Morgunblaðið - 03.03.2000, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2000
URVERINU
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Grímur Gíslason
Prófanir hefj ast
NÚ standa fyrir dyrum prufusigl-
ingar á hafrannsóknaskipinu Árna
Friðrikssyni sem nú er í smiðum í
Asmar skipasmíðastöðinni í Chile.
Að sögn Jóhanns Sigurjónssonar,
forstjóra Hafrannsóknastofnunar-
innar, hefjast prófanir á skrúfu- og
siglingabúnaði skipsins innan tíðar
og í kjölfarið verði annar búnaður í
skipinu prófaður. Að því loknu ætti
skipið að vera tilbúið til afhending-
ar og vonanst Jóhann til að skipið
verði komið til Islands innan
tveggja mánaða.
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hættir starfsemi í Rússlandi
Tapið meira en hálf-
ur milljarður króna
STJÖRN Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna hefur ákveðið ásamt
meðeigendum sínum að leggja niður
alla starfsemi sölufyrirtækisins Ax-
ioma, sem er í eigu Navinor, sem er
að hálfu í eigu SH og hálfu Sun Cap-
ital Partners. Pá er verið að draga
saman og hætta starfsemi Navinor.
Gífurlegt tap hefur verið á starfsem-
inni undanfarin þrjú ár, og er hlutur
SH þar af meira en hálfur milljarður
króna, og hefur SH afskrifað það tap
að fullu. Sun Capital Partners er í
eigu indverja og bandarískra fjár-
festa.
Efnahagskreppan
erfið viðfangs
„Við hættum þessum rekstri ein-
faldlega vegna þess að hann gekk
alls ekki. Það er mjög áhættusamt að
flytja físk inn til Rússlands og greiða
fyrir hann í erlendum gjaldmiðli og
SAMTOK VERSLUNARINNAR
AÐALFUNDUR
Þingsalur 1, Hótel Loftleiðum,
föstudaginn 3. mars 2000 kl. 13.30.
Skráning
13.15 Skráning við Þingsal 1, Hótel Loftleiðum.
Fundarsetning
13.30 Ræða formanns Samtaka verslunarinnar, Haukur Þór
Hauksson, framkvæmdastjóri.
14.00 Ávarp heiðursgests: Þorgeir Ibsen Þorgeirsson, yfirmaður
netdeildar Ford Motors Corporation í Detroit.
Kaffihlé
Erindi
15.00 Halldór Páll Gíslason, framkvæmdastjóri:
Heimaverslun á netinu.
15.30 Árni Þór Árnason, framkvæmdastjóri:
Skráning verslunarfyrirtækja á hlutabréfamarkað.
16.00 Almenn aðalfundarstörf skv. félagssamþykktum.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 588 8910 eða á netfang: rut@fis.is.
„Þetta er einfald-
lega búið“
selja hann síðan í rúblum. Fyrirtæk-
ið hefur tapað mikið á því og því
drögum við okkur út úr þessu,“ segir
Gunnar Svavarsson, forstjóri SH.
Mikil efnahagskreppa skall á í
Rússlandi á miðju ári 1998 og hrundi
gengi rúblunnar við það. Þeir sem
flutt höfðu inn varning og greitt með
erlendum gjaldmiðli og ætluðu síðan
að selja í rúblum töpuðu gífurlegum
fjárhæðum á því og markaðurinn
hefur ekki náð sér á strik síðan.
Árið 1997 flutti SH 17.800 tonn af
fiski og fiskafurðum til Rússlands og
34.000 tonn árið eftir. Þessi útflutn-
ingur dróst svo verulega saman á
síðasta ári og var honum í raun og
veru hætt um mitt árið og dregið úr
allri starfsemi.
Lágmarks starfsemi
„Þessi starfsemi fór mjög illa í
hruninu í ágúst 1998 og þótt ekki hafi
komið annað hrun, er þetta starf-
semi, sem er mjög erfitt að reka og
alls ekki með þessum hætti. Þetta er
tap vegna gengismunar í hruninu og
erfitt ástand með álganingu í mikilli
verðbólgu. Þá er kostnaður við starf-
semi í Rússlandi mjög mikill. Einnig
kostar það töluvert að leggja starf-
semina niður. Þetta eru margir sam-
verkandi þættir sem valda því að
þetta gengur ekki. Við drögum okk-
ur því út úr þessu og verðum með al-
gjöra lágmarksstarfsemi í Rúss-
landi, rétt til að halda utanum
eignarhluta, hlutabréf og rekstur á
verksmiðju í Perm, sem hvorki kall-
ar á fé né viðbótaráhættu. I Perm
eru kæligeymslur og frumstæð
vinnsla á fiski úr innlendu hráefni.
Aðeins ódýrasti fiskurinn selst
Markaðurinn í Rússlandi er mjög
erfiður um þessar mundir. Þangað
selst aðeins ódýrasti fiskurinn eins
og er, loðna og svipaðar afurðir. Þar
er ástandið líka aðkreppt vegna veiði
þeirra sjálfra og fleiri þátta. Kaup-
getan er lítil og aðeins ódýrustu teg-
undirnar seljast, en það er ástand
sem kemur til með að batna. Það eru
flestir á því að botninum sé í raun
náð ognú fari að koma upp sala í litl-
um mæli á dýrari tegundum. Við
munum fara mjög varlega í slík við-
skipti og ekki selja jafn djúpt inn á
markaðinn og reka þá starfsemi frá
skrifstofu okkar í Noregi.“
Ekki liggur fyrir hve mikið tap
varð á rekstri Axioma og Navimor á
síðasta ári. Árið 1998 var reiknað
hlutdeildartap SH af starfseminni í
Rússlandi 118 milljónir króna og árið
áður var tap SH 27 milljónir og jafn-
framt var mat á eignarhluta þar þá
fært verulega niður. í sex mánaða
uppgjöri SH í fyrra voru svo færðar
niður 360 milljónir króna. Þar að
auki er um eldra tapa að ræða auk
meira taps síðari hluta síðasta árs.
Tapið er því yfir hálfur milljarður
króna.
„Það sem við erum að gera núna er
að stilla þetta á núll. Þetta er allt tap-
að og við ætlum ekkert að vera að
angra okkur lengur á því að taka inn
tölur í reikningana. Þetta er einfald-
lega búið,“ segir Gunnar Svavarsson.
Afar léleg nýlið-
un í Barentshafí
ÚTLIT er fyrir að nýliðun þorsks í
Barentshafi sé einhver hin lélegasta
í sögunni. Mælingar Rússa fyrir
nokkru gáfu vísbendingar um litla
nýhðun eins og tveggja ára þorsks.
Vetrarleiðangur Norðmanna stend-
ur nú yfir og fyrstu niðurstöður eru
aðeins 100 milljónir eins árs þorsks.
Það er aðeins 5% af því sem mældist
á miðjum síðasta áratug. Þá var talað
um 4 til 5 milljarða eins árs þorska.
Það þarf að fara aftur á níunda
áratuginn til að sjá jafnlélega nýlið-
un. Þá var reyndar farið yfir minna
svæði en nú og getur það þýtt að
ástandið hafi verið skárra þá. Seiða-
leiðangur á síðasta ári gaf lélega ný-
liðun til kynna í samanburði við góð
ár á undan. Hið sama gaf leiðangur
Rússa til kynna og niðurstaðan er:
Lítið af tveggja ára þorski, ennþá
minna af árgangi síðasta árs.
Sé litið á eldri árganga, 3 til 6 ára
þorsk, kemur hið gagnstæða 1 Ijós.
Fiskifræðingar telja fjögurra ára
þorskinn telja 133 milljónir fiska og
fimm ára þorska 63 milljónir. Sam-
kvæmt fyrstu vísbendingum er
ástandið því á svipuðum nótum og
mat Alþjóða hafrannsóknaráðsins,
en ráðgjafamefnd þess lagði til
miklu meiri niðurskurð á leyfilegum
heildarafla, en Norðmenn og Rússar
komust síðar að samkomulagi um.
Rússar hafa farið fram á aukafund í
ráðgjafamefndinni í vor með þá von í
huga að nýjar upplýsingar gætu leitt
til aukningar á heildarkvótanum.
Ljóst þykir að kvótinn verði ekki
aukinn.
Staða ýsustofnsins er mun betri.
Þá er mikið af ungsíld um allt Bar-
entshaf, sem er jákvætt fyrir sfldar-
stofninn, en neikvætt fyrir loðnuna,
sem er ofarlega á matseðli sfldarinn-
ar.
IUDIÐ VIÐ STÓRU
Meira að segja samkeppnisaðilar viðurkenna að þeir komast ekki með tærnar þar sem BT er með hælana í tölvum og GSM
* á dögunum auglýsti samkeppnisaðili BT verðvernd á öllum
vörum nema tölvum og GSM símum. Hér getur að líta
dæmi um aðrar vörur sem einnig fást ódýrari hjá BT.
Ekki taka neina áhættu og borgaðu sanngjarnt verð strax
í upphafi! BT verð... er betra verð!