Morgunblaðið - 03.03.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 03.03.2000, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2000 —————- UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Fær hver þjóð það sjón- varp sem hún á skilið? EKKERT er jafn leið- inlegt og íslenskt út- varp nema ef vera skyldi íslenskt sjónv- arp, segir Þröstur Helgason í pistli sem birtist hér í Mbl. á þriðjudaginn í síðustu \'iku undir yfirskriftinni ,vMenningarlegt ístöðu- leysi“. Þar heldur hann því fram að Islendingar standi svo veikum fót- um í menningu sinni að þeir séu allra þjóða mót- tækilegastir fyrir drasli, hvort sem það er drasl í formi skyndibita- fæðis, drasl í formi raf- tækja eða drasl í formi kvikmynda- og sjónvarpsefnis. Svo er á höfundin- um að skflja að hver þjóð fái það sjónvarp sem hún á skilið og að ís- lendingar séu með lélegt sjónvarp vegna þess að þeir séu léleg þjóð. Reiðilestur Þrastar er mjög hress- andi en hann horfir alveg framhjá p&trri staðreynd að við erum með rík- isrekið sjónvarp á íslandi. Afnota- gjöldin eru innheimt á þeim forsend- um að RUV hafi nauðsynlegu menningarlegu hlut- verki að gegna. Það sem Sjónvarpið endur- speglar, fyrst og fremst, er að menning- arhlutverk þess hefur aldrei verið skilgreint að neinu gagni. Þarna hafa stjórnmálamenn brugðist þjóðinni því það er þeirra hlutverk, og engra annarra, að sjá til þess að Sjónvarp- ið ávinni sér tiltrú al- mennings sem menn- ingarstofnun - því ef það virkar ekki sann- færandi í því hlutverki er ekki hægt að rétt- læta lögbindingu afnotagjalda. Er Sjónvarpið þjóðinni samboðið? Mér er til efs að nokkur maður vilji halda því fram í alvöru. Þegar grannt er skoðað er Sjón- varpið að bjóða upp á mjög áþekkt efni og Skjár 1, þ.e. stúdíóþætti og viðtöl. Ekki þannig að ég vilji gera lít- ið úr stúdíóþáttagerð - umræðum, umfjöllunum, leikjum, matseld, tón- listarflutningi og slíku - en þetta er ekki efni sem á neitt sérstakt erindi Anna Th. Rögnvaldsdóttir inn á besta útsendingartíma hjá alvöru sjónvarpsstöðvum. Það getur engin sjónvarpsstöð gert sig gildandi sem sjálfstætt menningarlegt afl nema hún bjóði áhorfendum sínum upp á innlend- ar sjónvarpsmyndir, þáttaraðir og gagn- rýnar heimildarmyndir á þeim tíma sem flestir horfa. Hjá Sjónvarpinu er hrein hending að boðið sé upp á slíkt efni. Áhorfendur hljóta að spyrja sig af hveiju þarf að borga afnotagjöld fyrir Sjónvarpið en ekki fyrir Skjá 1. Og hvað þetta menningarhlutverk er sem einka- reknar stöðvar gætu ekki sinnt. Sú stað- reynd að afnotagjöld eru mun hærri hér en annars staðar í Evrópu er ekki annað en móðgun sem bætist á meingjörð ofan. Fjölmiðill eða menningarstofnun? Það er athyglisvert að bera Sjónvarp- ið saman við sjónvarp í öðrum litlum málsamfélögum í Evrópu - þar sem saman fer lítið samfélag og vilji til að reyna að skilgreina sig innan stærri menningarheildar. Eins og til dæmis írsku stöðina TG4 (dótturstöð RTÉ) og welsku stöðina S4C. Þessar stöðvar veita ákveðna samfélagslega þjónustu en þær leggja ekki síður metnað í að sýna heimildarmyndir og skáldað efni - Þröngsýnisgenin Bjarni Benediktsson UNDANFARIN misseri hefur þjóðin Fuikið rætt og rifist um svokallað gagna- grunnsmál. Má segja að um leið og Kári Stefánsson kom með þá hugmynd að nota einstakar aðstæður hér á landi heiminum til framdráttar. Hefur að mínu viti þröngsýnt fólk farið mikinn í til- raunum sínum við að bregða fæti fyrir hann og fyrirtældð sem hann, ásamt öðrum, stofnaði um þessa hugmynd. Ég get vel skilið skiptar skoðanir um marga hluti, svo sem virkjanamál, kvóta- Kerfi og önnur slík mál, en þetta er mál sem á eftir að koma bömum okk- ar og komandi kynslóðum til góða. Er fólk virkilega að setja sig upp á móti því að vísindamönnum sé gert kleift að finna lækningar og/eða leiðir til að varast þá ótal skæðu sjúkdóma sem á okkur heija og hafa alla tíð leikið allt líf á jörðinni grátt. Hver er svo heppinn að hafa ekki misst náinn ættingja eða vin úr illvígum sjúk- dóm? Því miður held ég að fáir geti svarað þessari spurningu játandi. Við sem stöndum frami fyrir venju- legi lífi með alla þá sjúkdóma sem í kringum okkur eru, vonum það eitt að bömin okkar sleppi við þær raunir að lenda í klóm lasleika og sjúkdóma. Víð vitum jú að fáar fjölskyldur sleppa við að í þær sé einhvern tí- mann hoggið skarð. Núna stöndum við frammi íyrir því að kannski sé hægt að finna einhveijar leiðir til vamar þessum hörmungunum. Þá standa upp menn sem segja að þetta sé ómögulegt vegna þess að einhver gæti orðið ríkur. Hvað gengur fólki til sem vill bregða fæti fyrir þetta framtak? Mestu ræður þar um senni- lega öfund og sjálfselska, og hugsan- lega má færa fyrir því rök að fyrst yrði hafist handa um að finna þau gen gpn þessum tilfinningum ráða. Menn fara mikinn í umræðunni um hugsanlegt verðgildi Islenskrar erfðagreiningar og segja að Kári Ste; fánsson viti ekki aura sinna tal. í fyrsta lagi em þær tölur sem nefndar hafa verið í því sambandi einungis ágiskanir verðbréfaspekúlanta, og því ekki til nema í höfði manna. Það gSÍ-jymist líka oft að líta til þess að Kári Stefánsson á ekki íyrirtækið einn og í öðm lagi stendur til að setja það á opinn markað og verður það því almenn- ingshlutafélag þar sem allir hafa möguleika á að fjárfesta. Einhveijir hafa af því áhyggjur að upplýsingar úr gagnagmnninum komi til með að rata í rangar hendur ef þær fara úr umsjá lækna og sjúkrastofnanna. Heldur fólk virkilega að vísinda- mennirnir sem era að horfa á sýni í gegnum smásjámar séu að spá í hvort bilaða genið sem þeir sjái í gegnum glerið sé úr Jóni á Múla eða Brandi í vesturbænum og rjúki með fréttimar beint á næsta mannamót, ég efa það. Trúi ég því að þau lög sem samþykkt hafa verið í kringum gagnagmnnin haldi og að upplýsing- ar komi ekki til með að liggja fyrir hunda og katta fótum. Nefnt hefur verið að gott væri fyrir trygginga- félögin, og þá væntanlega líka at- vinnurekendur, að komast í skýrsl- umar svo að þeir gætu gert sér grein fyrir hverja ætti að líftryggja og ráða í vinnu og hverja ekki. Þetta finnst mér svo langsótt að það ætti helst heima í einhverri njósnaskáldsögu, það er öragglega ódýrara fyrir tryggingafélögin að borga út eina og eina líftryggingu heldur enn að fara bijótast inn í gagnagranna með öll- um þeim tilkostnaði sem það hefði í för með sér. Mér finnst ég, satt best að segja öraggari með mínar upplýs- ingar þama, en í því kerfi sem þær hingað til hafa verið í. Ég hef pers- ónulega reynslu af því að upplýsing- ar hafi ratað í hendur óvandaðra manna frá virtri sjúkrastofnun í Reykjavík. í því tilfelli - þótt ég ætli nú ekki að fara að tíunda það hér - þá biðu að mínu viti óvandaðir menn á tröppum heimilis míns þegar ég kom með konu mína heim eftir sjúkra- hússlegu ogþeir vissu alla sjúkrasög- una. Svo halda menn því fram að skýrslumar og persónuverndin hafi verið í góðu standi! Þessa dagana era að detta inn um lúgumar hjá fólki pappírar frá fólki sem vill fá söluumboð fyrir sjúkra- skýrslur, ja það er gott að menn deyja ekki ráðalausir við að finna sér lífsviðurværi. Þetta er ótvírætt sið- Gagnagrunnur Ég skora á alla lands- menn að hugsa sinn gang, segir Bjarni Benediktsson, og gleðj- ast yfír þeim tækifærum og nýjungum sem vís- indin gefa okkur. leysi og ein af þeim lágkúram sem ekki eiga að sjást í samfélagi manna. „Heyrðu, Nonni litli! Ég er umboðs- maður hennar ömmu þinnar, hún er tilbúin að semja við þig um lækna- skýrslurnar sínar. Þær geyma lykil- inn að heilbrigði þínu og þúsunda annarra. Þetta væri dálaglegt! Skilja þessir menn ekki að fólk hefur ekki eignarhald á sínum sjúkraskýrslum. Við borgum okkar skatta og fáum í staðinn þjónustu frá heilbrigðiskerf- inu, samfélagið á skýrslurnar. Heil- brigðisyfirvöld hafa gert samning við Islenska erfðagreiningu til 12 ára um nýtingu gagnagransins gegn ákveðnu gjaldi og þar með er þeirri gjaldtöku sem réttlætanleg er full- nægt. Eg lít svo á allt málið snúist um heilbrigði í framtíðinni og atvinnu fyrir fólk á Islandi. Það er öllum ljóst að íslensk erfðagreining skapar hér á landi fjölda vel menntaðs fólks á mörgum sviðum atvinnulífsins vinnu og lífsviðurværi, svo ekki sé nú talað um þau margfeldisáhrif sem það hef- ur í för með sér um allt þjóðfélagið. Það er mikil þröngsýni að sjá ekki hvaða möguleika þessar rannsóknir gefa þjóðinni, í formi uppbyggingar, heilbrigði til handa börnum okkar og síðast en ekki síst til víkkunar á at- vinnulífinu í landinu sem svo sannar- lega veitir ekki af nýjum og öflugum tækifæram. Ég skora á alla landsmenn að hugsa sinn gang og gleðjast yfir öll- um þeim tækifæram og nýjungar sem vísindin gefa okkur og börnum okkar í framtíðinni og hættum að öf- undast út í þá frumkvöðla sem kannski uppskera aðeins meira efna- lega en við hin. Höfundur er nemandi við Sam- vinnuháskóiann á Bifröst. Sjónvarp Það er greinilegt að all- ar gamlar hugmyndir - jafnvel hinar bestu, seg- ir Anna Th. Rögnvalds- dóttir, þurfa öðru hvoru að banka uppá í nýjum búningi. þáttaraðir, sápur og slíkt - sem er sprottið upp úr samfélögum írsku- mælandi og welskumælandi manna og túlkar raunveruleikann í þessum samfélögum. Þessi keltnesku þjóðar- brot era í rauninni með sjónvarp sem hver lítil, sjálfstæð þjóð gæti verið fullsæmd af. Og þar sem hvorag þess- ara stöðva hefur lagt fé í að koma sér upp framleiðsludeildum hefur á síð- ustu árum risið blómlegur „innlend- ur“ kvikmynda- og sjónvarpsiðnaður í Wales og á Galway-svæðinu. Sjónvarpinu okkar er á hinn bóg- inn best lýst sem svæðissjónvarpi - það gerist ekki oft að það lyfti sér yfir það plan. Það er svæðissjónvarp þeg- ar aðaldagskrárpakkinn er aðfeng- inn, frá öðram menningarheildum, og við hann skeytt heimatilbúnu efni sem er ýmist samfélagsþjónustulegs eðlis eða dægurfjas af einu eða öðra tagi. Sjálfsmynd Sjónvarpsins er hvorki flókin né ristir hún djúpt. Það lítur einfaldlega á sig sem fjölmiðil, ekki sem menningarstofnun. Þetta er ástæðan fyrir því hversu lítil þekking hefur orðið til í gerð sjónvarpsefnis á Islandi eftir 34 ára starf, hversu skammt við eram á veg komin að færa frásagnarhefð okkar í nútíma- búning. Baráttan fer fram á skjánum Nú er ljóst að Utvarpshúsið í Efstaleiti er eitt mesta menningar- slys síðari tíma. Það er ekki hægt að kalla það annað en slys þegar auglýs- endur og greiðendur afnotagjalda era látnir fjármagna húsbyggingu upp á þrjá miljarða, eða þaðanaf meira, meðan svo litlu má kosta til dagskrár- gerðarinnar sjálfrar að ódýr stúdíó- þáttagerð er staðall sem nánast aldreiervikiðfrá. Útvarpshúsið líkist mest kastala með láréttum skotraufum allan hringinn. Eins og hugmyndin sé sú að kast- alabúar geti haft vakandi auga með landinu öllu og miðunum í öraggii vissu um að enginn geti brotið sér leið í gegnum þriggja metra þykka vegg- ina. Byggingin er kannski fyi-st og fremst táknræn fyrir sýn manna á Ríkisútvarpið fyrir þremur áratug- um, þegar stofnunin naut algjörrar vemdar og hlutskipti áhorfenda var að taka möglunarlaust við því sem hún rétti þeim. Nú, þegar margar sjónvarpsstöðvar keppa um athygli áhorfenda - innlendar og erlendar - myndu menn byggja sveigjanlegra, hentugi'a og umfram allt miklu ódýr- ara hús. Það hefur aldrei verið eins áríðandi að veita peningana í ft'am- leiðslu efnis fremur en umbúnað - þegar allt kemur til alls er það á skjánum sem baráttan um áhorfend- urfer fram. I haust fór Skjár 1 í loftið með íjöldann allan af íslenskum þáttum. Um daginn kom það fram í Silfri Eg- ils (þar sem einmitt var verið að ræða fyrrnefnda grein Þrastar Helgason- ar) að fyrirmyndin væri bandarísk, að þar í landi væri innlent efni í sjón- varpinu vegna þess að bandarískir áhorfendur vildu það frekar en eitt- hvað útlenskt. Það er greinilegt að allar gamlar hugmyndir - jafnvel hin- ar bestu - þurfa öðra hvora að banka uppá í nýjum búningi eða í nýju og alls óvæntu samhengi, annars veikl- ast þær bara og deyja og steingerv- ast. Eins og virðist hafa gerst með hugmyndina sem liggur að baki RUV. Höfundur er kvikmynda- gerðarmaður. Framadagar 2000 FRAMADAGAR 2000 era atvinnu- lífsdagar Háskóla íslands og verða þeir nú haldnir í sjötta sinn. AIES- EC, alþjóðlegt félag háskólanema, sjá um skipulagninguna á dögunum og er tilgangurinn fyrst og fremst að leiða saman atvinnulífið og starfsem- ina innan Háskólans. Hér gefst nem- endum kjörið tækifæri til að kynna sér starfshætti margra íslenskra fyrirtækja, sem mörg hver era leið- andi á sínu sviði. Frama- dagar 2000 verða haldnir í Háskólabíói föstudag- inn 3. mars n.k. Áhugi fyrirtækja Áhugi á Framadögum er sífellt að verða meiri. Fyrirtæki sækjast í auknum mæli eftir þátt- töku og hefur reynslan undanfarin ár sýnt að þetta er kjörinn vett- vangur fyrir þau í leit að velmenntuðu starfsfólki. í ár höfum við fengið til liðs við okkur um 40 fyr- irtæki og er breiddin mikil. Sem dæmi um þátttakendur era fyrirtæki eins og Islensk erfðagreining, ís- landsbanki, Morgunblaðið, Flugleið- ii', Landsbréf, Eimskip, íslandspóst- ur o.fl Tækifæri fyrir nemendur Nemendur hafa oft á tíðum litlar upplýsingar um þær væntingar og kröfur sem fyrirtæki gera til þeirra, t.d. hvers konar menntun fyrirtækin sækjast eftir, hvemig starfsemin byggist upp, hvar starfsmöguleikar stúdenta liggja að námi loknu og Atvinnulífsdagar Framadagar eiga, segir Guðni Rafn Eiríksson, erindi til allra nemenda á háskólastigi. hvemig hæfileikar þeirra nýtast best. Á Framadögum hefur nemendum gefist tækifæri til að ræða við forsvarsmenn fyr- irtækjanna á afslapp- aðan og óformlegan hátt og eru þetta oft fyrstu skrefin út í at- vinnulífið sjálft. Einnig mun Atvinnumiðstöðin bjóða nemendum upp á aðstoð og myndatök- ur við gerð starfsum- sókna í vikunni fyi'ir Framadaga svo allir geti verið vel undir- búnir. Á erindi til allra Framadagar eiga erindi til allra nemenda á háskólastigi, ef ekki í at- vinnuleit, þá til að fræðast örlítið. Þetta er stór liður í tengslum at- vinnulífsins og Háskólans og er það von okkar að þessi tengsl eigi eftir að aukast á komandi áram. Fram- kvæmdanefnd Framadaga 2000 vill bjóða alla velkomna í Háskólabíó 3. mars frá kl. 10:15-16:00. Höfundur er formaður Framadaga 2000. Guðni Rafn Eiríksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.