-
ferðaröryggi á þessu svæði og er
stefnt að því hefjast handa á fyrri
hluta þessa árs.
Nýi vegarkaflinn mun liggja
sunnan við núverandi veg, frá ásn-
um neðan Keldunúps vestan
Hörgsár og að útihúsum Múlakots
austan ár. Skipulagsstofnun sam-
þykkir umrædd áform, með vísan
í niðurstöður sínar á mati á um-
hverfisáhrifum þeirra, með því
skilyrði að samráð verði haft við
náttúruvemd ríkisins um tilhögun
framkvæmda og frágang vegar og
námusvæða að framkvæmdum
loknum. Einnig skal haft samráð
við Landgræðslu ríkisins og veiði-
málastjóra vegna heftingar land-
brots á bökkum Hörgsár.
Morgunblaðið/Ingimundur
Samvinnunefnd um Svæðisskipulag Mýrasýslu ásamt starfsmönnum nefndarinnar og ráðgjöfum.
Éf ‘1
\ ,B b ' m o x - , 'Á . /J
Vorum að fá í sölu góöa 4ra herb., um 100 fm íbúð á tveimur hæðum, í
litlu fjölbýli, á þessum eftirsótta stað. Gott skipulag. Parket og flísar.
Grillsvalir. Sameign nýlega yfirfarin. Áhv. 4,1 m. húsbréf. V. 13,9 m. 2602
533 4800
Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is
Bergþórugata
Svæðisskipulag Mýrasýslu
til ársins 2010 samþykkt
Borgamesi - Samvinnunefnd um
svæðisskipulag Mýrasýslu sam-
þykkti á 26. fundi sínum, sem hald-
inn var við Langá á Mýrum 24. febr-
úar sl. tillögu að svæðisskipulagi
Mýrasýslu 1998-2010.
Nefndin var skipuð árið 1995. í
henni áttu sæti tveir fulltrúar fyrir
hvert sveitarfélaganna fimm sem þá
voru í sýslunni auk formannsins
Garðars Halldórssonar sem skipað-
ur var af skipulagsstjórn. Ritari
nefndarinnar kom frá Skipulagi rík-
isins, nú Skipulagsstofnun. Hlutverk
nefndarinnar var að vinna sameigin-
lega eðlisræna landnotkunaráætlun
fyrir allt svæðið og stuðla þannig að
hagkvæmri nýtingu og fyrirhyggju
við ákvarðanatöku um landnotkun.
Nefndin réð sér skipulagsráð-
gjafa, Hildigunni Haraldsdóttur
arkitekt.
Hefur hún aðstoðað nefndina við
að koma forsendum, markmiðum og
tillögum nefndarinnar, sveitar-
stjóma og ýmissa hagsmunaaðila í
þann búning sem krafist er skv.
skipulags- og byggingarlögum. Þ.e.
skipulagsuppdrátt og greinargerð,
sem síðan hefur fengið meðferð sam-
kvæmt lögum.
Á vinnslutímanum fækkaði sveit-
arfélögunum í tvö vegna sameining-
ar og tekið hafa gildi ný skipulags-
°g byggingarlög, sem. m.a. höfðu
það í för með sér að skipulagsstjóm
ríkisins var lögð niður.
Meðan á vinnunni stóð var haft
samband við íbúa svæðisins, opin-
berar stofnanir og ýmsa aðra aðila
auk þess sem kynningarfundir fyrir
íbúa og hagsmunaaðila vom haldnir
um tillöguna á vinnslustigi. Tillagan
var tvívegis auglýst. Fyrst 9. júní
1999 og bámst ellefu athugasemdir.
Breytt tillaga var auglýst 15. októ-
ber 1999 og þá bárust fjórar athuga-
semdir.
Samvinnunefnd afgreiddi allar at-
hugasemdir skriflega og sendi af-
greiðslu sína sveitarstjórnunum
tveimur, sem nú hafa samþykkt
Svæðisskipulag Mýrasýslu 1998 -
2010, skipulagsuppdrátt og greinar-
gerð.
Á fundinum undiirituðu nefndar-
menn uppdrætti og greinargerð, auk
skipulagsuppdráttar sem ekki er
ætlaður til staðfestingar en hugsað-
ur sem tilmæli til nefndarinnar til
nánari úfærslu í aðalskipulagsvinnu
sveitarfélaganna. Samvinnunefndin
afgreiddi síðan samþykkt Svæðis-
skipulags Mýrasýslu 1998-2010 til
Skipulagsstofnunar með ósk um
staðfestingu umhverfisráðherra.