Morgunblaðið - 03.03.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.03.2000, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ 26 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2000 HASKOIABIO Anna and the King (Anna og konungurinn) er mynd sem gerist í Tælandi undir lok 19. aldar og fjallar um dramatískt líf breskrar kennslukonu og þau ævintýri sem hún lendir í. Með aðalhlutverk fara Jodie Foster og Yun-Fat Chow. Tilnefnd til tveggja Óskarsverðlauna! -ALLTAf^ e/TTH\SA£D A/ÝTT I tilefni af frumsýningu kvikmyndarinnar Anna and the King (Anna og konungurinn) bjóða mbl.is og Skífan þér að taka þátt í léttum leik á mbl.is. Það eina sem þú þarft að-gera er að svara léttum spurningum um myndina á mbl.is. Verðlaun • Glæsileg 8 rétta máltíð fyrir tvo í boði veitingahússins Asíu • Glæsilegt silfurhúðað matarprjónasett. • Play Station-leikjatölva frá Skífunni. • Anna and the King-simabækur. • Anna and the King-lyklakippur og -bókamerki. • Miðar fyrir tvo á myndina. Iyeggja_iítra kippa af Egils-kristal ERLENT Alvarlegt lestarslys í Danmörku Þrír látnir og tugir slasaðir Kaupmannahöfn. AP. TVÆR farþegalestir skullu saman í grennd við K^lkær-stöðina suð- vestan við Ikast á Jótlandi snemma í gærmorgun og fórust þrír, báðir lestarstjórarnir og kona úr röðum farþega. Að auki slösuðust 36, þar af einn alvarlega, en alls voru um 70 manns í lestunum. Talsmaður lögreglunnar í Hern- ing sagði á fréttamannafundi að búið væri að bera kennsl á hina látnu en nöfn þeirra yrðu ekki gef- in upp fyrr en náðst hefði í aðstandendur. Kplkær-stöðin er ekki lengur í notkun, að sögn netútgáfu Berl- ingske Tidende, en hún er á milli bæjanna Brande og Herning, nokkurn veginn á miðju Jótlandi. Lest á suðurleið frá Herning hafði verið stöðvuð og var á hliðarspori til að hleypa hinni framhjá en um- rædd lest, sem var á leið til Struer, ók af einhverjum ástæðum inn á hliðarsporið af aðalbrautinni og framan á hina fyrrnefndu. „Það eina sem við vitum er að önnur lestin átti ekki að vera á hliðarsporinu," sagði Peder Christ- ensen, yfirmaður í lögreglunni, í samtali við TV-2 sjónvarpsstöðina. Við höggið þeyttist kyrrstæða lestin um 150 metra aftur á bak. Lestarslysið er hið mannskæðasta í Danmörku síðan 1988 er átta manns fórust. Jörg Haider í blaðaviðtali Segir Hitler hinn versta á 20. öld Beirút, Brussel. AFP. HINN umdeildi austurríski stjóm- málamaður Jörg Haider sagði í við- tali sem birtist í arabísku blaði, út- gefnu í Lundúnum, í gær, að Adolf Hitler hefði verið „versti maður 20. aldarinnar" og að austurrísk stjórn- völd ættu að biðjast afsökunar á þætti Austurríkis í helíor nazista gegn gyðingum. Viðtalið í dagblaðinu Asharq a1- Awsat, sem gefið er út á arabísku í Lundúnum, var tekið sl. sunnudag, daginn áður en Haider sagði af sér formennsku í Frelsisflokknum (FPÖ), sem flokkaður er sem lýð- skrumsflokkur á hægri vængnum og á nú aðild að ríkisstjórn Austum'kis. „Hitler var versti maður 20. aldar- innar,“ er haft eftir Haider, en hann hefur á stjómmálaferli sínum haft uppi ummæli sem gjarnan hafa verið túlkuð sem lof um vissa þætti nazistatímans. „Austurríki ber hluta ábyrgðarinnar á helförinni og ætti að biðjast afsökunar, fyrst og fremst fyrir komandi kynslóðir," sagði Haider um útrýmingarherferð nazista gegn gyðingum í Evrópu. Haider hvatti ísraelsstjóm til að senda sendiherra sinn aftur til Vínar- borgar; sambandið milli Austmríkis og Israels væri gott. Sendiherrann var kallaður heim þegar Frelsis- flokkur Haiders myndaði ríkisstjóm ásamt hinum íhaldssama Þjóðar- flokki fyrir tæpum mánuði og ísra- elskir ráðamenn hafa lýst því yfir að afsögn Haiders úr flokksleiðtoga- hlutverkinu breyti engu. Haider sakar í viðtalinu vinstriöfl- in í Austurríki um að bera höfuð- ábyrgðina á „rógsherferðinni" sem hann þurfi að þola um þessar mundir. Talsmaður Héraðanefndar Evrópusambandsins, ráðgefandi nefndar sem skipuð er kjörnum full- trúar héraðsstjóma aðildarlandanna og Haider á sæti í sem fylkisstjóri suður-austurríska héraðsins Kárn- ten, staðfesti í Brassel í gær að Haid- er hygðist sækja næsta fund nefnd- arinnar, 12.-13. apríl næstkomandi. Hverfisborgarstjóri Etterbeek- hverfís í Brassel, þar sem hagsmuna- gæzluskrifstofa Kárnten er til húsa, hefur áður lýst því yfir að sitt markmið sé að Haider láti ekki sjá sig. Sænski herinn Síld en ekki kafbátar? SÆNSKI herinn telur sig enn hafa sannanir fyrir því að so- véskir kafbátar hafi endurtekið siglt inn í sænska landhelgi í byrjun níunda áratugarins, enda þótt ýmislegt hafi komið á daginn sem kann að draga úr trúverðugleika þess. Nú er tal- ið hugsanlegt að ekki einasta hafi sænski herinn ranglega haldið minka á sundi vera so- véska kafbáta, heldur hafi síld einnig blekkt hann. Að því er fram kemur í netútgáfu Dagens Nyheter hafa sex ára rann- sóknir með hjálp nýrrar tækni leitt í ljós að síld gefur frá sér sams konar hljóð og kafbátar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.