Morgunblaðið - 03.03.2000, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 3. MARS 2000 35
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
GOTTSAMBAND
VIÐ BANDARÍKIN
KARL Lamers, talsmaður þingflokks Kristilegra demó-
krata í Þýzkalandi í utanríkismálum, skrifaði athyglis-
verða grein í Morgunblaðið í gær, þar sem hann víkur að
tveimur kjarnaatriðum í utanríkismálum Evrópuríkja. í
grein sinni segir þýzki þingmaðurinn m.a.: „Island og
Þýzkaland rækta gott samband við Bandaríkin og hafa mik-
illa hagsmuna að gæta í því, að ekki verði slakað á böndunum
yfir Atlantshafið. í þessum anda eru ísland og Þýzkaland
meðlimir í Norður-Atlantshafsbandalaginu, sem tengir
Evrópu við Bandaríkin og Kanada og í grundvallaratriðum
er samfélag um sameiginleg gildi og sannfæringu."
Þetta er rétt. Við íslendingar eigum það sameiginlegt með
Þjóðverjum, að gott samband við Bandaríkin skiptir okkur
miklu máli. Þar koma til sameiginlegir öryggishagsmunir
okkar og Bandaríkjamanna og áþekk sýn á helztu átakamál,
sem upp hafa komið á alþjóðavettvangi í rúma hálfa öld. Við
Islendingar gleymum því ekki heldur, að Bandaríkin voru
fyrsta ríkið, sem viðurkenndi formlega íslenzka lýðveldið og
ruddi þar með brautina fyrir viðurkenningu annarra þjóða.
Þjóðverjar eiga líka mikilla hagsmuna að gæta í samskipt-
um sínum við Bandaríkjamenn. Það var bandarískur herafli,
sem kom í veg fyrir að Rauði her Sovétríkjanna flæddi yfir
alla Evrópu á fyrstu árunum eftir heimsstyjöldina síðari.
Það var pólitískur, hernaðarlegur og efnahagslegur styrkur
Bandaríkjanna, sem tryggði að lokum uppgjöf Sovétríkj-
anna og heimskommúnismans í kalda stríðinu, sem var for-
senda sameiningar Þýzkalands. Um þetta grundvallaratriði í
utanríkismálum eru Þjóðverjar og íslendingar sammála.
Hitt meginatriðið í utanríkismálum Evrópuríkja, sem
Karl Lamers vék að í grein sinni í Morgunblaðinu var afstað-
an til Rússlands. Þingmaðurinn segir m.a.: „Framtíðar-
stefna þessa risaríkis, sem spannar níu tímabelti, hefur
áfram gríðarmikla þýðingu fyrir öryggismál Evrópu.
Evrópskt öryggismálaskipulag stendur því og fellur með
því, að Rússland haldist stöðugt, útreiknanlegt og áreiðan-
legt. Við höfum ekki efni á óstöðugu Rússlandi.“
Síðan bendir Karl Lamers á, að á undanförnum árum hafi
verið lagður traustur grunnur að samstarfi Atlantshafs-
bandalagsins og Rússlands m.a. með NATO-Rússlandsráð-
inu.
Þýzkaland er orðið fopysturíkið í Evrópu og innan
Evrópusambandsins. Við íslendingar eigum mikilla hags-
muna að gæta á meginlandi Evrópu og innan ESB. Vegna
sameiginlegrar sýnar á grundvallaratriði í utanríkismálum
og sögulegrar og menningarlegrar arfleifðar, sem á sér sam-
eiginlegar rætur, eru allar forsendur til staðar fyrir traustu
sambandi Islands og Þýzkalands. Grein talsmanns Kristi-
legra demókrata í utanríkismálum í Morgunblaðinu í gær
sýnir, að meðal þýzkra ráðamanna ríkir næmur skilningur á
sjónarmiðum og hagsmunum okkar íslendinga. Við eigum að
leggja rækt við þessi tengsl.
SJONARMIÐ
FRUMKV ÖÐULS
EINN merkasti frumkvöðull í brezku atvinnulífi á allmörgum
undanfömum áram er tvímælalaust Sir Richard Branson,
sem er heimskunnur viðskiptajöfur og m.a. eigandi flugfélags-
ins Virgin Atlantic Airways. í merkilegri grein, sem Sir Richard
skrifar í Financial Times sl. þriðjudag, fjallar hann m.a. um
nauðsyn á aukinni samkeppni í flugi og víkur m.a. að þeirri af-
greiðsluaðstöðu og afgreiðslutíma, sem flugfélög hafa komið sér
upp á flugvöllum og eru talin mjög verðmæt. Branson lýsir
þeirri skoðun, að takmarka eigi þann tíma, sem félögin ráði yfir
þessari aðstöðu og tíma, við tíu ár og segir síðan:
„Ef þessari afgreiðsluaðstöðu og tíma væri úthlutað til hæst-
bjóðanda - með skilmálum, sem mundu koma í veg fyrir mis-
notkun hinna stærstu - mundu þessi réttindi fara til þeirra flug-
félaga, sem gætu nýtt þau bezt. Þessi aðferð væri hin sama og
notuð er til þess að úthluta öðrum takmörkuðum réttindum, svo
sem útvarps- og sjónvarpsrásum eða jámbrautarleiðum, neyt-
endum til hagsbóta."
Með þessum orðum hefur hinn brezki frumkvöðull lýst þeirri
skoðun, að takmörkuðum réttindum afýmsu tagi eigi að úthluta
á þann veg, að þau séu boðin út og gangi til hæstbjóðenda. At-
hyglisvert er, að Branson nefnir í þessu sambandi bæði útvarps-
og sjónvarpsrásir en Morgunblaðið hefur ítrekað hvatt bæði
fyrrverandi og núverandi samgönguráðherra til þess að taka
upp þessa aðferð við úthlutun slíkra réttinda og símarása einnig
en bæði í Bretlandi og á Italíu er nú unnið að því að bjóða út
leyfi til rekstrar á nýju farsímakerfi. Útvarps- og sjónvarpsrásir
voru boðnar út í fyrsta sinn í Bretlandi snemma á síðasta áratug
í stjórnartíð Margrétar Thatcher og kemur engum á óvart í ljósi
þess, hve markaðssinnaður stjómmálamaður hún var og er.
Gert er ráð fyrir bættri aðstöðu fyrir ferðafólk í tillögu að deiliskipulaffl fyrir Dyrhólaey í Mýrdal
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Gatið í Dyrhólaey hefur mikið aðdráttarafl fyrir ferðafólk. Hór er horft í það ofan frá útsýnisstaðnum, fyrsta daginn eftir opnun Dyrhólaeyjar sl. vor.
Togstreita um nýt-
ingu eyjarinnar
Tillögu að deiliskipulagi fyrir Dyrhólaey er ætlað að bæta aðstöðu
fyrir ferðamenn og stuðla að verndun umhverfísins. I grein Helga
Bjarnasonar kemur fram að bændur í Dyrhólahverfí eru tortryggnir
í garð þeirra sem staðið hafa að skipulaginu og enn á ný eru að blossa
upp deilur um umdeilda lokun eyjarinnar yfír varptíma æðarfuglsins.
VINNA við deiliskipulag Dyr-
hólaeyjar hófst haustið 1998
að frumkvæði Náttúru-
vemdar ríkisins. Þráinn
Hauksson, landslagsarkitekt hjá
Landslagi ehf., var ráðinn til verksins
og var skipulagið unnið í samráði við
Mýrdalshrepp, Siglingastofnun og
Vegagerðina, auk Náttúmvemdar rík-
isins. Tillaga að deiliskipulagi hefur
verið kynnt í Mýrdal og frestur til að
gera athugasemdir rennur út næst-
komandi mánudag.
Áhugi á að bæta aðstöðu
Dyrhólaey er einstæð náttúraperla,
ekki síst vegna gatsins í klettinum sem
blasir við frá vitanum á Háeynni. Eyj-
an er friðlýst sem friðland samkvæmt
náttúraverndarlögum. Þráinn Hauks-
son segir að dálítið sérstakt sé að vinna
deiliskipulag fyrir náttúraverndar-
svæði. „Dyrhólaey er vinsæl náttúrap-
erla þar sem ferðamannastraumur fer
vaxandi. Þar þarf að bæta aðstöðu fyr-
ir ferðamenn, stýra álaginu, áður en
umhverfið fer að líða fyrir umgengn-
ina,“ segir Þráinn.
I greinargerð með skipulagstillög-
unni kemur fram að markmið með
deiliskipulaginu er að bæta aðstöðu og
þjónustu við ferðamenn á Dyrhólaey
og stuðla að verndun umhverfisins með
markvissri stígagerð, upplýsingamiðl-
un og fræðslu. Tillagan gerir ráð fyrir
endurbótum á vegum um eyna þó
þannig að lega þeirra verði nánast
óbreytt. Þó verður gagnamótum breytt
þar sem leiðir greinast út á Lágeyna
og Háeyna. Vegurinn upp á Háeyna
verður aðalbraut, en Lágeyjarvegur-
inn tengist inn á hann með T-gatna-
mótum.Tilgangurinn er að beina um-
ferð ferðamanna fyrst og fremst upp á
Háeyna, að gestastofunni og útsýnis-
stað þar sem gatið í klettinum blasir
við, og til þess að hugsanleg tímabund-
in lokun á Lágeynni vegna varps virk-
aði eðlilega á þá sem heimsækja eyna.
Lagt er til að bílastæðin verði áfram
austast á Lágeynni og vestast á Há-
eynni. Þau verði hins vegar skýrar af-
mörkuð en nú er með lágum hlöðnum
grjótveggjum. Við stæðin verði yfir-
litskort af eynni þar sem sýndar verði
gönguleiðir, útsýnisstaðir og aðrir
áhugaverðir áfangar. í deiliskipulags-
tillögunni er gert ráð fyrir sem fjöl-
breytilegustum möguleikum í mislöng-
um og miserfiðum gönguleiðum. Stígar
verði gerðir næst aðkomusvæðum og
við gestastofuna og vitann en fjær er
talið nægjanlegt að merkja gönguleiðir
mep stikum.
Á gönguleiðakortinu á að merkja
bestu útsýnisstaðina. Meðal annars er
gert ráð fyrir að byggður verði vegleg-
ur útsýnispallur upp úr grjótveggjum
og steinlögn á bjargbrúninni sunnan
við vitann. Þar blasir gatið í klettinum
við. Þá verði núverandi grjótveggur á
vesturbrún bjargsins endurhlaðinn og
hækkaður, þannig að hann virki sem
öryggisgirðing frá bílastæðum og fram
fyrir útsýnispallinn.
Mannvirki á Dyrhólaey tengjast
fyrst og fremst vitanum. Auk vitans
sjálfs era þar geymslur á bjargbrún-
inni að vestanverðu og í norðaustur-
hluta lóðar Siglingastofnunar era göm-
ul fjárhús og hlaða. í tillögunni er gert
ráð fyrir þeim möguleika að útihúsin
verði nýtt fyrir litla gestastofu. Þar
væru til dæmis upplýsingar um náttúr-
ufar Dyrhólaeyjar og næsta umhverfis
og sögu vitans, jafnvel vita almennt.
Vestan við gestastofuna verði gert
dvalarsvæði með borðum og bekkjum.
Við undirbúning deiliskipulagsins
var gerð fuglatalning og fomleifa-
skráning. Fundust meira en tveir tugir
fornleifa. Bjarni F. Einarsson forn-
leifafræðingur metur að fjórtán staðir
hafi hátt minjagildi og telur ástæðu til
að hugleiða friðlýsingu þeirra. Um er
að ræða minjar um sjósókn og fjárbú-
skap, svo sem rústir, fiskbyrgi og garð
og bergristur (krossa).
Bændur gera athugasemdir
Álag á Dyrhólaey hefur vaxið jafnt
og þétt enda er hún einn af fimm mest
auglýstu stöðum í ferðabæklingum um
ísland sem dreift er erlendis, að sögn
Árna Bragasonar, forstjóra Náttúra-
verndar ríkisins. Áhugi hefur verið á
því að hefja ákveðnar framkvæmdir á
Dyrhólaey til að bæta aðkomu ferða-
fólks og um leið að tryggja að umferðin
spilli ekki umhverfinu. Ferðamálaráð,
Vegagerðin, Siglingastofnun og Nátt-
úruvernd hafa rætt um málið. Árni
Bragason segir nauðsynlegt að ganga
frá deiliskipulagi áður en farið er í
framkvæmdir. Segir hann að mark-
miðið með skipulagsvinnunni sé að
setja reglur um umferð um eyna og
reyna að ná meiri sátt um nýtingu
hennar.
Togstreita hefur verið um nýtingu
Dyrhólaeyjar, á milli bænda í Dyr-
hólahverfi sem þar hafa nýtt æðar-
varp og ferðaþjónustuaðila. í reglum
um friðun Dyrhólaeyjar, sem settar
vora að frumkvæði bænda árið 1978,
er kveðið á um heimild Náttúruvernd-
ar ríkisins til að takmarka ferðir
þangað á tímabilinu 1. maí til 25. júní.
Bændur hafa óskað eftir því að þessi
heimild verði nýtt og hefur Náttúru-
vemd yfirleitt orðið við því.
Tveir ábúendur í Dyrhólahverfi,
Þorsteinn Gunnarsson á Vatns-
skarðshólum og Guðjón Þorsteinsson
á Litlu-Hólum, lögðu fram skriflega
yfirlýsingu á fundi í Vík á dögunum,
þegar deiliskipulagstillagan var lögð
fram. Þar kemur fram að þeii’ telja til-
löguna engan veginn standast lög.
Þeir telja að fyrirheit um samráð við
ábúendur um vinnu við skipulagið
hafi verið svikin og að tillagan feli í
sér breytingar sem skerða muni
hagsmuni bænda vegna æðarræktar
og annarra nytja á svæðinu og leiði
þar með til rýrnunar á verðgildi og
búkostum jarðanna í Dyrhólahverfi.
Þorsteinn segir í samtali við Morg-
unblaðið að taka eigi tillit til allra
þátta við skipulagsvinnu sem þessa.
Það hafi ekki verið gert, einungis sé
tekið tillit til ferðamanna en ekki
hagsmuna ábúenda. Segist hann hafa
heyrt á skotspónum að til standi að
hafa Dyrhólaey opna fyrir ferðafólk
allt árið. Það muni skerða möguleika
ábúenda í æðarræktinni og fráleitt að
breyta þannig til án samráðs við
bændur.
Þorsteinn segir ljóst að bændur
muni gera miklar athugasemdir við
skipulagstillöguna áður en kærafrest-
ur rennur út á mánudag.
Árni Bragason vísar gagnrýni Þor-
steins á bug. Segir að samráð hafi
verið haft við hagsmunaaðila. Nefnir
hann fund 10. júní á síðasta ári í því
sambandi og síðan almennan kynn-
ingarfund 16. febrúar síðastliðinn.
Hafsteinn Jóhannesson, sveitar-
stjóri Mýrdalshrepps, segir að það sé
talið betra að fá fjármagn í nauðsyn-
legar lagfæringar á Dyrhólaey þegar
skipulag liggi fyrir. Hann segist
ánægður með niðurstöðuna, ekki sé
um að ræða neina kúvendingu heldur
skráningu og staðfestingu á gildandi
nýtingu með möguleikum á merkingu
gönguleiða. Segist Hafsteinn ekki
hafa orðið var við annað en menn
væra almennt sáttir við skipulagið.
Breyttar aðstæður?
Ekki kemur fram í skipulagstillög-
unni að til standi að hætta að loka
Dyrhólaey á vorin, en bent er á þann
möguleika að hafa opið í Háeyna, þar
sem helsti útsýnisstaðurinn er, þótt
Lágeynni verði ef til vill lokað en þar
er mesta varpið.
Árni Bragason segir að Náttúra-
vernd hafi ávallt farið að óskum
bænda um lokun Dyrhólaeyjar yfir
varptímann, nema eitt árið þegar ósk
um það barst seint. Þetta hafi verið
gert þrátt fyrir óskir ferðaþjónustu-
aðila um að ferðafólki yrði alltaf gert
kleift að komast þangað og að ávallt
hafi verið skiptar skoðanir um það
hvort lokun væri nauðsynleg fýrir
æðarvarpið. Segir Ámi að ekki séu
fyrirhugaðar neinar breytingar á
þessu.
Aðstæður hafa breyst að einhverju
leyti með því að búskapur hefur dreg-
ist saman og fleiri jarðir eru nú í eigu
og umráðum annarra en bænda.
Þannig hafa ítök Mýrdalshrepps auk-
ist eftir að bóndinn á Eystri-Dyrhól-
um flutti af jörðinni en hún er í eigu
hrejipsins.
Arni Bragason segir að Náttúra-
vernd ríkisins hafi ákveðið að skrifa
öllum eigendum Dyi’hólaeyjar og
spyrjast fyrir um það hvort þeir vilji
loka og þá hversu lengi.
Hafsteinn Jóhannesson sveitar-
stjóri segir að sveitarstjórnin hafi
enga afstöðu tekið til deilnanna um
lokun Dyrhólaeyjar. Ábúendur á
jörðum hreppsins í Dyrhólahverfi hafi
verið látnir óáreittir með sína afstöðu.
Aðspurður telur hann þó líklegt að
hreppsnefndin verði að taka afstöðu
til erindis Náttúruverndar ríkisins
þegar það berst.
Kærufrestur rennur út mánudag-
inn 6. mars, eins og fyrr segir. At-
hugasemdir verða teknar fyrir í
skipulagsnefnd og hreppsnefnd Mýr-
dalshrepps og niðurstaðan send til
Skipulagsstofnunar og síðar ráðherra
til staðfestingar.
Kortið sýnir ástand gróðurs á hálendi íslands. Á rauðu svæðunum er ástandið verst og Rala og Landgræðsla
ríkisins telja þessa afrétti óhæfa til beitar, enda einkennast þeir af auðnum og rofsvæðum. Ástandið er einnig
talið óviðunandi, en ekki eins slæmt, á þeim svæðum sem sýnd eru bleik á myndinni. Grænu svæðin eru aftur á
móti vel gróin svæði sem henta vel til beitar.
rögð við niðurstöðum rannsókna á alvarlesn
ástandi gróðurs á hálendinu
Mikilvægt að
breyta viðhorfum
Þ RÁTT fyrir að fvr-
irliggjandi sé ítar-
leg skýrsla um al-
varlegt ástand
hálendisins með tilliti til
jarðvegsrofs frá árinu 1997
hafa lítil viðbrögð orðið og
ennþá er megnið af hálend-
inu nýtt til beitar. Þetta
kom ma. fram í erindi dr.
Ólafs Amalds, sviðsstjóra
umhverfissviðs Rannsókn-
arstofnunar landbúnaðar-
ins, á ráðstefnu sem haldin
var nýlega um jarðvegsrof
og beitarfriðun á miðhá-
lendinu á vegum Umhverf-
issamtaka íslands og Landgræðslu
ríkisins.
Ólafur vill að stór hluti hálendis-
ins verði friðaður og beit aflögð á
þeim svæðum sem ekki era mögu-
leg til sjálfbærrar nýtingar og að
Island taki á þessum málum sam-
kvæmt nútímalegum umhverfis-
sjónarmiðum. Hann bendir jafn-
framt á að stór svæði séu engu
síður góð til beitar og að stýra
þurfi sauðfjárframleiðslunni inn á
þau svæði.
Árið 1997 birtu Landgræðsla
ríkisins og RALA ítarlega skýrslu
um ástand hálendisins í ritinu
Jarðvegsrof á Islandi, og vora
þeim veitt umhverfisverðlaun
Norðurlanda fyrir þær rannsóknir.
I þessari skýrslu kemur skýrt
fram að vegna alvarlegs ástands
hálendisins henti það engan veginn
til beitar.
Nánast allt hálendið
opið fyrir beit
í samtali við Morgunblaðið sagð-
ist Ólafur furða sig á því að ekkert
hefði gerst í þessum málum, þrátt
fyrir upplýsingar um slæmt ástand
hálendisins. Hann sagði engar
áætlanir liggja fyrir um það hvern-
ig bregðast eigi við, en mjög brýnt
sé orðið að taka ákvarðanir varð-
andi friðun hálendisins.
„Það er verið að setja lög á
hverju sviðinu á fætur öðra í um-
hverfismálum, en það gerist ekkert
í þessum geira. Þannig að maður
veltir því fyrir sér að til lítils sé að
framkvæma rannsóknir og birta
þær ef meiningin er sú að gera
ekki neitt."
Ólafur vill að lögð verði fram
áætlun, sem taki til ákveðins tíma,
og að stefnt verði að því að tiltekin
svæði verði lokuð og friðuð eða þau
aðlöguð að sjálfbærri landnýtingu.
„Nánast allt hálendið er í dag
opið fyrir beit og mjög fá svæði
friðuð. Það er mjög eindregin af-
staða okkar fagfólks að beit á
auðnum og rofsvæðum á hálendinu
er ekki viðunandi og er ekki sjálf-
bær nýting á landinu."
Á hálendinu eru þó mörg góð
svæði, að sögn Ólafs, og að umræð-
an snúist ekki um þau svæði held-
ur auðnir og rofsvæði á afréttum
sem fyrst og fremst ná frá Suður-
landi og norður í Þingeyjarsýslu.
Hann telur það fara mjög vel sam-
an að hagræða í sauðfjárfram-
leiðslu, með því að fækka búum
eins og fram hafi komið í opinber-
um umræðum, og stýra í framhald-
inu beitinni inn á þau góðu svæði
sem þoli álagið. Þau svæði eru víða
um land og ekki bundin landshlut-
um.
Þurfum að stíga skrefið
inn í 21. öldina
Ólafur segir það hluta af vand-
anum, að menn vilji ekki viður-
kenna vandamálið og séu því ekki
reiðubúnir að taka skrefið inn í 21.
öldina. Hann segir lög um land-
gi’æðslu vera algerlega úrelt og
gagnslaus að mörgu leyti og að
Landgræðsla ríkisins eigi ekki
bara að vera uppgræðslustofnun,
heldur eigi að hafa forræði á land-
inu og sjá um að gæta hag þess.
Nú era í smíðum ný lög og telur
Ólafur að það verði einfaldlega
ekki sátt um þau lög ef ekki verður
lögfest að beit á auðnum og rof-
svæðum hálendisins verði
bönnuð.
„Þá verða þetta lög í
anda gamals tíma, ein-
hvers staðar aftur í for-
tíðinni, en við verðum að
fara að stíga skrefið inn í
21. öldina í anda þeirra
sáttmála sem gerðir hafa
verið, eins og Dagskrár
21.“
Bjöm Barkarson, beit-
areftirlitsfulltrúi Land-
græðslu ríkisins, hefur
komist að þeirri niðurstöðu
að afréttabeit sé ekki síður
félagslegt mál heldur en
efnahagslegt eða vistfræðilegt.
Göngur, réttir og hefðirnar í kring-
um það skipi stóran sess í hugum
margra og ekki sé ástæða til að
gera lítið úr því.
Hann segir að menn séu ekki
sammála um vistfræðileg áhrif
beitar á hálendinu. Bændur haldi
því fram að gróður sé í framför á
einhverjum af þessum stöðum, en
Landgræðslan segi aftur á móti að
það sé sandfok og mikið rof, þó að
framfarir eigi sér stað á einhverj-
um hluta.
Grundvallarviðhorf
ekki til staðar
„Ég hef líka velt því fyrir mér,
sem er mjög viðkvæmt mál, hver
hin raunveralega þekking manna
er á þessu máli. Þeir sem alast upp
í þessu umhverfi, við það að landið
sé alveg í rúst, taka þeir nokkuð
eftir því? Síðan kemur einhver sem
er alinn upp þar sem gras er allt í
kring og honum auðvitað ofbýður.
Þetta er mín reynsla eftir að ég fór
að vinna hjá Landgræðslunni,“
sagði Björn í samtali við Morgun-
blaðið.
Hann telur að mikill árangur
myndi nást með friðun, en að
menn verði að átta sig á því að það
gerist mjög hægt og kannski muni
núlifandi kynslóðir ekki sjá veru-
legar breytingar.
„En ber okkur ekki skylda til að
gera eitthvað í málunum upp á
framtíðina? Það vantar ákveðið
grandvallarviðhorf í þetta hér á
landi, við verðum að breyta afstöð-
unni. Þetta á ekki að líðast og við
verðum bara að gera eitthvað í
málunum.“